Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 48. árgangur 28. tbl. — Laugardagur 4. febrúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Galvao boóid hæli sem flóttamanni Rio de Janeiro, 3. febrúar. —• (Reuter/NTB) —• RÍKISÚTVARPIÐ í Rio de Janeiro tilkynnti í kvöid, að Henrique Galvao og mönn- um hans hefði verið boðið hæli sem pólitískir flótta- menn í Brasilíu og hefðu þeir þegið það. Þá hefur ver ið ákveðið að „Santa Maria“ verði í varðveizlu brasilíska Bjóhersins, þar til réttarfars- leg hlið málsins hafi verið athuguð nánar. Er nú öflug- ur, vopnaður vörður um borð í skipinu. Fyrstu portúgölsku farþegarn- ir af Santa María komu flugleið- is til Lissabon í dag. Um fimm þúsundir manna fögnuðu þeim á flugvellinum og hylltu þá sem hetjur. Verulegur hluti hinna evrópsku farþega mun hinsvegar fara heimleiðis með systurskipi ,,Santa María“, „Vera Cruz“ sem nú er komið til Recife. • Kjánalegt að sigla út Galvao tjáði fréttamönnum í dag, að hann hefði leitað hafnar vegna þess að einn farþeganna var svo sjúkur, að aðeins mátti telja 10% líkur til þess að hann lifði, kæmist hann ekki í sjúkra- hús. Galvao sagði, að allar get- fANAR blöktu I hálfa stöngi í Grindavík í gær, vegna hins hörmulega sjóslyss er Ingi- bergur Karlsson sjómaður frá Karlsskála drukknaði, í Djúpsundinu þar í fyrradag. Þetta er annað sjóslysið sem verður á þessum slóðum, í hinni þröngu og hættulegu innsiglingu Grindavíkur, frá því á árinu 1926. Þá varð ægi- legur mannskaði þar, er átta skip fórust með níu mönnum. Er mörgum mönnum í þessu athafnasama sjávarplássi, minnisstæður sá hörmulegi at- burður. I gærmorgun fannst lík Ingibergs rekið í Hópsnesi, svo og brak úr bát hans. Hann var 43 ára að aldri, og hafði ekki gengið heill til skógar. Hafði verið sjdúklingur á Víf- ilsstöðum. Móðir hans Guðrún Steinsdóttir er rúmlega sjöt- ug. Hún á nú fimm syni á lífi og eina dóttur. gátur og staðhæfingar um að hann væri kommúnisti væru al- rangar og hann hefði heldur ekk- ert samband við Castro, forsær- ísráðherra Kúbu og hans menn. Galvao, lagði sem fyrr áherzlu á að taka skipsins væri enn að- eins fyrsti þátturinn í aðgerðum gegn einræðisstjórnum þeirra Salazars og Francos á Pyrenea- skaga. Hann sagði, að kjánalegt hefði verið af sér að reyna að Frh. á bls. 15. 1 STOFU þrjú í Keflavík- urspítala, hittu blaðamenn Morgunblaðsins um nón- bil í gær, hressilegan sjó- mann, sem svo sem sólar- hring áður hafði háð hina hörðustu baráttu fyrir lífi sínu, og hafði hreinlega verið talinn af, í hinu svip lega sjóslysi er varð í Grindavík í fyrradag. Hann heitir Einar Jónsson úr Járngerðarstaðahverfi í Grindavík og var á sundi í 45 mínútur í 6 stiga heitum sjó og í sjö stiga frosti, áður en honum var bjargað. ★ Heimsóknartími spítalans var að hefjast er blaðamenn- ina bar að garði ásamt frétta ritara Mbl. í Keflavík, Helga S. Jónssyni. Forstöðumaður spitalans, Guðmundur Ingólfsson, sagði, er blaðamennirnir spurðust fyrir um líðan Einars, að hún væri góð, en hann var mjög þungt haldinn í fyrra- kvöld. — Hann er á góðum batavegi nú og hann vill fúslega ræða við