Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. febr. 1961 E ggjaframleiðendur Almennir fundir eggjaframleiðenda verða haldnir sem hér segir: Tryggvaskála, Selfossi, sunnud. 5. febr. kl. 2 e.h., fyrir framleiðendur Austanfjalls. Samkomuhús Garðahrepps, mánud. 6. febr. kl. 8 e.h., fyrir framleiðendur á Suðurnesjum, í Hafnar- firði og Garða- og Bessastaðahreppi.' Hlégarði, Mosfellssveit, þriðjudaginn 7. febr. kl. 1 e.h. fyrir framleiðendur í Mosfellssveit, Kjalar- nesi og Kjós. Aðalstraeti 12, Reykjavík, þriðjudaginn 7. febr. kl. 8% e.h., fyrir framléiðendur í Reykja- vík, Kópavogi og Seltjarnarnesi. Stjórn S.E. Hafnarfjörður Nágrenni pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihúsið Frost hf. Hafnarfirði — Sími 50165. Verzlunarpláss í Miðbænum til leigu. 30 ferm. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: „Miðbær — 1180“. Fyrirliggjandi Útidyrahurðir járnaðar m/3 rúðum, Teak kr. 7.843.— Afzelia — 6.231.— Afromosia — 5.690.— Sölusk. innifalinn. Byggir hf. Sími 36485. R eykvíkingar takið eftir Úrvals bólstruð húsgögn. Sófasett o. fl. höfum vér aftur fyrirliggjandi. Seljum öll okkar húsgögn með jöfnum afborgunum mánaðarlega. Takið eftir. Við tökum enga vexti af því, sem við lánum í húsgögnunum. Bólsturgerðin hf. Skipholti 19 (Nóatúnsmegin) sími 10388. Dr. Finnur Guðmundsson Sjódýrasafn I NYUTKOMNUM Náttúrufræð- ingi (4. hefti 30. árg.) er greinar korn eftir ritstjórann, Sigurð H. Pétursson, gerlafræðing, sem nefnist Safn sjódýra, og er efni þess rakið í Morgunblaðinu í dag. í grein þessari gerir höf. það að tillögu sinni, að það sem Náttúrugripasafnið á af sýningar hæfum munum sjódýra, æðri sem lægri, verði flutt í húsa- kynni Fiskideildarinnar að Skúla götu 4 og haft þar til sýnis í rúmgóðum sal, þangað til Nátt- úrugripasafnið hafi eignazt sóma samlegt hús. Eg geri ráð fyrir, •að höf. hafi rætt um þessa hug- mynd við forstöðumann og sér- fræðinga Fiskideildar, áður en hann kom henni á framfæri á prenti, en hann hefði getað spar að sér mikið ómak ef hann hefði líka rætt hana við starfsmenn Náttúrugripasafnsins. Sannleikur inn er nefnilega sá, að Náttúru- gripasafnið á engin sýningarhæf sjódýr, sem ekki verða höfð til sýnis í sýningarsal safnsins á Hverfisgötu 116, sem nú er unn- ið að að koma upp. Það er því mesti misskilningur hjá höf., að loka eigi safn slíkra dýra niður í kössum eða sýna það undir svo slæmum skilyrðum, að engum verði að gagni. Um sýningarskilyrði í hinum nýja sýningarsal Náttúrugripa- safnsins verður dæmt þegar sal- urinn verður opnaður almenn- ingi og væri því heppilegra að bíða með hrakspár um það efni 77/ sölu Enskir skór, kjólar 6g kápur, lítið notað. Einnig tvö lítil sófaborð, gólfteppi og Singer saumavél, o. fl. — í dag milli kl. 2 og 6 e.h. Grundarstíg 15B, uppi. Ferffafélag Islands heldur Kjalarkvöldvöku í Sjálfstæð ishúsinu þriðjudaginn 7. þ.m. Húsið opnað kl. 8. Fundarefni: 1. Jón Eyþórsson, veðurfræð ingur talar um Kjöl og Kjalveg — sýnir litskugga- myndir. 