Morgunblaðið - 07.02.1961, Side 8

Morgunblaðið - 07.02.1961, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. febrúar 19P Erlend- ir viö- buróir Sultur fyrri alda Fyrr á öldum meðan tækni og vísindaþekking var skammt á veg komin var hin ægilega hung- arvofa ætíð á næsta leiti. Hung- ursneyðir geisuðu t. d. í Evrópu með skömmu millibili og var Evrópa þó lengst komin allra heimsálfa í hverskonar menn- ingu. Hungursneyð er ægilegt ástand, sem fæstir nútímamenn geta gert sér greiri fyrir. A stórum lands- svæðum er bókstáflega engan mat að fá, favar sem leitað er. Með tóma maga flosnar fólk upp frá atvinnu sinni og heimkynn- um stefnulaust, eitthvert í leit að einhverju ætilegu. Barátfca faefst um það, hvort geyma eigi útsæði til næsta árs, eða éta það á stundinni og hætta að hugsa um framtíðina. Islenzka þjóðin hefur líka kynnzt hungursneyðum, þótt hún sé í góðum holdum í dag og þótt varla séu nokkrir menn nú- lifandi er muni eftir því þegar algert bjargleysi kom yfir heila iandsfaluta. En annálar og sagna rit geyma þá dapurlegu minningu á gulnuðum blöðum. „Vetur mjög rosasamur með bágum sjógæftum, en mestu faarðindi til bjargræðis, svo margt fólk dó niður, sem fé eður hross í haga af hungri og hor um Island. I»á var etið margt óæti: grútur, þang, leð ur, fjörugrös, þönglar, hey og hross ekki sízt og allt það er tönn mátti á festa og hungrið saddi þá stund, deyjandi svo riður“. (Grímsstaðaannáll árið 1700) Hungursneyðir stafa að jafnaði af duttlungum veðurs og náttúru. Uppskeruibrestur verður eða afla brestur með einhverjum hætti. Þvi var hættara við þessari plágu fyrr á öldum, að menn voru skammt komnir í tækni og þekkingu og voru mjög háðir ytri aðstæðum, svo sem veður- farinu. Þá voru samgöngur miklu ófullkomnari en nú og enn mætti telja, að mannúðarskilningur náði ekki yfir landamæri og það mátti heita óþekkt að matvæli væru gefin milli landa til að forða hungursneyð. Ömurlegar fréttir frá Kongó og Kína A öllum þessum sviðum hefur mannkyninu fleygt fram. Lengst vildu hungursneyðir loða við í hinum óhemju fjölbýlu löndum Asíu. En þegar mikill uppskerubrestur varð í Indlandi um miðjan síðasta áratug, tókst að forða að mestu hungurdauða með geysimiklum og skjótum korngjöfum frá Bandaríkjunum. I rauninni er þekking manna og alþjóðasamtök nú komin á það stig, að hungursneyðir eiga að vera með öllu óþarfar, og þegar svo er komið hlýtur að verða litið á það sem alvarlega og sak- næma handvömm hjá stjórnend- um ríkjanna, ef þeir getá ekki unnið bug á hungurvofunni. Það er því mjög ömurleg stað- reynd, að fréttir skuli nú á ofan verðri 20. öld berast frá tveimur löndum heims um hungursneyð. Það er hryggilegt, já jafnvel ótrú legt, að hungurvofan skuli nú liggja yfir einu héraði Kongó og miklum hluta Kína. Styrjöld og stjórnmálaupp- lausn eru orsök hungursneyðar þeirrar sem komið hefur upp í hinu svonefnda Kasai-héraði, í suðurhluta Kongó. Hérað þetta er annars talið eitt auðugasta hérað í Kongó, landgæði eru þar mikil bæði til ræktunar og til vinnslu verðmætra efna úr jörðu. Ferðamenn sem á undanförnum árum hafa ferðast um Kongó segja, að afkoma almennings þar hafi verið nokkru betri í tveim- ur héruðum Kongó en hinum, þ.e. í héruðunum Katanga og Kasai. En Kasai hefur einnig ver ið óróasamasta hérað