Morgunblaðið - 07.02.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.02.1961, Qupperneq 2
2 MORCVTSBLAÐIÐ ÞriSjudagur 7. febrúar 1961 Minkur á Austur- landi VOPNAFIRÐI, 6. febr.. — í haustgöngum urðu menn þess varir að eitthvert kvikindi hafði hreiðrað um sig í eyði býlinu að Fossi, en þar hafast gangnamenn við. Þeim datt helzt í hug að um rottu væri að ræða. Nokkru siðar voru svo gerðar ráðstafanir til þess að fara með rottueitur á bæ inn. Þegar komið var með það, þóttust menn þess full- vissir að þarna væri minkur, en það dýr hefur ekki fram til þessa sézt á Austurlandi, og raunar ekki komizt nær því en að Mývatni. Frekari athuganir leiddu svo í Ijós að inn við Einarsstaði fannst minnkaslóð og er hann því kominn að Hofsá. Björgvin Stefánsson, sem þekkir nokk uð til minka, fullyrðir að ekki sé um að ræða nema eitt ein asta dýr„ Og spumingunni um það hvernig minkurinn hafj kom izt til Austurlands, svara menn á þá leið, að hann hafi komizt yfir Jökulsá á Fjöll um, síðan meðfram Skarðsá og Langadalsá og fylgt henni unz hún rennur í Hofsá. — Sigurjón. Símon Sigurðsson form. Félags fram- reiðslumanna AÐALFUNDTJR Félags fram- reiðslumanna var haldinn 25. jan. s.l. A fundinum var flutt skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, reikningar félags ins samþykktir og kjörnir trún- aðarmenn fyrir árið 1961: Stjóm: Símon Sigurjónsson, form.; Haraldur Tómasson,, vara form.; Bjarni Bender ritari; Jón Maríasson, gjaldkeri; Róbert Kristjánsson, meðstjórnandi. Varastjóm: Valur Jónsson, Guðmundur H. Jónsson, Grétar Hafsteinsson. Endurskoðendur: Henry Han- sen, Guðmundur H. Jónsson. Til vara: Janus Halldórsson. Trúnaðarmannaráð: Baldur Gunnarsson, Sigurður Gíslason, Theódór Olafsson, Þórarinn Flygenrig. Varamenn: Janus Halldórsso*, Henry Hansen, Guð mundur H. Jónsson, Viðar Otte- sen. Fulltrúi i stjórn S.M.F.: Har- aldur Tómasson. Slys á Akranesi AKRANESI, 6. febr.: — öldruð kona, Björg Gísladóttir, slasað- ist á götu hér í bænum í dag. Var hún á gangi eftir Kirkju- brautinni. Sólin skein beint framan í hana, svo hún blindað- ist, en vörubíll kom undan sól og er hann var í þann veginn að nema staðar gekk gamla konan beint á bílinn. Fékk hún mjög þungt höfuðhögg og slæma byltu, því hún skall á hnakkann í göt- una. Var hún flutt í sjúkrahúsið hér og var líðan hennar, að sögn læknis í kvöld, eftir atvikum. — Oddur. Dagsbá Alþingis Efri deild: — 1. Ríkisábyrgðir, frv. — 2. umr. — 2. Sveitarstjórnarlög, frv. — 2. umr. — 3. Sameining Afengis- verzlunar og Tóbakseinkasölu, frv. — 3. umr. Neðri deild: — 1. Afengislög, frv. — Frh. 1. umr. — 2. Ríkisreikningurinn 1959 frv. — Frh. 2. umr. — 3. Fiskveiða- sjóður Islands, frv. — 3. umr. — 4. Fæðingarorlof, frv. — 2. umr. — 5. Á- búðarlög, frv. — 2. umr. — 6. Lækkun á byggingarkostnaði, frv. — 2. umr. — 7. Verðflokkun á nýjum fiski, frv. — 1. umr. 1 wjjám ^ '• ■■■ Enn læknaskípti á Vopnafirði VOPNAFIRÐI, 6. febr.: — Enn standa fyrir dyrum læknaskipti hér á Vopnafirði. Guðjón