Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVWBL AÐIÐ MiðviKudagur 15. febr. 1961 ífæstiréttur Dana 300 ára Var æðsta dcmsvaid fslendinga í 259ár 1 GÆR átti Hæstiréttur Dana 300 ára afmæli, en sú stofnun hafði æðsta dómsvald I málnm Islendinga um 259 ára skeið. Gizur Bergsteinsson, núv. for- seti Hæstaréttar, er fulltrúi ís- lands á hátíðahöldunum, sem fram fara í Kaupmannahöfn af þessu tilefni. Þegar íslendingar gengu Nor- egskonungi á hönd, fékk konung ur æðsta dómsvald í málum þeirra, og sama grlti um Dana- konunga síðar, að skjóta mátti málum til þeirra til endanlegrar- ar og óáfrýjanlegrar afgreiðslu. Þegar einveldið var að festa sig í sessi á árunum 1660—1665 breyttist sú skipan, að konung- ur dæmdi einn með ráðgjöfum sínum, og 14. febrúar 1661 var Hæstiréttur Dana settur á stofn. Var hann um leið hæstiréttur Norðmanna fram að Kielarfriðn- um 1814 og 'hæstiréttur íslend- inga fram að 16. febrúar 1920, er Hæstiréttur íslands var stofn- aður. Var Hæstiréttur Dana því æðsta dómsvald okkar í 259 ár Og tveimur dögum betur. í réttinum sátu lengi 12 dóm- arar (áður assessorar) og einn forseti (áður justitiarius). Nú sitja dóminn 14 dómarar og sá fimmtándi er forseti hans. — Fimm dómarar fæstir skulu kveða upp dóm í máli hverju, nema öðru vísi sé ákveðið. Rétt urinn tekur að nokkru leyti þátt í vali nýrra dómara, þannig, að sá umsækjenda, sem ráðherra telur hæfastan, getur ekki tekið sæti í réttin- um, fyrr en hann hefur staðizt Hlaut verðlaun PARÍS 4. febr. — Hér í París er árlega fylgzt með því með mikl- um áhuga, hver hlýtur Copley- verðlaunin. Verðlaun þessi eru 2000 dollara vinnuverðlaun, veitt árlega fyrir nýjustu og merkilegustu hugmyndir sem líklegar eru til að fleyta mynd- list fram á við. í dómnefnd eiga sæti fremstu listamenn og listagagnrýnendur, svo sem Jean Arp, Alfred Barr yngri, Max Ernst, Man Ray, Sir Herbert Read og Marcel Duchamp. 1 ár hefur Svisslendingurinn Diter Rot hlotið verðlaun þessi. Diter er vel kunnur heima, þar sem hann hefur búið í 3 ár f Reykjavík. Allt efni sem lagt var fram hefur hann unnið heima, er um að ræða útskorn- ar og prentaðar bækur, sem hafa víða verið sýndar og vakið mikla eftirtekt og áhrif. — Næstu sýningar á verkum Dit- ers eru í París í Gallerie Iris Clert og Galleria Danesi í Míl- acnó. Geta má þess að nútíma safnið í New York kaupir eitt hefti af hverri bók sem Diter Rot gefur út. Beztu kveðjur. ' — Ferró. Dagskró Alþingis DAGSKRÁ Sameinaðs þings: 1. Rann- Sókn kjörbréfs. 2. Héraðsskóli á Snæ- fellsnesi, þáltill. Hvernig ræða skuli. 3. Lánsfé til Hvalfjarðarvegar, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvæðagr.). 4. Um ferðaöryggi á leiðinni Reykjavík— Hafnarfjörður, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkv.gr.). 5. Rykbinding á þjóðveg- um. þáltill. Frh. einnar umr. Atkv.- gr.). 6. Fiskveiðar með netjum, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvæðagr.) 7. Rannsókn fiskverðs, þáltill. Frh. einn- ar umr. (Atkvæðagr.). 