landsins. Þar búa margir herskáir ættflokk ar, óvenju stæltir og sjálfráðir. Belgiumenn áttu einna örðugast með að ráða við þessa ættflokka og það kom fyrir að þeir gátu ekki svo árum skipti bælt niður uppreisnir sumra ættflokkanna þarna. Þótt ættflokkarnir séu þannig margir í Kasai-héraði eru tveir þeirra þó fyrirferðamestir og kallast annar þeirra Lulua-ætt- flokkurinn og hinn Baluba-ætt- flokkurinn. Nokkur munur í tungu og siðum öllum, sem hvítir menn kunna varla sundur að greina veldur því að þessir tveir ættflokkar eru mjög andstæðir hvor öðrum og hafa tilraunir Belgíumanna til að dreifa þeim og blanda þeim saman því lítinn árangur borið. Þegar að því dró að Belgia veitti Kongó sjálfstæði og þeir fóru að auka sjálfstjóm íbúanna í hverju héraði, skarst fljótt í odda milli þessara tveggja ætt- flokka um yfirráð Kasai-héraðs. Belgir virðast fremur hafa dreg- ið taum Lulua-manna og af því spruttu svo uppreisnir Baluba- manna. Þessar uppreisnir brutust út talsvert löngu áður en Belgir gáfu Kongó sjálfstæði. Til dæm- is stóðu Belgíumenn fyrir víð- tækum hernaðaraðgerðum gegn Balufaa-mönnum um fyrri ára- mótin, misseri áður en landið varð sjálfstætt. En þá fyrst tók við algert stjórnleysi í héraðinu, þegar hinir innfæddu hermenn gerðu uppreisn gegn belgískum liðsforingjum, eftir að Kongó varð sjálfstætt. Varð ástandið þá langverst í Kasai-héaði, þar sem :skefjalaus ættflokkastríð hófust. Heilar sveitir voru lagðar í auðn og tugþúsundir manna, jafnvel hundruð þúsunda manna flýðu frá heimkynnum sínum og komust á vergang. Verst urðu Balubamenn úti í þessum skær- um. 400 þús. manns svelta Astandinu í Kasai-héraði hefur verið lýst í skýrslum frá heil- brigðisstofnun SÞ. Tala bjargar- lausra flóttamanna var milli 300 og 400 þúsund. Um 150 þúsund flóttamenn þjáðust af hungri, en allir voru vannærðjr. Af þeim sem voru nær dauða en lífi af hungri voru talin um 20 þúsund börn. Daglega gáfu hundruð manna upp öndina af hungri. Astandinu hefur verið lýst í skeyt um og frásögnum fréttamanna að sunnan. Þeir hafa m. a. nefnt dæmi um lítið kaþólskt sjúkra- hús í þorpinu Miabi. Sjúkrahúsið er gert fyrir 150 sjúklinga, en þar voru 1200. A hverjum degi létust margir af hungri, þar á meðal sex til sjö börn. Astandið er nú orðið talsvert betra. Matvælastofnun SÞ hefur beitt sér fyrir fjársöfnun og mat- vælasendingum frá fjölda landa. Beztu matvælagjafirnar hafa ver ið korn frá Bandaríkjunum, þurrmjólk frá Danmörku og skreið frá Noregi, en þetta eru þær tegundir matvæla, sem þörf- in var mest fyrir. Mikið magn matvæla hefur verið flutt flug- leiðist til Kongó og er það aðal- lega bandaríski flugherinn sem hefur annast þá flutninga. En til þess að hindra frekari hungurs- neyð í Kongó er álitið að daglega þurfi að flytja þangað um 100 tonn af matvælum, a.m.k. fram á mitt árið. Það er vissulega ömurlegt ástand í landi sem telst meðal hinna auðugustu landa heims að öllum jarðar gæðum. Annað sultarár í Kína Orsakir hungursneyðarinnar í Kína virðast allt aðrar en í Kongó. Þar er ekkert upplausn- arástand né styrjöld sem rask- að hafi friðsamlegum ræktunar- störfum. Þvert á móti búa Kín- verjar nú í fyrsta skipti um lang- an aldur við mjög sterka ríkis- stjórn. Um aldaraðir hefur Kína logað af innanlandsstyrjöldum. Nú loksins