Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 24
JAMAICAjj EYJAR «UAPSLOU?^Í«í\ ^^S/ÉRBIR SETTIR U.AHO i/ X fltláfAð ^*—*’*í«ANTA ll’irÍA > \V __ "‘"' JSANTA LUCIA >> „ , 'V • \ C PORTl/ÖALSK^ >T*»NlftA*V ÖumtA ... VtH£2UlU , i Ij,! jA^ íBIiEM mm *• (H».) Vel leit út með síld- veiði ■ nótt sem leið (Kortið hér að ofan sýnir leiðina, sem portúgalska skipið Santa Maria hefur siglt frá því að uppreisnarmenn náðu því á sitt vald hinn 22. janúar sl. Var um tíma talið að skipinu yrði sigit til portúgölsku nýlendunnar Angola, eða til Kap Verde-eyja, en svo tókst bandaríska flotanum að ná samningum við Galvao, fyrirliða uppreisnarmanna, um viðræður um borð í skipinu skammt utan við land- helgi Brasilíu, út af borginni Recife. Þær viðræður áttu að hefjast í morgun. Fjdldi báta var að kasta. Síld lestað í f jóra togara JSiiur sáttaíundir í sjómannadeilunni mikil hreyfing væri a síldinni eins og sjá má af því hve víða lóðar á henni. Línuveiðari hafði tilkynnt um lóðningar austur í Meðallandsbugt. Svo að víða er síldina að finna. Fréttir berast einnig norðan af Akureyri um að góður síldarafli sé á Eyjafirði. Leitarskipin Ægir og Fanney haga störfum sínum þannig að Ægir leitar lengra frá flotanum en Fanney aðstoðar bátanna og er innan um þá. Síld í fjóra togara Hér í Reykjavík er nú verið að lesta síld í tvo togara. Þjarka um bjórinn UMRÆÐURNAR um sterka bjór inn hafa ekki farið fram hjá Há- skólastúdentum. Stúdentafélag Háskólans hefur boðað til um- ræðufundar um málið og verður hann miðvikudaginn 1. febrúar kl. 8,30 í 1. kennslustofu Háskól- ans. Framsögumenn verða af hálfu formælenda ölsins: Jón E. Ragn- arsson, stud. jur. og Asmundur Einarsson, stud. jur. Andmælend- ur ölsins verða: Björn Friðfinns- son, stud. jur. og Bolli Gústafs- son, stud. theol. Bræður slasast í bílaárekstri BRÆÐURNIR Páll arkitekt og Gestur ljósmyndari Einarssyn- ir, Pálssonar bankaútibússtjóra, slösuðust í bílaárekstri, á leið austur að Selfossi á laugardags- kvöld. Eru þeir í sjúkrahúsi, ann- ar lærbrotinn, en hinn með mjög mikinn heilahristing. Þetta slys varð um kl. 9, um 2 km fyrir ofan Lækj- arbotna. Hálka var á veginum og rétt í sama mund og bíll sá sem bræðurnir voru farþegar í, VW-bíll og Chevrolet fólksbíll, voru að mætast, snarsnerist litli bíllinn. Lenti vinstri framendi hans á hægri framenda ameríska bílsins. Við áreksturinn hafði hurðin hrokkið upp og féll Gest- ur út úr bílnum niður á götuna, milli bílanna. Höggið var mjög þungt er bílarnir skullu saman og hafði Páll lærbrotnað. I Chevroletbílnum voru ein hjón og sluppu bæði ómeidd. Einnig hafði ökumaður VW-bílsins slopvið lítið meiddur. Bílstjórinn á Kópavogsbílnum hljóp alla leið niður að Lögbergl til þess að síma eftir hjálp frá Reykjavík. Þeir sem komu að slysstaðnum meðan beðið var eft ir sjúkrabíi höfðu eftir föngum reynt að hlúa að hinum slösuðu bræðrum. Ástæðan til þessa óhapps er talin vera sú, að rétt áður en bílarnir mættust, hafði öku maður VW-bílsins, sem snöggvast stigið á hemlana á flughállri götunni, með þeim afleiðingum að hann missti al- veg valdið yfir bílnum. Brotizt inn - Akranesi, 30. janúar. AÐFARANÖTT sl. laugardags var brotist i annað sinn á skömra um tíma inn í stöðvarhús Sigurð- ar Hallbjarnarsonar h.f. Engu var stolið svo að sjáan- legt væri, og hafa þjófarnir ekki fundið peninga, því skrifstofu- stjórinn hafði tekið þá á brott um kvöldið. — Oddur. Jeppi fellur 70-80 m niður í fjöru af Bolungarvíkurvegi Tveir, sem i bílnum voru, slasast mikið, Hinn þriðji slapp U M kl. 10 í gærkvöldi átti blaðið tal við Jakob Jakobs- son, fiskifræðing, um borð í Ægi og spurðist fyrir um síldveiðihorfur og hvernig veiðarnar hefðu gengið um helgina. 