Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. febr. 1961 MORCXJTSBLAÐIÐ 15 — Bjóst vid Framh. af bls. 16 og þetta. öldurnar voru fjall- háar. ■— Hvaðan ertu að norðan? — Eg er af Sauðanesi. Við hjónin erum af sínu nesinu hvort, beggja megin Sigiu- fjarðar. Einar er frá SigiU nesi. — Varstu viss um að hann væri dáinn? — .Tá, ég var það. — En svo kom góða fréttin. Það má kannske segja að hlát ur og g’átur hafi gripið þig 4 sömu klukkustundinm? ■— Eg veit það ekki. ★ Og frú Helga lítur á okkur raunamæddum augum. Við forðumst því að ganga iengra með nærgöngúlar spurningar að svo komnu. — Og börnin, hvað heita þau og hvað eru þau gömul? — Sú elzta er 6 ára og heit- ir Jóna, þá kemur Jón Ivar 4 ára, Ólöf Sigurbjörg þriggja, Meyvant tveggja og Gunnar eins árs. Foreldrar Helgu eru Jóna S. Jónsdóttir og Jón Ivar Helgason og búa nú á Háteigs- vegi 8 í Vestmannaeyjum. ★ — Sagðirðu börnunum hvers vegna presturinn hefði kom- ið? — Nei. Mér fannst það ó- þarfi. Þetta eru líka svoddan óvitar. — Við ætluðum raunar að fá að taka mynd af ykkur. — Mynd! Hamingjan hjálpi mér! Og á hún líka að koma í blaðinu? Eruð þið kannske búnir að mynda Einar? Við héldum það nú. — En við erum alveg ótil- höfð. — Það gerir ekkert til, seg- ir kunningjakonan. — Ég skal hjálpa þér til að laga krakkana svolítið til. Greiða þeim og snurfusa. Helga stenzt ekki þessa á- rás, þegar vinkona hennar er líka gengin í lið með okkur. Jón Ivar vill hafa axlaböndin utan yfir peysunni og Mey- vant litli er ekki á þeim bux- unum að láta mynda sig. En þegar hann sér blossann frá myndavélinni er barnsleg for- vitnin vakin. Síðan setjumst við aftur fram í eldhúsið og drekkum brennheitt kaffið. Jóna litla segir okkur að pabbi sinn sé á spítala, en komi heim á morgun. ★ — Ætlarðu ekki að heim- sækja manninn í kvöld, spyrj um við Helgu. — Ég á nú ekki heiman- gengt. Og ég hef einhvern veg inn ekki treyst mér til að hitta hann enn. — Þegar þú varst búin að fá fréttirnar í gærkvöldi, um að hann væri úr allri hættu, gaztu þá ekki farið að sofa? — Nei ég svaf sáralítið í nótt. Alltaf þegar ég dottaði sá ég ölduna taka bátinn. — En var ekki búið að að- vara þá um að koma ekki inn. — Jú, það mun hann Sig- urður á stöðinni hafa gert. Þeir voru búnir að biða hérna fyrir utan höfnina í meira en fclukkutíma. — Og nú verður haldin fagn aðarhátíð, þegar maðurinn fcemur heim? spyrjum við. Frú Helga og vinkona henn- ar brosa hógværlega. Við fcveðjum þetta heimili sem í einni svipan breyttist í hús sorgarinnar og siðan gleð- innar á ný. tJr eldhúsglugganum sáust Grindavíkurbátarnir sigla inn á höfnina. Okkur sýndist öld- urnar miklar, en þetta kalla Grindvíkingar aðeins froðu. - Sá ölduna taka Framh. af bls. 1 er ólagið reið á bátinn ykk- ar? — Ég stóð £ lúkarsopinu. Það var óskaplegt brimið. Báturinn var á réttri leið í Djúpsundinu og allt gekk vel. Svo sá ég hvar ægilegt brot reis fyrir aftan bátskel- ina. Ég gerði mér þá strax grein fyrir því að þetta brot myndi í það minnsta fylla bátinn, já, jafnvel sökkva honum, svo ægilegt var það. Ég snaraði mér inn fyrir op- ið skellti lúkarnum aftur. Það var þó alltaf von í því, að báturinn gæti haldist eitt- hvað á floti, meðan lúkarinn væri að fyllast í versta falli. Og á næsta augnabliki finn ég að báturinn er að sökkva. Ég snaraði mér úr stakk og bússum, gríp tvö björgunar- belti og set á mig. Það var nóg loft í lúkarnum hjá mér og ég var hinn rólegasti. Ekki heyrði ég neitt til fé- laga minna, né gerði mér nokkra grein