Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. febr. 1961 Ö//ð rætt á Alþingi FRUMVARP Péturs Sigurðsson- ar um breytingu á áfengislögun- um var tekið til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Fylgdi flutningsmaður því úr hlaði með ýtarlegri ræðu. Talaði hann í hálfa aðra klukkustund, !kom víða við í ræðu sinni og hafði á ihraðbergi tilvitnanir í vísindamenn. menn. Að máli Péturs loknu talaði Halldór Asgrímsson, 2. þm. Aust urlands. Var hann mótfallinn öl- frumvárpinu og taldi auk þess marga ágalla á því í núverandi mynd. Ræðu Péturs Sigurðssonar og umræðnanna í gær verður nán- ar getið í blaðinu á morgun. Umræðum um ölfrumvarpið var mikill áhugi sýndur og var þröngt á þingpöllum í gær. Þá var fréttaritari Norðurlanda mættur í blaðamannastúku þings ins og tók ekki heyrnartækin af höfði sér meðan fundur stóð. Má því búast við frásögnum af öl- málum Islendinga í blöðum frændþjóðanna á næstunni. Bondaríkjastjóm íhugar nýjar leiðir til lausnar Kongómólsins Washington, 3. febr. (Reuter-N'ré). RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna hefur nú í athugun endurskoðun afstöðu sinnar til Kongómálsins og ýmsar aðgerðir stjómmála- legs efflis, er til bóta kunni að verða í því vandamáli, að þvi er talsmaður bandariska utanríkis- ráðuneytisins, Lincoln White, sagði í dag. Mun stjórnin hafa samráð við fulltrúa ýmissa ann- arra ríkja um þetta mál, en að því er White sagffi, eru Sovét- ríkin ekki þar á meffal. Meðal þeirra aðgerða er í athugun em, mun vera sú að senda Tshoinbe, forsætisráðherra Katanga-fylkis beiðni um að íáta Lumumba laus an, en hann er nú fangi ein- hversstaðar í Katanga. Stjómmálamenn í Washing- ton segja, að stjórn Kennedys líti Kongómálið frá nokkrum öðrum sjónarhól, en stjórn Eis- enhowers, en lögð er á það á- herzla, að langt sé frá því að tekin hafi verið endanleg af- stöðubreyting — hér sé aðeins um að ræða undirbúningsskref tií nýrra leiða. Bent er á, að Bandaríkjastjórn hafi lengi ver- Bókauppboð í dag 1 DAG kl. 2 hefst bókauppboð Sigurðar Benediktssonar í litla salnum í Sjálfstæðisihúsinu, og verða bækurnar til sýnis frá kl. 9—1. 1 gær var hér getið nokk- urra bóka, sem fara undir harn- arinn í dag, en af misgáningi féllu niður nöfn ými&sa, sem ein- mitt mætti þó ætla að hefðu truflað svefn bókavina í nótt. Meðal þeirra mætti nefna: Lovsamling for Island, allt, sem út kom, vandað eintak í góðu skinnibandi. Sveinn Sölvason: Tyro Juris eður Barn í Lögum, Khöfn 1799. Sv. Sölvason: Jus Criminale, Khöfn 1776. (Eins og getið var í gær er tímaritið Lögfræffingur, sem Páll Briem amtmaður gaf út á Akureyri 1697—1901, einnig á uppboðs- skránni — complet —, svo að líklegt er, að lögfræðingar og laganemar, sem eru meðal á- hugasömustu bókasafnara, láti sig ekki vanta í dag). Ný Félags- rit, allt, sem út kom, í skinn- bandi. Fornmannasögur I.—XIII., Khöfn 1825—’37. Klaustur-Póst- urinn, Beitistöðum og Viðey 1618—’27. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Reise igennem Island, I.-II., Sorþe 1772. Ol. Olavius: Oeconomisk Reise .... L-H., Khöfn 1780. Annálar Bjöms á Skarðsá (ísl. texti), Hrappsey 1774. Hallgr. Péturs- son: Sálmar og kvæffi I.-II., Rvík 1£87—90. Guðm. Magnússon (Jón Trausti): íslandsvísur no. 25/150, Rvik. 1903. Þórb. Þórðar- son: fslenzkur aðall, Rvík. 1938. ið þeirrar skoðunar, að mynda beri sérstaka miðstjóm fyrir allt ríkið og eigi svo margir stjórnmálaaðilar, sem tök eru á, aðild að þeirri miðstjórn og einnig flokksmenn Lumumba. White lagði áherzlu á, að stjóm- in leitaði þeirra leiða, sem mesta möguleika veittu til einingar utan Kongóríkis sem innan. Talið er líkíegt að varautan- ríkisráðherra hinnar nýju Banda ríkjastjórnar, Williams, sem er séfræðingur í málefnum Afríku, verði innan tíðar sendur til hinna ýmsu Afríkuríkja, þar á meðal Kongó. ítalskir stúdentar mótmæla RÓM, 