Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVHBLAÐ1Ð Laugardagur 4. febr. 1961 JHmnpittMðfrifr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður.Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. MERK NÝMÆLI í BANKALÖGGJÖF | FRUMVARPI því til laga® um Seðlabanka íslands, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, eru mörg merk ný- mæli. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir, að Seðlabanki íslands verði sjálfstæð stofnun. — Þannig verður Seðlabankinn rofinn úr tengslum við við- sviptasvið Landsbankans. — Staða bankans styrkist við þetta fyrirkomulag. Annað nýmæli er um heimild bank- ans til að lýsa opinberlega ágreiningi við ríkisstjórnina, sem spretta kann út af mik- ilvægum ákvörðunum í pen- ingamálum. Að lokum verð- ur bankinn að vísu að fylgja fram þeirri stefnu, sem ríkis- valdið ákveður, en mjög mikilvægt er þó það aðhald, sem felst í þessum rétti bankans og ákvæðum um, hvernig með skuli fara, ef bankastjóri kynni að þurfa að víkja sæti vegna ágrein- ings við stjórnarvöldin. Ákvæði er um það, að helmingur af tekjum Seðla- bankans skuli renna til vís- indasjóðs. Er þetta merk ákvörðun með tilliti til þess, hve mjög skortir hér fjár- magn til hvers kyns rann- sóknarstarfa og vísinda, enda höfum við íslendingar dreg- izt langt aftur úr nágranna- þjóðunum á þessu sviði til hins mesta tjóns. Síðast en ekki sízt eru svo ákvæði um kaupþing, sem verzlað geti með hvers kyns vaxtabréf og hlutabréf, sem bankinn telur þess eðlis að þau eigi að vera á almenn- i«n markaði. Með þessu á- kvæði er greitt fyrir því að hér verði stofnuð almenn- ingshlutafélög, þar sem öll alþýða manna geti tekið beinan þátt í atvinnurekstri þjóðarinnar, eins og víðast er í lýðræðislöndum. Enn eru að vísu aðrar tálmanir fyrir stofnun almenningshlutafé- laga, einkum úrelt skatta- ákvæði, en því verður að treysta, að einnig þeim á- kvæðum verði breytt áður en langt um líður. f heild verður að segja að þetta frv. sé stórmerkt og marki tímamót í efnahags- sögu íslendinga. SKIPULAGS- MÁUN í REYKJAVIK CKIPULAGSMÁLIN hafa ^ lengi verið vinsælt um- ræðuefni meðal Reykvíkinga, enda þægilegt að benda á ýmiss mistök og hver ein- stakur hefur venjulega sín- ar hugmyndir. Bæjarstjórn Reykjavikur hefur nú tekið upp þá merku nýbreytni að efna til skipu- lagssamkeppni, sem nær til allra Norðurlanda um skipu- lag nýs byggingarsvæðis. — Jafnframt hefur bærinn ráð- ið í þjónustu sína um sinn þekktan danskan prófessor í skipulagsfræðum, herra Bredsdorff, sem vinnur um þessar mundir ásamt íslenzk- um skipulagsfræðingum að skipulagi Miðbæjarins og jafnframt athugar hann meg- indrætti í heildarskipulagi þess svæðis, sem kalla mætti Stór-Reykjavík, þ.e.a.s. suður fyrir Hafnarfjörð og upp í Mosfellssveit. Enginn vafi er á því, að unnið er ötullega að skipu- lagsmálum höfuðborgarinnar um þessar mundir og von- andi að það starf beri til- ætlaðan árangur, því að miklu gildir, að skipulags- málin komist sem allra fyrst í fastar skorður. „VILLULJÓS UPPBÓTA- KERFISINS TllBL. birti í gær greiri eft- ir Jóhannes Nordal, bankastjóra, þar sem hann ræðir um efnahagsmálin og! sérstaklega lausn fjárhags- vandamála útvegsins. Hann rekur þar, hve óheillavæn- leg áhrif uppbótastefnan hafði á hag útvegsins og vík- ur síðan að því, að hinar nýju ráðstafanir í lánsfjár- málum útvegsins muni mjög bæta hag hans. Morgunblaðið vill vekja athygli á þessari merku grein, en í niðurlagi hennar segir á þessa leið: „íslendingar hafa allt of lengi verið reirðir í hafta- fjötra og villtir af taumlaus- um eltingarleik við sjón- hverfingar verðbólgunnar. — Það sem áunnizt hefur með því jafnvægi, sem náðst hefur í efnahags- málum á undanförnu ári, er að sýna mönnum hinn efnahagslega veruleika aftur í réttu ljósi. Mörgum virðist sú birta köld í fyrstu eftir villuljós uppbótakerfisins, en þeir munu væntanlega fljótt finna, að hún gerir þeim kleift að greina það, sem mestu máli skiptir fyrir af- komu einstaklinga og þjóða; UK YMPUM Vín- land KAUPMANNAHAFNAR- BLAÐIÐ Berlingske Aft- enavis birti hinn 19. jan. sl. meðfylgjandi uppdrátt af leiðangri Þorfinns Karlsefnis til Grænlands og Vínlands í sambandi við frétt um happdrætti, sem Fremtiden, eftirlauna sjóður listamanna, stendur að. — Meðal vinninga í happ- drættinu eru málverk, höggmyndir, leirmunir, teikningar, bækur og end- urprentanir. Á undanförnum árum hefur Fremtiden gefið út nokkrar bækur, og er bók ársins meðal aukavinninga Leið sú er prófessor Steensby telur víkinga hafa slglt frá Grænlandi til Vínlands. 