Morgunblaðið - 05.02.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.02.1961, Qupperneq 8
8 MORCvynr aðið Sunnudagur 5. febr. 1961 Arinbjcrrn Kolbeinsson, læknir: Vegamál og skattar bifreiðaeigenda Fjárfrmlög til vegamála Þurfa að þrefaldast 1 grein, sem birtist í Morg- unbl. 29. jan. s.l. var skýrt frá athugunum, sem Félag Isl. Bif- reiðaeigenda lét gera s.l. haust á þeim heildar sköttum og toll- um, sem lagðir eru á bifreiðar og helztu rekstrarvörur þeirra. Var gerð áætlun um hversu miklir þessir skattar myndu verða árið 1960 og var niður- stöðutalan 265 millj. króna. Ekki má líta á þessa tölu sem nákvæma áætlun, en hún gefur þó ákveðna hugmynd um hversu gífurlega fjárhæð hér er um að ræða. I þessari tölu eru ekki reiknaðir skattar eða tollar, sem lagðir eru á innflutta varahluti né heldur söluskattur á bifreiða- viðgerðir. Til samanburðar má geta þess, að Hagstofa Islands hefur fyrir tilmæli vegamálaskrif stofunnar reiknað út hversu tekj- ur ríkisjóðs hafi numið miklu af bifreiðum og rekstrarvörum öll- um (varahlutir meðtaldir) árið 1959 og nam sú fjárhæð 275 milljón króna. Gera má því ráð fyrir, að árleg fjárveiting til vega ætti að nema 250—300 milljón króna. A sl. ári nam fjár- veiting til vaga og brúa alls um 110 millj. króna. Af þessu er ljóst, að ríkissjóður hefir ekki lagt fram til brúa- og vegagerða öllu meira en % af þeim tekjum, sem hann beinlíms hefir haft af land- farartækjum og rekstrarvörum þeirra. Afvinnurekendur Ungur maður óskar eftir vinnu, er vanur sölumennsku, afgreiðslu og bifreiðaakstri. Tilboð merkt: „Strax — 1187“ sendist blaðinu. Síðari grein Breyta þarf um stefnu í vegamálum Liggur þá næst fyrir að at- huga, hvort við höfum efni á að nota þetta fé til nokkurs annars en vegamála og einnig hvaða vegaframkvæmdir eru mest að- kallandi. Eins og áður er bent á og raunar öllum er kunnugt, er ástand íslenzkra vega bágborn- ara en hjá nokkurri annarri menningarþjóð, og það er einn hinn frumstæðasti þáttur í okkar þjóðfélagi. Þetta er alvarlegur þrándur í götu þjóðhagslegrar hagnýtingar á tæknilegum fram- förum og fælir frá landinu er- lenda ferðamenn. Hér býður þjóð arhagur að breytt sé um stefnu og ekkert óhóf eða ofrausn getur það talist, þótt fjárframlög til vegamála séu tvöfölduð eða þre- földuð og lætur þá nærri að tekj- ur ríkíssjóðs af umferðinni renni allar til vegamála. A það má benda að þessi háttur er hafður á hjá þeim þjóðum, sem bezt- um árangri hafa náð í tæknileg- um framförum og bættri efna- hagsafkomu þegnanna. Yfirleitt má segja, að eftir því sem vega- fé sé meira dreift, komi það að minna gagni. Hefir vegamálastjóri oftlega og réttilega á þetta bent og stutt rækilega með rökum. 1 fjárlaga- frumvarpi fyrir 1961 er verulega dregið úr dreifingu vegafjár og er það sannarlega spor í rétta átt. . Lélegir vegir eru lítil mannvirki. ætlunin að verja hluta af sjóðn- um til nýbygginga á vegum. Þá ber þess að gæta, að þjóðvegir hér á landi teljast nú 10 þúsund km. Miðað við íbúatölu koma því 17 íbúar á hvern km, en miðað við bílafjölda 2 bílar á hvern km. Til samanburðar má geta þess að erlendis eru víða um 250 íbúar á hvern km vega og 18—20 bílar. Af þessu má ljóst Vegalagning með nýtízku vélum. Volkswagen bifreið model 1958 til 1960 óskast til kaups. — Tilboð er greini verð, útborgun og nákvæma lýsingu á bifreiðinni sendist undirrituðum fyrir 9. febrúar n.k. Örugg viðskipti. LÖGMENN TJARNARGÖTU 16 Símar 1-1164 og 2-2801. VOPNA-Regnklæði: Örugglega langódýrustu regnklæðin, til sjós og lands, á markaðnum — saumuð og rafsoðin. Vönduð vinna — Yfir 20 ára reynsla. Gúmmifafagerbin VOPNI Símar 15830 — 33423 Kópavogur Leikfélag Vestmannaeyja sýnir 3 Skálka í Félagsheimilinu Kópavogi, mánudagskvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir íi Félagsheimilinu frá kl. 1. Frumvarp um vega- og brúasjóff Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um vega- og brúasjóð. I 3. gr. frumvarpsins er fjallað um hlutverk sjóðsins og gert ráð fyrir, að honum sé skipt í 6 aðal- flokka og er sennilegt að hverj- um þeirra verði síðan skipt í marga undirflokka. Skipting þessi er í heild óheppileg og felur í sér alltof mikla dreifingu á fénu. Skv. 1. lið greinarinnar er innanmai gluoca ► efnisbreidd*- F- VINDUTJÖLD Dúkur — Pappir og