Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 31. jan. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 Viðræður í Santa Recife, Brasilíu, 30. jan. — (NTB/Reuter) — SNEMMA í fyrramálið mun bandaríski aðmírállinn Allen Smith fara um borð í portú- galska skipið Santa Maria og ræða þar við Galvao, for- ingja uppreisnarmanna, um möguleika á því að setja far- þegana í land. Santa María verður þá stödd um 30 sjó- inilum frá Recife. Um sex hundruð farþegar eru í skipinu, þar af um 40 Bandaríkjamenn. Talið er að Galvao muni samþykkja að setja farþeg- ana á Iand í einhverri höfn í Brasilíu, sennilega Recife eða Salvador (Baliia), eftir — Kennedy Frh. af bls. 1 hann vissi hvað bæri að gera til úrbóta. Kreppa „Núverandi fjárhagsástand rík Isins er alvarlegt. Við tökum við völdum eftir að kreppa hefur ríkt í sjö mánuði, viðskiptadeyfð í þrjú og hálft ár, samdráttur hef- ur verið í fjármálum landsins undanfarin sjö ár, og tekjur land- búnaðarins farið minnkandi und- anfarin níu ár-‘, sagði Kennely. Þá sagði hann að gjaldþrot hafi aldrei verið fleiri síðan kreppan mikla geisaði. Nú væru 5% millj. manna atvinnulausir, og rúm milljón þeirra verið að leita sér að atvinnu meir en fjóra mánuði. Forsetinn sagði að rannsóknir á vandamálum víða um heim, sem gerðar hafa verið síðan hann tók við völdum fyrir tíu dögum hefðu sýnt að sífellt væri að síga á ógæfuhliðina, erfiðleikarn- ir margfaldist með hverjum deg- inum, sem líður. Frelsi og sjálfstæði Hann sagði að sífelldur yfir- gangur kínverskra kommúnista ógnaði nú friðinum í Asíu, frá landamærum Indlands og Suður Vietnam og til frumskóganna í Laos, sem væri að berjast við að fá að halda nýfengnu sjálfstæði. Stefna Bandaríkjanna varðandi Laos væri hin sama og annars- sfeaðar í Asíu og raunar um all- an heim, þ. e. að tryggja þjóðinni frelsi og ríkisstjórninni sjálf- Stæði. Varðandi Afríku sagði Kennedy að Bandaríkin mundu halda áfram stuðningi við til- raunir Sameinuðu þjóðanna að koma á friði í Kongó, tilraunir, eem hefðu mætt miklum erfið- leikum og nú síðast minnkandi stuðningi einstakra ríkja. Kommúnlstar á Kúbu Forsetinn sagði að kommúnist- er hefðu nú náð fótfestu á Kúbu, aðeins 150 kílómetrum frá strönd um Bandaríkjanna. Væru Banda- ríkin samningsbundin öðrum ríkj um Ameríku að vinna gegn öll- um yfirráðum og allri kúgun í heimsálfunni og stuðla að því að þar verði frjáls ríki og frjálsar þjóðir frá Cape Horn til Norður- heimskautsbaugs. Friðsamleg keppnl Helzta verkefnið, sem bíður lausnar, sagði forsetinn að væri «ð koma á friði í heiminum. En Btærsta hindrunin þar væri sam- búð Bandaríkjanna við Sovét- ríkin og Kína. Sagði hann að aldrei mættu Bandaríkin láta fá sig til að álíta að þessi tvö kommúnistaríki hafi fallið frá Stefnunni um alheimsyfirráð. En ef frelsi og kommúnismi fengju að keppast um fylgi manna á friðsamlegan hátt, hefði hann betri trú á framtíðinni, sagði Kennedy. um borð Maria Janio Quadros forsetaskiptin þar í landi á morgun. I tilkynningu bandaríska flot- ans segir að Smith aðmíráll muni reyna að ná samkomulagi við Galvao í samræmi við fyr- irskipanir, sem eru á leiðinni til Recife með tundurspillinum Gearing, sem væntanlegur var 1 dag. Ekki er kunnugt um efni þeirra fyrirskipana, og kvaðst Smith ekkert geta um samning- ana sagt fyrr en tundurspillir- inn væri kominn. Galvao bíður forsetaskiptanna í Brasilíu vegna þess að Janio Quadros, sem tekur við embætt- inu á morgun, hefur tilkynnt að hann muni veita Galvao „hverja þá tryggingu sem hann óskar“, ef hann leiti hafnar í Brasilíu, En