Morgunblaðið - 05.02.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 05.02.1961, Síða 22
22 MORGUNBLAÐ1Ð Sunmídagur 5. febr. 1961’ / heimsókn hjá íslands- vininum Harald Hope Sr. Gísli Brynjólfsson skrifar fra Noregi „VERIB VELKOMIN til okkar djúpu fjarða og þröngu dala“, segir fólkið hé,r þegar það veit að við erum íslendingan Hér eru íslendingar allsstaðar boðnir og velkomnir, eins og þeir mörgu landar bezt vita, sem hér hafa ferðazt og hér hafa dvalið lengri eða skemmri tíma. Enginn hefur þó fagnað okkur af eins mikilli gleði og innilegri alúð og sr. Harald Hope, prestur í Ytre-Arna. Er hann mörgum kunnur fyrr sína einstöku íslands vináttu og áhuga á öllu því sem íslenzkt er. Og Þessi áhugi er meiri en orðin tóm. Hann hefur verið sýndur ríkulega í verki. Einkum eru það tvö mál sem séra Haraldur ber fyrir brjósti. Það er skógræktin og endurreisn Skálholtsstaðar. Að þessum mál- um vinnur hann af mikilli ósér- hlífni og ótrúlegum dugnaði. Skógræktin Hann vill hjálpa okkur til að bæta landið, fegra það og rækta, með því að klæða það skógi. Það er óvíst, að allar skógargirðing- arnar heima væru uppistandandi nú, ef hans hefði ekki notið við, því að það munu vera orðið hátt í tuttugu þús. girðingastaurar, sem sendir hafa verið héðan frá Noregi fyrir áróður hans og um- sýslu. Nýlega sýndi Skógræktar- félag íslands séra Haraldi þann verðskuldaða virðingarvott að gera hann að heiðursfélaga. Hann ffiun vel kunna að meta það eins og önnur vináttu merki frá fs- landi. En honum er samt árangur inn af starfi skógræktarmanna fyrir öllu. Eg held, að hann gleðj ist yfir hverri trjáplöntu, sem festir rætur 1 íslenzkri gróður- mold. Skóli í Skálholti „Menningin vex í lundum nýrra skóga“, segir skáldið og þessi orð eru eins og töluð út úr hjarta þessa ágæta íslandsvinar. Hann vill, að saman fari ræktun lands og lýðs, og hann telur að sönn menning hverrar þjóðar hljóti að byggjast á kristilegum og þjóðlegum grudvelli. Af þess- um rótum er runninn áhugi hans á endurreisn Skálholts. Hann telur, að Norðurlönd eigi að hjálpa til að byggja upp kristi- legt menningaríetur á þessum fornhelga stað. Slík hjálp hefur raunar þegar borizt í hinum stór- höfðinglegu gjöfum Norðurlanda trl Skálholtskirkju í því, sem frá Noregi kom á séra Haraldur sinn ríka þátt, en ekki skal hann rakinn að sinni. i Enginn má sköpum renna Séra Haraldur er maður á bezta aldri, fæddur í Lindás á Hörðalandi 1913. Faðir hans var bóndi. Dó hann frá börnunum ungum, og brauzt Haraldur til mennta af eigin ramleik án hjálp ar frá öðrum. Vann hann fyrir sér með náminu og tók hvaða vinnu, sem bauðst. Kom sér vel, að hann var bráðþroska og táp- mikill og hinn hraustasti til allr- ar vinnu. Stúdentsprófi lauk hann 1936. Siðan gekk hann í guðfræðiskóla Norska kristniboðs félagsins í Stafangri, því að hug- ur hans stefndi til að boða fagn- aðarerindið heiðnum þjóðum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Áður en námi lauk, var stríðið skollið á, og Norðmenn fengu um annað að hugsa en kristniboð