Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ sunnuaagur d. reDr. 1961 ; Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SJÚKDÖMARNIR OG LÆKNA- VISINDIN jT'RÉTT Morgunblaðsins í * fyrradag af hinni skæðu hálsbólgu hér í bæ, hefur vakið mikla athygli. Það er ekki einungis umhugsunar- vert, að nú allt í einu virð- ast hin ágætustu lyf ekkert ráða við sýklana, heldur hlýtur einnig sú staðreynd að draga að sér athygli manna, hve lítið við höfum lagt af mörkum til vísinda- og rannsóknarstarfsemi. Um þetta atriði komst Arinbjörn Kolbeinsson læknir m. a. svo að orði: „Við höfum til dæm- is ekki aðstöðu til að sinna undirstöðurannsóknum að neinu leyti í sambandi við sjúkdóma, í mönnum, en æskilegt væri að við gætum tekið þátt í slíkum rannsókn- arstörfum, þegar ástæður eru fyrir hendi eins og nú er“. Það var ekki vilvilj- un ein, að læknirinn minnt- ist sérstaklega á sjúk- dóma í mönnum í þessu sam- bandi, því að hér hafa farið fram merkilegar rannsóknir á dýrasjúkdómum, en það gefur auga leið að við þurf- um að vera hlutgengir á öðr- um sviðum líka. Má geta þess, að hér á landi er til dæmis talið sérstaklega heppilegt að gera rannsókn- ir á ýmiss konar farsóttum. Ástæðan er sú hve landið er einangrað og fólkið fátt og því tiltölulega auðvelt að fylgjast með sjúkdómum. Góð menntun almenings hér á landi stuðlar einnig að þessu. Erlendir sérfræðingar hafa jafnvel komið auga á þetta og Morgunblaðinu er kunnugt um, að á sínum tíma kom jafnvel til mála að Rockefellerstofnunin reisti hér vísindastöð, sem hefði það verkefni að fylgjast með farsóttum. Eins og kunnugt er, var það einmitt sú stöfn- un sem veitti fé til rann- sóknarstöðvarinnar að Keld- um á sínum tíma, en sú stofnun hefur unnið ómetan- legt starf í þágu íslenzkra vísinda og einkum landbún- aðar og sparað þjóðinni milljóna tugi króna. Sannleikurinn er sá, að það í;r ekki sama hvernig menn ætla sér að spara eða draga úr útgjöldum ríkisins. Um þetta mál ræddu læknarnir þrír, dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, dr. Óskar Þórð arson, yfirlæknir og Arin- bjprn Kolbeinsson á fundi með fréttamönnum Mbl. í fyrradag og bentu m. a. á eftirfarandi staðreyndir: Oft er reynt að spara við vísindin með þeim afleiðing- um að sparnaðurinn hefur síðar í för með sér stórfellt tap fyrir þjóðfélagið. Þegar t. d. er um að ræða sjúkdóm eins og hálsbólgu þá, sem nú gengur hér í bænum, er ekki alltaf hægt að greina sjúk- dóminn nógu fljótt. Sögðu þeir að þetta seinkaði réttri meðferð, tefði batann, fleiri sýktust og fleiri fengju slæma fylgikvilla, vinnutap yrði miklu meira en annars þyrfti að vera. Þannig kem- ur það á daginn að sparnað- urinn við rannsóknarstörfin borgar sig ekki. Og það sem verra er: Það getur dregið dilk á eftir sér að spara. SAMVINNA Á SVIÐI VÍSINDA j|/fBL. hefur áður minnzt á að nauðsynlegt sé að efla vísindi á íslandi og til þess eigi einmitt að nota tæki- færið á 50 ára afmæli Há- skólans á þessu ári. Vísindin þurfa að fá stóraukin fjár- framlög til þess að þau geti orðið við þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar. Og við eigum ekki að hika við að fá aðstoð erlendra aðila, ef hún er veitt af góðum hug og ekki er álitamál að hún komi að gagni. Þannig hefur verið skýrt frá því nýlega, samkvæmt fregnum frá Vín- arborg, að Alþjóða kjarn- orkumálanefndin hafi ákveð- ið að senda á þessu ári kjarn