Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVN BLAfílb Miðvik'udagur 15. febr. 1961 Kirkjnn Í>AÐ er fundið að messuformiveiti fullkomna þjónustu, en aðra daga ársins geti hún þeirra vegna, verið lokuð. Þangað sé ekkert að sækja, sem almenn. ing varðar um. Sem betur fer, eru enn marg- ir sem trúa því og vita, að kirkj- an hefir háleitu hlutverki að gegna í tilverunni. Og aldrei meir en nú á tímum kaldrifjaðr ar efnishyggju og guðsafneit- unar, og vaxandi ótta um ger- eyðingu alls lífs. Þá ætti það að vera öllu kristilega sinnuðu fólki ljúft og skylt, að efla kirkjuna, fyrst og fremst með nærveru sinni og starfa fyrir hana. Svo hún geti í æ ríkari mæli gegnt því helga hlutverki sínu, að boða mönnum allsstaðar nálægð GÚðs, og frelsandi boð- skap Krists, sem er kærleiki, fórnfýsi, bræðralag allra manna. Það er kaldur veruleiki, að kirkjurnar eru sorglega van- ræktar, það eru allt of fáir mættir við venjulegar guðsþjón. ustur. Það var einu sinni spurt: „Hvar eru hinir níu“ Má ekki nú spyrja: Hvar eru ráðherr- arnir, stjórnmálamennirnir, pró- fessorarnir, skólastjórarnir, — kennararnir, hin fjölmenna stétt uppalenda barna og ungl- inga, og aðrir framámenn stétta og annarra samtaka, og svo allir hinir mörgu, þegar guðsþjónustur eru í kirkjunum- Það er að vísu dæmi þess, að þessir virðulegu borgarar sjáist, en þau eru því miður allt of fá. Trúa þessir menn í alvöru og aðrir, sem fara að dæmi þeirra, að þeir hafi engar skyldur við kirkjuna, aðrar en greiða safn- aðargjaldið, að það skipti engu fyrir þá og almenning, sem leið- andi menn þjóðarinnar, að gefa í þessu sem öðru gott fordæmi. Ef grafið er þannig undan kirkj- unni með afskiptaleysi og sof- andahætti, þá þarf engan að undra að kirkjusóknin er eins bágborin og raun ber vitni. og kærkomið ástand þeim niður- rifsöflum, er vilja kirkju og kristni feiga með þjóðinni. Það er áreiðanlega víst, að þras, ó- drengskapur og skefjalausar kröfur á aðra, en aldrei á sjálfa sig mundi hjaðna, ef háir og lágir vendu komur sínar í kirkjurnar á helgum dögum, til að fá þar andlegan styrk og blessun. Kristindómurinn er hyrningarsteinn kristilegs sið- gæðis og allra góðra athafna. Þeir, sem venja komur sínar á helgum dögum í Dómkirkjuna, verða oft þeirrar ánægju að- njótandi, að sjá skólastjóra, kennara og nemendur Hús- mæðraskólans á Sólvöllum koma þar, einnig kemur þar öðru hvoru fjöldi skátastúlkna. Það er yndisleg sjón, að sjá þetta fríða fólk fylla marga bekki í kirkjunni. Þökk sé þeim öllum fyrir komuna. Vilja ekki fleiri skólar og önnur samtök fara að dæmi þeirra? Fyrst er að vilja koma í kirkjuna, þá verður það að góð- um vana, að vera þar sem oft- ast. Maður finnur — og nýtur áhrifanna, sem helgi kirkjunnar og blessun guðsþjónustunnar þrýstir inn í sálina. Við skynj- um að við erum á helgum stað. í Musteri Guðs, og drögum skó- af fótum okkar. Þó þessi snert. ing við helgidóminn, sé aðeins eina stund á viku, hefir hún ei- lífðar gildi fyrir sálina, og var. anleg áhrif á daglegar athafnir. Gegnum aldirnar hefir kirkj- an haldið á skærasta ljósinu, kirkjulega starfsemi og kristi-1 fagnaðarerindi Krists. Enn í legt starf. En fólk virðist telja | dag er það kirkjan, sem laðar og sér trú um, að það hafi engar leiðir mennina til Krists, gef- skyldur við kirkjuna aðra helgi- j ur í nafni Hans sundruðu og daga. Ef það hentar, er gott að óttaslegnu mannkyni von um koma þar á stórhátíðum og við, frið á jörð og velþóknun meðal önnur tækifæri í fjölskyldunni. allra manna. Kristur er eina Þá er talið sjálfsagt að kirkjan! von mannkynsins. Væru menn kirkjunnar, að það sé ekki í samræmi við kröfur nútímans, jrrði því breytt, mundu guðs- þjónusturnar verða betur sóttar. Það er erfitt að gera svo öllum líki, á það við um kirkjuna eins og marga aðra þjónustu. Ekki alls fyrir löngu var spurt: „Til hvers eru prestar að