Juscelino Kubitschek, sem lætur af forsetaembætti á morg un, hefur hótað að leggja hald á skipið komi það í landhelgi Brasilíu. KYRRSETTIR Frá Lissabon er símað að sendiherra Brasilíu í Portugal hafi afhent ríkisstjórninni orð- sendingu frá stjórninni í Brasil- íu þess efnis að byltingarmenn Galvaos verði kyrrsettir ef þeir koma til hafnar í Brasilíu. Orð- sendingin var frá Kubitschek, fráfarandi forseta, og segir hann að skipið verði tekið af uppreisnarmönnum og afhent fyrri eigendum, ef það komi í höfn. — / Grænlandi Framh. af bls. 3 herstöð, nokkur þúsund manns. Danir eru þarna miklu færri en Bandaríkjamennirn- ir — og Grænlendingar engir. Sem kunnugt er hafa Danir nýlega byggt hótel í sambandi við flughöfnina í Straumfirði. Þar er umferð farþegavéla hins vegar mjög lítil. Þotur SAS lenda 10 sinnum í viku á leið milli Kaupmannahafn- ar og vesturstrandar Banda- ríkjanna — og annað er það ekki fyrir utan íslenzku vél- arnar og tvær eins hreyfils vélar, sem Kanadamenn eru með í innanlandsfluginu fyrir Dani. En töluvert er þarna af bandarískum hervélum. * * * — Við hjá Flugfélaginu höf- um verið tíðir gestir í Straum firði á undanförnum árum, en aldrei dvalizt þar jafnlengi og að þessu sinni. Nú fer önn- ur áhöfn með Heklu til Græn- lands og verður í mánuð — og síðan koll af kolli svo að segja má, að við séum búnir að setja upp útiibú þar vestra. — Um mánaðamótin fer Sól- faxi líka til Grænlands, til Nassarssuak, sem er miklu sunnar á ströndinni. Þar er mjög fámennt, aðeins nokkrir Danir til að annost veðurat- huganir og nauðsynlegt við- hald tækja. Ekki verður því jafnlíflegt hjá þeim félaga minna, sem þangað fara — og hjá hinum í Straumfirði. Þeir í Nassarssuak, verða sann- kallaðir útilegumenn. — Seðlabankinn Framh. af bls. 1 hlutabréfaviðskipti eru talin nauðsynlegur þáttur í starf- hæfu peningakerfi. Er Höskuldur Ólafsson for- maður Varðar hafði sett fjöl- mennan fund £ félaginu í gær- kvöldi, og nokkrir tugir inntöku beiðna höfðu verið bornir upp og saimiþ., hóf Jöhann Hafstein bankastjóri ræðu sína um banka mál. Hann gat þess, að frá önd- verðu hefði það verið megin- stefna rkisstjórnarinnar að kapp kosta að koma á jafnvægi og festu í efnahagsmálunum. Var þetta mar.gþætt starf. Fyrst var 'hin almenna efnahagsmálalög- gjöf, sem oftast er nefhd við- reisn, en á fleiri sviðum þurfti að reisa við efnahagslífið, og var frá öndverðu ljóst að breytingar væru nauðsynlegar á sviði bankamála, sérstaklega til að koma í veg fyrir stjórnlausa pen ingaþenslu. Helztu ágallar fyrri ráðstafana í peningamálum hefðu einmitt verið þeir, að iþess var ekki gætt að takmarka út- lánaaukningu og örva sparifjár- myndun. Sérstaklega var mönnum Ijóst, að rétt væri að gera Seðlabank- ann algerlega sjálfstæðan, en með lögum þeim, sem vinstri stjórnin setti um hann á sínum tíma, skyldi hann vera í tengsl- um við almenna bankastarfsemi Landisbankans. Mikið starf hefði verið unnið við undirbúning hnnar nýju löggjafar. Væri því starfi nú lokið og myndi frurn- varp til laga um Seðlabanka ís- lands verða lagt fyrir Alþingi í dag. Ræddi ræðumaður síðan þau meginatriði hins nýja frum- varps sem áður var getið. Hann gat þess einnig að yfirstjórn Seðlabankans yrði í höndum þess ráðherra, sem færi með bankamál og bankaráðg, en stjórn bankans væri annars X höndum þriggja bankastjóra, sem ráðherra skipaði að fengn- um tillögum bankaráðs. Kjósi bankaistjórn sér formann til ekki skemmri tíma en 1 árs í senn. Áður var sérstakur aðaibanka- stjóri og aðstoðarbankastjóri, sem mynduðu yfirstjórn