í öðrum heimsálfum. Tók séra Haraldur nú prestvígslu og gegndi embætti á ýmsum stöð- um Vestafjalls þar sem prestar voru í fangabúðum eða forfall- aðir af öðrum ástæðum. M. a. þjónaði hann um tveggja ára Harald Hope skeið fjölmennu brauði með fjór- um kirkjum á Týsnesi skammt sunnan við Bergen. Var þetta ó- venju rnikil og lærdómsrík reynsla fyrir ungan mann, því að venjulega byrja þrestar hér embættisferil sinn sem aðstoðar- prestar hjá eldri mönnum fyrstu árin. — Eftir stríð tók séra Har- aldur aftur til þar sem fyrr var frá horfið og fór að búa sig und- ir kristniboðið Sigldi hann til Englands til náms í kínversku og ensku. En í annað sinn tóku ör- lögin fram fyrir hendur hans. Hann hafði fengið snert af maga- sári og fékk ekki læknisvottorð til utanfarar. Var nú séð, að honum var ætlað að þjóna kirkj- unni heima í Noregi. Sótti hann um embætti sem kallskapellan í Ytre-Arna. Þar hefur hann verið prestur síðan 1952. Ytre-Arna Ytre-Arna er þrjú þús. m,anna þorp og byggist atvinna þorps- búa eiginlega eingöngu á einni verksmiðju — Arna-fabrik. Þar er dúkagerð mikil, bæði úr ull og baðmull og er framleitt allt frá fínasta lérefti til þykkustu ullarefna. Þess má geta, að úr dúkum frá þessari verksmiðju eru íslenzkum skógarvörðum skorin klæði. Mun séra Haraldur hafa haft milligöngu um útveg- un þeirra. Þarna vinna um þús- und manns, konur og karlar, allir í ákvæðisvinnu. — Ytre-Arna er aðeins um hálftíma ferð frá Berg- en. Byggðin er í örum vexti og flytur fólk þangað víðs vegar að, því að atvinna er mikil. — Húsin standa í brattri fjallshlíð þar sem Arnavogur skerst inn úr Suður- firði. Er þar einkar fagurt eins og yfirleitt í fjörðunum hér Vest- anfjalls Handan yfir Suðurfjörð sér til eyjunnar Ostr. Hún er víðlend og hálend, skógur í öll- um hlíðum, alveg niður í fjöru- mál. Þar er margt byggða, smá- þorp við sjóinn og bændabýli í dölum inn á milli fjallanna. Aust an við eyna er Ostrarfjörður, — kunnur úr Egilssögu. Þar lagði Kirkjan í Ytre-Arna Skallagrímur að landi er hann fór til Vors á fund Haralds kon- ungs að beiðast bóta fyrir Þórólf bróður sinn- Góður heim að sækja Eg kom fyrst til Ytre-Ama sunnudag einn í október sl. Það var einn af þessum fögru, logn- kyrru dögum þessa blíðviðra- sama hausts. Skógurinn var enn allaufgaður og trén í fjallshlíð- inni skörtuðu í sínum þúsund litum. Há og tíguleg fjöllin á Ostruey stóðu á höfði í spegil- sléttum firðinum Allt andaði af friðsæld og fegurð þessa haust- dags. Síðan höfum við verið tíðir gestir í Ytre-Arna, einnig nú þessa votu og rysjóttu vetrar- daga, þegar vestanrosinn og skammdegismyrkrið hafa slegið sér saman um að reyna að gera tilveruna dapra og dimma. En heima hjá séra Haraldi Hope finnur maður hvorki til vetrar- myrkurs né vetrarkulda. Þangað er alltaf jafngott að koma. Herða breiður og hýr í bragði kemur húsbóndinn til dyra og fagnar gestum af innilegri alúð. Hús- freyjan, Hanna Soffía, kennara- dóttir frá Sokndal, veitir af rausn.