Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. febr. 1961 Hillueyjar í verzlun. Þær eru framleiddar af Ofnasmiðjunni h.f. í Reykjavík, sem einnig framleiðir hina gamalþekkíu Helluofna svo og stálvaska og margt fleira. — Verksmiðju iönaöurinn Framh. af bls. 13. á iðnaðarlóðum í Reykjavík, þar sem stærstt hluti iðnaðarins er staðsettur. Á tímabilinu frá 1945 til 1957 voru fullgerðir rúmlega 10 millj. rúmm. af húsnæði á öllu landinu. Af þessu voru rúmlega 1,3 millj. rúmm. alls konar hús. næði til iðnaðar eða aðeins um 13%. Á sama tíma voru byggðir rúmlega 0,4 millj. rúmm. af iðn- aðarhúsnæði í Reykjavík eða um 30% af öllu iðnaðarhúsnæði á landinu. Hefur þessi lóðaskortur ásamt byggingarskömmtuninni orðið iðnaðinum fjötur um fót og dregið úr hagkvæmri starfsemi hans. Nokkrir forráðamenn Félags íslenzkra iðnrekenda fóru í kynn isför til iðnrekenda á Akureyri í nóvember sl. Var það undrun- arefni þeirra, hve vel er búið að lóðamálum iðnaðarins þar. Virt- ist enginn skortur á iðnaðarlóð. um, auk þess sem staðsetning og gæði lóðanna til byggingarfram- kvæmda var með afbrigðum góð. Er mikil gróska í iðnaðinum á Akureyri og bygigingarfram- kvæmdir töluverðar, enda bygg- ir Akureyri afkomu sína meira á iðnaði en líklega nokkurt ann. að bæjarfélag á landinu. Nú hefur fjárfestingarhöml- usum loks verið aflétt og ber að fagna því sem stóru spori í fram. faraátt. Væntanlega mun takast að leysa úr lóðavandræðunum í Reykjavík í náinni framtíð, því annars mun byggingafrelsið koma iðnaðinum í höfuðborginni að takmörkuðu gagni. Bygging iðnaðarhúsnæðis í Reykjavík hefur verið sem hér segir á árunum 1958—1960: Tala húsa Rúmm. 1958 .... 32 68.162 1959 .... 31 64.616 1960 13 61.792 Á árunum 1959 og 1960 mun eitthvað af skrifstofu. og verzl- unarhúsnæði vera talið hér með, þar sem um blandaðar bygging. ar er að ræða og raunverulegt iðnaðarhúsnæði því minna en tölurnar gefa til kynna. GJALDEYRIS OG INNFLUTNIN GSMÁL Gjaldeyris- og innflutnings. höftin höfðu á undanförnum ár. um valdið iðnaðinum margvís- legum erfiðleikum. Treglega gekk oft að fá nauðsynleg leyfi fyrir vélum og tækjum bæði til endurnýjunar á gömlum stofni, viðbótar eða til nýrrar fram- leiðslu. Meira að segja lá oft við borð, að vélar stöðvuðust um lengri tíma vegna varahluta. skorts, sem stafaði af því, að leyfi fengust ekki. Sýnir þetta bezt, hve alvarleg haftastefna get ur verið, þegar smávægileg fyr- irgreiðsla er ekki veitt og hætta er á, að fyrirtæki verði óstarf- hæf fyrir bragðið. Svipaða sögu er hægt að segja um útvegun á leyfum fyrir efnivöru til iðnað- ar, því oft lá við stöðvun hjá framleiðendum vegna skorts á henni. í>essir erfiðleikar eru nú að mestu úr sögunni. Engar hömlur eru á innflutningi véla til iðn. aðar nema trésmíða- og járn. smíðavéla, en þær eru enn bundnar við jafnkeypislönd. Sama gildir um efnivöru til iðn- aðar með þeim undantekningum, að nokurir vöruflokkar eru bundnir við jafnkeypislönd og munu þeirra stærstir veru baðm. ullarvefnaður og jám og stál