Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. febr. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Jóhannes Áskelsson jarð- f ræðingur - Minning SNEMMA árs 1928 kom ég innl í veitingastofu stúdenta í Studie. gárden í Kaupmannahöfn, lítt kunnugur mönnum, enda nýkom. inn. Ég dró mig þó að borði, þar sem íslenzka var töluð hátt og snjallt og fékk sæti við borðið. Þetta var á laugardegi að aflíð- andi hádegi og menn kátir og gemsmiklir nokkuð. Einn var þó í hópnum, sem ekki lagði mikinn skerf í orðræður manna. Hann var hár piltur og þrekinn, mikill í sæti og sterklegur um herðar, nokkuð alvörugefinn, kímdi að- eins góðlátlega, þegar eitthvað hnyttið flaug um borð. Þetta var Jóhannes Áskelsson og sáumst við þarna fyrst, því að ég var farinn úr skóla, er hann kom þangað. Af einhverjum orsökum geðj- aðist mér þegar óvenju vel að Jóhannesi, þó að hæglátur væri — eða kannski var það einmitt vegna þess. Þegar hópurinn á matstofunni sundraðist, stakk ég upp á því við Jóhannes, að við eyddum saman nokkrum síðdegis stundum. Við fórum á þekkilegri og rólegri stað, fengum okkur glas af af víni og dvöldum sam- an fram á kvöld. Og þarna kynntist ég allt öðrum manni, en ég hafði séð í stúdentahópnum. Dulum að visu, en glaðværum og einlægum, viðkvæmum og stór- látum í geði og með fjölbreyti. lega og nokkuð erfiða reynslu að baki, þrátt fyrir æsku sína. Frá þeim degi hefur mér þótt vænt um Jóhannes Áskelsson þó að fækkað hafi fundum hin síðari ár, siðan ég fluttist úr Reykja- vík. En ég minnist ennþá með innilegri gleði margra elskulegra samverustunda í glaðværð og góðum trúnaði frá þessum árum í Höfn og umfram allt brigðu- lausrar hjálpfýsi og drengskapar Jóhannesar. Hann var dauðtrygg- ur vinur, sem alltsf var reiðubú- inn til að hjálpa og aðstoða, hvar sem hann mátti og sást þá ekki fyrir, þó að úr litlu væri að spila. Því að Jóhannes var stórbrotinn í lund og höfðingi að eðlisfari. Ég hygg að sár fátækt hans á námsárunum hafi verið honum þungbærari raun, en mörgum öðrum, sem gerðir voru af létt- ari viðum, ekki fyrst og fremst vegna þess, sem hann varð að fara á mis hennar vegna, heldur hins, að hún þrengdi að og mis. bauð því, sem sannast var og djúplægast í eðli hans og gerð — höfðingslund hans og karlmann- legum manndómi. Af þessum sökum varð Jóhannes innhverfari en eðli hans stóð til — og bar þess nokkurt mót eftir að hagir hans breyttust og hann eignaðist sitt vistlega heimili í Reykjavik. Þrátt fyrir alúð, giaðværð og gestrisni bar Jóhannes Áskelsson einfarans þögula mót og var jafn. an dulur og fámáll um hagi sína og ætlanir. Náttúrufræði og þá einkum jarðfræði íslands, var hugðar- efni Jóhannesar og kjörsvið í námi, allt frá æskuárum og rann- sóknarefni hans og annar veru- legasti hluti ævistarfs hans til dauðadags. Þó að fráleitt kunni að þykja að ég leggi þar orð í belg, sem um þau vísindi er rætt, leyfi ég mér að fullyrða, að hann varð dyggur verkmaður á vettvangi þessara fræða, gerði margar merkilegar uppgötvanir í jarðfræði Islands, byggði drjúg. um ofan á og bætti i skörð, þar sem þeir höfðu áður unnið gagn- merkilegt starf prófessor Þor. valdur Thoroddsen og dr. Helgi Pjeturss. Þrátt fyrir mikla kennslu og lýjandi dagleg skyldu störf, ritaði hann fjölda ritgerða um rannsóknir sínar í erlend vis. indarit og vakti með þeim athygli erlendra manna á isienzkri rann- sóknarstarfsemi og virðingu og traust erlendra vísindamanna, I þegar hann er allur. Sá Jóhannes, sem ég minnist, er ferðamaður- inn og rannsóknarinn Jóhannes Áskelsson. Ég sé hann fyrir mér ferðaklæddan, þreklegan og vörpulegan, sterklega