Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. febr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 ★ Barnaleg bjartsýni Mjög míkið er stöðugt rætt um möguleika á björg- un þeirna ómetanlegu forn- minja í Egyptalandi, sem hverfa munu undir vatn, þeg- ar hin mikla Nílarstífla við Assvan er fullgerð, — ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafana í tíma. — Flestir eru sammála um það, að allt verði að gera, sem í mannlegu valdi stendur til að bjarga hinum einstæðu hofum við Abu Simbel og öðrum minj- um frá eyðileggingunni — en kostnaðurinn verður óhemju- mikill. Menningar. og vísindastofn- un Sameinuðu þjóðanna vinnur án afláts að áætlun- um um þetta verk og að fjár. söfnun til að standa straum af því. — Nú að undanförnu hafa fjórir sérfræðingar, út- nefndir af Arabiska sam- bandslýðveldinu, setið á rök- stólum með framkvæmda- stjóra UNE'SCO og rætt þetta vandamál fram og aftur — hverjar leiðir séu tiltækilegar til að forða hinum nubisku hofum frá því, að vatn Nílar færi þau í kaf og eyðileggi. Tvær ýtarlegar tillögur, ásamt nákvæmum fram- kvæmdaáætlunum, liggja nú þegar fyrir, og miða báðar að því að varðveita umrædd menningjarverðmæti á sama eðu blúköld staðreynd? stað og þau hafa verið um þúsundir ára. — Verkfræð- ingur einn franskur hefir gert það að tillögu sinni, að öflug- ur varnarveggur verði reist- ur allt umi.verfis hofin, svo að vatnið nái ekki til þeirra. Er þessi tillaga mjög til at- hugunar, en þó taldir ýmsir annmarkar á framkvæmd- inni, sem hér verður ekki rætt um. Hin tillagan, sem ítalskur verkfræðingur og tækni sérfræðingur, að nafni Gazz- ola, hefir lagt fram, mun leik ítalskur sérfræð- ingur telur unnt að lyfta risa- klettunum d myndinni — í 5o m hæð! mönnum virðast fráleit við fyrstu kynni — en getur þó varla verið það, því að tækni nefnd UNESCO í Kaíró hefir lýst því yfir, að hugmyndin verði að teljast framkvæman. leg og mælt með, að hún verði mjög gaumgæfilega at- huguð. — í stuttu máli er þessi djarfa tillaga á þá leið, að „skera“ skal sundur kletta borgirnar tvær, sem nubisku hofin eru höggvin inn í, við núverandi vatnsyfirborð, — og lyfta þeim í heilu lagi svo hátt upp (e. t. v. eina 50 m.) að aldrei verði hætta á, að vatnið nái þeim, eftir að vatnsborðið rís við gerð Assvanstíflunnar. Ameðfylgjandi mynd getur að líta hluta af þessum miklu klettaborgum, og má nokkuð marka stærð þeirra á því, að líkneskin, sem höggv in eru út í bergið lengst til vinstri á myndinni, eru 20 metra há. — Hlýtur leik- mannsaugum að virðast það næstum barnaleg bjartsýni að ætla sér að bifa slíkum bákn- um. En tækni nútímans er ó- trúleg . . . fastar reglur settar um fram- kvæmd hennar. Að undanförnu hefur mikill éhugi ríkt meðal iðnrekenda fyrir útflutningi og valda hinar Ibreyttu aðstæður því. Hafa ýms- ir þreifað fyrir sér um sölu er- lendis, sent sýnishorn og jafn. vel selt eitthvað. Linda h.f. á Akureyri hefur flutt út súkku- laði til Danmerkur og tyggi- gúmmí til Noregs. Hafa fleiri markaðir verið rannsakaðir og éframhaldandi tilraunir munu verða gerðar. Skjólfatagerðin h.f. í Reykjaví'k hefur flutt út til Færeyja úlpur, svefnpoka, blússur og fleiri