orkufræðinga til 16 landa til að aðstoða viðkomandi þjóðir að hagnýtina sér kjarnork- una til ýmissa friðsamlegra þarfa. Samkvæmt þessu verð- ur sérfræðingur í notkun geislavirkra ísótópa sendur hingað á vegum kjarnorku- málanefndarinnar til aðstoð- ar Landspítalanum við að taka hér upp notkun í'sótópa við sjúkdómsgreiningar og lækningar. Mun nefndin leggja fram nauðsynleg tæki til þessarar ísótóparannsókn- arstofu í sjúkrahúsinu og er talið að þau kosti hvorki meira né minna en 10,600 dollara. Enginn vafi er á því að þessi nýju tæki eiga eftir að koma að miklu gagni hér heima og er slík aðstoð aldrei nógsamlega þökkuð. GÆTUM BOÐIÐ ROCKEFELLER TIL ÍSLANDS ? Hér að framan var minnzt Einvaldurinn í Portúgal V Ö L D I N eru þreytandi, mæða á manni og verða sí- fellt þyngri þeim sem hef- ur þau. Ég er maður sem ávallt er reiðubúinn að fara — ég segi ekki án söknuðar, en að minnsta kosti án tál- vona ...... Þetta sagði einræðisherra Portúgals, Antonio de Oliveira Saiazar prófessor í ræðu hinn 30. júní 1958. Síðan eru liðin 2% ár og hann er ekki farinn, þótt marg ir hafi búizt við því þegar hann varð sjötugur 28. apríl 1959. Hann heldur áfram að ráða ríkj- um í Portúgal, að vísu ekki með harðri hendi, en með einbeitni. Og á síðari árum við vaxandi mót spyrnu. Uppreisnin á Santa Maria hef- ur nú skyndilega beint augum heimsins að mótspyrnunni gegn Salazar og þeirri stjórn sem í um 33 ár hefur ráðið ríkjum i Partúgal. PRÓFESSOR í LÖGUM OG HAGFRÆÐI Salazar er fæddur 1889, sonur efnalítils bónda. Með sparnaði tókst föður hans að eignast litla krá og notaði hann tekjurnar það an til að koma syninum til mennta. Lagði Salazar fyrst stund á guðfræði, en hætti því fljótlega og tók að nema lög við Goimba háskóla, foreldrum sín- um til mikilla leiðinda. Seinna varð hann prófessor í lögum og bagfræði við þennan sama há- skóla, og hélt þeirri nafnbót þar til fyrir tveim árum. Þá varð hann að hætta fyrir aldurs sakir, það er að segja sem prófessor. Engín aldurstakmörk virðast ráða hjá einræðisherrum. Síðustu 25 prófessorsárin hélt hann hann ekki einn fyrirlestur. Salazar tók snemma þátt í stjórnmálum, og var kjörinn á þing árið 1921 sem fulltrúi ka- þólska miðflokksins. RINGULREIÐ A árunum 1910—1926 ríkti ringulreið í stjórnmálum Portú- gals. A því tímabili voru gerðar 16 byltingar, 42svar var skipt um ríkisstjórnir, ótal sprengjutilræði og pólitísk morð voru framin og ríkisskuldirnar jukust um þús- undir milljóna. Arið 1926 gerðu nokkrir foringjar úr hernum bylt ingu til að binda endi á þetta ófremdarástand, og leituðu þeir til Salazars til að koma jafnvægi á fjármál landsins. Hann varð við bón þeirra og tók við embætti fjármálaráðherra, en aðeins í fimm daga. Svo hélt hann aftur vonsvikinn til Coimbra. EINRÆÐIS V ALD Tvö ár liðu, og enn versnaði ástandið. Enn var leitað til Salazar sem nú setti skilyrði: algjört einræðisvald yfir öllum Antonio de Oliveira Salazar inn. Hann kærir sig hvorkl um að halda völdunum né að sleppa þeim. Hann heldur að. eins áfram að vera þarna —. og nú hefur hann verið þar svo lengi að mönnum finnst hann alltaf hafa verið þar. Stjóm Salazar hefur byggzt á stuðningi kalþólsku kirkjunnar, portúgalska hersins og fámennr ar, mjög auðugrar yfirstéttar, sem aðeins nemur 10% þjóðar. innar. En vegna þeirra auðæfa, sem streyma inn í landið frá ný. lendunum, þar sem tíminn virð. ist hafa staðið í stað