Morgunblaðið - 04.02.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 04.02.1961, Síða 16
Vínland Sjá bls. 8. 28. tbl. — Laugardagur 4. febrúar 1961 Um borð í Santa María — Sjá gls. S — É G trúði þeim ekki, þegar þeir hringdu í mig seinna um daginn og sögðu mér að hann væri fundinn og væri með lífs- marki. Skömmu áður hafði presturinn komið til mín og tilkynnt mér að mað- urinn minn væri talinn af. Eitthvað á þessa leið komst frú Helga Jónsdóttir að orði, þegar blaðamenn frá Mbl. hittu hana í litla eldhúsinu hennar á Járngerðastöðum í Grindavík í gær. Við komum þá beina leið frá sjúkrabeði manns hennar. ★ Járngerðarstaðir, vestari bærinn, er lítið hús og stend- ur vestast í Grindavíkurkaup túni. Það er gamalt timbur- hús múrhúðað. Við kvöddum dyra og þrekvaxin ung kona kom fram og hélt á unga- barni á handleggnum. Við kynntum okkur og spurðum hvort við mættum rabba við hana nokkra stund. — Á það að koma í blöð- unum? Þá þorir maður ekk- ert að segja. Jú, ykkur er velkomið að koma inn fyrir. Á móti okkur lagði köku- ilm og við fundum að góður andi ríkti í þessu litla húsi. Bömin snerust í kringum Frú Helga Jónsdóttir situr með Gunnar litla í fanginu lengst t. h. Næst henni situr Meyvant, þá Jón Ivar, síðan Jóna og loks Ólöf Sigurbjörg. Alltaf þegar ég dottaði sá ég öldu taka bátinn móður sína og nálguðust hana meir, þögul og alvörugefin og horfðu á þessa ókunnugu menn, sem svo formálalaust tóku hús á þeim. Við sögðuimst hafa góðar fréttir að færa frú Hélgu af manni hennar sem við vær- um að koma beina leið frá. Hann hefði verið glaður og hress. Sagðist hefði viljað fara heim í dag, en laeknirinn hefði sagt sér að hann yrði að liggja í tvo-þrjá daga. En hann sagðist niú fara heim á morgun samt. — Nei. Hann má ekki koma heim strax. Hér er ekki að- staða fyrir hann að liggja veikur. Jæja sagðist hann vera hress. Já auðvitað hefir hann sagt það. Ætlið þið að skrifa um þetta í blaðið? ★ Kunningjakona frú Helgu var stödd hjá henni og var sýnilega að hjálpa til. Hún fór þegar að laga kaffi. Við settumst við borðið við glugg ann og þar blasti við okkur innsiglingin. — Sástu bátinn? — Já, ég sá hann héðan úr glugganum. Báturinn hvarf í ölduna og kom ekki upp aft- ur. Þá vissi ég hvað hafði skeð. / — Var brimið óskaplega mikið? — Já. Eg hef oft séð mikið brim, bæði fyrir norðan og sunnan, en aldrei annað eins Framh. á bls. 15 Togarasaia í G Æ R seldi togarinn Egill Skallagrímsson í Cuxhaven 112 lestir fyrir 80.500 mörk. Samnmgarnir EKKERT nýtt hefur gerzt í samn ingamálum sjómanna og útvegs- manna. Þó hefur félag yfirmanna í Hafnarfirði, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári, boðað vinnustöðvun á fiskibátaflotanum þ.