Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1961, Blaðsíða 24
Verksmiðjuiðnaður 1960 — Sjá bls. 13 or0iMiií)íaí>iíí 26. tbl. — Fimmtudagur 2. febrúar 1961 Marilyn og Miller — Sjá Ws. 1*. Saltað í 3-4000 tunnur síldar 1 GÆRDAG var nær öll sú síld er barst á lajid hér Suð- vestanlands söltuð. — Hafði mikið verið saltað hér í Reykjavík, á Akranesi, í Hafnarfirði og í verstöðvum Húsbruni í Eyjum Vestmannaeyjum, 1. febrúar RÉTT fyrir kl. 12 í gærkvöldi kom upp eldur í íbúðarhúsinu að Túngötu 21. Þegar að var komið var talsvert mikill eldur 1 húsinu og reykur. Slökkviliðið kom á vettvang og tókst á tiltölulega skömmum tíma að ráða niður- lögum eldsins. Húsið er ein hæð með kjatll- ara, en allstórt. Ibúðarhæðin er mikið til eyðilögð af vatni, eldi og reyk og innanstokksmunir. Þar bjó Hörður Agústsson kaup- maður með fjölskyldu sinni. Eldsupptök eru þau, að verið var að kveikja upp í arni og kviknaði í tré, sem hluti af stof- unni er fóðraður með. Brann það að miklu leyti. Húsmunir munu hafa verið vátryggðir, en blaðinu er ekki kunnugt um fyrir hve mikið. — Bjöm. Sölur í Þýzkalandi I GÆR seldu Fyikir og Geir í Bremerhaven. Var Fylkir með 123 'lestir, sem seldúst fyrir 80 þús. mörk, en Geir með 139 lest- ir, sem seldust fyrir 89.684 mörk. Næsta togarasala í I>ýzkalandi er á föstudag. Þá selur Egill Skallagrímsson. Hreindýrin koma til bæja SKRIÐUKLAUSTRI, 1. febr. — Tíðarfairið hefur verið hér gott frá áramótum, lengst af þíður en allmiklar rigningar, einkum seinast í janúar. Um 26. gerði allmikið hvassviðri til dalanna. Nú er nær alveg snjólaust, en frost hefur verið síðustu tivo dagana. Á efra Jökuldal er þó mjög haglítið vegna storku. Þar hefur verið heldur slæmt síðan um jól og fé að mestu inni. Hreindýr hafa sést heima við bæi, eins og jafnan þegar haglaust verður inni á heiðunum. á Suöurnesjum. Töldu kunn- ugir ekki ósennilegt að eftir daginn hefðu verið milli 3000—4000 uppsaltaðar tunn- ur. — TIL, RÚMENfU Síldin var heilsöltuð fyrir Rúmeníumarkað, Þangað hafa nú nýlega verið seldar 6000 tunnur síldar. Um einn sjötti síldarafl- ans í gær var stórsíld. Var hún sykursöltuð fyrir Finnlands- markað. Er einnig mjög langt komið með söltun upp í síldar- sölu þangað. Gg er svo yfirleitt með þá sölusamninga á magurri síld, sem nú liggja fyrir að mjög langt er komið með að uppfylla þá alla. FEITA SÍLD VANTAR Það gengur aftur á móti ekki eins vel að salta upp f Rúss- landssamninga. Rússar vilja all- miklu feitari síld en þá sem bát- arnir hafa verið að veiða hér undanfarið. Síldarfrysting var lítil sem engin í gær og stafar það af því að eins og er liggja ekki fyrir sölusamningar um frysta síld. Síldarvertíðin við Noreg, sem er eða ætti að fara að hefjast af ful.lum krafti, hefur mikil áhrif á þessar óvæntu vetrarsíldveið- ar okkar Íslendinga. Stýrimann tók út af brezkum togara við Island B R E Z K I togarinn Lord Montgomery frá Fleetwood missti stýrimann fyrir borð Ávinningur að /r/ð- un fiskveiðisvæda En óliklegt að þau afmarkist af