ykkur. Þegar við komum inn í stofu 3, sem er tveggja- manna stofa, hittum við fyr- ir kraftalegan mann. Hendur Einar Jónsson brosir hinn hressasti. Hann hefur lagt hina stóru og kraftalegu hönd ofan á sængina. (Ljósm. vig.) björgun úr landi þykkar og sigggrónar. Hann virtist talsvert miklu eldri en hann er í rauninni. Hann er aðeins 29 ára, en hefur verið sjómaður frá því á unglingsárum, á bátum og togurum. — Þú gætir farið í annan róður núna strax, svo hress virðist þú okkur vera, Ein- ar? — Já, ekki þó á trillu. þetta var þriðji og síðasti róðurinn minn á henni, en ég verð í vetur formaður á Steilunni. Það verður fyrsta vetrar- vertíð hans sem formanns á báti. Hann lauk prófi í Stýri mannaskólanum árið 1955. — Þú hlýtur að vera synd- ur sem selur? — Ég mun ekki teljast sér stakur sundmaður, sagði Ein- ar. — í rauninni lærði ég ekki að synda fyrr en ég kom i Stýrimannaskólann, og ég hef enga sérstaka rækt lagt við það. Annað sögðu Grindvíking- amir okkur, sem við hittum síðar um daginn. Einar hafði eitt sinn sótt bát til Hollands og leikið sér í brimsköflum úthafsbárunnar á einhverrl baðströndinni þar, og hann gaf þeim hollenzku ekki neitt eftir, sögðu skipsfélagar hans. — Það er þá kannski lýs- ið, sem gefið hefur þér þetta fádæma þrek? — Nei. Ég tek aldrei lýsi. Mér finnst það vont. Ég hef ekki smakkað lýsi frá því ég var í barnaskóla norður á Siglufirði og því var þá hálf- partinn neytt ofan í mig. ★ — Þú varst niðri í lúkar, Framh. á bls. 15. Verzlunarbankinn stofnaður S T J Ó R N Verzlunarsparisjóðsins hefur boðað til stofnfundar Verzlunarbanka Islands hf. í dag. Fundurinn hefst kl. 14:30 og verður hann haldinn í Tjarnarbíói. ár 10 millj. kr. hlutafé Verður þar endanlega geng- ið frá stofnun Verzlunarbank- ans, en Alþingi samþykkti á sl. vori lög, er heimila ábyrgðar- mönnum Verzlunarsparisjóðsins að breyta sparisjóðnum í banka. Á fundi ábyrgðarmanna spari- sjóðsins 14. júní sl. var einróma samþykkt að neyta heimildar iaganna og var þá hafizt handa um söfnun hlutafjár. Hlutafé bankans verður rúmar 10 millj. króna og er hlutafjársöfnun lokið. Á fundinum verða bankanum settar samþykktir og reglugerð bankans verður þar lögð fram. Hefur stjórn sparisjóðsins ann- azt undirbúning þennan. Þá verður kosið í bankaráð I Verzlunarbankans og tveir end- urskoðendur. Verzlunarsparisjóðurinn fimm ára í dag eru liðin 5 ár frá því Verzlunarsparisjóðurinn var stofnaður og er hann nú stærsti sparisjóður landsins. Hefur rekstur hans gengið með mikl- um ágætum. Stjórn Verzlunarsparisjóðsins hafa skipað frá upphafi Egill Guttormsson, stórkaupmaður, Pétur Sæmundsen, viðskipta- fræðingur, og Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, en spari- sjóðsstjóri hefur verið Höskuld- ur Ólafsson, lögfræðingur. Ræða fiskveiðar OSLÓ, 3. febrúar (NTB). — Viðræður eru nú hafnar milli Norðmanna og Svía um fisk- veiðar, sökum væntanlegrar út- færsíu norsku fiskveiðilögsög- unnar. Hófust fundir í Osló I dag. Formaður norsku nefndar- innar er Bredo Stabell en hinn- ar sænsku Sture Petren.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.