tóna! Spyrjandinn vildi afnema tónið, að altarisþjónusta er ekkert auka hátíðum. Væri þessi siðaathöfn numin burt, yrði ekki mikið eftir af kirkjulegri guðsþjón- ustu, hámessu. Það má flytja kristilegar ræður og syngja andleg ljóð í hvaða húsi, sem til þess er hæft og er víða gert, með góðum árangri. En guðs- þjónustu með venjulegri altaris þjóustu, er aðeins hægt að halda í kirkju eða húsi, sem til þess er vígt. Þess verður að minnast, að altarisþjónusta er ekkert auka atriði, eða óþarfi, heldur heilög athöfn. Kirkjan, Musterin, sem siða- athöfnin, guðsþjónustan fer fram í er guðshús. Kórinn, sem altarið er staðsett í er hjarta helgidómsins. Þaðan birtir prest ■urinn boðskap frá Drottni þeg- ar hann snýr sér að söfnuðinum, þegar hann snýr sér að altarinu biður hann Drottin fyrir safn- aðarins hönd. f bæði skiptin ei presturinn meðalgangari milli Guðs og safnaðarins, eins og Jesús Kristur var og er. Prest- urinn er farvegur æðri orku, sem streymir í gegnum kirkjuna og út til alla viðstaddra, þeirra, sem vilja taka á móti því ljósi og krafti, er, kemur frá æðri stöðum tilverunnar. Jesús Krist- ur er gjafari þess og miðlari. Á svipaðan hátt streymir þetta orkuflóð í gegnum krossmarkið, sem presturinn mótar, þegar hann blessar yfir söfnuðinn í lok altarisþjónusturinar. Hreyf- ingar prestsins, messuklæði, Ijósin á altarinu og krossinn, iþetta allt hefir sina táknrænu þýðingu og hvað irieð öðru, eyk- ur á innihald og gildi guðsþjón- ustunnar. Ræðan, boðun Guðs orðs, söngurinn, á að fara sam- an við altariafþjónustuna, með því verður það guðsþjónusta í húsi Drottins, kirkjunni. Ef tónið, eða altarisþjónustan er skoðuð eða skilin í þessu ljósi, þá held ég að fáir mæli með því, að þessi siðaathöfn verði afnumin, eða aðeins við- höfð á stórhátíðum. Aðrir helgi- dómar kirkjunnar hafa sinn þýðingarmikla boðskap að flytja, hvers vegna að svifta þá þessari helgu siðaathöfn? Stór. hátíðir kirkjuársins gnæfa hæst, til þeirra er alla jafnan meira vandað, enda greina þær frá stærstu viðburðum kristninnar, Þá helgidaga eru kirkjumar oftast þéttsetnar, og víða kom- ast færri í sæti en vilja. Frá því er greint, að kirkjrnar hafi verið vel sóttar á síðustu jólum. , Það er talandi tákn þess, að enn á kirkjan og boðskapur hennar ítök í huga og hjörtum fjölda manna, þó ekki sé nema á jólum, fæðingarhátíð Frels- arans. Svipuð aðsókn er á öðr- um stórhátíðum kirkjunnar. Hver er orsök þess, að það fólk sem fyllir kirkjurnar á stór hátíðum ,skuli mjög sjaldan eða ekki koma í þær aðra helgidaga ársins. Er það af vana, eða til hátíðabrigða, að það kemur þar þessa daga? Ég veit það ekki. Þó er vitað, að flestir íslend- ingar eru trúhneigðir, vilja hafa sem vizuiUm Tíu þúsund ep'askífur ÞAÐ var mikið um að vera í húsmæðraskólanum í Vejle í Danmörku föstudaginn 20. janúar sl. Forstöðukonan, kennarar og 100 nemendur fóru á fætur klukkan hálf- fimm um morguninn til þess að baka eplaskífur. Þær höfðu lagað deigið kvöldið áður. Kl. 9 um morguninn höfðu stúlkurnar steikt 2000 eplaskífur og þegar þær hættu voru eplaskífurnar orðnar 10,000 að tölu. En sagan er ekki öll búin enn. Um leið og eplaskífurn- ar voru teknar af pönnunum, var þeim ekið út til ýmissa verksmiðja, fyrirtækja, skóla, skrifstofa o. fl., svo og á mörg einkaheimili. Ibú- arnir í Vejle borðuðu glóð- volgar eplaskífur með morg- unkaffinu, og þeir sem urðu of seinir að fá þær fyrir Samkeppni um síldarrétti Hver kann að matreiða nýja síld á sem Ijúffengastan hátt? Einn viðskiptavinur blaðsins fór þess á leit við kvennaþátt blaðsins, að hann efndi til samkeppni um bezta síldarréttinn. Sú húsmóðir, sem ber sigur úr býtum, hlýt ur að lauirum kr. 500,00. Leikreglur eru þannig, að konur af öllu landinu senda næsta hálfan mánuðinn kvennaþætti Mbl. uppskriftir af réttum úr nýrri síld og lýsa hvernig þeim, finnst bezt að matbúa hana. Síðan