grunnlinu RÍKISÚTVARPED hafði það í fréttum í gærkvöldi eftir fréttaritara sínum í Lundún- um, séra Emil Björnssyni að sjávarútvegsmálaráðuneyt- ið brezka hefði nú gefið út 50 blaðsíðna skýrslu um fiskveið- ar og fiskstofna við ísland. Höfundur hennar er J. A. Cullard við Fiskimálarann- sóknarstofnunina í Lowestoft. Er það haft eftir ráðuneytinu að þetta sé fyrsta fulikomna tilraunin til að leggja fram vísindaiegar staðreyndir þessa máls. — Hér fara á eftir nokk ur atriði úr niðurstöðukafla ritsins. # Aukning aflamagns Þorskmagnið við Island hefir ekki breytzt mikið síðustu 50 ár- in. Þótt gengið hafi lítillega á þorskstofninn, eins og veiðum er nú háttað, myndi aukin út- Nýr kaupEélagsstjóri ráðinn hjá K.Á. SELFOSSI, 3. febr.: — í dag kom stjórn Kaupfélags Árnesinga saman á fund, til þess að fjalla um ráðningu kaupfélagsstjóra fyrir Kaupfélag Árnesinga. Áður en fundur þessi var hald inn, var um það rætt manna á milli hér á Selfossi að sennilega myndu um það sækja, þegar að því kæmi að starfið yrði auglýst, þeir Grimur E. Thorarensen og Helgi H. Bergs verkfræðingur. Á stjórnarfundinum hafði ver- ið samþykkt að ráða Grím Thor- arensen sem stjórnanda K. Á. Grímur er sonur Egils heitins Thorarensen kaupfélagsstjóra. Hefur Grímur verið starfsmaður K. Á. í um 20 ár. Hefur hann verið innkaupastjóri þess. Grím- ur hefur oft gengt starfi kaup- félagsstjóra í forföllum Egils og í fjarveru hans. Hefur Grímur einnig haft prókúruumboð fyrir K.Á. Hann er 41 árs að aldri. gerð hafa í för með sér aukinn afla. Unnt væri að auka fisk- veiðarnar með því að veiða ekki ungfiskinn, og myndi það auð- veldast á þann hátt að auka möskvastærð vörpunnar. Stækk- un möskva úr 110 mm upp í 130 mm myndi auka meðalveiðimagn um 4 af hundraði. Virðist þar, sem átt sé við að meira af góð- um markaðsfiski verði þá í vörp- unni. — Þessi aukning að við- bættri^vernd ungfisksins, segir Gullard, myndi auka aflamagn- ið að meðaltali um'50% 'miðað við núverandj meðalveiði. • Áhrif landhelgisstækkunar Ofveiði gæti fremur í kola og ýsustofninum en þorskstofninum. Kolinn virðist hafa haft gott af lokuninni og stækkun landhelg- innar 1952 og aflamagnið aukizt, og ávinningur væri að því fyrir ýsuna að vernda ungfiskinn. Þorskur, ýsa, ufsi og langa gera 78% alls aflamagns við Island. Það yrði ávinningur fyrir fisk- veiðar við Island að friða svæði, þar sem ungfiskur eða smáfiskur er yfirgnæfandi, en mikilvægt er að þau svæði séu rétt afmörk- uð ef friðun þeirra á að koma fiskimönnum allra þjóða að gagni. Enn þá hefir eigi verið rannsakað til hlítar hvaða svæði væri gagnlegast að friða, en það er mjög ólíklegt að þau myndu endilega fylgja línum, sem hvar vetna væri dregin í sömu fjar- lægð frá ströndinni eða falla saman við grunnlínur. Þorskveiði væri langþýðingarmesta fiskveið- in við Island. Brezkir, islenzkir og þýzkir togarar veiddu nær 500 þús. lestir árlega þar. í óveðri við íslandsstrendur fyrir skömmu, og sást hann ekki aftur. Þetta var 24 ára gamall maður, Ralph