Morgunblaðið - 07.02.1961, Page 1

Morgunblaðið - 07.02.1961, Page 1
20 síður 48. árgangiu 30. tbl. — Þriðjudagur 7. febrúar 1961 Prentsmiðja Morganblaðsi Maöur í gervi- tungli? | Rússar fáorðir um iþyngsta gervilungl, i | sem skotið hefur verið á loft London, 6. fébr. — (Reuter) SÍÐASTLIÐINN laugardag ekutu Rússar á loft nýjum gervihnetti, þeim þyngsta, sem enn hefur flogið út í himingeiminn. — Var hann 6% lest að þyngd. Mikið var um það talað um helgina, hvort verið gæti, að maður sé í gervihnetti þessum. — Fréttir bárust um það á laugardag, að ítalskir „radíó- «matörar“ hefðu heyrt í tækjum sínum mannsrödd, sem barst utan úr geimnum. ★ Var þetta sett í samband við rússneska gervihnöttinn, en vís- indamenn í Jodrell Bank stjörnu Bthugunarstöðinni í Englandi hafa látið svo um mælt, að öll likindi bendi til þess, að merki þau, sem hafa heyrzt í Italíu og víðar, hafi verið frá bandaríska gervihnettinum „Könnuði VII“. ★ Af opinberri hálfu í Rússlandi hefur óvenjufátt verið sagt um ,geimskot“ þetta. A sunnudag sagði Moskvuútvarpið, að rann- sóknarstöðin í Jodrell Bank hefði heyrt merki frá hinu nýja gervitungli, en vísindamenn stöðvarinnar báru þá frétt jafn harðan til baka. Örstutt tilkynn- iiig var birt 1 Moskvu eftir að gervihnettinum hafði verið skot- ið á loft. Sagði þar m. a„ að hnötturinn hefði komizt á fyrir- hugaða braut sína og kæmi hann næst í 233 km fjarlægð frá jörðu, en mesta fjarlægð hans væri 331 km. Umferðartími hnattarins er 90 mínútur að sögn Moskvuút- varpsins. „Santa IVfaria44 dregur dilk á efiir sér: Óeirðir í Angola Lissabon, 6. febr. — (Reuter) T A K A portúgalska lysti- skipsins „Santa Maria“ virð- ist ætla að draga dilk á eftir sér. Nú um helgina kom til uppþota og átaka í portú- gölsku nýlendunni Angola á vesturströnd Afríku, og eft- ir því, sem næst verður kom- izt, hafa 24 menn beðið bana þar sl. þrjá daga. I dag fór fram í Luanda jarð- arför sex lögreglumanna og eins hermanns sem biðu bana í upp- þotunum á laugardaginn. Kom nú Kurteisinsheim- sókn Henriks Sv. Björnssonar LiONXXtN, 6. febr. — Einkaskeyti til Mbl. — Nýskipaður sendiherra íslands í Bretlandi, Henrik Sv. Björnsson, heimsótti í dag brezka utanríkisráðherrann, jarlinn af Home. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins sagði, að hér hefði ver- ið um að ræða „kurteisisheim- sókn“. Hann sagði og, að Bretar hefðu áfram samband við íslend- inga um fiskveiðideiluna, og vitn- aði til yfirlýsingar í brezka þing- inu 30. jan. þess efnis, að brezka stjórnin biði nú þess að fá í hend- ur nýja yfirlýsingu frá íslenzku stjórninni um síðustu atburði og ástand deilunnar. Engax viðræður um þetta mál eru nú á döfinni milli ríkisstjórna hlutaðeigandi landa. Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráð- herra íslands, átti viðræður við brezka ráðherra hér í borg -rétt fyrir jólin, en embættismenn neit uðu þá, að gefa nokkrar upplýs- ingar um árangur þeirra við- ræðna. enn til frekari átaka og voru að minnsta kosti fjórir menn skotn- ir til bana, sjö særðust og lög- regian tók fjölda manns höndum. — „Byssumenn" þeir, sem hófu skothríðina lögðu á flótta og kom ust flestir undan, þótt hvítir og dökkir íbúar borgarinnar gengju í lið með lögreglunni, til þess að hafa hendur í hári uppþots- manna. Lögregluvörður hefur verið styrktur mjög í helztu borgum Bœttar frið arhorfur? WASHINGTON, 6. febr. Dean Kusk, hinn nýji utanríkisráð herra í Kennedy-stjórninni hélt fyrsta blaðamannafund sinn í dag. Ræddi hann þar einkum friðarhorfur í heim- inum og taidi nokkra mögu- Icika á bættri sambúð Austurs og Vesturs. Hann lagði >ó á- herzlu á það, að hvorki mundu Bandaríkin ganga á gerða samninga við bandamenn sína né hverfa frá megin- stefnu sinni í utanrikismál- um til þess að ná samkomu- lagi við Sovétríkin og fylgi- ríki þeirra. Angola, stærstu og auðugustu ný lendu Portúgala, eftir að óeirð- irnar brutust út þar sl. laugardag. Landsstjórinn, Alvaro da Silva, gaf út tilkynningu í gærkveldi, þar sem öllum lagabrjótum og jþeim, sem æsa til óeirða, er hótað harðri refsingu. Blöð í Portúgal hafa látið svo ummælt, í sambandi við frásagnir af óeirð unum, að þær og „Santa María“ ævintýrið séu þáttur í ,tauga- stríði“ sem nú sé hafið gegn Portúgal. Flotinn á miðunum UM HELGINA var lítil síldveiði 'hjá flotanum Er síldin nú komin allaustarlega, svo af veiðisvæð- inu er skammt orðið