Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐJÐ Laugardagur 4. febr. 1961 Áhuginn mestur á ýmsum tæknistðrfum Stutf samtal v/ð Ólaf Gunnarsson um æskan spyr hann um / dag 1» E G A R dagarnir taka að Jbað sem skóla- lengjast á ný eykst vinnuþrek manna og ýmsar fyrirætlan- ir varðandi framtíðina eru gerðar. Gætir þessa meðal æskunnar, og þá ekki sízt þess hluta hennar, sem stend- ur á einhverjum tímamótum, að því er náms- og starfsval varðar. Morgunblaðið hitti í gær að máli Ólaf Gunnarsson, sálfræð- ing, sem skipulagt hefur og stjómað starfsfræðsludögunum, sem flestir munu kannast við, en auk þess flytur hann erindi í öllum gagnfræða- og framhalds- skólum Reykjavíkur og svarar fyrirspurnum unglinga í sam- bandi við náms- og starfsval. Við hittum Ólaf að máli á skrif stofu hans í Hafnarstræti 20, en ekki mun sá vinnustaður hent- ugur sálfræðingi, því fólk sem á erindi við umferðastjóra Reykjavíkur verður að fara gegn um skrifstofu Ólafs. „Hversu lengi hafið þér unn- ið að starfsfræðslu hér í Reykja- vik? „Ef undirbúningsstarfið er tal- ið með, eru það 10 ár n.k. haust“. Ahugasöm æska „Hefur æskan mikinn áhuga á því að fræðast um störfin, sem hennar bíða?“ „Já mjög mikinn og sá áhugi hefur aukizt með hverju ári sem líður". „Hvað teljið þér valda því?“ „Sennilega fyrst og fremst æ (minni möguleikar til þess að afla sér þekkingar á atvinnulíf- inu án einhverrar skipulegrar fræðslu, aukin raunhyggja með- al ungu kynslóðarinnar og svo vitanlega aukinn skilningur for- eldra og kennara á gildi starfs- fræðslunnar”. „Er starfsfræðsla hér á landi skipulögð og framkvæmd á sama hátt og í nágrannalöndunum?" „Að svo miklu leyti sem mér hefur verið unnt, hef ég stuðst við reynslu Norðurlandaþjóð- anna og Englendinga. Hinsvegar er aðstaðan öll önnur og lakari hér. í þessum löndum, sem ég nefndi er starfsfræðsla skyldu- námgrein í unglinga. og fram- haldsskólum og fjöldi vel mennt aðra manna vinnur að skipulagn- ingu hennar bæði innan skól- anna og utan þeirra, auk þess sem unglingum eru veittar ein- staklingsbundnar leiðbeiningar". „Væri ekki unnt að gera starfs fræðsluna að kennslugrein í skólum hérlendis?" „Vafalaust'.. „Hefur íslenzka kennarastétt- in ekki áhuga á að svo verði,“ „Landssamband gagnfræða- kólakennara hefur skorað á menntamálaráðherra að hlutast til um, að starfsfræðsla verði tekin upp í skólum og hið sama hafa ýms samtök menningar- og atvinnumála gert“. „Eru þá ekki líkur til, að bráð lega verði aukin fræðsla um at- vinnulífið?" Nútímaæskan raunhæf „Það væri að minnsta kosti mjög æskilegt". „Eru áhugamál æskunnar mikið til þau sömu frá ári til árs eða verða á þeim talsverðar brey tingar? “ „Eins og ég sagði áðan er nú- tímaæskan mjög raunhæf. Greindustu unglingarnir eru furðu fljótir að gera sér grein fyrir því í hvaða greinum muni verða samdráttur og hvar muni verða mest og bezt atvinnuvon, en vitanlega gætir alltaf nokkuð tízkuáhrifa í sambandi við starfs val, og þá einkum meðal þeirra sem minnst vita um atvinnulíf- ið“. „Hvaða starfsgreinar hafa ver. ið sérstaklega vin'sælar að und- anfömu?" „Flugið hefur lengi verið mjög vinsæl starfsgrein. Piltarnir vilja vera flugmenn og stúlkurnar flugfreyjur. Eins og stendur vilja þó enn fleiri stúlkur vera