Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUlSBlAdtÐ Þriðjudagur 7. febrúar 1961 élsita hann. Eg get ekki að því gert. Eg veit, að ég get aldrei íyrirgefið sjálfri mér. Dan tók að núa á mér bakið, milli herðablaðanna, rétt eins og hann ætlaði að reka allt illt burt frá mér, og meðan hann var að því, raúlaði hann eitt- hvað fyrir munni sér. Aftur og aftur . . . þetta var einhver göm. ul barnagæla, sem mamma hans hafði svæft hann með. Ekki veit ég hve lengi við sátum svona og hann var að núa á mér bakið og syngja þetta vöggu ljóð. Ég sagði, að við ættum að fara heim á leið, ég yrði að laga hárið á mér. Ég yrði að búa mig undir sýninguna. Enda þótt ég hefði róandi meðal, hafði ég enga lyst, þegar maturinn kom. Ég kom niður, horfið á alla sitja stífbiena við borðið, og fór upp aftur og féll alveg saman. Ég man mjög ó- ljóst eftir leiksýningunum tveim, kl. 7 og kl. 10, þó man ég gífurlegt lófaklapp, þegar ég kom fram á sviðið. Helmingur áhorfenda hafði áreiðanlega komið aðeins til að sjá konuna, sem var alveg nýbúin að missa manninn sinn, en hinn helming- urinn til að sjá einhvern Barry- more. Aldrei fæ ég að vita, hvor helmingurinn það var, sem kom af stað þessum gífurlegu fagn- aðarlátum, sem mér féllu í skaut þetta kvöld. Leiksýningin var óslitin mar- tröð. í einu atriðinu lék ég konu sem minnist dauða eiginmanns síns. Ég komst gegn um þetta vegna þess að Dan kreisti hönd- ina á mér þangað til hún varð dofin. í öðru atriði reikaði ég inn á sviðið. Ég myndaði orðin með vörunum, og þegar ég átti að gráta, ætlaði ég ekki að geta stanzað aftur. Dan bar mig inn í búningsherbergið mitt. Um miðnætti fóru fjögur okk- ar — við Dan og svo Paul og Nancy, ungir leikarar, sem léku börnin okkar — út á hólinn okk- ar, sem við kölluðum, en það var ofurlítill grasivaxinn hóll, svo sem tvö hundruð skref frá húsinu, en þangað fórum við á hverju kvöldi og horfðum á stjörnurnar. Við gengum þang- að þegjandi undir alstirndum himninum. Ég var- orðin alveg tilfinningalaus, gjörsamlega út- tauguð, en samt hef ég aldrei séð heiminn kring um mig í jafn skýru Ijósi. Næturþokan gerði allt umhverfið að leiktjöld um. Tunglið skein og kastaði fölbláu ljósi á allt umhverfið Ég sá döggina á grasinu, en það var ekki dögg heldur glitperlur, sem tunglið stráði á grasið. Ég sá allt en skynjaði ekkert. Við lágum aftur á bak og horfðum á stjömurnar, sem voru geysistórar og skærar. Nancy sagði: — Megum við syngja, Diana? — Syngið þið hvað sem þið viljið, sagði ég. Svo söng hún og síðan Paul á eftir henni, og þá tókum við öll undir og ég fann, að ég var far- in að syngja með þeim. Ég hafði ekki sungið svona síðan ég var sautján ára og við Edouard d’Avignon sungum saman í skóg inum í Bretagne. Ég fór að spyrja sjálfan mig, hvort ég ætti að vera að syngja. Hér var ég með þrem vinum og af því að ég var með þeim, var ég alls ekki hrygg, þrátt fyrir allt. Kannske hefði ég ekki átt að vera að syngja, en úr því að ég var að því á annað borð, mundu þau skilja mig. Ég reyndi að horfa á stjöm- urnar, en tárin blinduðu mig. Að horfa á stjörnurnar var sama sem að lifa, en það var dauður maður í lífi minu. Ég gat ekki horft á þær af því að ég var lifandi. Ég gat séð stjörn. urnar, en það gat hann ekki framar. Þegar við komum inn aftur, hjálpaði Dan mér inn í herberg- ið mitt og gaf mér þrjár svefn- töflur, sem læknirinn hafði skil- ið eftir. Allt í einu greip mig hræðsla. — Ég get ekki sofið, Dan, ég veit, að ég get ekki sofnað. Ég tók svo töflurnar, en streittist á móti þeim, eins og ég gat. Dan sat við rúmið mitt. — Vertu hjá