skóaðan með berghamarinn í vasa, eins og hann var, er við lögðum af stað ásamt Einari Magnússyni yfirkennara undir septemberlok 1934 norður á Hveravelli. Og áttum nokkra yndislega daga á fjöllum. Þá birtist mér Jóhannes eins og hann var i raun og veru, fjölfróður, skarpskyggn, leiftr- andi af áhuga og rannsóknarhug, alúðlegur, traustur og nærgæt. inn. Betri félaga var ekki unnt að kjósa sér. 1 Nokkur eftir að Jóhannes kom heim frá námi og hóf kennslu við Menntaskólann og Kennara- skólann, kvæntist hann Dagmar Eyvindsdóttur úr Reykjavík, ágætri konu að dug og mann- kostum. Frú Dagmar var manni sínum ómetanleg stoð í starfi hans, skildi hann og studdi, en Jóhannes varð forsjáll og traust. ur heimilisfaðir. Þau eignuðust fallegt og notalegt heimili, þar sem gestrisni og höfðingslund skipuðu öndvegi og alltaf var gaman að koma. Þau hjón eign- uðust einn son barna, en Jó- hannes gekk og í föðurstað syni konu sinnar af fyrra hjónabandi. Um leið og ég hér með kveð kæran vin og æskufélaga með virðingu og þakklæti, sendi ég þeim öllum, frú Dagmar og son. um hennar, innilegustu samúðar- kveðju mína. Holti, 25. 1. 1961. Sigurður Einarsson. Fjarsiæðukennd ummæíi eftir skipstjóra á síldarbát sem mér er kunnugt um, að mátu niðurstöður hans mikils og dáð- ust að skarpskyggni hans og ná. kvæmni. En efalaust var það að- eins lítið brot af öllu því, sem rannsóknir Jóhannesar höfðu leitt í ljós, sem honum hafði unnizt tími til að koma skipan á og birta, er hann lézt. Það verður nú að vera verk þeirra, sem áhuga hafa á íslenzkum jarð. fræðirahnsóknum, að taka þar við, er hann þraut og leggja síð. ustú hönd á og koma út þeim verkum hans, sem hann varð frá að hverfa óloknum. Þg|S kann að hafa farið fram hjá mörgum, sem lítt kunnu skil á rannsóknar- störfum Jóhannesar, að þessi hægláti, fáskipti maður var allan síðari hluta ævi sinnar að vinna grundvallarverk til skilnings á jarðsögu íslands og varpaði þar ljósi á margan áður ókunnan1 leyndardóm með steingervinga. rannsóknum sínum. Með þeim fyrst og fremst hefur Jóhannes tryggt sér nafn í vísindasögu Is. lands, og verður minnzt um leið og getið er Sveins Pálssonar, Thoroddsens, dr. Helga og ann- arra fárra en góðra. Jóhannes Áskelsson var karl. menni mikið, ramur að afli og þolinn, enda afbragðs ferðamað. ur, ótrauður, gætinn og þó áræðinn. Þó að ég eigi margar góðar og hugljúfar endurminn- ingar um Jóhannes frá samvist- arstundum okkar í Höfn á æsku. árum, þá verður það þó ekki sá Jóhannes, sem ég minnist nú, Athugasemd frá Síldarútvegsnefnd i Reykjavik Góðir gestir í Skógaskóla GÓÐUM gestum var vel fagnað í Skógaskóla á laugardaginn var. Það voru þeir Rögnvaldur Sig- urjónsson, píanóleikari, Runólfur Þórarinsson cand. mag., fulltrúi á Fræðslumálaskrifstofunni, Frið finnur Ólafsson, forstjóri Tjarn- jrbíós og Helgi Sæmundsson, for maður Menntamálaráðs. Héldu þeir félagar kvöldvöku í skólanum, og var hún hin á- nægjulegasta. Rögnvaldur Sigur- jónsson lék á píanó verk eftir Schubert, Schumann, Chopin og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Run ólfur Þórarinsson sýndi skugga- myndir frá námsför sinni um Bandaríki Norður-Ameríku, og Helgi Sæmundsson flutti erindi, sem fjallaði um sambúð manns- ins og landsins á íslandi áð fornu og nýju og hið mikilvæga hlut- verk, sem biði æsku landsins. Að síðustu mælti Friðfinnur Ólafs- son nokkur kveðjuorð, en Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, þakk- aði gestum komuna og hina á- gætu kvöldvöku. Þá dvelst í skólanum, um þess- ar mundir Axel Andrésson, sendi kennari íþróttasambands íslands. Leiðbeinir