3. febr. (Reuter). — Átján manns særðust í átökum milli lögreglu og mörg hundruð stúd- enta, er söfnuðust saman frammi fyrir austurríska sendiráðinu í Róm til þess að mótmæla tilkalli Austurríkis til Suður Týról. Er það mál nú til umræðu í ítalska þinginu. Fimmtán hinna særðu voru lögreglumenn en þrír stúd- entar. Álíka mótmælaaðgerðir urðu í mörgum öðrum ítölskum borgum í dag. Hefur nú verið komið upp öflugum herverði við byggingu austurríska sendiráðs- ins í Róm. Brosað í bœjarstjórn Söluskatturinn í S&vét Á FUNDI bæjarstjómar í fyrradag gerði Alfreð Gisla- son, læknir, sér alltíð rætt um söluskattinn, og fann honum flest til foráttu. Meðal annars sagðist h a n n halda sig fara rétt með það, að sá a r m i skattur h e f ð i verið eitt af því sem ýtti af JGÍslason s t a ð stjórnar- byltingunni miklu í Frakk- landi árið 1789. Væri því var- hugaverð sú afturhaldsstefna að innleiða skatt þennan hér, þó að það væri svo sem ekki nema eftir öðru ráðslagi nú- verandi stjórnarflokka. Kenningunni gaumur gefinn Þessari nýstárlegu kenningu um orsök stjómarbyltingarinn ar frönsku 1789, var að sjálf- sögðu talsverður gaumur gef- inn af bæjarfulltrúum. Litu þeir flestir hver á annan og Þórður Björnsson, bæjarfull- trúi Framsóknar, sem sjaldan þykir fróðleikurinn slakur, ef hann kemur úr þessari átt, hallaði sér brosandi í áttina til Alfreðs og kallaði svo að heyrðist um allan salinn: „í hvaða mannkynssögu stendur nú þetta?“. Er bylting í aðsigi? Gunnar Thoroddsen tók til máls rétt á eftir og vék þá m. a. að ummælum Alfreðs. Sagði hann að þau gæfu tilefni til að minna bæjarfulltrúana á það, að sennilega væri söluskatt- ur hvergi eins í hávegum hafð ur og í Sovét- ríkjunum. Það mætti til dæm- is nefna, að á íslenzku síld- ina sem seld v æ r i austur þangað, væru ekki 1 a g ð u r 3%, eða 7% eða 8%, eins og söluskatturinn næmi gjarna hér, heldur alls um 1900% í söluskatt og álagningu. „Ef að söluskatturinn hefur verið or- sök frönsku byltingarinnar“, sagði Gunnar að lokurri, „þá er ég hræddur um að stjórnin þar eystra megi fara að vara sig“. Frásögn af umræðum í bæj- arstj. að öðru leyti er á bls. 9. Gunnar Thoroddsen Knattspyrnumenn Hafn- arfjarðar vilja leika hér Safna fé til að svo geti orðið SL. haust unnu Hafnfirðingar sér rétt til þátttöku í I. deild í knattspyrnu. Það er að vonum mikill hugur í knattspymu- mönnum að búa sig sem bezt undir sumarstarfið. Eitt af stærstu áhugamálum Hafnfirðinga, er að leikir þeir, sem þeir eiga rétt til að leika heima geti farið fram heima í '/" NA/Shnúhr Íf#SVS0knútor X Snjófcomo * OSism* \7 Skúrír K Þrumur wx KuUatkH Hitaoki/ HAHm$ 1 L0Lmq$ 1 _ _ Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 síðd Verður á norðaustan SUÐUR af Islandi er allmikil SV-mið og SV-Iand tii lægð á hreyfingu aust-norð- Breiðafjarðarmiða: Hægvirði austur eftir. Verður hún senni í nótt én norðaustankaldi á lega komin austur um Skot- morgun. Bjartvirði. land um hádegi á laugardag, Vestfirðir og V-fjarðamið: og verða veður þá yfirleitt Vaxandi norðaustanátt. Elja- orðin á norðaustan hér á landi. veður. Allhvasst er á sjálfu lægðar- Norðurland og N-mið, NA- svæðinu, en að öðru leyti er land og NA-mið: Breytileg átt stilliveður á því svæði, sem og hægvirði í nótt, en norð- kortið nær ýfir og víða tals- austangola á morgun. Sums vert frost. — A flugvellinum staðar snjóél. í Goose Bay er 16 stiga frost Austfirðir og Austfjarðamið: 2ja stiga hiti í Brattahlíð og 20 Norðaustangola í nótt en norð- st. frost í Scoresbysundi. Hins austanstinningskaldi á morg- vegar er 5—6 stiga hiti í un og dálítil snjókoma. Lundúrium og París, frostlaust SA-land og SA-mið: Vax- í Kaupmannahöfn en 4ra stiga andi norðaustanátt. Allhvasst frost í Osló. til hafsins. Snjókoma austan Veðurhorfur kl. 10 í gær- til. kvöldi: Hafnarfirði. En öllum er jafn- framt ljóst að þetta