hefur landið verið friðað undir ægiveldi kommún- istastjórnarinnar í Peking. Hverjar eru þá orsakir hung- ursneyðarinnar í Kína. Hún dyn- ur nú meira að segja yfir landið annað árið í röð. Það er enn und arlegra að þetta skuli koma fyrir einmitt um sama leyti og kín- verska stjórnin lýsti því yfir, að kínverska þjóðin væri að taka „stóra stökkið" til stórkostlega bættra lífskjara. Þetta „stóra stökk" sem hinir jvaldamiklu stjórnendur Kína töl uðu svo mikið um fyrir tveimur árum, átti einmitt að gerast mjög á sviði landbúnaðarins. I áætlun- um stjórnarinnar var berum orð- um gert ráð fyrir því, að fram- leiðsla á korni, hrísgrjónum og öðrum matvælum tvöfaldaðist á þremur til fimm árum. í kjölfar kommúnukerfisins Allir sjá, að tvöföldun landbún aðarframleiðslunnar á svo skömmum tíma hefði verið feiki legt Grettistak, enda var það ekki ætlun stjórnendanna, að því yrði lyft án þess að nýjar leiðir yrðu farnar. Þóttust þeir vissir um að geta náð takmarkinu með rót- tækri þjóðfélagsbyltingu. Þeir kváðust nú ætla að stíga loka- skrefið inn í sæluríki sósíalism- ans. A einu ári innleiddu þeir hjá sér um gervallar sveitir lands ins lokatakmark kommúnismans, — kommúnurnar svonefndu. Þeir sinntu engu þeim óhemju þján- ingum, sem fólkið varð að þola er ríkisvaldið mótaði úr hverri manneskju eitt viljalaust smáhjól í gangverki kommún- anna og þeir skeyttu ekki um hrakspár, sem heyrðust úr öllum áttum, jafnvel frá bandamönn- um þeirra í Sovétríkjunum, sem létu opinberlega í ljósi vantrú á að nokkuð gott myndi leiða af slíku kommúnukerfi. Afsakanir og gagnrýni Fyrra sultarárið afsökuðu stjórnendur landsins neyðina með því að veðraöfgar hefðu eyðilagt uppskeruna í stórum hlutum landsins. Þeir sögðu að einstæðir þurrkar og rigningar hefðu skipzt á í dölum Gulafljóts og Yangtsekiang, en einnig minnt ust þeir lítillega á það, að vegna skorts á landbúnaðarverkamönn- um hefðu uppskerustörfin verið unnin víða í of miklum flýti. Nú þegar annað sultarárið ríð- ur yfir, þá hafa stjórnendurnir enn haft sömu skýringar á tak- teinum: — veðráttan var óblíð og þurrkar og ofsarigningar skiptust á um að eyðileggja upp- skeruna. En í tilkynningum kín- verskra stjórnarvalda virðist þó að þessu sinni gæta nokkuð meiri raunsæi en áður. Nú beinist „gagnrýnin“ að ófullnægjandi stjórn kommúnanna og opinber- lega er viðurkennt að ýmis mis- tök í forustunni hafi orðið mjög kostnaðarsöm. Blaðamenn frá hinum sósíalísku löndum Aust- ur Evrópu hafa ritað um vanda- mál Kína og þar hefur komið fram sú skoðun, að hér sé um al- varieg skipulagsmistök að ræða. Matvælaskorturinn stafi bein- linis af því að kommúnufyrir- komulagið hafi mistekizt. Hversvegna eru sumar þjóðir ríkar? Eg las fyrir nokkru grein 1 bandaríska blaðinu New York Times eftir hjónin Peggy and Pierre Streit, þar sem þau lögðu þá spumingu fram, hvernig stæði á því að Bandaríkjamenn, eða nokkrar hinna vestrænu þjóða einar hefðu komizt upp á lag með að eiga gnægtir alls, Greinin var ekki skrifuð í anda tollheimtumannsins, sem þakk- aði guði fyrir að hann var ekki farísei, heldur einlæg hugleiðing um það, hvernig á þessu stæði og hvernig mætti bæta hag þeirra Framh. á ois. 13. Eitt af fómarlömbum hungursneyðarinnar í Kongó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.