mér! grátbað ég hann. — Þegar ég vakna, vil ég sjá, að einhver sé hjá mér og gæti mín. Þrátt fyrir töflurnar opnuðust og lokuðust augu mín en opnuðust alltaf aftur. Eitt- hvað í mér barðist við að halda mér vakandi. Halda mér við meðvitund. Ég hræddist, að ef ég sofnaði, hnigi ég í faðm dauð ans. Mig dreymdi. Og í draumnum var Bob lifandi. Við vorum í íbúð svipaðri þeirri í Sutton Terrace, með gríðarstórum frönskum glugga. Og í draumn- um horfði ég út um gluggann og æpti upp yfir mig: — Þetta finnst mér ískyggilegt! Bob leit upp og greip andann á lofti. Hátt uppi í loftinu gaf að líta fornlegar og úreltar flug- vélar, hundruðum saman, allar úg gleri. Við gátum séð inn í þær. í hverri þeirra var flug- maður, tvö fet á hæð, og nokkr- ir farþegar af sömu stærð. — Ekki veit ég, hvað þetta boðar, Bob, sagði ég skelfd. — Kann- ske heimsendi. Flugvélarnar lentu léttilega á grasinu fyrir framan gluggann okkar, og þetta litla fólk strieymdi út úr þeim og í áttina til okkar, eins og grúi af skor- dýrum, þögult, án þess að segja orð. Ég æpti: — Við skulum stökkva út um gluggann, Bob, og út í sjóinn. Kannske þeir viti ekki, hvað vatn er. Því að gras- ið fyrir utan var á einhvern ó- skiljanlegan hátt orðið að sjó. Ég fleygði mér út í vatnið og Bob með mér, en þegar við reyndum að synda, breyttist sjórinn í rúm með þykkum tepp um í. Við brutumst um, og ég æpti: — Komdu þér út úr tepp- unum! Nú vorum við umkringd af þessu smávaxna fólki og vorum fangar. Einn sagði við Bob: — Við ætlum að taka ykkur, og gera ykkur álíka stór og við erum sjálf. Bob sagði: — Jæja, þá það. En hvernig farið þið að því? — Við tattóerum hægra fót- inn á þér. Þá verður þú jafnstór og við. Ég æpti upp i skelfingu: — Ef þið ætlið að gera þetta við hann, verðið þið að gera það við mig líka. Hvað sem þið gerið og hvernig sem hann verður, vil ég verða eins, af því að ég get ekki lifað án þessa manns. Þeir byrjuðu á Bob, og allt í einu var hann orðinn tvö fet á hæð og í geimfötum og veinaði, frá sér numinn af hryggð. — Taktu mig í faðm þér, Muzzy! — Já, elskan mín. Auðvitað skal ég gera það. Og svo tók ég hann í fang mér og gældi við hann eins og dúkku. Ég grátbað litlu mennina: — Gerið þið það sama við mig. Við viljum vera saman. Ég horfði á meðan þeir tattó- eruðu fótinn á mér og báru í það bláan vökva með pensli. — Er það sárt? spurðu þeir. Ég hristi höfuðið. — Þá verður það sem eftir er, heldur ekki sárt. Og allt í einu var ég orðin lítil, en ekki tvö fet heldur þrjú. Ég var stærri en Bob. Hann var enn að gráta. Ég hélt honum í örmum mér. — Þetta er allt í lagi, allt í lagi, hvíslaði ég. — Ef við bara erum saman, er sama um allt annað. Ég bar hann inn í herbergi, og það var íbúðin okkar í 80-stræti, þar sem var lokað fyrir rafmagn ið hjá okkur. — Sjáðu, hér er okkur óhætt, sagði ég. — Hér gerir okkur enginn neitt. Þá komu tveir menn í fullri stærð inn. — Hvað viljið þið? spurði ég skelfd. — Við erum komnir til að bjarga ykkur og gefa ykkur rétta stærð aftur. Og samstundis vorum við orð- in stór aftur og Bob var ekki lengur Bob, heldur Bramwell .. Ég æpti: — Góði minn .. ég bjóst alls ekki við þér. Það er ekki ætlazt til, að þú sért hér á ferli. Bramwell breiddi út faðm- inn. — Ég hef ekki gleymt þér, Diana, sa'gði hann, — og geri aldrei! Og þá vaknaði ég . . alein í rúminu mínu . . grát'andi. ' Jarðarförin átti að fara fram á þriðjudaginn klukkan tvö í Rochester. Ég gat ekki sloppið frá leikhúsinu, en talaði við Ross í síma. Hann sagði. — Dót- ið hans Bobs er hérna. Hvað viltu gera við það? Ég bað Ross að geyma það fyrst um