2. Kvæðalestur. 3. Jóhannes úr Kötlum, minn- ingar frá Kili. 4. Hallgrímur Jónasson, kenn ari, vísur og frásagnir. 5. Myndagetraun, verðlaun veitt. 6. Dans til kl. 24. (Ath. breyttan skemmtana tíma). Affgöngumiffar seldir í Bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds sonar og ísafoldar. Verff kr. 35,00. í bili. Það veltur fyrst og fremst á þeim, sem að uppsetningu slíks sýningarsafns vinna, hvernig til tekst að gera sýningarefnið að- gengilegt almenningi, og gildir það jafnt, hvort sem slíku safni væri komið upp á Hverfisgötu 116 eða Skúlagötu 4. Höf. getur þess í grein sinni, að tilkynnt hafi verið, að tvö ár muni líða þangað til hægt verði að opna hinn nýja sýningarsal Náttúrugripasafnsins. Það er rétt, að þetta var tilkynnt haust- ið 1960, en ég held að höf. sé oF bjartsýnn, ef hann hyggur að hægt verði að koma upp boðlegu sýningarsafni sjódýra í húsakynn um Fiskideildarinnar á skemmri tíma. Hugmyndin um sýningar- safn að Skúlagötu 4 myndi því ekki flýta fyrir opnun sýningar- safns náttúrugripa. Að lokum langar mig til að minnast á eitt atriði, sem ef til vill skiptir mestu máli í þessu sambandi. Eins og mörgum mun kunnugt er megnþorri sjódýra mjög illa fallinn til sýningar vegna þess hve miklum vand- kvæðum það er bundið að varð- veita upprunalegt og náttúrlegt útlit þeirra. Aður fyrr voru sjó- dýr varðveitt í vínanda í gler- krukkum eða glösum, sem raðað var í hillur eins og niðursuðu- krukkum í búri. Slík sýningar- tækni er nú úr sögunni sem bet- ur fer, en í þess stað eru nú í æ ríkari mæli gerð líkön af þeim sjódýrum, sem ekki verða sett upp eða þurrkuð. Auk þess hafa Samkomur Ytri-Njarffvík og Keflavík „Kristur einn er vegurinn! — snúum frá eigin vegum til hans? “ — Velkomin á samkomurnar í skólanum, Ytri-Njarðvík mánu- dagskvöld og í Tjarnarlundi fimmtudagskvöld kl. 8,30. Kristniboffshúsið Betanía Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e.b. — Öll börn velkomin. Zion, Austurgötu 22. Hafnarfirffi Á morgun sunnudagaskóli kl. 10,30. Almenn samkoma kl. 4. — Allir velkomnir. Ileimtrúboff leikmanna. Kristniboffssambandiff Cand theol. Erling Moe og söngvarinn Thorvald Fröytland tala á samkomu í Betaníu, Lauf ásvegi 13, sunnud. 5. febr. kl. 4. Allir eru hjartanlega velkomnir. K. F. U. M. á morgun Kl. 10,30 f.h. sunnudagaskól- inn, kl. 1,30 e.h. drengjafundir, kl. 8,30 e.h. samkoma fellur nið ur vegna 50 ára afmælisins í Hafnarfirði. Hjálpræffisherinn Laugardaginn kl. 20,30: Sam- koma í Laugameskirkju. Sunnu daginn kl. 20,30: Samkoma í Frí kirkjunni, cand. theol. Erling Moe og söngprédikarinn Thor- vald Fröytland syngja og tala. — Verið velkomin. fjölmörg söfn — og það meira að segja lítil söfn í smáborgum — komið sér upp söfnum lifandi sjódýra í sjóbúrum. Slíku safni er ekki hægt að koma upp í hin- um nýju húsakynnum Náttúru- gripasafnsins, en hér virðist vera tilvalið verkefni fyrir Fiskideild- na, ef