fyrir því hver hefðu orðið örlög þeirra. — Þegar lúkarinn var orðinn það fullur af sjó að ég gat auðveldlega opnað hlerann fyrir lúkarsopinu, stakk ég mér þar út um þegar ég fann að lag var. ★ — Mér skaut strax upp. Hvergi sá ég félaga mína. Og taldi ég sýnt hvað orðið hefði um þá. Ég sá engan bát og engar mannaferðir í landi. Fyrst ætlaði ég að reyna að synda út úr rennunni. En bár- an hreif mig og bar mig í burtu. Ég ákvað þá að reyna að ná landi syndandi. Ég átti enga von á björgun úr landi og ég synti og synti. Vonleysi náði ekki eina mínútu taki á huga mínum. Ég hugsaði um það eitt að bjarga mér. — Og þó. — Mér var hugsað heim til konunnar og barnanna, — að- allega konunnar. Þegar ég var kominn í sjóinn dofnaði ég állur upp, og ég fann aldrei til kulda. Og allt í einu sá ég ljósstöngina í höfninni. Þá datt mér í hug að ég skyldi synda og klifra upp stigann sem er utaná henni. Og ég þrælaðist áfram í áttina að henni. Ég I.O.G.T. Barnastúkan Díana Fundur á morgun. Leikrit o.fl Svava nr. 23 Munið fundinn á morgun. Inn taka, leikrit o. fl. Gæzlumenn EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. liæð. |P» M.s. ANDERS fer frá Reykjavík þann 13. febr. til Færeyja og Kaupmanna hafnar. Flutningur óskast til- kynntur sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen NÝJA LJÓSPRENTUNAR- STOFAN, Brautarholti 22 (geng ið inn frá Nóatúni) Sími 19222. Góð bílastæði. átti eftir svo sem 20—30 faðma að stönginni, er ég sá hvar vélbáturinn Ólafur kom öslandi að mér. Þeir renndu upp að mér, köstuðu til mín tveimur bjarghringum og ég synti að öðrum þeirra og greip hann eins föstum tökum og ég mátti. — Mér varð ofsalega kalt, þegar ég kom upp úr sjónum og þá missti ég méðvitund- ina, og þó aldrei alveg, minn- ir mig. En mér ætlaði aídrei; að hlýna aftur. Ég svaf illa íj nótt. Hugsaði stöðugt um það sem kom fyrir á bátnum, um félaga mína þar. í morgun var ég orðinn óskaplega svangur. ★ — Og þú þarft að jafna þig í nokkra daga? — Nei, ég vildi fá að fara heim í dag, en læknirinn bannar það, segist vilja halda mér hér í rúminu í nokkra daga. En ég fer nú samt heim á morgun. Við kvöddum Einar. — En meðal annarra orða, eigum við ekki að skila kveðju til foreldra þinna á Siglufirði. Nei þau eru ekki á Siglufirði. Jón faðir minn Oddsson og móðir mín Bára Tryggvadóttir búa á Sauða- nesi og þið megið bera þeimi kveðju mína. Við kvöddum þá stofufé-j laga á stofu 3 og Einar tók aftur til að lesa bókina „Á Dalamýrum“, eftir Helga Valtýsson, sem hann hafði lagt frá sér, er við komum inn til hans. Félagslíf Víkingur, knattspyrnudeild 4. og 5. flokkur. Skemmtifundur verður í Fé lagsheimilinu nk. sunnudag kl. 16.30. Meðal skemmtiatriða verð ur kvikmyndasýning o. m. fl. Fjölmennið. Stjórnin Víkingar — skíðadeild Farið verður £ skálann um helg ina. Farið verður frá B.S.R. — 'laugardag kl. 2 og 6. Stjórnin Jósefsdalur Farið verður í Dalinn um helg ina. Skíðakennsla og Ólafsskarð ið upplýst. Drengjamót verð hald ið. Allir velkomnir. Ferðir frá B.S.R. á laugardag kl. 2 og 6. Stjórnin. Skíðaferðir um helgina Laugardag kl. 2 og 6. Sunnu dag kl. 9,30 f.h. og kl. 1 e.h. — Á laugardag verður skíðakennsla í Hamragili við Kolviðanhól og á sunnudag í Jósepisdal. — Af- greiðsla hjá B.S.R. Skíðafélögin í Reykjavík Knattspyrnudeild Vals Meistara- I. og H. flokkur. Munið æfinguna á sunnudags morgun kl. 10. Klæðið ykkur vel og mætið tímalega. Stjórnin Stórsvigsmót Ármanns verður haldið í Jósefsdal sunnu dag 5. þ.m. Keppenda fjöldi tak