frá því á miðöldum, ræður yfirstéttin yfir öllum fjármunum landsins.. ANDSPYRNAN EYKST A síðari árum hefur andspyrn. an, sem á fyrstu þrjátíu árum Salazar-stjórnarinnar var þögul, klofin eða jafnvel ekki til, feng ið málið. Mest er hún meðal menntamanna við háskólana, en hefur einnig, sem er hættulegra fyrir Salazar, fengið vaxandi fylgi meðal yngri yfirmanna hersins og hjá kaþólsku kirkj. unni. A undanförnum árum hafa margir yfirmenn úr hernum ver. ið fangelsaðir fyrir byltingarund irbúning og fyrir hálfu öðru ári gagnrýndi biskupinn í Oporto ríkisstjórnina afdráttarlaust. Verkföll, sem áður þekktust ekki, hafa brotizt út. En það, sem at. hyglisverðast er, er það að þegar Delgado hershöfðingi, sem nú er landflótta í Brasilíu, bauð sig fram við forsetakjör 1958 gegn fylgismanni Salazars, fékk hann 25% atkvæða. Þó var honum bönnuð öll kosningabarátta, fund ir hans leystir upp og fylgismenn háns ofsóttir. Hann náði að sjálf sögðu ekki kosningu, heldur missti stöðu sína, herforingjanafn bót og var að glata persónu. frelsi sínu, er hann flýði land til Brasilíu. Þaðan stjórnar hann nú andstöðunni gegn ríkisstjórn Salazars og þaðan skipulagði hann töku Santa Maria. (Stytt úr Dagens Nyheder). Matur til Kína FAIPEI, Formósu, 3. febr. (Reut. er). — Kínverska Þjóðernissinna stjórnin hefur tilkynnt áætlun í sex liðum um að senda matvæli til meginlands Kína, þar sem við liggur hungursneyð. Þjóðernis. sinnastjórnin mælist m. a. til þess, að hver maður gefi sem svarar einum dal í sjóð er varið verði til kaupa á matvælum. Eimv ig fer hún þess á leit við Sam. einuðu þjóðirnar og aðrar alþjóða stofnanir að þær hlutist til um að kommúnistastjórnin í Kína létti tollum á ýmsum fæðutegundum og greiði fyrir flutningi á mat- vælum. Eitt stærsta dagblað Formósu United Daily News hvetur til þess að stjórn Formósu láti nú til skar ar skríða og sendi hermenn yfir til meginlandsins til þess að frelsa meðbræður þeirra frá kúg- un kommúnista Portúgalskir hermenn hylla Salazar. fjármálum ríkisins og ráðuneyt- anna. Þegar það var samþykkt, hélt hann aftur til Lissabon. Hann var fjármálaráðherra frá 1928 til 1940 og frá því 1932 hef- ur hann auk þess verið forsætis- ráðherra og einvaldur í landinu. A hættutímum hefur hann einnig verið nýlendumála og innanríkis- ráðherra. Salazar gaf eitt sinn eftirfar- andi lýsingu á sjálfum sér í þriðju persónu: Maðurinn, sem nú hefur stjómarforustu, hefur aldrei kært sig um að stjórna. Hann hafði aldrei í frammi undir- róður, hann gerði aldrei sam- særi. Hann virðist enga fylgis menn eiga, en reiðir sig á þjóðina, sem er of óhlutrænt hugtak til að unnt sé að treysta á stuðnnginn. Hann ber byrgðir stjórnarinnar, hann leyfir móðganir öfga- manna, hann býður fyrirlitn- ingu hinna valdalausu byrg- á Rockefellerstofnunina. Hún virðist hafa áhuga á íslandi, eins og mörgum löndum öðr- um og er enginn vafi á, að hún mundi reiðubúin að veita aðstoð, ef eftir henni væri leitað. Það hefur hún sýnt í verki. Ef af því yrði, að gera nú stórt átak í þágu vísindanna á hálfrar aldar afmæli Háskólans væri þá ekki tilvalið að bjóða Nelson Rockefeller eða einhverjum úr þeirri ágætu ætt að koma hingað til íslands og vera viðstaddur hátíðahöldin. — Mundi þá um leið vera hægt að sýna honum starfsemina á Keldum. Slík heimsókn gæti ekkert haft nema gott eitt í för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.