Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVTSPL 4Ð1Ð Þriðjudagur 7. febrúar 1961 fitrpitiMaliiíb Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. “ Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. TILRAUNAKANÍNA KOMMÚNISTÁ \T estmannaey j akaupstaður ^ er eitt þróttmesta fram- feiðslubyggðarlag landsins. Þar eru oft gerðir út á vetr- arvertíð yfir 100 vélbátar. Stór, fullkomin og afkasta- mikil hraðfrystihús og fisk- iðjuver vinna úr afla þeirra. Útflutningsverðmæti afurð- anna er mikið og vaxandi. Þetta byggðarlag hafa kommúnistar nú valið til þess að hefja þar verkföll og alhliða árás á útflutnings- framleiðsluna. Þeir hafa um nokkurt skeið verið þar all- sterkir innan verkalýðshreyf ingarinnar. Þau yfirráð á nú að nota til þess að lama at- hafnalíf byggðarlagsins vik- um saman. En með verkföllum komm- únista í Vestmannaeyjum er þó meira að gerast. Komm- únistar eru þar að þreifa fyrir sér um möguleika til þess að geta brotið niður þá tilraun, sem gerð hefur ver- ið til efnahagslegrar við- reisnar í landinu. Ef þeim tekst að framkvæma langt og dýrt verkfall í Vest- mannaeyjum og knýja þar fram verulega kauphækkun, telja þeir sér eftirleikinn auðveldari á víðari vett- vangi. Þannig er verkalýðurinn og hin þróttmikla fram- leiðslustarfsemi í Vest- mannaeyjum orðin að nokk- urs konar tilraunakanínu kommúnista! Engu skal um það spáð, hver verður niðurstaða átak- anna í Eyjum. Hitt þurfa hvorki Vestmannaeyingar eða aðrir að fara í grafgötur um, að takist kommúnistum að ná markmiði sínu með verk- föllunum þar, hlýtur afleið- ing þess að verða nýtt kapþ- hlaup milli kaupgjalds og verðlags, ný verðbólgualda og nýtt gengisfall íslenzkrar krónu. En vill verkalýðurinn í Vestmannaeyjum eða annars staðar á íslandi að slík ó- gæfuspor verði stigin? FÁHEYRT FÖST- BRÆÐRALAG í öllum nágrannalöndum okkar íslendinga er lit- ið á kommúnista sem varga í véurp lýðræðisþjóðfélaga. Þannig er þetta t. d. meðal allra frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Hvorki jafn- aðarmenn, sem eru þar stærstu stjórnmálaflokkarn- ir, né borgaralega sinnaðir flokkar, vilja eiga við þá hið «------------------------- minnsta samstarf. í öllum þessum löndum eru komm- únistar líka örsmáir flokkar og áhrifalausir. Aðeins í Finnlandi hafa þeir náð all- miklu fylgi. En þar njóta þeir nálægðarinnar við Rúss- land. í Vestur-Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu eru kommúnistar einnig gersam- lega fylgislausir. í Bretlandi eiga þeir enga fulltrúa á þingi. Þannig er afstaða þeirra þjóða, sem búa við þroskað- ast lýðræði og þingræði til hins alþjóðlega kommúnima. En hvernig er þessu varið hér á landi? Því er þannig varið, að næststærsti stjórnmálaflokk- ur þjóðarinnar, Framsóknar- flokkurinn, hefur gengið í náið bandalag við kommún- istaflokkinn. — Framsóknar- menn hjálpa kommúnistum eins og þeir geta til auk- inna valda og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. — Þeir kjósa með þeim í nefnd ir og trúnaðarstöður á Al- þingi og reyna að styrkja að- stöðu þeirra, hvar sem þeir mega því við koma í þjóðfé- laginu. Það sætir vissulega engri furðu þótt mörgum virðist þetta fósrbræðralag vera fár- ánlegt. Sú ályktun, sem af því má draga, sýnir þó fyrst og fremst og sannar hina al- geru hentistefnu Framsókn- armanna. Þeir einbeita kröft um sínum að því í dag að styðja kommúnista í niður- rifs- og skemmdarstarfsemi þeirra í efnahagsmálum landsmanna. Það er mikil blekking, þeg ar Framsóknarmenn og kommúnistar halda því fram, að með slíku atferli séu þeir að berjast fyrir bættum lífskjörum almenn- ings á íslandi! Þeir eru þvert á móti að berjast fyr- ir vaxandi dýrtíð, atvinnur leysi og kyrrstöðu. Um fram kvæmd þeirrar „hugsjónar" er fóstbræðralag Framsókn- armanna og kommúnista myndað. PRÓFRAUN SÞ Cameinuðu þjóðunum tókst ^ að hrinda árás komm- únista á Suður-Kóreu á sín- um tíma. Þeim tókst að koma í veg fyrir að Kínverj- ar og Rússar notuðu leppa sína í Norður-Kóreu til