8. Eftirlit með fyrirtækjasamtökum, þáltill. Ein umr. 9. Heildarskipulag Suðurlandsundir- lendis, þáltill. — Ein umr. 10. Vitar og leiðarmerki, þáltill. Ein umr. 11. Leið beiningarstarfsemi í niðursuðuiðnaði, þáltill. Ein umr. 12. Sameining lög- gæzlu og tollgæzlu, þáltill. Ein umr. 13. Sjálfvirk símstöð á Siglufirði, þál- till. Ein umr. 14. Sjálfvirkt símakerfi á Suðurlandi, þáltill. Ein umr. 15. Vaxtakjör atvinnuveganna, þáltill Frh. einnar umr. 16. Ákvæðisvinna, þáltill. 17. Læknaskortur, þáltill. Ein umr. 18. Brottflutningur fólks frá islandi, þál- till. Ein umr. 19. Skóli fyrir fiskmats- menn o. fl., þáltill. Ein umr. nokkurs konar reynslupróf í hæstarétti að mati dómara sjálfra. Forsetar eru kjörnir til starfsævilangrar setu. Núver- andi forseti er Otto Iver Kaars- berg. Kvitíunin kom í gær FYRIR meira en tveimur mán uðum eða 2. desember sl. var gefin út fréttatilkynning um fund fulltrúa kommúnista- flokkanna, sem haldinn var í Moskvu í nóvember. Fulltrúar islenzkra kommúnista þar voru þeir Einar Olgeirsson og Kristinn Andrésson. Rússneska sendiráðið hafði fyrir löngu sent yfirlýsinguna út í íslenzkri þýðingu, en Þjóð viljinn birti hana ekki fyrr en í gær. Þá er heilt Þjóðviljablað til- einkað samþykkt kommún- istaflokkanna og hafa þeir Þjóðviljamenn því látið undan L kröfum húsbænda sinna um/ samábyrgð á ályktuninni. En* dálítið er það einkennilegt, að þessi yfirlýsing skuli nú allt í einu birt í sambandi við f jár öflunarherferð kommúnista- flokksins. Varð mönnum því að orði, er þeir sáu blaðið i gær: „Nú, þá er búið að kvitta fyrir peningunum". Ætti því að vera nokkur von til þess að raknaði úr fjármálaóreiðu kommúnistaflokksins. VEGNA fréttarinnar um maðk- aða mjelið austur í Vopnafirði um daginn, hringdi reykvískur borgari til blaðsins og kvaðst hafa orðið var við maðka í hveiti, sem keypt var hér í bæ. Athugaði hann þá í smásjá og segir þá hafa verið rj ómagula eða fílabeinslita með rauðri skellu eða rák á haus- totunni. Tilgreindi hann ákveðna verzlun, þar sem hveitið hafði verið keypt. Blaðið lét skrifstofu borgarlæknis vita um málið, en hún lét aftur athuga allar hveiti- tegundir hjá umræddri verzlun og fjölmörgum öðrum, svo og í vöruskemmum. Fannst þar ekk- ert athugavert. Hins vegar ber þe.ss að gæta, að hveititegund sú, sem um var að ræða í Vopna- firði, var þegar tekin af mark- aðnum ,er um maðkana fréttist. Þess má og geta, að hið maðk- aða hveiti í Vopnafirði var flutt Missögn leiðrétt í FRÁSÖGN um „pressuleikinn“ í handknattleik kom það fram hér í blaðinu á laugardaginn, að Matthías Ásgeirsson, sem blaða- menn völdu í lið sitt, væri for- fallaður vegna þess að hann fengi ekki leyfi yfirvalda íþróttakennaraskólans til að keppa. Þessi frásögn blaðsins var byggð á röngum og ósönnum upplýsingum. Blaðið vill því leiðrétta þessi ummæli og er Ijúft að geta þess, að skólastjóri Íþróttakennaraskól- ans hvatti Matthías fremur til keppninnar en hitt að hann drægi úr eða bannaði honum að keppa. Þegar hæstiréttur var stofnað- ur, átti konungur fast sæti í hon- um, Fyrst í stað neytti hann rétt- ar síns til setu þar, en smám sam an lagðist sá siður niður, og réðu dómarar þá einir niðurstöðum mála, en formlega átti konungur sæti í hæstarétti fram til 1849, er einveldið var afnumið. Einn íslendingur Einn fslendingur átti sæti í rétt inum. Það