markaður við 10 frá hverju félagi Keppt verður £ karla og kvennafl Skráning keppenda fer fram á staðnum. Knattspyrnumenn Þróttar Æfingatafla félagsins er sem hér segir í KR-húsinu: M. 1. og 2. fl. miðvikud. kl. 9,25 til 10,15, M. 1. og 2. fl. sunnud. kl. 3,30 til 4,20 3. fl. laugard. kl. 7,45 til 8,35, 3. fl. sunnud. kl. 4,20 til 5,10, 4. og 5. fl. laugard. kl. 6,55 til 7,45. Menn eru beðnir að klippa út töfluna og geyma. Stjórnin — Galvao Framh. af bls. 1 komast út úr höfninni með „Santa María“ þar sem hans biðu mörg herskip. Enda hefur komið í ljós, að þeir uppreisnarmennirn- ir voru aðeins um þr játíu en ekki I sjötíu eins og fyrr var talið. Öll * áhöfn skipsins að undanteknum sex mönnum kaus að fara í land I með farþegum, svo að uppreisn- armenn áttu þess engan kost að sigla hinu stóra skipi á brott. Nokkur stjórnborðsslagsíða mun vera á skiþinu, sem talin er stafa af því að þeir uppreisnarmenn hafi ekki haft lag á að koma kjölfestunni rétt fyrir. # Vopnin falin í líkkistu Eigendur skipsins vona enn að þeir fái það afhent sem fyrst. Skýrði Botelho fulltrúi þeirra 1 Brazilíu fréttamönnum svo frá I dag, að skipstjóri skipsins, Maria Maia, mundi kæra Galvao og menn hans fyrir skipsrán, morð og margt fleira og jafnframt yrði Delgado kærður fyrir að eiga sið- ferðilega sök á öllu þessu. Mun mál það líklegast rekið fyrir brazilískum dómstólum. Botelho sagði, að uppreisnarmenn hefðu smyglað vopnum út í „Santa María“ á mjög kænlegan hátt. Hefðu þau verið falin í líkkistu, sem nokkrar spánskar og portú- galskættaðar konur fylgdu, sorg- mæddar mjög, enda kváðust þær vera að fylgja látnum ástvini, er flytjast skyldi til greftrunar i heimahögum. Reyndist ástvinuc sá vopn þeirra Galvaos. Trésmíðavel Til söiu sambyggð trésmíðavél sem er afréttari, hjólsög, bandsög, fræsari og bor. Þykktarhefill 60 cm. breiður, getur fylgt. Uj.pl. í síma 36300 eftir klukkan 1. í dag. Skrifstofustúlka óskast Opinbert fyrirtæki vill rá,ða skrifstofustúlku með kvennaskólaprófi eða annari hliðstæðri menntun. Umsóknir sendist afgr. Mbl. merkt: „1502“ fyrir 7. þ.m. KEFLAVÍK — SUÐURNES Leikfélag Vestmannaeyja sýnir söngleik eftir Gandrup undir stjórn Eyvindar Erlendssonar í Félagsbíói Keflavík í kvöld kl. 9. Önnur sýning kl. 2 sunnudag. — Barnasýning. Aðgm. seldir í Félagsbíói i dag og á morgun. Leikfélag Vestmannaeyja. Sendiráð Bandarikjanna óskar eftir að ráða karl eða konu til starfa. Ensku- kunnátta nauðsynleg, æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í bókhaldi. Upplýsingar í Sendiráðinu Laufásvegi 21, mánudag 6. febr. kl. 9—6. Hjartans þakkir til allra þeirra, er heimsóttu mig, sendu mér gjafir og heillaóskir á 80 ára afmæli mínu 30. jan. sl. — Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Jóhannsson, Kirkjuvegi 18, Hafnarfriði. Innilegt þakklæti til þeirra mörgu fjær og nær, sem heimsóttu mig á 60 ára afmæli mínu 23. janúar, bæði með gjöfum, skeytum og heimsóknum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Hjörleifur Sveinsson, Landagötu 22, Vestamannaeyjum. Mágur minn, DR. ÓLAFUR LÁRUSSON prófessor lézt í gær, 3. febrúar Fyrir hönd vandamanna. Lára Magnúsdóttir Sonur minn INGIBERGUR KARLSSON Karlsskála Grindavík, lézt af slysförum fimmtudaginij 2. febrúar. Fyrir hönd ættingja. Guðrún Steinsdóttir og systkini hins látna. Litli drengurinn okkar BJÖRN VÍKINGUR lézt á dr. Louises börnehospital í Kaupmannahöfn 2. febr. Guðrún Einarsdóttir, Gunnar Víkingur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.