þess að brjóta Suður-Kóreu und- ir sig. í þessu var mikill sigur Maria Callas Til hægrl á myndinnl eru Maria Callas, Franco Corelli og Ettore Bastianni eftir frumsýninguna í Las Scala. Lengst til vinstri, i neðstu stúku, er m.a. skipakóng- sættist fólginn. En nú standa Sam- einuðu þjóðirnar frammi fyrir nýrri prófraun. Sam- tökin hafa gert djarflega til- raun til þess að bjarga Kongó frá blóðugri borgara- styrjöld. En nú er svo kom- ið að sumar þeirra Afríku- þjóða, sem þangað sendu herlið á vegum Sameinuðu þjóðanna, hafa dregið það til baka, og aðrar hóta að gera það á næstunni. Við borð liggur að samtökin standi 1 uppi ráðþrota gagnvart inn- 1 byrðis illdeilum og lánleysi L Kongó-búa sjálfra. I Það versta er svo, að Rússar og fylgiríki þeirra kynda elda upplausnarinnar í Kongó með stuðningi við fylgismenn Lúmúmba, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem á sínum tíma átti ríkan þátt í að hleypa öllu í bál og brand í landinu með flumbruhætti sínum og þroskaleysi. Er nú svo kom- ið að kommúnistaríkin eru tekin að veita stuðnings- mönnum Lúmúmba í Aust- ur-Kongó hernaðarlegan stuðning og reyna jafnhliða að veikja sátta- og friðar- ■ starfsemi Sameinuðu þjóð- anna. Ástandið í Kongó er þann- ig komið á mesta hættustig, sem það hefur komizt á allt frá því að Sameinuðu þjóð- irnar hófu málamiðlunar- starf sitt í landinu. Er í bili vandséð hvernig úr því ræt- ist. — við La Scala ÞAÐ var fyrir um það bil tveim árum, að hin fræga og skapmikla óperusöng- kona, Maria Callas, rauk í miklu fússi frá La Scala- óperunni í Mílanó — og sór og sárt við lagði, að aldrei skyldi hún framar á sinni lífsfæddri ævi stíga fæti sínum inn fyrir dyr á þeim bölvaða stað! — Stjórnendur óperunnar voru í engu betra skapi, og lýstu því yfir, froðu- fellandi af bræði, að ekki kæmi til mála að ráða slíkan pilsavarg að óper- unni aftur. Óperugestir í Mílanó strikuðu þar með nafnið Callas út af óska- lista sínum. — ★ — En, viti menn. Þegar starfs ár Scala-óperunnar hófst fyr- ir skömmu — þá var það engin önnur en Maria Callas í eigin persónu, sem „opn- aði“ starfstímabilið, eins og það er kallað. — Hún söng aðalhlutverkið, Poalina, í ó- þekktri Donizetti-óperu, sem nefnist Poliuto. Þetta er fremur ómerkilegt verk, frá fyrrihluta 19. aldar, enda gleymt fýrir langa-löngu — en var grafið upp fyrir þetta sérstaka tækiíæri. ★ Stúkusæti 65 þús. kr.! Það var mikið um dýrðir í leikhúsinu á frumsýning- unni, og tignir gestir komu hvaðanæva að til þess að vera viðstaddir þennan óvænta „sáttafund“. — Hús- ið var skreytt með 16.000 ljósrauðum nellikkum frá San Remo. — Fremst í neðstu stúku til vinstri við leiksviðið sat m. a. hinn náni vinur söngkonunnar, Aristoteles Onassis (gríski skipakóngurinn), en meðal annarra stúkugesta gat að líta slíkt stórmenni sem for- seta öldungadeildar ítalska þingsins, forseta Uruguay, Grace furstafrú og Rainier fursta af Monaco, Begum Aga Khan, . hina ómissandi samkvæmiskonu Elsu Max- well og fjölda annarra hefð- arkvenna, í dýrindis-kjólum frá Dior, Balenciaga og Jacques Heim. Það var bók- staflega slegizt um aðgöngu- miðana — og boðið var stór- fé fyrir stúkusæti, eða sem svarar allt að 65.000 ísl kr.! — ★ — Aðalmótleikari Callas i óperunni var hinn ungi og hávaxni, ítalski tenór, Franco Corelli, en meðal annarra frægra óperusöngvara, sem þátt tóku í sýningunni, má nefna barytónsóngvarann Ett ore Bastianni. ■jf Sjálfsmorðshótun I fyrsta sinn í sögu l' Scala-óperunnar hafði fólk staðið í biðröð í tvo sólar- hringa til þess að ná í að- göngumiða — og þegar hálf- um mánuði fyrir frumsýn- inguna höfðu borizt um 5 þúsund beiðnir um miða, að- eins frá blöðum og frétta- stofnunum. — Næstum sólar- hring áður en sýning hófst, tóku íbúar Mílanó að raða sér upp í grennd við óper- una til þéss að horfa á sýn- ingargesti, er þeir kæmu. — Sem dæmi um þau ósköp, sem á gengu, má geta þess, að maður nokkur frá Vene- zúela hótaði að fremja sjálfs- Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.