til Vest- mannaeyja. Vaæðskipið Ægir fór enn í síldarleiðangur í gær og var kom inn á slóðir bátanna í gærkvöldi. Hann mun sem fyrr reyna að fylgjast með göngu síldarinnar, jafnframt því að aðstoða síldar- flotann. Bezta veður var í gærkvöldi u mallan sjó, en þegar þettá er skrifað höfðu engar nýjar fregn ir borizt frá síldarskipunum. ■<5>- Ellefu lík fundin Moulin-Sous-Fleron, Belgíu, 6. febrúar. — (Reuter) — 1 D A G fundu björgunar- menn enn eitt fórnarlamb hins óvenjulega slyss hér, er gjall- og öskuhaugur hrundi yfir nokkur íbúð- arhús. Það var þrjátíu og þriggja ára gömul kona, sem í dag fannst látin í rústunum, en áður höfðu björgunarmenn fundið þar tíu lík, þar á meðal sex börn. Rannsókn á orsökum slyssins hefur verið fyrir- skipuð. Talið er að það muni taka að minnsta kosti tvær vikur að hreinsa til á aðalgötu bæj- arins og varla verður búið að fjarlægja sorpið fyrr en að tveim mánuðum liðn- um. — E fnahagsaBsfoð v/ð Bandarikin BONN, 6. febrúar, (Reuter). — Vestur-þýzka stjórnin tilkynnti opinberlega í dag, að hún mundi veita 1 milljarð dollara til þess að aðstoða Bandaríkin við að draga úr gulleyðslu sinni erlend- is. — Talsmaður efnahagsmála- rálðuneytisins sagði við þetta tækifæri, að bandaríska ríkis- stjórnin hefði ekki látið hafa eft- ir sér nein ummæli á opinberum vettvangi um þetta tilboð vestur- þýzku stjórnarinnar. ★ yfirlýsingu vestur-iþýzku í stjórnarinnar, sem bgrt var 1 dag, segir m.a., að þegar í stað verði greeiddar 587 millj. dollara af 787 millj. dollara af stríðs- skuldum V-Þýzkalands. í öðru lagi lofar vestur-þýzka stjórnin að greiða þegar í stað 125 millj. ^ollara fyrir vopn, sem hún hef þess býðst hún til að greiða 200 millj. dollara fyrir fram vegna frekari vopnakaupa. Einnig býðst vestur-þýzka stjórnin til þess, að taka nokk- urn þátt í kostnaði við fram- kvæmdaáætlanir, sewt Banda- ríkjastjórn hefur g'ert til þess að flýta efnahagsþróun landa, sem skammt eru á veg komin í þeim efnum, og jafnframt hyggst hún auka íramlag Vestur-Þýzka lands til Atlantshafsbandalags- ins úr 13,4% £20%, með því skil yrði, að önnur aðildarríki auki framlag sitt einnig. Ljóst virðist, að ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands telur sig ekki geta gengið lengra til móts við óskir Bandaríkjamanna um efnahagsaðstoð. Hinsvegar er vitað, að Bandaríkin hafa farið fram á meiri aðstoð frá Vestur- Þýzkalandi og mun máli þessu Þessi mynd gefur ofurlitla hugmynd um þann fögnuð, sem greip um sig meðal hinna 586 farþega „Santa Maria“, þegar leyfi ver fengið fyrir því, að þeir mættu ganga á land í Recife-höfn í Brasilíu. — Andartaki eftir að þessi mynd var tekin var þilfar „Santa Mariu“ alautt — allir farþegarnir þustu til vistavera sinna til þess að ganga frá farangri sinum. Þríveldisráð- stefnan í Genf hefst á ný ur pantað í Bandaríkjunum. Auk því hvergi nærri lokið. GENF, 6. febr. — (NTB/Reut- er) — Þríveldaráðstefnan um bann við kjarnavopnatilraunum kemur saman á ný hinn 21. marz nk., að því er tilkynnt var opinberlega hér í borg í dag. — Ríki þau, sem aðild eiga að þess ari ráðstefnu, eru Bandaríkin, Bretland og Sovétveldið. Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tjáði blaðamanni í Washington í dag, að aðalfulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnunni yrði nú Arthur H. Dean, náinn samstarfsmaður Johns Fosters Dulles, fyrrum ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. „Santa Maria' skilar af sér RECIE, Brazilíu, 6. febr. (Reut er). — Á laugardaginn var lystiskip það hið fræga „Santa Maria“ afhent eigendum sín- um eftir 13 daga einstætt sigl- ingaævintýri. — Mario Maia, skipherra, sem Hcnrique Gal- vao svipti völdum hinn 22. jan. sl. tók á ný við forráðtam skips ins. Var athöfn sú öll hin há- tíðlegasta. Jafnskjótt og Galvao hafði afhent skipið sigldi systurskip ,Santa Maria“, „Vera Cruz“ inn í Recifehöfn til þess að taka þar þá farþega „Santa Maria“, sem ekki hófðu þegar verið á brott fluttir. Gert var ráð fyrir að „Vera Cruz“ léti úr höfn innan sólarhrings. AMMAN, Jórdaníu, 3. febr. (Rt.). — Meira en 400 Jórdanir hafa tekið upp sjálfboðavinnu í her uppreisnarmanna í Alsír, að því er talsmaður útlagastjórnarinnar segir. Skýrði hann frá þessu að loknum fundi Arabaráðsins, þar sem ákveðið var að uppreisnar- mönnum skyldi látin í té meiri vopn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.