Guð- mundsson læknir, sem hér hefur starfað í níu mánuði, er nú á förum héðan, til framhaldsnáms í Svíþjóð. Hér hefur hinn ungi læknir aflað sér slíkra vinsælda og trausts, að hann fékk almenna áskorun um það frá Vopnfirðing- um, að gerast héraðslæknir sveitarinnar. Guðjón taldi sig ekki geta orðið við þessari beiðni okkar, þar eð fyrir löngu hafi verið búið að gera áætlanir um frambaldsnámið. Héðan fylgja Guðjóni og konu hans hinar beztu óskir um gæfu og gengi. Við starfi héraðslæknis tekur Gissur Pétursson, sem kemur hingað um líkt leyti og Guð- jón hættir störfum. Það hefur verið boðað að Gissur muni að- eins starfa hér skamma stund. — Sigurjón. ÞESSUM BÍL var á laugardag inn ekið eftir Snorrabraut- inni. Hann var nýlega kominn af verkstæði, þar sem hann hafði verið gerður upp að verulegu leiti. En svo skeði óhappið. Ökumaðurinn missti allt í einu stjóm á bilnum og hann rakst á ljósastaur, og lagði hann nærri því að velli. Bíllinn stórskemmdist, en ökumaðurinn slasaðist ekki. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). Eysfeinn Jónsson slasast \\\a EYSTEINN Jónsson, alþingis- maður og fyrrum ráðherra, slasaðist á laugardaginn á skíð- um skammt frá Skíðaskálanum í Hveradölum. Eysteinn, sem er 54 ára og mikill unnandi skíðaíþróttarinn- ar og iðkar hana mjög, hafði farið upp í Hveradali á laugardaginn ásamt Tómasi Ámasyni, framkvæmdastjóra Tímans. Eysteinn stakkst fram yfir sig og virtist nærstöddum bylt- an ekki slæm. En hann gat ekki hreyft sig og í ljós kom að hann hafði fótbrotnað á öðr- um fæti, hlotið slæmt brot. — Einnig hafði hann handlegs- brotnað. Tómas bar Eystein heim í Skíðaskálann og þangað var hann sóttur af sjúkrabíl. Læknar skýrðu honum frá því, að hann ætti fyrir höndum allt að þriggja mónaða spítala- legu. Stafar það m. a. af hand- leggsbrotinu, því hann getur Þorrablót vestra Kindum náð úr Akrafjalli AKRANESI, 6. febr.: — A föstu- daginn tókst nokkrum mönnum að ná þrem kindum, sem verið hafa á sillu ndir Hanahnjúk í Akrafjalli síðan fyrirhluta vetr- ar. Er illmögulegt að komast þangað upp. Fjórar voru þær upphaflega en ein kom niður milli hátíða. Voru tvær kindanna sem náðust á föstudaginn orðnar æði horaðar, en ein var sæmileg til fara, eins og bændur kalla það. — Oddur. MIÐHÚSUM, 22. jan. — Laug- ardaginn 21. janúar í blíðskapar veðri héldu kvenfélagskonur í Geiradal þorrablót í hinu vist- lega félagsheimili sínu, Voga- landi. Þær buðu Reykhólasveitung- um þátttöku og var margt um manninn í Vogalandi þetta kvöld, sem allir áttu það sam- eiginlegt að skemmta sér. Skemmtunin hófst með borð- haldi og var þjóðlegur matur á borðum, svo sem hangikjöt, há- karl, harðfiskur og margt fleira góðgæti. Síðan hófust skemmti- atriðin og var þar meðal ann- ars upplestur; Grímur Arnórs- son, Tindum, og Stefán Jóhann- esson, Kleifum, lásu; útvarps- gamanþáttur (hermt eftir þjóð- kunnum mönnum), sungnar gamanvísur, sýndir borðsiðir. Milli þátta var almennur söng- ur og voru sungin ættjarðarlög. Undirleik