Það er því miður allt of auðvelt að borða yfir sig af henn- ar ágætu góðgerðum. Prestur heldur uppi glaðværum samræð- um og fræðir mann um allt, sem Framhald á bls. 23. Sjöfugur i dag: Jón Brynjólfsson, sjómaður Þ A Ð var á fögru vorkvöldi í maí 1919. — Við sátum þrír félagar „frammi á odda“, en hér er átt við oddatána á Flat- eyri, sem skagar fram og inn í Önundarfjörð áður en sveigt er inn á höfnina, en hún er og verður frá náttúrunnar hendi lífhöfn, enda hafa innlend og erlend skip um áratugi leitað þar vars í óveðrum. Ég var nýkominn vestur og þekkti fáa í kauptúninu. Sát- um við þarna í kvöldkyrrðinni og röbbuðum saman er allt í einu birtist maður, svipmikill og frjálslegur í hreyfingum, snýr sér að heimamönnum og segir: „Hver er hann þessi?“ Að fengnum þeim upplýsingum réttir hann mér höndina og seg- ir: „Ég heiti Jón Brynjólfsson, kallaður Brilló, vertu velkom- inn.“ Ég gleymi aldrei þessu ávarpi og þétta handtakinu sem því fylgdi, þótt síðan séu liðin rúmlega fjörutíu ár. — Jón er fæddur 5. febrúar 1891 á Mosvöllum í Önundar- firði og heitir fullu nafni Jón Elías. — Brynjólfur Davíðsson faðir hans bjó þar lengi, en fluttist til Flateyrar 1912 og þar dó hann 1921. — Brynjólfur var mikill þrifa- og dugnaðarmað- ur og sérlega snyrtilegur í allri umgengni. Davíð Þorkelsson faðir Brynjólfs bjó í Tungu í Valþjófsdal, dáinn 1866, meðal annarra barna hans var Davíð bóndi í Álfadal á Ingjaldssandi, faðir þeirra bræðra í Hjaraðar- dal í Dýrafirði, Kristjáns og Jóhannesar, sem þar hafa búið um langt árabil og verið for- ystumenn í Mýrahreppi. — Kristín Ólafsdóttir móðir Jóns, var glaðvær kona og létt í lund. Hún andaðist á Flateyri -1838 hjá Kristjáni syni sínum, spari- sjóðshaldara þeirra Önfirðinga. 1 — Ólafur Kolbeinsson faðir Kristínar bjó í Neðrihúsum, (dó 1857), þegar Kristín var á öðru ári). — Dóttiir hans önn- ur en Krist var Ingileif á Kirkjubóli í Bjarnardal, amma þeirra Ólafs skólastjóra í Flens- borg, Guðmundar Inga skálds og Halldórs bónda. — Eru þeir bræður allir þjóðkunnir. Af þessari ættleiðslu, þótt stiklað sé á stóru, má sjá að styrkar stoðir renna undir vin minn Jón Brynjólfsson. Eins og siður var á Vestfjörðum og víðar hér á landi á þessum tíma var ætlazt til að unglingar færu fljótlega að aðstoða við framdrátt heimilisins. — Strax eftir ferminguna, vorið 1905, fór Jón að róa á árabát frá Kálf- eyri, sem er nokkru fyrir utan Flateyri og var útræði önfirzkra sjómanna yfir vorvertíðina. — Var hann þetta vor yfirskips, sem kallað var, í skjóli föður síns og fekk hálfan hlut. — Vorið eftir réðst hann sem há- seti á „Geir“, sem var lítil skonnorta, en henni stjórnaði Páll Rósinkransson, viðurkennd- ur aflamaður, bróðir Kjartans skipstjóra og hákarlaformanns, síðar kaupmanns á Flateyri. — Voru þeir bræður mikilir skip- stjómar- og aflamenn um langt árabil. Atvikin höguðu því svo síðar að Páll Rósinkransson, fyrsti skipstjóri Jóns, varð tengda faðir hans. Haustið 1913 réðst Jón á brezkan togara sem kom inn til Flateyrar vegna þess að hann hafði misst út tvo menn. Átti þessi ráðning