á.m. talin tog- og síldveiðiskip, kl. 24 þann 10. þ.m., takist ekki samningar fyrir þann tíma. IWokafli í fyrrinótt: 22.280 tunnur Tvísýnar veiðihorfur í nótt 1 FTRRINÓTT veiddist mikil síld suður af SelvogL Veðrið var ákjósanlegt og síldarmagnið mikið. Um 40 skip fengu þar 22.280 tunnur. Blaðið átti tal við Jakob Jak- obsson, fiskifræðing, á Ægi í gærkvöldi og spurði um veiði- horfur. Hann sagði bátana ekk- ert vera farna að kasta og veiði horfur tvísýnar, eins og veður- útlitið. Síldin virtist þá dreifð, þótt talsvert magn væri af henni, og ekki viðlit að kasta. Reknet kæmu fremur til greina. Hafnarf jörður ALLMÁRGIR bátar komu hingað inn með síld á föstudagsmorgun, en hana fengu þeir í góðu veðri um 20 sjómílur suður af Selvogi. Hefir verið mikið að gera í síld- inni síðustu daga, en hún er eins og fyrrum ýmist söltuð eða fryst. Er mikið að starfa hér um þess- ar mundir. Þessir bátar komu hingað með síld í gær: Auðunn 1000 tunnur, Fagriklettur 600, Eldborg 500, Faxaborg 450, Arsæll Sigurðsson 150, Alftanes 600, Stuðlaberg 1000. Alls 4300 tunnur. — G. E. Akranes Akranesi, 3. febr. — Talið með deginum 1. febr. er nú búið að salta hér í samtals 25.550 tunnur síldar frá því síldveiði hófst í haust, en frá áramótum í 8946 tn. Mokveiði var hjá síldarbátun- um í nótt og morgun 14 mílur suður af Krýsuvíkurbergi. Þarna var indælisveður, aðeins andvari á austan. 6350 tn. bárust hing- að í dag, föstudag. Aflahæstur var Höfrungur II. með 1300, þá Sveinn Guðmundsson og Sigurð- ur AK með 1000 hvor, Sigurvon 800, Höfrungur I. 650, Reynir 600, Sæfari 500, Sigurfari 400 og Ás- mundur (eini báturinn, sem var með reknet) fékk 100 tunnur. Böðvar lenti í brasi, náði engri síld, því að Höfrung II. rak á nót hans og skemmdi hana eitthvað. — Oddur. Keflavík Hingað barst í dag mikið af síld. Komu 9 bátar með um 4.400 tunnur. Fer það mestallt í salt. — Helgi S. 11,395 handteknir CAPE TOWN, 3. febr. (NTB — Reuter). — Dómsmálaráðherra Suður Afríku, Francois Erasmus, skýrði svo frá í dag, að 11.395 manns, blakkir Afríkubúar, Asíu menn og blandaðir hefðu verið teknir höndum á sl. ári meðan her lög giltu. Af þeim voru 301 mað- ur og 19 konur leidd fyrir rétt og 136 menn og 16 konur sakfelld. Jafnframt voru 98 hvítir menn handteknir, fjórum var stefnt fyrir rétt en enginn sakfelldur. Öryggisráðstafanir hafa verið mjög auknar í fangelsum lands- ins undanfarið og nýjar fanga- byggingar eru í smíðum. Beinafundur á M elrakkaslétfu Raufarhöfn, S. fébrúar. 28. janúar fundust þrjár beinagrindur, sem virðast mjög gamlar, á Núpskötlu, rétt austan við Rauðanúp, norðan til á Melrakkasléttu. Þetta atvikaðist þannig, að bóndinn á Núpskötlu, Sigurð ur Haraldsson, var að grafa í gamalli hlöðu og hugðist gera hana upp til þess að geta hýst í henni fé. Þegar hann hafði grafið um einn metra niður úr gólfinu, sem er mjög þéttur og þurr sand- ur, kom hann niður á þrjár hauskúpur, sem lágu sam- hliða. Var um metri á milli þeirra. Kúpurnar og það, sem sást at beinagrindunum, áður en mok, að var yfir, hafa varðveitzt sér« staklega vel, og mun það sand- inum að þakka. Beinin eru sýnilega ævaforn. Beinagrindurnar llggja fr£ norðri til suðurs, eins og tíðk. aðist í heiðni og eitthvað fram eftir kristni. Ein þeirra er af mjög stórum manni. Má telja sennilegt, að þær séu frá heiðni, nema bænhús hafi verið þarna snemma á öldum, meðan enn var nokkuð á reiki, hvort menn voru grafnir frá norðrl til suðurs eða austri til vesturs. Glæpamenn voru lengi grafnir frá norðri til suðurs, en tæplega hafa þeir verið dysjaðir svo nærri mannabústöðum. — E. J.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.