alls konar. Hins vegar hefur nokkuð magn af bundnum efnivörum ver ið flutt inn frá frjálsum löndumá sérstökum innflutningsleyfum. Er þetta nauðsynlegt í þeim greinum, þar sem keppa þarf við innflutning frá frjálsum löndum, því efnivara frá jafnkeypislönd. unum stenzt oft ekki samanburð við sams konar vöru annars stað ar frá að því er gæði og verð snertir. Eru ýmsir erfiðleikar á viðskiptum við jafnkeypislöndin af þessum söknm ásamt því, að afgreiðsla tekur oft langan tíma, ferst fyrir eða neitað er að af- greiða vöru, sem samið hefur verið um í milliríkjasamningum. Sem dæmi um neikvæð áhrif innflutningshaftanna er það, að til plastiðnaðar hefur lítið ver- ið stofnað eftir atvikum undan- farin ár hér á landi, þótt vöxtur hans hafi verið með eindæmum hraður erlendis. Nú munu hins vegar stofnuð og í undirbúningi allmörg fyrirtæki í nýjum grein- um plastiðnaðar. Er það mikið fagnaðarefni, að þessi höft skuli nú loks afnumin. SKATTAMÁL í apríl sl. lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi frumvarp um breyt ángar á lögum um tekju. og eignaskatt og annað frumvarp um breytingar á lögum um út- svör, sem bæði voru samþykkt. Engar breytingar urðu á tekju. skatti félaga, en útsvör voru gerð frádráttarhæf og er það stórt spor í rétta átt. Ýmsar fleiri lagfæringar voru gerðar á útsvarslögunum, sem ekki verða ræddar hér. Nefndir starfa nú að frekari endurskoðun skatta- og útsvarslaganna, sem væntan- lega verða endurbætt enn frekar með tilliti til þarfa atvinnuveg- anna. Hinn óhagstæði 9% söluskatt- ur á innlendum iðnaðarvörum var felldur niður í marz og í hans stað tekinn upp almennur 3% söluskattur á vörum og þjón ustu, sem innheimtur er á síðasta stigi viðskipta. Lauk þar langri baráttu iðnaðarins við þennan iif seiga draug, sem verið hafði heil. brigðum atvinnurekstri fjötur um fót og orsök alls konar öfug- þróunar og ranglætis. Eldri söiu skattslögin voru svo gloppótt, að auðvelt var að sniðganga þau á iöglegan hátt í vissum tilfelium og kom þetta misjafnlega niður á fyrirtækjum, þar sem sum jeirra gátu sloppið við að greíða söluskatt, en önnur ekki jafnvel sótt þau framleiddu sömu vöru eða veittu sömu þjónustu. Var þetta sérlega afdrifaríkt, þar sem skatturinn var mjög hár. Mun fáum endurbótum á að- stöðu iðnaðarins hafa verið jafn vel fagnað og þessari breytingu á söluskattinum. LÁNSFJÁRMÁL Aðstaða iðnaðarins í láns. fjármálum hefur alla tíð verið frekar veik og er svo enn, enda þótt Iðnaðarbankinn Jhafi unnið gagnmerkt starf í þágu þessa atvinnuvegar síðustu árin. Ástandið á lánsfjármark- aðnum hefur verið þannig, að barizt er um hverja krónu, sem til úthlutunar kemar. Þetta á- stand hefur orsakað ýmsar sér- ráðstafanir í lánsfjármálum, cem ekki hafa komið iðnaðinum að gagni og frekar skert möguieika hans til lánsfjáröfiunar, því minna hefur orðið eft;r til skipt- anna. Á þetta bæði vti um alls konar fjárfestingastofnanir, sem hið opinbera hefur hlúð að með ifjárveitingum og lántökuheim. ildum erlendis frá og eins er.dur. kaup