Conn- olly frá Fleetwood. Þegar þessi atburður gerðist, var um 10 vindstiga rok, að því er fram kom [ sjóprófi í Fleed- wood í síðustu viku. Stýrimað- urinn var á leið aftan úr mat- salnum með te, sem >hann ætlaði að færa yfirmönnum upp í brú. Reið þá geysimikill sjór yfir skipið, og var hallinn á því 25 gráður, að því er skipstjórinn telur. Stýrimaðurinn sást efcki framar. Hann mun hafa verið góður sundmaður, en í þvílíku veðri og svo mikið klæddur, eins og hann var, er talið að hafi ekki haft neina möguleika til að bjargast. Máttur brimsins hefur nú rið- ið belgíska togaranum Rosette j að fullu og er hann nú horfin ] í greipar Ægis. — Mynd þessa ’ tók Sigurgeir Jónasson af sið-| ustu leifum skipsins. Menn- irnir á myndinni standa vartj í rokinu, en annar þeirra er' fulltrúi tryggingafélagsins er | togarinn var tryggður hjá. Vöruskiptajöfn- uður óhagstæður um 816 millj. kr. á sl. ári. I DESEMBERMANUÐI sl. var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 32 millj. kr. og á öllu ár- inu rúmlega 816 millj. Ut var flutt fyrir 257 millj. í desember, 2532 millj. á öllu árinu, en inn- flutningur var í desember 584 millj. og á öllu árinu 3348 millj., þar af skip fyrir 599 millj. A árinu 1959 nam innflutning- ur rúmum 3379 millj. en út var flutt fyrir 2468 millj. kr. Þá var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 911 millj. kr. Síldin upp í kom illa gœrdag í FYRRINÓTT var ágætis síldveiði, 30 bátar fengu um 17 þús. tunnur. En í gær kom síldin illa upp. Veður var lieldur ekki gott á mið- unum, og um kl. hálftíu í gærkvöldi höfðu aðeins tveir bátar kastað, að því er Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, tjáði blaðinu. Hann er um borð í Ægi út af Krísuvíkur- bergi og sagði tvísýnt veð- urútlif. Bátamir, sem fóru inn með afla eftir þriðjudagsnóttina, voru sem óðast að koma út aft- ur. Þeir voru flestir vestur af Eldey, ásamt sildarleitarskipinu Fanneyju. Þar var heldur skárra veður en út af Krísuvíkur- bjargi, en síldin stóð djúpt. Hæstu bátarnir í fyrrinótt voru Guðmundur Þórðarson með 1400 tunnur, Akraborg með 1100, Heiðrún með 1000 og mörg önnur með ágætan afla. Fréttaritari blaðsins í Kefla- vík símaði að í gær hefðu 9 síldarbátar komið til Keflavík- ur með alls 4000 tunnur, 200—• 700 tunnur á bát. 5 klst. að hrista úr nótinni Fréttaritarinn á Akranesi sím aði að þangað hefðu borizt 5 þús. tunnur í gær. Sigurður AK hafði 800 tunnur, Höfrungur II 700, Sigurvon og Sveinn Guð- mundsson 650 hvor, Reynir 600, Böðvar 400, Sæfari 300 og Höfr- ungur I 400, en fékk nót í skrúf una, og Keilir 400. Sá síðast- nefndi hafði fengið mjög stórt kast og verið nærri búinn að missa nótina. Sigurfari sprengdi nótina 9 mílur SV af Eldey, 8—900 tunna kast, en veltingur var og nótin rifnaði af teinunum, að sögn fréttaritarans á Akranesi. Heimaskagi sprengdi líka, hafði stórriðna nót, sem óhemju mik- ið hafði ánetjazt í. Voru skip- verjar 5 klst. að hrista síldina úr nótinnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.