hún á annað borð hefur ráð á húsnæði og fé til slíkra hluta. Kostnaður við að koma upp litlu og snotru safni lifandi sjódýra þarf ekki að vera ýkja- mikill ef hagsýni er gætt. Til fyrirmyndar mætti taka sjó- dýrasöfnin í Málmey og Gauta- borg, en þáu eru af þeirri stærð, sem okkur myndi henta bezt, og auk þess er allt fyrirkomulag þeirra mjög einfalt. Ég tel bæði tímabært og mjög æskilegt, að slíku safni lifandi sjódýra verði komið upp í Reykjavík og það myndi gleðja mig mjög ef Sig- urður Pétursson beitti sínum alkunna dugnaði til að hrinda því máli í framkvæmd. Það skal ekki standa á mér, að styðja hann í þeirri baráttu. 1. febrúar 1961 Finnur Guðmundsson, Athugasemd Framh. af bls. 6. skipun lauk. Þá var gengið f bynginn, allt látið upp á vöru- bifreið, keyrt inn á öskuhauga og þar var kveikt í öllu saman! Er þetta nú ekki alveg ný að« ferð í sparnaði, að brenna hátt á fimmta þúsund krónum? Máske framleiðendur á freðsíld færi sér þetta „lærdómsríka dæmi í nyt“ samanber það, sem saltfiskframleiðendur eiga að gera með koksofnana. Haraldur segir í upphafi grein- ar sinnar: „Það væri sannarlega ástæða að stinga á fleiri kýlum en gert hefur verið“. Eg er honum sammála i því og er reiðubúinn að hjálpa honum, en hann má þá ekki kveinka sér. Að kveða niður „autólýsu grýluna“ eins og hánn kemst að orði, er ég honum einnig sam- mála, en það verður ekki gert með svona skrifum, þar þarf ann að og meira til. Það er hægt, ef rétt er að farið, t. d. með því að leggja síldina í kassa um borð I bátunum og ísa hana, og kem ég kannske að því síðar, þó það verði ekki gert hér. Freðsíldarmatið byggt á röng. um forsendum, segir H. B. Eg vil leyfa mér að mótmæla því algerlega. Við, sem metum síld til útflutnings, verðum að sjálfsögðu að halda okkur við gerða samninga milli kaupanda og seljanda. Þar segir meðal ann- ars: Síldin skal vera „góð og heilnæm til útflutnings" o. s. frv. Hingað til hafa kaupendur lítið kvartað, og sýnir það, að matið er nokkuð rétt. Hins vegar veit ég vel, að sumir útgerðarmenn eru alltaf óánægðir, ef þeir geta ekki komið allri sinni vöru t*l útflutnings á hæsta verði, hversu léleg, sem hún er. Til að fyrir. byggja slíkt er Fiskmatið, hvort sem þeim háu herrum líkar betur eða verr. Læt ég svo útrætt um þetta mál, nema frekari tilefni gefist. Akranesi, 23. janúar 1961 Lýffur Jónsson, yfirfiskmatsmaður BÚTASALA Við opnum á mánudaginn nýja gólfteppaverzlun með hin óviðjafnanlegu Axminster gólfteppi, að Skipholti 21. Það hefur spurzt um landið allt, hve frábærlega vel þau reynast. Axminster teppin á þúsundum heimila og fjölda skrifstofa, verzl- ana, veitingahúsa, félagsheimila og kirkna. Nú getið þér aflað yður ódýrra dregla, motta og smáteppa, á stofur, ganga og smáþerbergi. Verðlækkunin er einstæð, komið og sjáið sjálf á mánudaginn. N ý b Ú ð Verzlunin Axminster Skipholti 21 við Sælacafé AXMIIMSTER BIJTAR REIMIMIIMGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.