krefst mik- ils og fjárfreks undirbúnings. Næstu daga munu hafnfirzkir knattspymumenn því heim- sækja bæjarbúa með beiðni um fjárframlag til stuðnings starf- semi sinni. Hafnfirðingar! Munið að korn ið fyllir mælirinn. ,Hreinsanir4 á Kúbu HAVANA, 3. febr. (NTB/Reut.) — Yfirmenn sex kúbanskra dóm- stóla, einn hæstaréttardómari, 25 héraðsdómarar og 100 fulltrúar hafa verið leystir frá embættum sínum. Eru þeir allir sakaðir um andbyltingarstarfsemi og siðlausa hegðun. Uppsagnir þessar eru framhald þeirra hreinsana í röðum starfs- manna réttvísinnar á Kúbu, sem hófust í desember sl. með upp- sögn 13 hæstaréttardómara. Vinningar hjá D.A.S. f GÆR var dregið í 10. fl. Happ- drættis DAS um 50 vinninga og féllu vinningar þannig: 2ja herb. íbúð, Kleppsveg 26 kom á nr. 36149. Eigandi Niels Ingvarsson, Neskaupstað. 2ja herb. íbúð, Kleppsveg 30, tilbúin undir tréverk kom á nr. 42965. Eigandi Tómas Vilhjálms- son, Bröttukinn 14, Hafnarfirði. Starfsmaður hjá Rafha. Opel Caravan bifreið kom á nr. 30717. Eigandi Stella Gísladóttir, Patreksfirði. Moskvitch fólksbifreið kom á nr. 62310. Eigandi Ástbjörg Geirs dóttir, Hæðargarði 8. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 10 þús. hvert: 1368, 1937, 13182,~ 23481, 23568, 40577, Boriletti saumavél kom á nr. 4583. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir 5 þús. kr. hvert: 127, 3598, 5167, 7491, 10808, 11443, 11706, 12463, 13930, 14068, 15857, 16156, 19157, 21006, 21453, 24432, 27512, 30469, 31338, 35630, 37210, 38630, 39842, 41355, 42103, 42369, 42614, 43634, 43870, 44392, 44892, 47449, 48245, 49622, 54428, 56655, 56840, 59449, 63657. Tónlistar- kynning Á MORGUN, sunnudaginn 5. febrúar kl. 5 stundvíslega, verð- ur tónlistarkynning í hátíðasal háskólans. Flutt verður af hljómplötutækjum skólans „Linz“-sinfónían eftir Mozart (nr. 36, í C-dúr, K. 425). Tón- skáldið samdi hana á fáum dög- um, 27 ára að aldri, og má þar bæði kenna áhrifin frá Haydn og hina sérstæðu sköpunar- gáfu Mozarts. Columbia-sinf óníuhl j ómsveit- in leikur, stjórnandi Bruno Walter. En hér er um næsta einstæðar hljómplötur áð ræða, því að fyrst heyra menn æfingu hjá hljómsveitinni, sem hljóð- rituð var án vitundar stjórn- andans, þótt síðar gæfi hann samþykki sitt til útgáfunnar. Hann talar á ensku, lætur endur taka, setur út á, segir fyrir og raular jafnvel sum stefin. Að æfingu lokinni er svo sinfónían fíutt í heild sinni. Hér er þvi fágætt tækifæri til að kynnast vel merku tónverki og vinnu-i brögðum mikils hljómsveitar- stjóra. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. JAKARTA, Indónesíu, 2. febr. (Reuter) — Þrjátíu og sex manns grófust lifandi í miklu skriðufalli er varð fýrir skömmu á Lewobatang, einni af eyjum Indónesíu, eftir «tórfelld- ar rigningar. TÓKÍÓ, 3. febr. (Reuter). — Tvö þúsund manns urðu heimilislaus ir af völdum jarðskjálfta í borg- inni Nagaoka. Síðustu fregnir herma, að fimm hafi látizt og 19 særzt í jarðskjálftanum. Mállundanámskeið Heimdaliar SL. fimmtudag hófst í Valhöll málfundanámskeið Heimdallar með ágætu erindi Þorvalds G. Kristjánssonar framkvæmdastj. Sjálfstæðisflokksins um ræðu- mennsku. Sú breyting verður á námskeiðinu í næstu viku, að fundur verður haldinn á miðviku dag 8. febrúar í stað þriðjudags, eins og ákveðið hafði verið. Þá gefst þátttakendum námskeiðs- ins kostur á að hlýða á erindi Ævars Kvaran leikara um fram- sagnalist. Á fimmtudag 9. febrúar verður síðan málfundaæfing. Þá verður sá háttur á hafður, að menn tala inn á segulband og hlýða síðan á rödd sína og fá leiðbeiningu um það, sem betur mætti fara. Þriðjudag 14. febr. mun Bragi Hannesson lögfræðingur ræða um fundarsköp. Tilkynnt verður í Morgunblað- inu og Vísi síðar um framhald námskeiðsins. Eru Heimdellingar eindregið hvattir til að fjölmenna á málfundanámskeiðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.