30 bátar höfðu feng- ið um 10 þús. tunnur síldar í fyrrinótt og gærmorgun. — Yfirmenn fella heimild til verkfalls 1 — Vestmannaeyjum 30. jan. I SÁTTAFUNDIR voru haldnir í dag milli fulltrúa deiluaðila, atvinnurekenda og Verkalýðs félags Vestmannaeyja. Ekk- ert samkomulag náðist og er fundur boðaður á ný á morg- un kl. 1 e.h. Allsherjar atkvæðagreiðsla fór fram í dag í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðanda um það, hvort stjórn félagsins skyldi heimilað að boða til verkfalls, ef samningar ekki næðust. Var fellt að heimila stjórninni það. — Bj. Guðm. HEILD ARSAMNIN GURINN, er gerður var milli fulltrúa sjó- manna og útgerðarmanna fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, var sem kunnugt er ekki sam- þytkktur í nokkrum sjómanna- félögum. Er deilan um kaup og kjör bátasjómanna ekki að f-ullu leyst og áfórmar Torfi Hjartar- son, sáttasemjari, að boða deilu- aðila til fundar kl. 9 í kvöld. 1 sunnudagsiblaðinu var frá því skýrt, að sjómenn og út- gerðarmenn f Neskaupstað hefðu gert sérsamning, eftir að heild- arsamningurinn var felldur af sjómönnum í Neskaupstað. Einn Sumir fóru tvær veiðiferðir, þ. á .m. Víðir II. og fékk hann samtals 1000 tunnur. Sigurvon frá Akranesi fékk einnig um 1000 tunnur, en í einni veiðiferð. í gærdag var ekkert kastað, ekki fyrr en um kl. 6 í gær- kvöldi. Var bátaflotinn þá 10—15 sjómílur vestur af Eldey. í gær- morgun fékkst síldin hins vegar um 10 mílur vestur af Reykja- nesi. Einnig lóðaði Ægir á síld um 20 mílur vestur af Eldey. Veiðiveður gott Síldin stóð í gærkvöldi fremur djúpt og gekk því á ýmsu með að ná henni. Nú er fullt tungl og mjög bjart á miðunum og stend- ur síldin því dýpra.- Hins vegar er veiðiveður á þessum slóðum gott, en aftur á móti ófært í Grindavíkursjó, en þar hefir einnig verið lóðað á síld. í gærkvöldi hafði aðeins eitt skip tilkynnt um veiði og hafði haldið heim á leið. Var það Sveinn Guðmundsson frá Akra- nesi og hafði 600 tunnur. Önnur skip voru að veiðum og því ekki búin að tilkynna um afla. Jakob sagði hins vegar að áreiðanlega myndu margir vera í allmikilli síld. Mikil hreyfing á síldinni Þá sagði fiskifræðingurinn að ig símaði fréttaritari blaðsins á Eskifirði í gær að þar hefðu tek- izt sérsamningar milli sjómanna og útgerðarmanna og að útilegu- bátarnir færu nú út. Þá samninga telur Landssam- band ísl. útvegsmanna ólögmæta. Skrifað var undir heildarsam- komulagið af fulltrúum beggja aðila, þannig að það gilti fyrir allt landið nema Vestfirði. Úr því það fæst ekki samþykkt í öllum félögum telja þeir að taka verði aftur upp áframhaldandi samningaumleitanir á sama vett- vangi og fyrr, þ. e. a. s. hjá sátta- semjara. ísafiröi, 30. jan. ÞAÐ slys vildi til á Bolung- arvíkurveginum aðfaranótt sunnudags sl. að bíll með þremur mönnum valt út af veginum og 70—80 metra nið ur í f jöru og mölbrotnaði. — Tveir mannanna slösuðust mikið. Nánari tildrög eru þau að jeppa bifreið úr Bolungarvík, 1-611 und ir stjórn Guðmundar Hafsteins Benediktssonar var á leið frá Isafirði til Bolungarvíkur milli kl. 12 og 1 aðfaranótt sunnu- dagsins. I bílnum voru tveir far- þegar. Hríð og blinda Veður var vont, NA hríð og blinda. Þegar bíllinn var kominn út fyrir Hnífsdalsnálar, nánar til- tekið milli Hnífsdals og Selja- dals, eru þrengsli á Oshlíðarveg- inum. Skiptir það engum togum að bíllinn fer út af veginum og veltur allt niður í fjöru, um 70—80 m. fall. Annar farþeganna slapp Annar farþeganna, Kristján Kristjánsson komst strax út úr bílnum, en hinir tveir ultu með honum alla leið. Kristján hljóp þegar til baka til Hnífsdals, en þangað er stutt, til þess að leita mannhjálpar. Fékk hann jeppa til fararinnar. Á leiðinni á slys- staðinn mættu þeir bifreiðar- stjóranpm og skömmu siðar hin- um farþeganum, Halldóri Hall- dórssyni. Voru báðir mikið meiddir og fluttir í sjúkrahús til ísafjarðar. Halldór er höfuðkúpu brotinn. Liggja þeir enn í sjúkra húsinu og er líðan þeirra eftir atvikum sæmileg. Kristján meidd ist lítið, og var ekki fluttur i sjúkrahús. Allir voru þeir félag- ar úr Bolungarvík. Bíllinn er sem fyrr segir möl- brotinn þar sem hann liggur 1 fjörunnL — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.