bank- ans með 3 mönnum, sem rífcis- stjórnin skipaði. Ræðumaður benti á, að með þeirri skipan, að Seðlabankinn gæti gert opinberan ágreining við ríkisstjórnina í peningamálum, en yrði þó að lokum að vinna að því að stefna sú, sem hún mark- aði endanlega, fengi að ráða, mið- aði að því að fara milliveg milli algers sjálfstæðis Seðlábankans og fullrar yfirstjórnar ríkisvalds- ins yfir honum. Hefði við þá á- kvörðun verið höfð hliðstjórn af reynslu erlendis. Samkvæmt núgildandi lögurn Seðlabankans fylgdi veðdeild Lanlsbankans honum, en hún verður nú skilin frá Seðlabank- anum og fellur undir viðskipta- svið Landsbankans, eins og sjálf sagt er. Jóhann Hafstein gat þess að lokum, að hann teldi að vel hefði tekizt til við samningu þessa frumvarps, sem skapa myndi heilbrigðan grundvöll í peninga- málum til frambúðar, ef að lög- um yrði. Ríkisstjórnin hefði tek- ið mál þetta föstum tökum eins og önnur stórmál á sviðum efna- hagslífsins frá því að hún tók við völdum. Með þessu frumvarpi væri lagður sá grundvöllur, sem ætti að geta orðið til velfarnað- ar aimenningi og viskiptalífinu í heiid. I Að lokinni ræðu frummælanda tóku til máls Kristján Arngríms- son og Snorri Halldórsson. - /þróff/r Framhald af bls 22. verðlaunapeningar íslandsmeist- aramóta ársins 1962, verði með hátíðamerki ÍSÍ eftir teikningu Halldórs Péturssonar, listmálara, 4. Þess er vænzt að íþrótta- bandalögin og héraðssamböndin haldi upp á afmælið með íþrótta sýningum og íþróttakeppnum.. 5. Út verður gefið sérstakt af- mælisrit Lokað vegna jarðarfarar miðvikudaginn 1, febrúar. Harpa hf. Einholti, Skúlagötu. Öllum þeim vinum og kunningjum, skyldum og óskyld- um, sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu þakka ég innilega. Alfaðir blessi ykkur öll. Jón Sverrisson. Hjartkæri eiginmaður minn, faðir og tengdasonur, KARE karlsen sandöy frá Sandöy í Romsdal Norge varð bráðkvaddur í veiði- leiðangri í Suðuríshafinu 20. janúar 1961. Dagný Karlsen, Sigurd Per, Sigurður Ishólm. Faðir minn, tengdafaðir og afi OTTÖ SCHUBERT andaðist að heimili sínu í Kastrup hinn 28, janúar. Wennie Schubert, Gísli Sigurjónsson og böm. Maðurinn minn JÓN NORDQUIST verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1. febrúar kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd vandamanna. Asa Nordqulst. Jarðarför móður okkar SÖLVEIGAR JÓNSDÖTTUR Nesi við Seltjörn, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 2 e.h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu kl. 1 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. , Bömln. Útför mannsins míns og föður okkar prófessors TRAUSTA ÓLAFSSONAR efnaverkfræðings, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 1. febrúar kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. María Óiafsson, Asa Traustadóttir, Pétur Traustason, Jóhanna Traustadóttir, Ólafur Traustason. Þökkum innilega og £if alúð hinum fjölmörgu, er hafa sýnt okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR ARASONAR Hlugastöðum. Guð blessi ykkur öll. Jónína Gunnlaugsdóttir, Auðbjörg Guðmundsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Jóhannes Guðmundsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar CARLS ALFREDS NIELSEN Guðrún Nielsen og börn. Öllum þeim, er sýndu hluttekningu í veikindum, við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður ÞÓRU KJARTANSDÓTTUR vottum við alúðarfyllstu þakkir. Börn og tengdaböra. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ingibjörg Guðmundsdóttir, Lára Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.