Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Alyktun mannréttindanefndar Evrópu um stóreipaskattinn EINS OG áður hefur verið skýrt írá, ályktaði Mannréttindanefnd Evrópu, að hún gæti ekki tekið til meðferðar mál varðandi stór 'eiffnaskatt þann, sem lagður var ■á 1957. Ályktun nefndarinnar er ýtarlegri en svo, að unnt sé að taka hana upp í heild, en nokk- Urra meginatriða skal getið. Málsatvik. MálsatVik eru rakin í álykt- uninni. Skv. lögum um skatt á Stóreignir nr. 44/1957 var Guð- tmundi Guðmundssyni gert að igreiða skatt þennan, #g var Ihann m. a. lagður á hlutafjár- eign hans í Vjði h.f. Dómsmál var höfðað út af skattálagning- Unni. Með dómi bæjariþings Œteykjavíkur var hafnað þeirri kröfu, að skatturinn yrði með öllu felldur niður. Hins vegar Var felld niður skattálagning vegna hlutabréfaeignar í Víði hf. 'og skattyfirvöldum gert að á- feveða skattinn að nýju og miða Ihann við sannvirði hlutabréf- anna. Áður hafði verið miðað við Ihreina eign hlutafélagsins, er Ihenni hafði verið skipt á hlut- !hafa eftir hlutafjáreign. í dómi, sem kveðinn var upp 29. nóvember 1958, komst Hæsti réttur að sömu niðurstöðu og bæjaiþingið. Rök kæranda. Fyrir Mannréttindanefnd Evrópu var því haldið fram, að lögin um skatt á stóreignir brytu i bága við 1. grein viðbótarsamn ings við Evrópuráðssáttxnálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis svo og 14. grein sátt- málans, — þar sem m. a.: — álagningin hefði verið stjórnarskrárbrot, -— álagningin ihefði falið í sér eignaupptöku, — þessi tegund skattálagning ar hefði verið óréttlætan- leg, •— álagningin hefði ekki getað orðið til að koma fjárhags- kerfi ríkisins á réttan kjöl, — álagningin hefði falið í sér mismunum, — álagningi hefði verið ráð- stöfun by.ggð á stjórnmála ástæðum. Rök þau, sem fram voru færð Iþessu til stuðnihgs, eru rakin í lályktun Mannréttindanefndarinn 'ar, og er þar m. a. getið um álitsgerð frá dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, sem fram var lögð í málinu. í lokagreinargerð sinni Bögðu talsmenn Guðmundar Guð mundssonar m. a.: — að Hæstiréttur hafi fallizt á, að skattaðilum hafi ver ið gert mishátt undir höfði, — að slík skattálagning sé í ósamræmi við aiþjóðasamn inga, sem séu lög á íslandi og verði ekki ógiltir með löggjöf eða dómum, — að stóreignaskattsálagning- in sé einstök í vestrænum lýðræðisríkjum og úrslit málsins hafi þýðingu fyrir lýðfrelsi á íslandi á sviði fjármála og atvinnumála svo og á, hvort heilbrigðir stjórnarhættir séu virtir. Niðurstaða nefndarinnar. Mannréttindanefndin komst að Iþeirri niðurstöðu, að það hefði ekki við rök að styðjast, að lög in um stóreignaskatt fælu í sér brot á 1. gr. viðbótarsamningsins við Mannréttindasáttmálann. Greini er svohljóðandi: k „Öllum mönnum og persónum !að lögum ber réttur til þess að njóta eigna sinna í friði. Skal ‘engan svipta eign sinni, nema hag tir almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðaréttar. Eigi skulu þó ákvæði síðustu málsgreinar á nokkurn bátt rýra réttindi ríkis tU þess að full- nægja þeim lögum, sem það telur nauðsynleg til þess að eftiriit sé Langri deiíu lokið Geysisorkuverið Nýju Delhi, 12. jan. (Reuter). HINN 19. sept sl. undirrituðu þeir Nehrú, forsætisráðherra Ind lands, og Ayub Khan, forseti Pakistans, samkomulag milli landanna um skiptingu vatnsrétt inda í Indus-fljóti og sex þverám þess. — Við stutta athöfn, sem haldin var hér í dag, var því lýst yfir, að samningur þessi kæmi nú til framkvæmda. Með samningnum um skipt- ingu vatnsréttindanna er endi bundinn á 12 ára deilu Indlands og Pakistans, sem mjög spillti sambúð landanna. haft með notkun eigna í sam- ræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta, annarra opinberra gjalda og sekta“. í rökstuðningi nefndarinnar fyrir þessari niðurstöðu segir m. a., að fullvalda ríki sé tvímæla- laust heimilt að leggja á skatta eða önnur gjöld til notkunar í al- menningsíþarfir. Því hafi verið yfir lýst, að stóreignaskatturinn hafi verið lagður á til að ná jafn vægi í peninga- og fjármálum. Hafi hann því auðsjáanlega varð að almenning og að áliti ríkis- stjórnarinnar verið í almennings þágu. Þá segir nefndin, að aimennar meginreglur þjóðaréttar, sem