á afurðavíxlum. Iðnlána. sjóður — eina fjárfestingarstofn un iðngðarins — hefur að mestu gleymst í þessu kapphlaupi og samþykkt Alþingis um endur- kaup afurðavíxla iðnaðarins hef- ur enn ekki verið framkvæmd. Árlegt framlag til Iðnlána- sjóðs á fjárlögum hefur nú verið hækkað og að auki er væntan- legt 15 millj. króna framlag í sjóðinn á næstunni. Er þetta fyrsta verulega skrefið í þá átt að leysa sérþarfir iðnaðarins í lánsfjármálum og ber að þakka það. En betur má ef duga skal, því atvinnuvegur, sem er á jafn hraðri þróunarleið og iðnaður. inn, þarfnast mikils fjármagns. Er það von iðnrekenda, að litið verði með meiri skilningi á þessi mál í framtíðinni en verið hefur undanfarin ár. Þegar þess er gætt, hve að- staða iðnaðarins á lánsfjármark aðnum er erfið, kom lánsfjártak mörkunin e. t. v. harðar niður á honum en öðrum atvinnuvegum, þar sem samkeppnin um iáns. féð harðnaði, því fjármagnsþörf fyrirtækjanna jókst, ef fram. leiðslan átti að haldast jafn mik. il og áður, hvað þá aukast. Það skal viðurkennt, að sérráðstaf- anir í peningapólitiíkinni voru nauðsynlegar samhliða öðrum efnahagsaðgerðum, en jöfn að. staða iðnaðarins í lánsfjármál- um við aðra atvinnuvegi hefði dregið úr þeim áhrifum, sem þessar aðgerðir höfðu á hann. RANNSÓKNAMÁL Þýðing rannsóknastarfa í þágu atvinnuveganna hefur aukizt mjög á undanfömum árum og nútíma framleiðsluhættir geta ekki án þeirra verið í einhverri mynd. Vegna þess hve atvinnu. fyrirtæki okkar eru smá í sam- anburði við þau, sem rekin eru hjá stærri þjóðum, skapast hér ýmsir erfiðleikar á að stunda margþætta og fullkoma rann. sóknarstarfsemi fyrir atvinnu- vegina. Lausn þessa vandamáls byggist á því að reka hér heima þær rannsóknir, sem fjárhags- lega borgar sig að hafa undir höndum, en leita til rannsókna- stofnana erlendis með sérlausn annarra verkefna. Atvinnumálanefnd hefur geng ið frá tillögum um framtíðar. skipan rannsóknarmála, en þær hafa enn ekki komið fram á op- inberum vettvangi. í apríl s.l kom hingað á veg. um Félags íslenzkra iðnrekenda og fyrir milligöngu Iðnaðarmála stofnunar íslands, sænskur sér- fræðingur í rannsóknamálum, Gregory Ljungberg, og dvaldist hér í mánuð. Athugaði hann stöðu rannsóknamála hér á landi, heimsótti rannsóknastofn anir og fyrirtæki og ræddi við forráðamenn þeirra. Hefur Ljungberg skrifað skýrslu um' athuganir sínar, sem nú hefur verið gefin út. Leggur Ljung. berg áherzlu á gott samstarf við erlendar rannsóknastofnanir, aukna tækni. og verkfræði- menntun á styttri tíma en nú tíðkast og meiri þekkingu á skipulagshlið atvinnurekstrar. ins þ.