verður valið úr uppskriftun- um, þær beztu birtar í blað- Stúlkurnar fóru á fætur klukkan hálf fimm um morguninn til að steikja eplaskífur. þann tíma, borðuðu þær með Kongó-hjálp Rauða krossins miðdegiskaffinu. þar í landi. Forstöðukonan, Ágóðinn af sölu eplaskíf- frk. Metha Möller, var mjög anna nam 8000,00 d. kr. og ánéegð yfir hversu allt gekk runnu þeir peningar í vel og greiðlega, og þótt stúlkurnar væru þreyttar um kvöldið, voru þær hreyknar og glaðar yfir afreki dagsins. Forstöðukonan sagði, að hún hefði pantað 300 kg. af feiti til að steikja í, og kl. 11 um morguninn hefðu þær verið búnar að nota 300 lítra af mjólk. Á 2. hunöfrað epla- skífupönnur (þ. e. pönnur með holum í) hefðu verið notaðar. — Okkur kom aldrei til hugar að við settum bæinn á annan endann, bætti hún við. Bærinn þekkir eplaskíf- ur okkar, þar sem við selj- um þær á degi barnahjálpar- innar, en við höfum aldrei selt og bakað líkt því eins mikið af eplaskífum og nú. Frk. Betha Möller sendi Mbl. úrklippur úr 5 dönskum dagblöðum, sem, ásamt fleir- um, skrifuðu um framlag stúlknanna til Kongó-hjálp- arinnar. Frk. Möller sagði í bréfi sínu, að þeim mörgu ís- lenzku stúlkum, sem numið hefðu við húsmæðraskólann í Vejle, þætti eflaust gaman að heyra um eplaskífudaginn í húsmæðraskólanum, og einnig mætti skjóta þessari hugmynd áð íslenzkum hús- mæðraskólum. inu, og að lokum dæma hús- mæður um, hverjar af þeim hljóta verðlaunin. Það hefur oft verið talað um það, hve íslendingar borði lítið af síld. Fjöldi húsmæðra kvarta yfir, hversu lítið af uppskriftum af nýrri síld sé að finna í matreiðslubókum og blöðum. Hér er tækifæri til tað bæta úr þeirri vöntun. Við óskum eftir að sem flest ar konur taki þátt í sam- keppni þessari og komi með sem flestar og beztar upp- skriftir. Verðlaunin eru eins og fyrr segir 500 krónur og frestur til að skila uppskrift- um til næstu mánaðamóta. Kúbu Bardagar á BANDARÍSKA útvarpsstöðin [ „Voice of America“ hafði þær fréttir m.a. eftir stórblaðinu New York Times í gær, að miklir bardagar gcistuðu nú í frumskógum Suður-Kúbu — milli hers Castrostjórnarinnar og uppreisnarmanna, og hefði fjöldi manns af báðum liðum beðið bana og særzt. Sagði útvarpið að New York Times hefði skýrt svo frá, að um 4 þús. uppreisnarmenn væru nú upp til fjalla á þess- um slóðum, umkringdir stjórn arhermönnum á alla vegu. irnir í sannleika kristnir,, lifðu betur eftir fagnaðarerindi Krists, þá væru engin stórvelda og smávelda vandamál. Kær- leiks boðskapur Krists brúar öll bil og jafnar allar misfellur. Júlíus Ólafsson. Laos-konungur stýrir fundi ríkisstjórnar VIENTIANE í Laos, 10. febrúar. — (Reuter) — Savang Vatt- hana, konungur Laos, flaug í morgun frá konungssetri sínu í Luang Prabang til stjórnarað- setursins í Vientiane. Skyldi hann sitja í forsæti ríkisstjórn- arinnar til að athuga mögu- leika á myndun nýrrar stjórnar á breiðari grundvelli en núver- andi stjóm landsins. Boun Oum prins, hinn hægri- sinnaði forsætisráðherra Laos, hefur boðizt til að segja af sér gegn því að mynduð verði ný stjórn, sem í eigi sæti bæði fulltrúar hægrimanna og Pathet Lao-félagsskaparins, sem er hlyntur kommúnistum. Ef það mistækist er búizt við að aðrar tvær leiðir mætti reyna, — að breikka starfs- grundvöll núverandi stjórnar með því að fjölga ráðherrum f henni, eða að hefja að nýju fundi í eftirlitsnefndinni, sem hætti störfum 1958, en í henni eiga sæti fulltrúar frá Indlandi, Kanada og Póllandi. Þegar konungur kom til Vientiane-flugvallarins í dag, voru ráðherrar þar til að taka á móti honum. Þeir krupu á kné fyrir honum. Þrjár æfinga- þotur af gerðinni T-6 flugu yfir flugvöllinn og heilsuðu konungi, Það 'slys varð *r æfingaflug- vélarnar voru að hefja sig á loft rétt fyrir konungskomu, að ein þeirra valt um koll á flugbraut- inni og stórskemmdist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.