Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 11
Miðvik'udagur 15. febr. 1961 MORGVTSBLAÐIB 11 Voxondi ■■ og ringulreið SÁ, SEM FLÝGUR þúsundir km. yfir regnskóga, lendir á flug- braut, sem liggur undir skemmd- lim og ekur um nærri mannlausar götur Stanleyville, hlýtur a3 fullu að láta af hugmyndum sín- um um eðli borgarastyrjaldar í Kongó. Einn styrjaldaraðilinn — Oriental héraðið — hefur þegar látið í minni pokann fyrir her- kvíum Mobutus ofursta og vegna óstjórnar Antoines Gizenga, sem er fylgismaður Lumumba. Giz- enga stjórnar í skjóli fimm hundr uð hrottalegra herlögreglumanna og þrjú þúsund ótryggra her- manna. Hann greiðir þeim með sköttum, sem ekki eiga að falla í gjalddaga fyrr en að sex mán- uðum liðnum, enda hafa liðsfor- ingjar hans gripið til þess að ræna banka með vopnavaldi. efíir Andrew Wilson Meðan þessu fer fram bíður efnahagur eins auðugasta héraðs- ins í Kóngó mikið tjón, sem ef til vill verður aldrei bætt. Baðmull- inni, sem þúsundir manna eiga afkomu sína undir, er ekki safn- að vegna samgönguerfiðleika og öryggisleysis. Kaffinu er hætt við rotnun á runnunum. Bátar sigla ekki niður fljótið og starfsemi liggur niðri á búgörðum. Atvinnu Fékk skeyti frá Kennedy Thompson, sendiherra Bandaríkj- anna hér á landi. fékk um helg- ina skeyti frá Bandaríkjaforseta þar sem hann óskaði þess, að Thompson gengdi áfram sendi- berrastöðunni hér á landi. Upp- lýsingaþjónusta Bandaríkjanna tjáði Mbl. þetta í gær og er skeyti forsetans vafalaust tiil komið vegna fréttar í New York Times á dögunum um að Thompson yrði brátt sendiherra lands síns í Marokko. leysi og örbrigð eykst með hverj- um degi, sem líður. Þegar héraðsbúar sjá hvert stefnir, er hætt við róstum, sem munu verða hættulegar hinum 1500 Evrópumönnum 1 Oriental — Belgum, Bretum, Frökkum, Þjóðverjum og Grikkjum. Margir færu þegar í stað, ef þeir gætu, en komast ekki vegna þess, að samgöngur eru í ólestri og Giz- enga neitar þeim um brottfarar- leyfi. Menn búa við kvíða, styrkja sig á áfengi, hafa í flimtingum en verða hljóðir í hvert sinn er þeir heyra lögreglubifreið nálg- ast. Barsmíðar eru daglegir við- burðir. Fyrir fjórum dögum var Belgíumaður fluttur nærri rænu- laus til gistihússins, sem ég dvelst í. Þá hafði hann verið í tuttugu og tvo daga í höndum herlögregl- unnar í Buniu. Sama kvöld voru einn maður og tvær konur lam- in í óvit. Síðar hvarf önnur kon- an og hefur ekki til hennar spurzt. Fjórir bústjórar, sem höfðu hlýtt skipun Gizenga um að hverfa aftur til búgarða sinna, til þess að „vinna að bættum efnahag", voru að vörmu spori handteknir af þorpurum í heima- sveitum þeirra. Margar rætur þessa herfilega ástands má rekja til hins ríka- og nærri sjúklega hefndarhugs, sem innfæddir bera til hvítra manna og til hinnar hrottalegu þjálfunar Belgíumanna á þjóð- varnarliðinu. En sumar rætur má rekja til hinna innfæddu sjálfra. Engin erlend hernaðar- eða efnahagsaðstoð berst til Oriental- héraðs. Fregnir um leyniflug frá Rússlandi og Arabalýðveldinu eru ekki á rökum reistar. Og Gizenga stjórnar úr húsi sínu, varinn vélbyssum hermanna sinna, og þiggur ráð af hvítum manni, sem talinn er vera belg- ískur kommúnisti. Hve lengi hann og hin svo-> nefnda „miðstjórn“ hans (Stan- leyville-stjórnin) getur haldið velli er álitamál. Héraðsstjórn Oriental-héraðs sjálfs, með M. Manzikala, öðrum fylgismanni Lumumba, í forsæti, væri ekkert kærara en að sjá Gizenga á bak þegar í stað. Hrjáðir ráðherrar Manzikala hafa trúað mér fyrir því, að þeir séu orðnir þreyttir á þeim, sem „leiki sér að stjórn- málum“. Þeir vilja sættast við önnur héruð landsins, láta af- vopna alla hermenn