50 km. frá Quebez í happdrættinu. í ár var valin saga Eiríks rauða. — H. P. Rohde hefur séð um útgáfuna og skipulagt bók ina og Knud Hendriksen séð um myndir, en hún er prentuð í Kohns Bog- trykkeri. Einar Storgaard ritar formála um fund Vínlands. Sagan uppspuni Segir blaðið að útgáfan sé að öllu leyti hin fegursta. í formála er rakin saga hinna ýmsu kenninga varðandi Vín- landsfundinn og afdrif vík- inganna. Þar segir að venju- lega hafi verið að því spurt hvar í Bandaríkjunum Vín- land Leifs heppna hafi verið þar til 1910 þegar Fridtjof Nansen lýsti því yfir í fyrir- lestri að frásögn sögunnar væri uppspuni. Hann neitaði að vísu ekki að víkingarnir hafi verið í Ameríku, heldur trúði hann því ekki að þeir hafi komizt það sunnarlega að þeir hafi séð vínvið. Nákvæm leiðarlýsing H. P. Steensby prófessor svaraði þessari yfirlýsingu Nansens í bók um siglingarleið víkinganna frá Grænlandi til Vínlands, og kom bókin út á dönsku árið 1917, en á ensku 1918. Steensby var Iandfræðing- ur, en hafði einnig mikinn á- huga á sögu. Hann benti á það í bók sinni að frásögnin í sög- unni um ferð Leifs heppna til Vínlands sé svo ófullnægjandi að útilokað sé að vita hvar hann hafi verið. En í annarri frásögn, þ.e. um þriggja ára leiðangur Þorfinns Karlsefnis frá Grænlandi til Vínlands, gegni öðru máli. Siglingarleið inni er þar svo nákvæmlega lýst, að unnt er að fylgja henni frá stað til staðar. Vínland endurfundið Steensby taldi að siglt hafi verið meðfram strönd Labra- dor og inn í ósa St. Lawrence- fljótsins. Við rannsókn á kana- dískum sjókortum, komst hann að því að staður sá á ströndinni, sem víkingarnir lentu á og nefndu Vínland, hlyti að vera þar sem nú heit- ir Montm.agny, lítil borg um fimmtíu km frá Quebec. Á þessum slóðum finnst villtur vínviður. Sumarið 1920 tók Steensby á sig ferð til að sannreyna kenningar sínar. Hann kom ekki aftur úr þeirri ferð, því hann lézt á heimleiðinni um borð í skipinu Frederik VIII. En dagbækur hans úr ferðinni eru mjög nákvæmar og sýna að hann hefur talið sig fá sann anir þær er hann leitaði að. Aívopnun Kongó-hers svarað með árás Leo'poldville, 3. febrúar. — (Reuter/N TB) — M O B U T U , valdsmaður í Kongó, sagði í dag, að sér- hverri tilraun af hálfu Sam- einuðu þjóðanna til þess að afvopna Kongóher yrði svar- að með árás á herlið sam- takanna. hversu beita skuli huga og hönd til þess að leysa hvert verk af hendi á sem einfald- astan og ódýrastan hátt“. ■ie SÞ brugðust Kongómönnum Mobutu hélt furid með fréttamönnum í Leopoldville í dag ásamt Bomboko, utanríkis- ráðherra. Þeir réðust harkalega á þá beiðni Hammarskjölds, framkvstj., er nú liggur fyrir Öryggisráði SÞ um að hann fái aukið umboð til þess að endur- skipuleggja Kongóher og afstýra því að hann hafi afskipti af stjórnmálum. Bomboko sagði, að SÞ hefðu ekki veitt Kongó þá hernaðar- aðstoð, sem ríkisstjórn landsins óskaði. Voru þeir Mobutu sam- mála um, að herinn væri ágæt- lega skipulagður — þar væri engra breytinga þörf — hins- vegar skorti þá mjög fé. Þeir sögðu, að sú skipulagsbreyting, sem Hammarskjöld óskaði eftir, væri afvopnun hersins, en hún yrði aldrei samþykkt. Mætti Hammarskjöld enda vita, að hann væri nú að leika sér að eldi. Þeir sögðu alrangt, að Kongóher hefði fengið vopn er- lendis frá — margar herdeiltiir hefðu ekki yfir að ráða einum einasta riffli hvað þá meir. Mótl skiptingu landsins Bomboko sagði, að bersýni- legt væri, að Sameinuðu þjóð- irnar vildu helzt skipta landinu, en það skyldi aldrei ná fram að ganga, Kongó ætti ekki að verða önnur Kórea eða Pales- tína. Þeir Mobutu sögðust hafa trú á Sameinuðu þjóðunum sem Frh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.