sinn. — Það er eitt, sagði Ross, — sem ég þarf að spyrja þig um. — Bob var með úr, sem mig langar til að eiga. Ég vildi gjarna eiga eitthvað, sem hann hefur átt. — Hvað sem þú vilt, sagði ég. — Athugaðu dótið og taktu það, sem þú vilt. — Já, það er líka sportskyrta, ef þér væri sama. — Já, gerðu svo vel. Það var rétt eins og við værum að tala um fatabrúðu en ekki mannlega veru. Ég sendi gular rósir og skrif- aði á miða: — Látið þið þetta við höfuðið á honum. Bob hafði alltaf gefið mér gular rósir á af- mælisdaginn minn. Klukkan tvö á þriðjudaginn fékk ég mér lánað talnaband og fór ein út að ganga og baðst fyrir. ailltvarpiö Þriðjudagur 7. febrúar 8.00 Morgiuiútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 14.40 „Við, sem heima sitjum“ (Dag- rún Kristjánsdóttir húsmæðra- kennari). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Tónlistartími barnanna: Jón G. Þórarinsson söngkennari stjórnar. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Erindi: Faraó og Móse; síðari hluti (Hendrik Ottósson frétta- maður). 20.30 Tónleikar: Músík eftir Jón Sig- Sigurðsson. a) Sex létt lög (Öskar Cortes, Josef Rúdolfsson Felzmann, Jónas Dagbjartsson, Þorvald- ur Steingrímsson, og K.K.- sextettinn leika undir stjóm Kristjáns Kristjánssonar). b) Kvartett fyrir fiðlu, klarí- nettu, kontrabassa og píanó (Þorvaldur Steingrímsson, Gunnar Egilsson, höfundurinn og Fritz Weisshappel leika). 21.05 Raddir skálda: Ur verkum Braga Sigurjónssonar. Flytjendur: Finn borg Örnólfsdóttir, Steindór Hjör leifsson og höfundurinn sjálfur. 21.50 Tónleikar: Konsert-polonaise fyr ir fiðlu og hljómsveit eftir Fibich (Karel Sroubek og Sinfónhi- hijómsveit útvarpsins í Prag leika; Jirí Pinkas stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (8). 22.20 Erindi: Frá trúflokki vitringanna (séra Emil Björnsson). 22.30 Tónleikar: Valsar eftir Waldteu- fel (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur; Henry Kríps stjórnar). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 8. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 XJtvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra í skógip- um“ eftir Önnu Cath.-Westíy IX. (Stefán Sigurðsson kenn- ari les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Myndir frá Afríku; III. hlut! (Benedikt Gröndal alþingismað- ur tekur saman dagskrána). 20.35 Einsöngur: Mahalia Jackson syngur. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn ólfur Thorlacius fil. kand. kynn- ir starfsemi fiskideildar Atvinnu- deildar háskólans. 21.10 Tónleikar: „Rósamunda", músik op. 26 eftir Schubert (Tékkneska fílharmoníusveitin leikur; Jean Meylan stjórnar). 21.30 „Saga mín“, endurminningar Ignacy Paderewskis, L (Árnl Gunnarsson fil. kand. þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (9). 22.20 Upplestur: „Gömlu hjónin**, smA saga eftir Alphonse Daudet, í þýð ingu Önnu Maríu Þórisdóttur (Þýðandi les). 22.45 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23.15 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla Ha! Málstokkurinn þinn! Jú, nú man ég það. Hann er úti í garði og í bílskúmum. Hann stöðum. getur ekki verið á tveimur Jú, því miður. m a r Á ú á Meðan Úlfur ■ofa djúpt inni S NIGHT AGAIN APPROACHGS. A ÐAND OF TIMBER WOCVES HUNGRILY SCENTS THE WILDERNESS TRAILS NOT FAR FROM THE SPOT WHERE THE DOG ANO CHILD ARE HIDDEN Og King litli | í barrskóginum, I leggur Markús af stað frá Leyni vötnum. Og þegar aftur tekur að rökkva, birtist úlfahópur í | staö hundsins leit að bráð ekki langt frá felu-1 litla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.