Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 — Vikuyfirlit Framh. af bls. 8 mörgu sem búa við skort, þó ekki sé um algert bjargarleysi eða hungursneyð að ræða. Greinarhöfundar rifja upp ýmsar myndir af ferðum sínum í sunnanverðri Asíu, lýsa börn- unum sem ráfa í rifnum fötum urn stræti borganna og leita að matvælum í sorptunnum, eða unglingunum sem eru á verði um að safna hrossataði eða kúa- mykju jafnskjótt og dýrin láta það frá sér fara. A meðan þetta er að gerast í fátæku löndunum eiga 88% allra Bandaríkjamanna sjónvarpstæki og þeir geta vænzt þess að ríku- leg máltíð bíði þeirra er þeir snúa heim úr vinnu sinni á kvöld in. Greinarhöfundar komast að lokum að þeirri niðurstöðú, að Bandaríkjamenn hafi í rauninni ekkert sérstakt til þess unnið íram yfir aðrar þjóðir að njóta slíkrar velsældar. Og þau segja að lokum. — Þýðingarmesta verkefnið, næst á eftir því að varðveita friðinn er að fæða, fata og leysa þær milljónir undan ótta sem að saklausu búa við slíka eymd. Og fyrst af öllu er líklega það brýna verkefni, að vinna bug á hungurvofunni, hvort sem hún birtist í Kongó eða Kína og úti- loka að slíkur ósómi geti komið fyrir á gullöld tækni og vísinda. i»orsleinn Thorarensen. HAAG, Hollandi, 3. febr. — (Reut er). — 399 tonna gufuskip sökk undan eynni Korsíku í dag og er ókunnugt um afdrif skipshafnar- innar. Tvö skip voru nokkuð nærri slysstaðnum og sigldu til hjálpar og önnur skip á þessum slóðum hafa verið beðin að leita áhafnarinnar. EDINBORG, 3. febr. (Reuter). — Bandarísk orrustuþota steyptist í hafið skammt undan Skotlands- Strönd í dag. Flugmaðurinn var einn í vélinni og hefur hann enn ekki fundist. Að hrökkva eða stökkva VÍÐA eru vandamálin og sam- eiginleg eru þau öllum foreldr- um, sem vilja koma börnum sínum til manns og mennta, svo að þau verði betur undir það búin, að bjarga sér í öldu- róti lífsins. Sjáum til dæmis þessa fallegu gráu kisu, sem var svo óheppin að verða léttari uppi á húsþaki. Börnin byrjuðu að koma hvert af öðru og engin leið var fyrir hana að komast niður. Lengi hugsaði kisa ráð sitt, því að henni var ljóst, að hún yrði að komast niður af húsþakinu, til þess að börnin hennar gætu lifað. í nokkurri fjarlægð var tré, nakið og umkomulaust, því það var vetur. Engin horfði á það og sagði að það væri fallegt. En kisu fannst það ekki svo afleitt — kannske ekkert óskaplega fallegt — en að öllum líkindum yrði það henni afar gagnlegt, enda átti tréð athygli hennar óskipta. Hún mældi fjarlægðina frán- um augum og hugsaði — senni lega of langt. En annaðhvort var að duga eða drepast — hrökkva eða stökkva — og kisa stökk. Hún beit í hnakkadrambið á einum anganum, sem hvorki sá né heyrði hvað um var að vera og þeytti sér yfir með hann — það tókst og sú litla var ekki lengi að hlaupa niður — grein af grein og koma ang- anum sínum á öruggan stað, síðan aftur upp og sömu leið til baka með þá hvem af oðr- um. — Allir komust þeir ofan og enginn þeirra dó. skriiar um: KVIKMYNDIR „MAÐURINN sem ekki gat sagt nei“, með hinum góðkunna þýzka gamanleikara Heinz Riihmann í aðalhlutverkinu er um þessar mundir sýnd í Austurbæjarbíói. Segir þar frá sölumanni, Tómasi Frauner að nafni (Heinz Rúh- imann) hinum elskulegasta manni sem er gæðin sjálf og má ekki vamm sitt vita í neinu. En konu hans finnst hann ekki nógu metn aðargjarn og lætur hann óspart heyra það. Dag einn hittir Tóm- as á fömum vegi unga og fátæka stúlku með hund. Hann vorkenn- ir stúlkukindinni og kaupir af henni hundinn, en það hefði hann