plast Framleidd eftir máll Margir iitir og gerðir Fljót * afgreiðsla Laugavegi 13 — Sími 1-3P-79 vera, að þjóðvegakerfið er nú þegar orðið svo víðáttumikið, að erfitt mun reynast að viðhalda því á sómasamlegan hátt. Auk þess er fremur ósennilegt, að lengra vegakerfi sé nauðsynlegt fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar eða bætta afkomu fólksins. „Jafnvægi í byggff landsins" 1 þessu sambandi má minna á kjörorðið ,Jafnvægi í byggð lands ins“ og að það sé hlutverk þjóð- vegakerfisins að stuðla að því. Það er rétt að greiðar samgöngur eiga að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, en það er rang- ur skilningur á þessu kjörorði, að það sé fólgið í því að dreifa íbúunum sem jafnast á strand- lengju landsins, eftir landshlut- um, héruðum eða á annan hátt að viðhalda einhverju ákveðnu hlutfalli milli ferkilometra fjölda tiltekins lapdssvæðis og íbúatölu. „Jafnvægi í byggð andsins" er fólgið í því, að hagnýta sem bezt landkosti með nútíma tækni og gera sem flestum íbúum auðvelt að búa, þar sem starf þeirra er arðvænlegt fyrir þjóðfélagið og afkomumöguleikar mestir. Vandaffir vegir á fjölförnustu leiðum er brýn nauðsyn Skv. lið 2) og 6) í 3. gr. frum- varpsins er gert ráð fyrir, að sjóð uiinn sé notaður til að endur- byggja þjóðvegi og gamlar brýr. Hér er komið að merg málsins. Allir hinir fjölfarnari vegir landsins þarfnast nauðsynlegra endurbóta eða endurbygginga og sama er að segja um margar gaml ar brýr. Það eru vandaSri og var- anlegri vegir, sem okkur vantar, en ekki lengri vegir og lélegir. Til þessara framkvæmda ætti að verja árlega öllum sköttum og tollum af benzíni, svo og þunga- skatti af bifreiðum. Til fjölfar- inna leið á að telja aðalgötur, sem liggja gegnum kaupstaði, bæi- eða þorp, en til slíkra vega- lagninga mun benzinskattur ekki hafa verið notaður til þessa. Skv. lið c) í 3. gr. er gert ráð fyrir að sjó&urinn sé notaður til þess að leggja fjallvegi. Engin aðkall. andi þörf virðist vera, að fjölga fjallvegum, nema þar sem stytta mætti mjög og endurbæta fjöl- farnar leiðir, eins og t. d. yfir Hellisheiði, en slíkar framkvæmd ir tilheyra raunverulega endur- byggingu þjóðvega. Lélegir vegir dýrari en vandaðir vegir Hér hefir í stórum dráttum verið drepið á nokkur af þeim atriðum, sem vert er að hafa í huga, þegar ákveða skal hvernig vegafé verði bezt varið og einnig hvað nauðsynlegt er að forðast. Þeir skattar ,sem bifreiðaeigend- ur borga af bílum sínum ogrekstr arvörum þeirra, eru árlega svo háir, að ef þeim væri varið á rétt- an hátt til vegamála, myndi á tiltölulega fáum árum vera unnt að malbika allar fjölförnustu leiðir landsins. Að sjálfsögðu þurfum við um langa hríð að búa við malarvegi víða um land, en þeir geta verið góðir, ef um ferð á þeim er ekki of mikil eða of þung. Sums staðar erlendis er talið, að venjulegir malarvegir þoli ekki öllu meira en 200 bíla á dag og nauðsynlegt sé að gera varanlegt slitlag á vegina, ef um- ferðin kemst upp í 6—800 bíla á dag. Hvort þessar tölur gilda hér á landi óbreyttar eða ekki, skal ósagt látið, en vert er að minnast þess að bifreiðir eru eina flutningartækið okkar á landi, að lélegir vegir skemma bifreiðarnar og auka reksturs- kostnað þeirra á allan hátt og hækka þar með fargjöld og flutn ingskostnað, að bifreiðafjöldinn miðað við íbúatölu er meiri hér á landi, en í flestum löndurn Evrópu, að í bifreiðum okkar liggja mikil verðmæti af erlend- um gjaldeyri og viðgerðir þeirra kosta líka mikið fé einnig í erlendum gjaldeyri. Góðir vegir eru að vísu dýrir, en lélegir veg. ír eru ennþá dýrari. Benzínskattinn á aff nota þar sem benzíninu er eytt Að endingu vil ég leggja áherzlu á þessi atriði: Allar tekj- ur ríkisins af bifreiðum og rekstr arvörum þeirra eiga að renna til vegamála. Skatta og tolla af benzíni á að nota til að byggja vandaða vegi á fjölförnustu leið* unum, þar sem benzíninu er aðal lega eytt. Tollum og sköttum af innfluttum bifreiðum á fremur að verja til viðhalds og endur. bóta á lélegum vegum og byggja nýja vegi, þegar þess verður þörf. Þannig er þessum málum skipa8 í ýmsum þeim þjóðfélögum, sen» standa okkur framar. Það er eitt hið mesta framfara og nauðsynja mál að þessi skipan komist á hér á landi og það á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.