á.m. verkskipulagningu, meðferð efnivara og athuganir á vinnuaðferðum. Er þess vænzt, að skýrslan verði hagnýtt fram lag við endurskoðun þessara mála hjá okkur. í nóvember s.l. hófust við- ræðufundir fulltrúa frá iðnaðin- um og fulltrúa frá Atvinnudeild Háskólans um nánara samstarf þessara aðila í rannsóknamál. um. Er enn unnið að framgangi þessa máls. VÖRUSÝNINGAR Vörusýninganefnd gekkst fyr- ir þátttöku íslenzkra fyrirtækja í vörusýningunni í Gautaborg í maí og Poznan í Póllandi í júní. í Gautaborgarsýningunni tóku þátt sjö iðnfyrirtæki og fimm í Poznansýningunni. Var mik. ill á'hugi meðal isýningargesta fyrir framleiðsluvörum þessara fyrirtækja og voru margar fyrir spurnir gerðar. Söluárangur mun ekki . hafa orðið mikill, enda erfitt um vi;k fyrir sýn- endur að gefa ákveðin verð og afgreiðslumöguleika, þar sem efnahagsaðgerðirnar höfðu ný. lega verið framkvæmdar og ýmsar breytingar væntanlegar seinna á árinu t.d. á ullarverði, en það olli teppaframleiðendum á sýningunum nokkrum erfið. leikum. Einnig gekkst vörusýninga- nefnd fyrir þátttöku í matvæla sýningunni í London í septem. ber og aðstoðaði við útvegun sýningarmuna á vörusýninguna í Buenos Aires í október, sem haldin var í tilefni af 150 ára byltingarafmælinu í Argentinu. Sá ræðismaður íslands í borg. inni um íslenzku deildina þar. Sendu þrjú iðnfyrirtæki vörur þangað. Á þessu ári mun vörusýninga nefnd gangast fyrir þátttöku héð an í handiðnaðar- og listiðnaðar sýningunni í Miinchen í vor og munu verða sýnd þar m.a. hús- gögn héðan. Einnig er áformuð þátttaka í matvælasýningunni í Köln. I apríl s.l. gekkst félag hús. gagnaarkitekta fyrir myndar. legri húsgagnasýningu, sem hald in var í húsakynnum Almennra trygginga h.f. í Pósthússtræti, en húsið var þá ekki fullgert. Það hefur lengi verið hlutskipti vörusýninga á íslandi að vera haldnar í ófullgerðu og ófull- komnu húsnæði, því annað er etkki fyrir hendi, en vonandi breytist þetta innan fárra ára. Framkvæmdir við sýningaskál ann í Laugardal hófust snemma árs 1960 og var búið að grafa fyrir grunni aðal sýningahússins í apríl, en það verður 3,200 ferm. að flatarmáli auk 420 ferm. út byggingar. Unnið hefur verið að útboðslýsingum vegna bygging- ar hússins nú í vetur og standa vonir til, að framkvæmdir hefj. ist að nýju í vor. Er sannarlega ánægjulegt, að byggingarframkvæmdir skuli hafnar við sýningaskálann, þar sem mikil þörf héfur verið fyr. ir slíkt húsnæði undanfarin ár og eykzt stöðugt með hraðri framþróun atvinnuveganna. Nauðsynlegt er að halda árlega kaupstefnur, þar sem framleið- endur sýna nýjungar í fram- leiðslugreinum sínum, enda eru slíkar kaupstefnur aðgengileg. asti og ódýrasti tengiliðurinn á milli kaupenda og seljenda. ÞJÁLFUN IÐNVERKAFÓLKS í heimi nútíma framleiðslu. hátta er skipulögð þjálfun starfs fólks ekki síður nauðsynleg, en hentugt húsnæði eða nýtízku vélar. Því aðeins er mögulegt að nýta atvinnutækin á hag- kvæmasta hátt, að hver og einn, er vinnur að framleiðslunni, þekki til hlýtar störf þau, sem á að inna af hendi. Skipuleg starfsþjálfun er því nauðsynieg til að atvinnuvegirnir geti stað- izt þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra í dag og staðizr sam. keppni við aðrar þjóðir. Slik þjálfun eykur einnig atvinnu. möguleika fólksins, því hún kemur í veg fyrir „tæknilegt atvinnuleysi, þ.e. atvinnuleysi, sem skapast af tæknilegri fram vindu, vegna þess að meðferð efnis og framleiðslutækja