ekki átt að gera, því að þessi viðskipti flæktu hann í hinn svakalegustu kvennamál, sem lög reglan varð að fjalla um. Rellina, en svo hét stúlkan, var sem sé vandræðabarn, sem hafði strokið heiman frá sér og hafði nú ofan af fyrir sér með því að selja hundinn hvað eftir annað en ná honum til sín aftur jafnharðan. Bellinu er komið fyrir á heimili fyrir vandræðastúlkur, en strýk- ur þaðan ásamt tveimur öðrum stúlkum. Þær leita nú á náðir hins góðhjartaða Tómasar og hann kemur þeim fyrir í íbúð, sem vinur hans á, en hann hefur aðgang að. Hefjast nú þrautir Tómasar fyrir alvöru. Hann er afhjúpaður, sem hreinasti Casa- nova og myndir af honum birt- ast á forsíðum dagblaðanna. Eig- inkona hans verður þrumulostin sem eðlilegt er, en hversu þeim ótökum lýkur verður hér ekki rakið. Eg varð fyrir nokkrum von- brigðum af þessari mynd. Rúh- mann er að vísu skemmtilegur þarna sem endranær, en atburða rás myndarinnar er yfirleitt ekki nógu fjörleg og fyndin, þó að ■ einstök atriði séu dágóð. Líf og fjör í Steininum", enska gamanmyndin sem sýnd er í Trípolibíó er ágætlega leikin, enda fara þar með aðalhlutverkin snjallir leikarar svo sem Peter Seliers, Wilfrid Hyle Whits, Lionel Joffries o. fl En um þessa mynd er það sama að segja og myndina hér að ofan — hún er langdregin og atburðalítil þar til undir lokin, en þá gerist líka margt og mikið, því að félagarn- ir þrír í „Steininum“ og „presturinn" Soapy, sem er í glæpaflokki þeirra. láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Bregða þeir sér jafnvel stundarkorn úr fangelsinu og fremja eitt meiri- háttar rán af mikilli hugkvæmni, en þar með er sagan ekki öll . . . Úr myndinnl i Austurbæjarbíó. Fritz H. Berndsen Minning FRITZ H. Berndsen, trésmiður frá Skagaströnd, andaðist að- faranótt mánudags 30. jan. sl., á 81. aldursári, og var jarð- sunginn frá Fossvogskapellu 6. febrúar sl. Er stutt æviágrip, með hlið- sjón af 80 ára afmæli hans, í Morgunblaðinu 16. ágúst 1960, og verður því ekki farið frekar út í það hér. Er ég frétti lát hans, komu mér í hug orðin: „Nú er hönd- in haga, hætt að bæta og laga“. En ekki einungis það hugtak, er oss minnisstætt, sem felst í þessum orðum, heldur öllu fremur dagleg framkoma hans, drenglyndi, hreinskilni og óeig- ingimi gagnvart samferðafólki á lífsleiðinni, því að „orðstír deyr aldrei, hvem sér góðan getur“, segir í Hávamálum. — Enda er mér sagt, að í viðtali hafi hann eitt sinn sagt: „Gjör eigi náunganum það er þú vilt eigi láta þér gjöra“, og mér virðist að hann hafi breytt eftir þessum vegvísi allt sitt líf. — Hann átti því láni að fagna að njóta almennrar vinsældar og laus við allt aðkast, en þess eru of fá dæmi með þjóð vorri. Margs er að minnast eftir ára tuga kynningu, en of langt mál að skrásetja, nema á spjöldum minninganna; þó aðeins eitt er kemur nú í hug mér: Er Fritz átti heimili sitt að Stóra-Bergi í Skagastrandarkauptúni, hékk þar málverk á vegg inni í stofu, en undir því stóðu þessi orð á danskri tungu; orð, sem mér finnst eiga vel við hér að ævi hans lokinni, en þau voru þessi: „Elsket i livet, savnet i döden“. Nú er Fritz H. Berndsen horf- inn okkur sjónum, eftir langa og hugstæða kynningu — flutt- ur yfir hin miklu landamæri, en honum fylgja hlýjar kveðj- ur allra er honum kynntust. — Lifðu heill í því landi er sól kærleikans gengur aldrei til við- ar. — Vinur. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuihvoli — Sími 13842. Árnason. — Símar 24635 — 1630T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.