hann nemendum 1 knattspyrnu og öðrum knattleik- um. Er sízt ofmælt að segja, að mikil ánægja og hrifning ríki hér vegna komu hans og kennslu. I VIÐTALI, er dagblaðið Tím- inn átti nýlega við þekktan síld- veiðiskipstjóra, eru höfð eftir eftir skipstjóranum hin fjar- stæðukenndustu ummæli í sam- bandi við verðlag á norskri og íslenzkri síld. Enda þótt í viðtalinu sé fjall- að um ýmsar tegundir síldar, svo sem bræðslusíld, frysta síld, norðlenzka saltsíld og sunn. lenzka satsíld, verða hér aðeins gerðar athugasemdir við þann hluta samtalsins, sem sunn- lenzku saltsíldina varða: 1) Skipstjórinn segir að norsku veiðiskipin hafi fengið kr. 7/— fyrir kílóið af norsku fersksíldinni sl. ár. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að á síðustu norsku síldarvertíð- inni fengu veiðiskippin greitt fyr ir söltunarhæfa síld, sem hér segir. a) Fyrir stórsíldina: N. kr. 0/2688 pr. kg. eða ísl. kr. 1/43 pr. k». b) Fyrir vorsíldina: N. kr. 0/2366 prp. kg. eða ísl. kr. 1/27 pr. kg. Ekkert fast verð var ákveðið fyrir Suðurlandssíld til söltunar i haust, þar sem samkomulag náðist ekki milli L. I. Ú. og síld- arkaupenda um fast verð. Sam- kvæmt upplýsingum skipstjór- ans í áðurnefndu viðtali, mun skip hans hafa fengið kr. 1/80 fyrir kílóið eða 26—42% hærra verð en frændur hans í Noregi fengu fyrir sína síld. Krafa skipstjórans um sama verð og í Noregi myndi því þýða stórkostle^a lækkun á fersksíld. arverðinu hér. 2) I viðtalinu segir skipstjór- inn: „Það er aumt til þess að hugsa, að við skulum þurfa að bræða afla, sem nágrannaþjóðir okkar geta gert sér mat úr,- Þeir virðast geta hirt hvert kvikindi“. Ef við nú látum staðreyndirn- ar tala, verður samanburðurinn á bræðslumagni Suðurlandssíld- ar annars vegar og norsku síldar- innar hinsvegar sem hér segir: a) Af norsku síldinni 1959 fóru 66% til bræðslu en af Suður. landssíldinni íslenzku aðeins 18%. Vegna aflabrestsins í Noregi fór þó hlutfallslega langtum minna magn til bræðslu 1959, en á skárri aflaárurium. b) Árið 1956, sem var all gott aflaár í Noregi, fóru til bræðslu þar í landi 80% af aflanum, en af Suðurlandssíldinni sama ár aðeins 9%. 3) Samið hefir verið um sölu á um 135.000 tunnum af Suður- landssíld. Allar þessar sölur hafa verið gerðar í nánu samráði við Félag síldarsaltenda á Suður. og Vesturlandi. Þegar þetta er ritað, er aðeins búið að salta í rúmlega 50.000 tunnur, enda barst engin síld á land fyrrihluta vertíðarinnar. Enda þótt Suðurlandssíldin hafi verið bæði mun horaðri og langtum smærri nú i haust en síðustu tíu árin á undan, var hún þó söltuð og fryst eftir því sem móttökugeta leyfði, enda samningar fyrir hendi um sölu á verulegu magni af smærri og magrari sild en áður hafði veiðst hér sunnanlands að haustinu. Um miðjan janúar, er mestur hluti flotans var hættur síldveið- um og margar söltunarstöðvar hættar síldarmóttöku, fengu 20— 30 skip ágætan afla og var öll sú síld söltuð, sem stöðvarnar gátu tekið á móti, enda saltsíldin seld á mun hærra verði en sam. bærileg norsk síld. 4) I sambandi við hina ótak- mörkuðu markaði á 10% feitri síld, sem skipstjórinn talar um, má geta þess, sem dæmi um markaðsástandið, að Vestur- Þjóðverjar urðu á sl. ári að setja 80.000 tunnur af fullverkaðri og óskemmdri saltsíld (10—15% feitri) til bræðslu, eftir að allar tilraunir til að selja hana, höfðu reynst árangurslausar. Var þó síld sú boðin á verði, sem nam allt niður í % af söluverði sunn- lenzku saltsíldarinnar. Á sama tima urðu Pólverjar að lækka smásöluverð á sinni saltsíld um 60% og tókst þeim þó ekki að koma henni allri í neyzlu. Austur-Þjóðverjar urðu