verð-i ur sífellt flóknari. Því miður hefur okkur fslend ingum verið áfátt á þessu sviði, þrátt fyrir nokkurn vísi til starfs þjálfunar undanfarna áratugi og ýmsar tilraunir á síðustu ár- um. Telja verður margt af þeirri starfsþjálfun, sem tíðkast í dag mjög úrelta og árangur vafa. saman í mörgum tilfellum, þrátt fyrir langan námstíma að nafn. inu til. Engin skipuleg þjálfun hefur átt sér stað fyrir starfsfólk í verksmiðjum og tefur þetta ó- hæfilega fyrir framgangi iðnað- arins, því erfitt er og kostnaðar. samt að veita hverjum einstakl ingi nauðsynlegan undirbúning við núverandi aðstæður. í október s.l. fóru 5 menn á vegum Iðnaðarmálastofnunar ís lands til Svíþjóðar og Hallands til að kynna sér starfsþjálfun iðnverkafólks þar, en þessar þjóðir eru á meðal þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði. Var ferðin mjög lærdóms rík og verður gefin skýrsla um förina, sem væntanlega verður undirstaða undir frekari fram. kvæmdum á starfsfræðslusvið. inu. ÚTFLUTNINGS- HORFUR Við efnahagsaðgerðirnar síð- ustu hafa aðstæður iðnaoaiins til útflutnings breytzt mjög til batnaðar. Iðnaðinum hafa reyndar aldrei verið skapapðar aðstæð. ur til að leita fyrir sér á erlend um markaði fyrr en með efna- hagsaðgerðunum 1958, en þá var viðurkenndur réttur nans til út flutningsuppbóta og var þar stigið fyrsta skrefið. Sú trú hef ur verið bjargföst hjá þorrg ís- lenzku þjóðarinnar, að iðnaður hér á landi gæti ekki orðið sam keppnishæfur erlendis m.a, vegna þess, að okkur skorti hrá efni. Hráefnisskortskenningin er löngu afsönnuð fyrir okkar hönd af Dönum, Hollendingum og fleiri þjóðum, sem hafa iátið sér fátt um finnast og byggt upp útflutningsiðnað á aðfluttum hráefnum. Nýlega auglýsti norskur framleiðandi vasaklúta til útflutnings í ritinu Norway Exports og hefðu þó e.t.v. sum. ir haldið, að Noregur gæti grætt á öðru meira en klútaútflutn- ingi. Þetta sýnir aðeins, að fjölda vörutegunda er hægt að fram- leiða hvar sem er og selja hvert sem er, ef vilji, hagsýni og sölu mennska er fyrir hendi. Verð vörunnar er heldur ekki a'Itaf ákvarðandi þáttur í sölunni, þvi nýjungar, geðfellt útlit og ótal margt fleira gerir vöru útgengi lega í augum réttra kaupenda á réttum stað. Væíri hollt fyrir okkur að hugleiða þetta, því öðrum hefur tekizt að fram. kvæma það. Á ýmsan hátt mættu þó að- stæður okkar til útflutnings iðnaðarvara batna frá því, sem nú er, t.d. að því er varðar út- flutningslán, en þau eru veiga mikill þáttur í útflutningsstarf. semi hjá öðrum þjóðum. Einn- ig væri nauðsynlegt að koma endurgreiðslu tolla í fastara form, þannig að engar tafir verði á slíkri endurgreiðslu, þeg ar nauðsynleg skilríki hafa ver ið afhent. Eins og nú háttar, hefur fjár- málaráðuneytið heimild til að „endurgreiða aðflutningsgjöld eða hluta af þeim efnivörum i innlendar framleiðslu. og iðn- aðarvörur, sem sendar eru til út landa til sölu þar“. 1 staðinn fyrir heimild þyrfti að vera endurgreiðsluskylda og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.