aðeins að gilda meðan verið væri að fiska í skipið, en sú varð raunin á að skipstjóri vildi ólmur halda Jóni áfram og fór hann út til Grimsby með skipinu. •— Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst í ágústbyrjun 1914 var Jón á Norð ursjávar togara, en 25. s. m. var skip hans skotið í kaf af þýzk- um kafbáti, skipshöfn bjargaðist öll og var flutt til Wilhelms- hafen. Eftir 3ja daga varðhald var þeim af skipshöfninni, er vom frá hlutlausum löndum, sleppt og greitt fyrir þá fargjald til Kaupmannahafnar. Réðst Jón þar á s.s. ,,Ask“ eign Thore félagsins, sem Guðmundur Kristjánsson, síðar skipamiðlari og framkvæmdamaður mikill hér í Reykjavík, stýrði og sigldi með honum næstu mánuði í fiskflutningum til Spánar og ftalíu. Var svo á fiskiskútum fram til 1920 að hann réðst aft- ur á togara og var næstu árin með ýmsum viðurkenndum afla- mönnum t. d. Bimi Ólafs frá Mýrarhúsum, Einari frá Nesi og Guðmundi Sveinssyni frá Hvylft og með Guðmundi var hann á „Eiríki rauða“, eign Geirs Thor- steinsson útgerðarmanns, er hann strandaði við Kúðafljót í marz 1928. Á árinu 1929 réðst Jón á olíuflutningaskipið „Skelj- ung“ og var þar til ársins 1940 að hann fluttist til Flateyrar, en 1949 hvarf hann þaðan aftur til Reykjavíkur. Hefur síðan stundað algenga verkamanna- vinnu, aðallega hjá Eimskip. Vorið 1951 festi hann kaup á Austurkoti við Faxaskjól og býr þar búi sínu, sjálfráður allra athafna, hvort heldur er róið trillu sinni til hrognkelsa- og handfæraveiða eða unnið í vöru geymslum Eimskipafélagsins. 1934 hinn 16. nóvember kvænt- ist hann Jóhönnu Pálsdóttur, Rós inkranssonar frá Kirkjubóli í Korpudal, myndar- og dugnaðar- konu eins og hún á kyn til. Hefur sambúð þeirra verið til fyrir- myndar og kann Jón vel að méta mannkosti konu sinnar og virðir hana að makleikum. Þau eiga eina fósturdóttur, önnu að nafni, sem gift er Georg Stefánssyni sjómanni. , Eins og að framansögðu má sjá, er starfsdagur Jóns orðinn lang- ur nokkuð, en guð og hollir vætt- ir gáfu honum veganestið, sem bezt verður á kosið: mikið þrek og hreysti. — Gengur hann enn til vinnu, hvort heldur er á sj'ó eða landi, æðrulaus og léttur á fæti. — Þegar eftir fyrstu lagnir hrognkelsanetanna á vorin, fer hann sjálfur á heimili góðkunn- ingja sinna, og þeir eru margir, útdeilir rauðmaga í soðið og ljómar þá allur af ánægju. — Jón er glaður og hress í vina- hópi, hefur gaman af léttri kímni og hnittnum tilsvörum og lætur þá oft fjúka í flkntingum, en í eðli sínu er hann alvöru- og trúmaður, minnugur þess er móð ir hans kenndi honum í æsku. Megi guð og gæfan gefa hjón- unum í Austurkoti við Faxaskjól gott og friðsælt ævikvöld og að Jón megi enn um margra ára skeið ýta trillu úr vör, leggja net og renna færi í sjó, minnugur þess, sem einn af okkar slingu hagyrðingum kvað: , ,,Gef þú drottinn mildur mér, minn á öngul valinn: Flyðru þá sem falleg er fyrir sporðinn alin“. Með kærri kveðju og árnaðar- óskum frá mér og fjölskyldw minni. , Guðm. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.