hjúkr- unarkonur eða hárgreiðslukonur en flugfeyjur". Hvert stefnir? „Hvert stefnir einkum hugur spurt um byggingariðnaðinn í vetur og eins má það teljast hrein undantekning ef piltar spyrja um kennslustörf. Hins. vegar hafa stúlkur talsverðan á- huga á því að verða kennslu- konur, einkum íþrótta- og handa Olafur Gunnarsson vinnukennarar". „Að lokum ein spurning, sem ekki kemur starfsfræðslunni beint við. Er það rétt að nú- tímaæska sé mjög ókurteis?" „Ekki er það mín reynsla. Mér finnst þvert á móti prúðmennska og þægileg framkoma einkenna æskuna, hið gagnstæða eru und- antekningar". þeirra, sem væntanlega halda áfram námi í menntaskólum og síðar Háskóla?" „Eins og stendur er áhuginn á allskonar tæknitöfrum mjög mikill. Það er mikið spurt um Verkfræði, greindustu ungling- arnir miða starfsval sitt eða starfsvalsóskir að miklu leyti við það hversu auðveldlega þeir geti fengið vel launaða atvinnu utan íslands að námi loknu“. „Eru þessar óskir byggðar á ævintýralöngun eða raun- hyggju?“ „Vafalaust hvoru tveggja, en þó aðallega á raunhyggju, ung- lingarnir telja, að þeirra bíði ekki eins glæsileg framtíð hér á landi eins og þeir telja sig geta hlotið erlendis". „Eru nokkrar starfsgreinar, sem mjög lítið eða ekkert er spurt um eins og stendur? „Áberandi lítið hefur verið Alhitgasemd við greán Haraldar Böðvarssonar „SANNLEIKANUM verður hver sárreiðastur". Þannig hljóðar guðspjall það, sem Haraldur leggur útaf í Morgunblaðinu 17. janúar sl. Eg veit nú ekki vel við hvern hann á með þessari geysistóru fyrirsögn. Haldi hann, að ég hafi verið reiður, þegar ég svaraði að nokkru grein hans í Morgunblað- inu 6. þ.m., þá skjátlast honum hrapalega, en ef ég þekki mann- inn rétt, sem ég ætti að gera eftir að hafa starfað hjá honum um 24 ára skeið og líkað að mörgu leyti vel, gæti ég vel trúað því, að honum hafi þótt miður, að ég skyldi gerast svo djarfur að leið- rétta svolítið af þessum skrifum hans. Og enn kem ég með at- hugasemdir við grein hans 17. þ m. í sama blaði, hvort sem hon- um líkar betur eða verr og tek ekkert aftur af því, sem ég hefi áður skrifað, svo ég hafi sömu orð og hann sjálfur. Haraldi verður tíðrætt um mat á stórsíld, sem framkvæmt var 25. nóvember 1960, sem lítur þannig út: 2452 pakkar, skoðaðir 4 pakkar. Skaddað 1-2-2. Sjálfsmelting (autólýsa) stk. 17—22. Athuga- semdir matsins: Ekkert vottorð. Fjöldi stk. í pakka 49-47-48-47. Um þetta segir H. B.: „í»að þarf ekki að kafa djúpt til að finna sannanir, því ekki vantar skýrslur og skriffinnsku hjá matinu“. Það er nú samt svo að þarna vantaði ofboðlítið meiri „skrif- finnsku" og hún er þessi: Fyrir utan allar innvortis skemmdir var síldin svo útlits- ljót (slegin), að ekki var hægt að dæma hana í C-flokk. Hefði nú Haraldur Böðvarsson ,,kafað“ aðeins svolítið dýpra, það er, talað við sinn eigin mats- mann, sem viðstaddur var, þegar þessi síld var flokkuð (metin), hefði hann fengið sannanir fyrir því, að hér var engin „óná- kvæmni í handahófskenndu mati“. Það er fleira en autólýsa í síld, sem verður að taka með í útflutningsmati á þeirri vöru. Eg skal reyna að muna eftir því framvegis, ef þess gerist þörf, Vinnsludagur 7/11 ’60. Magn að skrifa fullkomna „sjúkdóms- lýsingu" á skoðunarskýrslur, svo viðkomandi skilji. „Svo ætla ég að svara einni spurningu Lýðs af fjórum (segir H. B.), því hinum er áður svar- að“. — Eg hef nú ekki séð þau svör. Spurningin er svona: „Af hverju lagði Sölumiðstöðin svo fyrir, að öskjulokin skyldu fjar- lægð áður en síldin færi um borð?