sum- arið 1959 að setja tugþúsundir tunna af fullverkaðri saltsíld í bræðslu sökum sölutregðu. Á sama tíma sem allar ná- grannaþjóðir okkar hafa orðið að minnka saltsíldarframleiðslu sína sökum sölutregðu, hefir okkur þó tekizt að ná samning- um um sölu á meira magni af Suðurlandssíld en nokkru sinni fyrr og aflað nýrra markaða og eins og áður er sagt, fengið fyr. ir síidina langtum hærra verð en aðrar þjóðir hafa fengið fyr. ir sambærilega síld. A sama tíma og þessi þróun hef ir átt sér stað hér, hafa keppi. nautar okkar glatað hverjum markaðnum á fætur öðrum, enda hafa ýms stærstu markaðslöndin margfaldað eigin saltsíldarfram. leiðslu og segjast ekki lengur hafa þörf fyrir innflutning á salt- síld. 5) Ef við lítum yfir farin veg og athugum hvernig ástandið var í söltunarmálum hér sunnan- lands fyrir 10 árum, sést hversu margt hefir breytzt til batnaðar, þrátt fyrir mikla erfiðleika, sem við hefir þurft að stríða. Orðið „Faxasíld" var þá enn í hugum ýmsra síldarkaupenda sem skammaryrði um lélega síld, enda enginn kaupandi fáanlegur til að gera fyrirframsamning um slika síld. Sildarútvegsnefnd kom þá á fót sérstakri skrifstofu í Reykjavík, sem vinna skyldi upp þessa vörutegund. Um það leyti ritaði Haraldur Böðvarsson á Akranesi merka blaðagrein, þar sem hann hvatti til þess að hætt yrði að hrúga í tunnur síld af öllum stærðum og gæðum og lagði jafnframt til að nafni vörunnar yrði breytt i „Suðurlandssíld“, enda Faxasíld- arnafnið ekki vænlegt til árang. urs. Á undanförnum árum hefir með sameiginlegu átaki Síldar- útvegsnefndar og síldarframleið- enda tekizt að afla Suðurlands- síldinni sérstakra markaða án til. lits til þess hvernig söltun hefir gengið norðaalands, en fyrstu árin var aðeins hægt að salta öðru hvoru síld sunnanlands upp í hluta af því samnings- magni, sem ekki tókst að af- greiða hverju sinni frá Norðuf- landi. Er nú svo komið að Suður- landssíldin hefir fengið gott orð á sig í þeim löndum, sem hana hafa keypt undanfarin ár. Á fyrstu árunum fékkst eng- inn til að kaupa Suðurlandssíld með minna fitumagni en 18%. Nokkur lönd hafa þó fengizt til þess síðustu árin að taka 15% — 18% feita síld, ef ekki veidd. ist nægilegt magn af 18% feitri síld, en allt til síðasta árs reynd- ist mestöll Suðurlandssíldin vera frá 18—25% feit. Sú breyting hefir nú orðið á síldveiðunum hér syðra, að ný vertíð — vetrarsíldveiði — er hafin. Síldin er þá magrari en á hinni venjulegu vertíð eða að jafnaði 10—15% feit og fer minnkandi eftir því sem líður á veturinn. Hefir sala verið tryggð á nokkru magni af þessari síld saltaðri. Hvort útflutningurinn á þess. ari mögru síld verður til góðs eða ills fyrir framtíðarsölu Suðurlandssíldar, skal engu spáð um hér. Ur því verður reynslan að skera. Vonandi verður sá g'óði árangur, sem náðst hefir síðasta áratuginn, ekki eyðilagður á einu ári. Rökræður um þau mál, sem hér hefir verið drepið á og um er rætt í áðurnefndu blaðaviðtali eru síður en svo óæskilegar og geta í mörgum tilfellum verið gagnlegar, en annar eins raka. laus þvættingur og fram kom í þessu áðurnefnda viðtali er eng- um til gagns og hinum aflasæla skipstjóra til vansæmdar. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Kenntsla Vejle Husholdningsskole Vejle — Danmark. — Ný- byggður, 1944 með eigin barn- fóstrudeild. Nýtízku skóli. — Staðsettur í einum fegursta bæ Danmerkur 5—6 mán. námskeið hefjast 4. aprfl, 4. maí og 4. nóv. Skólaskýrsla send. Metha Mþller forstöðukona. RACNAR JQNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsinu. S. 17752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.