var Vilhjálmur Fin- sen, sem var hæstaréttardómari — Tshombe Framh. af bls. 1 þó, þar sem þeir segja hann hafa bjargað þeim frá glötun er óeirð- irnar hófust í Kongó í sumar. Frá Leopoldville berast þær fregnir að flugvellinum í Stanley ville hafi verið lokað snemma í morgun og símasamband sé rof- ið milli Leopoldville og Stanley- ville. Ennfremur er sagt, að Kongó- hermenn í Stanleyville hafi í gær haft í hótunum við hvíta menn, er fréttist um morð Lum- umba. En að því er fulltrúi Sam- einuðu þjóðanna segir, tókst Victor Lundula, stuðningsmanni Lumumba í Oriental-héraði að róa hermennina, áður en þeir framkvæmdu hótanir sínar. Ann- ar stuðningsmaður Lumumba. Jean Foster Manzikala, sjálfskip- aður forseti Oriental hefur hvatt menn til þess að sýna ró og still- ingu. Talsmaður S. Þ. í Leopoldville segir að þar sé allt með kyrrum kjörum og engar fregnir borizt um átök annars staðar. til landsins í síðasta lag í nóv- ember 1959. Skrifstofa borgarlæknis fylgist með innflutningi matvara pg at- hugar að jafnaði matvörur í verzl unum bæjarins og eins, ef kvart- anir berast frá kaupendum. Er stundum ekki gott að ákvarða, hvort skordýr þau eða lirfur, sem finnast kunna í matvöru, stafa frá framleiðendum, flytjendum, verzlunum eða heimilum, en afar erfitt er að koma í veg fyrir, að slík dýr geti á einn eða annan hátt borizt í mjelvöru. 1871—1888. Með sambandslögun- um 1918 var svo ákveðið, að ís- lendingur hlyti næsta sæti, sem losnaði, en aldrei varð af því, þar eð Hæstiréttur íslands var stofn- aður, áður en til þess kæmi. Óhætt er að segja að Hæstirétt ur Dana hafi notið trausts hér á landi, og að íslendingar hafi yfir leitt verið ánægðir með hann og dómsniðurstöður hans. Dómurinn var fjarlægur deilustað og deilu- aðilum, gat metið mál manna ó- hlutdrægt og gegnum ólitað gler, enda varð hann ekki fyrir neinu aðkasti eða árásum íslendinga, þótt yfir.rétturinn, sem sat hér á landi, væri oft harðlega gagn- rýndur. Pólitískar árásir náðu því lítt eða ekki til hæsta- réttarins í Kaupmannahöfn. Þá má þess og að lokum geta, að hæstiréttur linaði fremur og dró úr refsingum, sem íslenzk dóms- völd höfðu lagt á sakborninga, heldur en hitt. FULLTRtJARADSFUNDUR Sam bands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldinn var í Reykjavík dag ana 7.—11. febrúar sl. gerói ýms- ar samþykktir um þau málefni sveitarfélaganna, sem nú ber hæst. Sendum vér yður meðfylgj- andi nokkrar, sem aðgengilegar eru til birtingar og varða al- menn málefni Af öðrum samþykktum, sem fundurinn gerði, má nefna álits- gerð um frumvörp til nýrra sveitarstjórnarlaga, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. Taldi fundur- inn mikils vert, að öll ákvæði um skiptan sveitarstjórnmála skuli nú verða sameinuð í einn laga- bálk, en samþykkti ýmsar ábend ingar um atriði, sem talin voru að mundu ve.rða til bóta. Við fundarslit sl. laugardag benti Jónas Guðmundsson, for- maður Sambandsins, á að full- trúaráðið hefði á fundi sínum fjallað um tvö mikilsverðustu málefni sveitarfélaganna í land- inu, löggjöf um sveitarstjórnir og Sjöunda innbrotið AKRANESI, 14. febr. Sjöunda innbrotið hér á Akranesi á þessu ári var framið hér í fyrrinótt. Var þá brotizt inn í verkstæðislager hjá H. Böðvarssyni & Co. og stol- ið um 170 kr. í peningum og bor- byssu. Séra Sigurður Pálsson. Stjórnmála- námskeið TÝS STJÓRNMÁLANÁMSKEI® á vegum TÝS, Félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, hefst kl. 8,30 í kvöld í félags- hemilinu, Melgerði 1. Dag> skráin í kvöld: 1. Kennsla í framsögn: Helgl Tryggvason, kennari. 