“ Haraldur svarar á þessa leið: „Sölumiðstöðin gaf engar fyrir- skipanir um þetta, en fyrst og fremst tókum við lokin af í sparn. aðarskyni . . . hvert lok kostar um kr. 1,80 eða 20 aura pr. kg. á síldinni, beinn sparnaður af þessu var því kr. 4413.60 . . .“ Einhverntíma hefði nú þetta þótt sæmilegur „búhnykkur", svo mig undrar ekki neitt, að jafn hygginn maður og Haraldur Böðvarsson notaði sér þetta. Nú skulum við athuga svolítið þennan „beina sparnað“. Lok á nýfrystum sildaröskjum eru nokkuð vel föst á, og vont að ná þeim óskemmdum, nema með lagni og góðum tíma, — 1 þessu tilfelli þurfti að flýta sér, enda ekkert um þau hirt, fyrr en út- Framh. á bls. 14. * Símadraugur í Sandgerði Kona í Sandgerði skrifar á þessa leið: — Mig langar til að leggja orð í belg um þenn- an símadraug í Sandgerði, ef draug skyldi kalla, en síma- reikningurinn hjá mér var svo óeðlilega hár, að ég get ekki orða bundizt. Hér hlýt- ur að vera einhverjum galla um að kenna, enda koma aug- Ijósir gallar á simakerfinu öðru hvoru í ljós. Maður hélt að þessi sími hér í Sandgerði væri eins og aðrir sjálfvirkir símar, og hægt væri að tala saman í símann án þess að það sem maður væri að tala um væri komið út um allt fyrr en varði. En það er nú öðru nær, því hér er hægt að liggja í símanum og hlusta á það sem fólk er að tala um. ♦ Þriðja konan kom inn í samtalið Stundum hefur það komið fyrir mig, að þegar ég hef tekið upp símatólið til að hringja út í bæ, hef ég heyrt samræður í símanum, en ekki hefur verið nokkur leið að fá samband við það númer, sem ég ætlaði að tala við, fyrr en fyrrgreindu samtali var lok- ið. Og svo var það einu sinni, að ég var að tala við konu í Keflavík héðan úr Sandgerði. Og þá vitum við ekki fyrr en önnur kona, héðan úr pláss- inu, sem við þekktum báðar, kemur þarna inn í samtalið hjá okkur. Við urðum auð- vitað steinhissa, en svo töluð- um við þarna allar saman úr' því sem komið var. En þessi kona, sem kom þarna inn í samtalið hjá okkur, var að ná í annað númer hér í plássinu. Þarna hlýtur vélin að hafa stimplað hennar númer inn og mér þætti gaman að vita hvemig það reiknast þegar vélin stimplar svona vitlaust. Og það er min trú, að oft borgi maður meira fyrir sím- ann, en manni ber að réttu lagi. F ERDIN AIMR • Tvær hringingar í stað einnar Þá, hefur það einnig komið fyrir þegar fólk var að tala til Reykjavíkur, að númer héð- an úr plássinu hafa komið inn á og slitið samtalið til Reykja víkur. Þá verða þarna tvö samtöl í stað eins. Einnig get- ur komið fyrir, að hér sé um mikilvæg samtöl að ræða, sem allt annað en þægilegt er, að slitin séu í miðju kafi. Ég vissi um konu um daginn, sem var að tala við lækni í Reykja vík. Þá veit hún ekki fyrr en samtalið slitnar og hún heyr- ir í tveim manneskjum hér, sem eru að tala saman. Hún gat ekki hringt aftur fyrr en því samtali var lokið; þá loksins náði hún aftur sám- bandi við lækninn í Reykja- vík. Með þökk fyrir birtinguna. Kona í Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.