vitnað er til í 1. gr. viðibótarsamn ingsins, eigi við útlendinga ein- göngu og verði þeim því ekki beitt hér. Þar stóðu áður strókar upp úr jörð sem nú er Geysisorkuverið Jarðgufa beizluð til raforkuframleiðslu Með tilliti til þessa telur nefnd in, að ákvæði laga nr. 44/1957 séu á allan hátt í samræmi við fyrrnefnda samningsgrein að því er varðar rétt manna til að njóta eigna sinna í friði. Nefndin segir síðan, að hvað sem öðru líður, sé tekið fram í 2. málsgrein 1. greinar viðbótar samningsins, að ákvæði 1. máls- greinar skuli ekki á nokkurn 'hátt rýra réttindi ríkis til að tryggja greiðslu skatta eðan ann arra opinberra gjalda. Falli 'stóreignaskatturinu undir þetta ákvæði. Geti kærandj því ekki stutt mál sitt með tilvfsun til 1. greinar viðbótarsamningsins. Þá segir nefndin, að mál sitt geti kærandi ekki heldur stutt með tilv. til 14. málsgreinar Mann réttindasáttmálans, en hún fjall ar um jafnræði manna. Kveður nefndin það almennt, að skatta löggjöf taki með mismunandi 'hætti eða í misríkum mæli til fólks eða annarra aðila. Nefndin komst einnig að þeirrj niðurstöðu að það hefði auðsjáanlega ekki við rök að istyðjast að by.ggja málskotið til nefndarinnar á því, að lögin um stóreignaskatt fælu í sér brot á 67. grein stjórnarskrár íslands. Segir nefndin í þessu sambandi, ‘að hlutverk hennar sé ekki það að vera yfirdómstóll dómstóla aðildarríkjanna, þegar þeir hafa ‘fjallað um mál, sem að öllu eru innan þeirra lögsögu. Útdráttur úr frétt frá upplýs- ingadeild Evrópuráðsins 24. jan. 1961. FYRIR rúmri öld var maður nokkur á bjarndýraveiðum í norðurhluta Kaliforníu. Þá bar svo við, að hann kom í þröngt gil, þar sem gufu- strókar stóðu upp úr jörð- inni. Þessi gufuop eða hverir sem veiðimaðurinn af mis- skilningi kallaði geysa, hafa verið ónotaðir, þar til nú fyrir skömmu. Gufan, sem áður streymdi upp í loftið, hefur nú verið beizluð og notuð til að framleiða raf- orku. Það er komið orkuver í gilið, og gufan er leidd í rörum úr gilinu í orkuver- ið, þar sem henni er breytt í rafmagn. Eigandi þess er bandaríska fyrirtækið Pacific og heitir það Geysisorkuver- ið. — Þetta er eina orkuverið á meg- inlandi Ameríku, sem hagnýtir jarðhita til raforkuframleiðslu, og fyrsta orkuver þessarar teg- undar, sem rekið er af einka- fyrirtæki. Undanfarin ár hafa bandarískir vísindamenn unnið mikið að því að leita að nýjum, ódýrum orkugjöfum og er fram- kvæmd sú, sem hér um ræðir, árangur af þeirri leit. Gufan úr hverunum framleiðir samtals 12.500 kw af rafmagni. Orkuverið er lítið og einfalt og er gangur þess sjálfvirkur. Hér þarf engan gufuketil til að fram- leiða gufu, og því þarf aðeins litla stöðvarbyggingu yfir túrbínurn- ar. Við hlið stöðvarhússins eru kæliturnar og skiptistöð. Orkan er leidd úr gilinu í leiðslum, sem liggja til undirstöðvar sama fyr- irtækis i nokkurra kílómetra fjar lægð. Eins og áður segir er Geys- isstöðin sjálfvirk. Þar er stýris- útbúnaður, sem tekur niður ná- kvæmar upplýsingar um ástand allra tækja og mæla orkuversins. Upplýsingarnótr eru síðan sendar áfram til undirstöðvarinnar í ná- grenninu, og þar eru notuð fjar- stýritæki, sem hafa eftirlit með starfsemi orkuversins og stilla tækin eða loka fyrir þau, ef hætta er á ferðum. ★ Starfsemi Geysisstöðvarinnar gengur sérstaklega vel, og hefur verið hagnaður af rekstri henn- ar. Hefur fyrirtækið í huga að auka framleiðslu orkuversins með því að gera fleiri borholur til að fá meiri gufu. Víðar í Bandaríkjunum eru nú gerðar athuganir á gufuhverum með það fyrir augum að beizla gufuna til orkuframleiðslu. Verkfræðingar og raforkustjórar víðs vegar úr Bandaríkjunum og frá öðrum löndum, þar sem hiti er í jörðu, hafa tekið sér ferð á hendur til Bjarnargilsins norður af borginni San Francisco í Kaliforníu til að kynna sér byggingu og starf- rækslu Geysisstöðvarinnar. Það hefur sesn sagt komið í Ijós, að það svarar kostnaði að virkja jarðhitann og getur þetta orðið til þess að reist verði svipuð orku- ver víðar, þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Á þetta eflaust eftir að breyta miklu í þeim hlutum heims, þar sem orkulindir eru dýrar. ^Gas and Electric Company.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.