2. Erindi: Séra Sigurður Páls son á Selfossi. fyrirhugaða lagasetningu um fjárhagsmál sveitarféiaga, sér. st-aklega um útsvör og aðra hugs- anlega tekjustofna þeirra. Auk þessara stórmála, fjallaði fundurinn um frumvarp til laga um ríkisábyrgðir, sem varðar sveitarfélögin miklu, og um gatna gerð í kaupstöðum og kauptún- um, sem talið var á fundinum að mundi verða einn stærsti þáttur í verklegum framkvæmdum margra kaupstaða og kauptúna á allra næstu árum. — Venusar-flaug Framh. af bls. 1 þessi tilraun Rússa með að senda eldflaug til Venusar muni auka mjög á þekkingu og trú manna á geimflugi um stjarn- fræðilegar vegalengdir. Fjarlægðin minnst um miðjan apríl í gærkvöldi var tilkynnt i Moskvu, að eldflaugin hefði .1 gærmorgun farið 480 þús. km og væri á réttri leið. Er talið að hún komist í nágrenni Ven- usar um miðjan marz. Minnsta fjarlægð Venusar frá jörðu er talin 26 milljón mílur, en hin mesta 160 milljón mílur. Sam- kvæmt umferðartíma Venusar og Jarðarinnar verður minnst fjarlægð þeirra í milli um miðj- an apríl og í maílok verður hún um 40 milljónir mílna. í tilkynningunni frá Moskvu segir, að hraði geimflaugarinn. ar hafi minnkað niður í 14.400 km á klst. vegna aðdráttarafls jarðarinnar, en innan fárra daga mun hún komast út úr aðdrátt- arsviði jarðarinnar og stjórnast þaðan í frá af aðdráttarafli sól- ar. — Þá hefur prófessor Vladimir Blaganrovov upplýst, að gervi- hnötturinn, sem sendur var á loft 4. febrúar sl. (sem mest þögn ríkti um í Rússlandi), hafi verið til þess ætlaður að undir- búa þessa síðustu tilraun. HeiIIaskeyti frá Kennedy Mikil ánægja er ríkjandi í Rússlandi yfir tilraun þessari og hefur borizt þangað fjöldi heillaskeyta. í dag var birt i Washington heillaskeyti sem Kennedy hefur sent Krúsjeff. Segir í skeytinu að Bandaríkjamenn fylgist af áhuga með tilraunum Rússa á 'þessu sviði og þessi síðasta til- raun sé enn einn þáttur í við- leitni mannsandans til þess að kynna sér alheiminn. S* A/A /5 hnúhn K Snjókomo SV50hnútar\ 9 Ú6i V Síúrir^ K Þrumur mts, Kuldaskil 'Zs' Hitaskit H Hmt L Lai» LÆGÐIRNAR eru enn á Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi hreyfingu NA fyrir SA land. SV-mið og Faxaflóamið: i j SV gola og él í nótt en austan EJjagangur var sunnan lands Qg ^ rigning . morg. og vestan í gær, en bjart áun NA-landi. —• Breiðafjörður, Vestfirðir og miðin: Sunnan gola, smáéL I París er nú kominn 15* Norðurland, NA-land og hiti og vorlegt veður, sólskinmiðin: Sunnan og Sv gola, og sunnan andvari. I Meist- yíðast úrkomulaust. aravík var 54 stigum kald- Austfirðir, SA-land og mið- ara, 39 stiga frost um há-in: Sunnan kaldi, slydduél og degið og frostmóða. víða skúrir. Mjelið 'ómaðkað Sveitarfélaga- fundinum lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.