vörur og heíur »uk þess athugað aðra markaði. Nýlega fór sending til Danmerk ur af hlutum til plastumbúða frá fyrirtæki í Reykjavík. Eitt fyrirtæki enn hefur flutt út nokkuð magn af iðnaðarvörum cg annað er að afgreiða fyrstu eendingu nú í vikunni. í seinna tilfellinu er um að ræða hús gögn, sem fara til New York. Mun væntanlega hægt að skýra nánar frá þessu, áður en langt um iíður. Sútunarverksmiðjan Ji.f. 1 Reykjavik hefur flutt út loðsútaðar gærur til ýmissa landa og einnig Skinnaverk- emiðjan Iðunn á Akureyrj. Gefjun á Akureyri gerði á ár- inu samning um sölu á 10,000 lullarteppum og tæplega 2,000 ullarpeysum til Sovétríkjanna. Er þegar búið að afgreiða peys urnar og nokkurn hluta tepp- *mna. Einnig hefur fyrirtækið selt nokkurt magn af ullaráklæð lim til Norðurlanda, peysum til Bandaríkjanna, sokkum o.fl. Ullarverksmiðjan Álafoss h.f. hefur hafið framleiðslu á létt- um ullarteppum í því augna- miði að selja þau erlendis. Munu sýnishorn þegar farin til Bandaríkjanna. Ýmis önnur fyr irtæki eru að þreifa fyrir sér erlendis bæði í fatnaði og hús- gögnum o.fl. Virðist mikill hug- ur í húsgagnaframleiðendum að reyna að selja til útlanda. Auk þessa hafa iðnfyrirtæki verið beðin að gera tilboð í fram- leiðslu á vörum til útflutnings. Vert er að geta þess, að ýms- ar nýjar framkvæmdir innan- lands jafngilda útflutningi svo sem 10 ára klössun á togaran- um Jóni Þorlákssyni, smiði á stálfiskibát, sem verður yfir 100 rúmlestir brúttó, nýjar greinar í veiðarfæraframleiðslu, eins og minnst hefur verið á hér að framan o.fl. Vonandi er, að sá áhugi, sem nú hefur vaknað til að flytja út iðnaðarvörur, eflist í fram- tíðinni og mun þá hefjast nýr þáttur í atvinnusögu þjóðarinn- ar. FRAMTÍÐIN Óhætt er að fullyrða, að iðn. rekendur líta björtum augum til firamtíðarinnar, þátt fyrir ó- vissu þá, sem ríkir í augnablik- inu og minnst hefur verið á áður. Hinar róttæku efnahags- aðgerðir hafa einmitt vakið von- ir iðnrekenda um meira athafna- frelsi í framtíðinni, jafnari rekstrarskilyrði og stækkandi markað. Iðnaðinum er oft núið því um nasir, að hann eigi allt sitt und- ir tollvernd. Það er rétt, að margar greinar iðnaðar njóta meiri eða minni tollaverndar, en til eru þær, sem njóta engrar tollverndar og mun slíkt nán- ast einsdæmi a.m.k. í allri norð- urálfu. Tollvernd sú, sem iðn- aðurinn nýtur, er ekki jafn mikill og látið er í veðri vaka, því óneitanlega eru greidd að- flutningsgjöld af innfluttum efnivörum, vélum tækjum o.fl. Væri öll aðstaða hinna ýmsu framleiðslugreina í þjóðfélag- inu athuguð til hlítar, mundi ýmislegt e.t.v. reynast öðru vísi en ætlað er. Við skulum einnig minnast þess, að stórar iðnaðar þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Bretar tollvernda framleiðslu sína, hvort sem það er iðnaður eða annað. Hitt er annað mál, að tollmúrapólitík á síminnk. andi vinsældum að fagna, enda mæla flest hagræn rök á móti henni. Skýrasta dæmið eru við- skiptabandalögin í Evrópu og á- huginn fyrir sameiningu þeirra til að greiða fyrir viðskiptum á milli allra Evrópuþjóðanna. í framtíðinni verður óhjákvæmi. legt fyrir okkur að taka þátt í þessu samstarfi. Ýmsir aðilar hafa látið í