annaðist frú Ólína Jónsdóttir, Miðhúsum. Að lokum var stiginn dans og lék Erlingur í Melbæ fyrir dansinum ásamt félögum sínum, Halldóri Dalkvist og Jakobi Ormssyni. Dansinn hófst með vísna- marsi og stjómuðu marsinum /* NA /5 fimi/or / SV50hnútar H SnjóÁoma 9 06i J7 Skúrir IC Þrumur 'WS, Kutíaaht ZS Hitaski! H H»i L A SUNNUDAG var djúp Iægð (970 mb.) suður af Vestmanna eyjum. Eins og þetta kort ber með sér hefur lægðin þokazt í áttina til Skotlands, en er ennþá um 975 mb. Er allsnarp uf V-vindur um Bretlandseyj ar og 4—8 stiga hiti. Hér á landi hefur lægðin haft furðu- lítil áhrif og má nú heita hæg NA-átt um allt land með bjart viðri á S og V-landi en þykk- viðri norðaustan lands. Víðast er frostlítið með ströndum fram, en i innsveitum er um eða yfir 10 st. frost. — Ný lægð er að koma í ljósmál suðaustan af Nýfundnalandi og mun hreyfast ANA-eftir. Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi Suðvesturland og miðin: Hægviðri og bjartviðri, en hvessir sennilega af austan annað kvöld. Faxaflói til Suðausturlands og miðin: Hægviðri og heið- ríkt eða léttskýjað. frú Steinunn Hjálmarsdóttir, Reykhólum, og Baldvin Sigur- vinsson, Gilsfjarðarbrekku, af mikilli röggsemi og fjöri. Þorrablótinu stjórnaði formað ur kvenfélagsins, frú Friðrika Bjamadóttir, Króksfjarðamesi. Þorrablótið fór prýðilega fram og skemmtu menn sér yfirleitt ágætlega. — Sv. G. Ný þingskjöl í fyrradag var lögð fram á Aliþingi breytingartiilaga frá Gísla Jónesyni við fr.unwarp Péturs Sigurðssonar um breyt- ingu á áfengislöigiunium. Er breyt ingartillaga Gísla svoihljóðandi: „Við 1. gr. Greinin orðist svo: 2. mgr. 31. gr. laganna orðist svo: Áfengisivamaráð lætur gera krvikmyndir um öll þau atriði, sem talin eru upp í 1. mgr. þess arar greinar. Skal fræðslumála stjórninni skylt að sjá uim, að skólamir eigi jafnan kost á að sýna kvikmyndir þessar í heild eða kafla úr þeim, eftir því sem við á á hverju skólastigi, o>g að þeir eigi enn fremur aðgang að hentugum kennslubókum og öðr um kennsdukvikmyndum tid fræðslu um áhrif áfengisnautn- ar, enda sé haft fullt eftirlit með því, að haldið sé uppi slíkri fræðslu í öllum skólum lands- ins. Kostnaður við kvikmynda- gerðina greiðist úr gæzluvistar- sjóði“. Þá kom frá landibúnaðarnefnd frumvarp til laga um varnir gegn útbreiðslu kartöfluhnúðorma og æxlaveiki i kálijurtum og út- rýmingu hennar. Allmörgum nýjum frumvörp um var útbýtt á Alþingi í gær. Stjórnin flytur frv. til erfðalaga, sem er mikill lagabálfcur í níu köflum og 62 greinum. Önnur stjórnartfrumvörp: beryting á lögum um réttindi og skyldiur hjóna, breyting á lögum um skipti á dánarbúum og félags- búium o.fl., breyting á lögum um ættaróðal og erfðaábúð. Frá menntamáilanefnd var lagt fram frv. um bókasafnasjóð. Er lagt til í frv. að hann verði styrktur með skatti atf tímaritum og blöðum öðrum en dagbíöðum. Frá sömu nefnd var lagt fram frv. um kirkjuorganleikara og söngkennslu í barna- og imglinga skólum utan kaupstaða. Frá fjárhagsnefnd var lagt frv. um kirkjubyggingarsjóð og lagt til að greidd verði til hans ein miEjón á árin næstu 20 árin. Þá var lagt fram frv. til laga um verðflokkun á nýjum fiski, flm. Lúðvík Jósefsson og Karl Guð- jónsson. ekki stuðzt við hækjur fyrr ea handleggur hans er að fuilu gró inn. Líðan Eysteins var eftir atvikum í gær. Norræni sumar- skólinn N O R R Æ N I Sumarháskólinn verður haldinn í Sigtuna í Sví- þjóð dagana 18.