ljósi undrun sína yfir áhuga iðnrek- enda fyrir þátttöku í markaðs- bandalögum og byggt þá skoð- un á tollverndarhagsmunum iðnaðarins. Eins og áður segir, eru þeir hagsmunir ekki jafn víðtækir og álitið er og þar að auki eru iðnrekendur orðnir þreyttir á alls kyns haftapóli- tík. Þátttaka okkar í markaðs- bandalagi með öðrum Evrópu- þjóðum mundi tryggja stöðugra efnahagslíf í meira samræmi við viðskiptaþjóðir okkar en verið hefur og auk þess opna okkur erlenda markaði fyrir nýjar útflutningsafuirðir sem gamlar og auka þannig fram- leiðslumöguleikana. Auðvitað er gengið að því vísu, að fótunum verði ekki kippt undan þeim atvinnugrein um á einni nóttu, sem þurfa nokkuð aðlögunartímabil vegna breyttra aðstæðna, enda er gert rað fyrir sliku aðlogunartimabili í samningunum um markaðs- bandalögin í Evrópu. Ýmsar iðn- greinar mundu vafalaust dragast saman a.m.k. um tíma eða jafnvel hníga að velli. Fleiri mundu samt þola eldraunina, en álíta mætti í fljótu bragði auk þeirra nýju möguleika, sem opnuðust. Undir slíkum skilyrðum yrði e.t.v. hægt að nýta ónotaðar orku lindir þjóðarinnar fyrr en ella og sá stóriðnaður, sem mikið er rætt um, geta orðið að veruleika í náinni framtíð, því leiðin til erlends fjármagns mundi verða greiðfærari. Án erlends fjár. magns í einhverri mynd, eru stóriðnaðarsýnir samtíðarinnar draumórar einir sem geymdir verða næstu kynslóðum. Félag íslenzkra iðnrekenda hefur s.l. 3 ár haft nánara sam- starf við iðnrekendasamtökin á hinum Norðurlöndunum en áður og hin árlega ráðstefna forráða- manna samtakanna var að þessu sinni haldin í Reykjavík í ágúst s.l. Félagið leggur mikið upp úr góðu samstarfi við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, enda standa þær okkur nær skyld- leikans vegna en aðrar. Þessar þjóðir hafa sótt langt fram á iðnaðarsviðinu og kannske lengra en nokkurar aðrar miðað við stærð. Við höfum margt af þessum þjóðum numið og get. um enn fleira af þeim lært. Það væri því sérlega ánægjulegt, ef við gætum hyllt undir stóriðn. að framtíðarinnar í samstarfi við þær þjóðir, sem við erum sögulega tengdir órjúfandi bönd um. Til þess að svo geti orðið, verðum við í framtíðinni að semja okkur meira að háttum nágrannaþjóða okkar á efna. hagssviðinu, en verið hefur und anfarin ár. MALFLUTNIN GSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 1360*- Vikan er komin úf Efni blaðsins er meðal ann ars þetta: ,Ég leita ekki — ég finn‘, — Grein um málarann Pabló Picasso eftir Hjör- leif Sigurðsson, listmálara. Blóðhefnd, rómantízk saga frá Spáni eftir Sig- urð Ellert Jónsson. Um borð í Brúarfossl. Myndir af nokkrum virðu- legum framámönnum i þjóðlífinu við mannfagnaS í Brúarfossi hinum nýja. Forneskjan í menningu nútímans. Grein eftir dr. Matthías um þjóðsagna- smiði nútímans. Skemmda tönnin. ör- stutt saga eftir Willy Brein holzt. Þar sem hatrið vex. Frá sögn af ástandirau í Iran, þar sem nýlega fæddist ríkisarfi, en bilið milli hinna riku og fátæku vex stöðugt, svo búast má við blóðugri uppreisn. Herferð gegn aukakílóun um. Nokkur heilræði og á- bendingar til þeirra sem mundu óska að vera ögn léttari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.