—30. júlí n.k. og er það í 11. sinn, sem Sumar- háskólinn starfar. Oftast hafa sótt hann um 250 norrænir stúdentar, kandidatar og há- skólakennarar, en tilgangur Sumarháskólans er að ræða efni, sem liggja á mörkum fræði- greina. Eru haldnir umræðu- og, undirbúningsfundir að vetrinum í öllum háskólabæjum Norður- landa, en í Sumarháskólanum skiptast menn svo í hópa eftir áhugamálum og ræða þau. Gefst mönnum þar gott tækifæri til að kynnast persónulega þeim, sem stunda hliðstæð störf á Norður- landi eða glíma við svipuð vandamál og viðfangsefni. Nokkrir ísíendingar hafa á- vallt sótt Sumarháskólann, og hafa verið haldnir hér undir- búningsfundir síðari hluta vetr- ar. Svo verður einnig nú. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þátt- töku í Norræna Sumarháskólan- um, en hún er heimil öllum, sem lokið hafa stúdentsprófi, skulu snúa sér til þeirra Ólafs Björns- sonar, prófessors, eða Sveins Ágeirssonar, hagfræðings, fyrir 10. febrúar, en þeir gefa allar upplýsingar. (Frá íslandsdeild Norræna Sumarháskólans) Stálu 16 hundruð wiskýflöskum Toulon, 6. febr. (Reuter). I DAG átti lögreglan hér í miklum eltingaleik við bófa lokk, sem hafði stolið 16 hundruð flöskum af wiskýi úr vöruhúsi nokkru í nótt. — Aðspurð sagði lögreglan, að það hlyti að hafa tekið þjófana mestalla nóttina að koma öllum þessum flösk- um fyrir í bílnum. Lögregl- an hatfði upp á bílnum í dag, en allur drykkurinn var þá á brott. Útsvörin á Akranesi AKRANESI, 6. febrúar. — Fjár- hagsáætlun fyrir Akranesbæ, fyr- ir árið 1961, var lögð frám til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórn ar sem haldinn var í dag. Helztu liðir tekjumegin eru; Fasteignaskattur ..... kr. 508.000,00 Húsaleigur ............. — 160.000.00 Söluskattur frá jöfn- imarsjóði ........ — 1.500,000,00 Niðurjöfnuð útsvör ..... — 11.000.000,00 ASrar tekjur ........... — 80.000,00 Kr. 13.248.000,00 Gjöld bæjarsjóðs eru áætluö sem hér segir: Stjórn kaupstaðarins .... Kr. 613.400,00 Framfærslumál .......... — 365.000,00 Lýðhjálp og lýðtrygging — 2.305.400,00 Menntamál ........_..----- 1.325.175,00 Heilbrigðismál --------- — 303.000,00 Lögreglumál -------------— 459.200,00 Skipulagsmál ........... — 155.000,00 Landbúnaðarmál ......... — 125.000,00 Brunamál-----------------— 110.500,00 Þrifnaður---------___. — 335.000,00 Vextir og skattar------- — 437.500,00 Ymsir styrkir .......... — 146.500,00 Óviss Útgjöld -------- — 150.000,00 Verklegar framkvæmd- ir og eignaaukning .... — 6.417.325.00 Kr. 13.248.000,00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.