og taka aft- ur upp vinnu. En þeir geta ekk- ert aðhafzt vegna herlögreglunn- ar. Ef til vill tekst sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem nú er í Kongó, að koma á fundi með þeim. En ringulreiðin eykst. (Observer — öll réttindi áskilin). Frv. um ríkis- reikninginn 1959 aígreitt sem lög í GÆR fór fram í neðri deild A1 þingis atkvæðagreiðsla um rík isreikningsins 1959 eftir að þrjár umræður höfðu verið hafðar um frumvarpið í deildinni. Var frum varpið samþykkt með 17 sam- hljóða atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli, en 10 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Er frumvarpið um rikisreikn- inginn 1959 þar með afgreitt sem lög frá Alþingi. Gefa öndunar- tæki á sjúkra- hús Akraness KVENNADEILD Slysavarnafé- lagsins á Akranesi hélt 30. f.m. aðalfund sinn. Fundurinn ákvað að gefa sjúkrahúsi Akraness önd unartæki. Ennfremur var sam. þvkkt að gefa 10 þús. kr. til bj örgunarf lugvélarinnar. I lok fundarins var samþykkt svohljóðandi áskorun til Alþing is: Aðalfundur Kvennadeildar Siysavarnafélagsins á Akranesi samþykkir að skora á Alþingi IsJendinga að fella hið svonefnda bj órfrumvarp, sem nú bíður af- greiðslu á Alþingi. Við stjórnarkjör óskaði for- mauur, frú Gíslína Magnúsdótt- ir, eindregið eftir að verða ekki ei-.úurkjörin. Formaður var ein- roma kjörin frú Hulda Jónsdótt- ir gjaldkeri frú Guðrún Jóns- t r, ritari Sigurlaug Soffonías ' •, og meðstjórnendur Hulda ’.sdóttir og Sigríður Olafs- Nýskðpun fyrir dyrum togaraútgerö Breta Grein eftir Llewelyn Chanter, fréttamann Daily Telegraph Llewelyn Chanter BREZKI sjávarútvegurinn er nú tilneyddur að framkvæma hjá sér stórfellda byltingu, og er það að mestu leyti ís- landi að kenna eða þakka. — Sú staðreynd hefur blasað við útvegsmönnum, að nauð- synlegt hefur verið að end- urskipuleggja fjárhagslegan grundvöll fiskveiðanna, svo að þeir geti tekið þátt í þeirri samkeppni sem nú- tíma þjóðfélag gerir ráð fyr- ir. Þeir hafa hikáð og frestað aðgerðum svo árum skiptir í þeirri von, að hin yfirvof- andi bylting mætti fram- kvæmast í smáskömmtum eða að auðið mætti verða að fresta henni enn um skeið. Skýrsla Fleck-nefndarinnar En nú hefur rannsóknarnefnd, sem brezka stjórnin skipaði, al- mennt kölluð Fleck-nefndin eftir formanni hennar, komizt að þeirri niðurstöðu, að byltinguna verði að framkvæma eins skjótt og auðið er. Nefndin leggur til að ríkisstjórnin framkvæmi viss- ar aðgerðir til þess að umbylting- in geti farið fram friðsamlega og náð raunhæfum árangri. Það er enginn vafi á því, að sú ákvörðun Islendinga 1958, að stækka fiskveiðilandhelgi sína upp í 12 mílur, hefur haft geysi- mikil áhrif á brezkan sjávarút- veg. Fleck nefndin tók til starfa, einu ári áður en Islendingar stækkuðu fiskveiðilandhelgina og segir formaður nefndarinnar, Sir Alexander Fleck í skýrslunni: „Sumir telja kannski að nefnd in hafi verið of sein að komast að niðurstöðu. Til skýringar vil ég aðeins nefna, að það varð æ ljósara eftir því sem rannsókn okkar miðaði áfram, að íslenzka vandamálið hafði úrslitaáhrif á öh framtíðarviðhorf brezka sjáv- arútvegsins". Aðstoð við togaramenn Ekkert samkomulag náðist á síðustu sjóréttarráðstefnu í Genf og við það varð ástandið miklu alvarlegra en áður, séð af brezk- um sjónarhól. Nefndin varð að taka þessi nýju viðhorf með í reikninginn og koma með tillög- ur um aðstoð við brezka togara- flotann á næstu árum. Togarafloti Breta, sem veiðir á fjarlægum miðum og þá einkum sá sem stundað hefur veiðar á Islandsmiðum, er nú í fyrsta skipti í sögunni að leita eftir fjárhagslegri aðstoð frá ríkis- stjórninni. Það blasir nú við hon um, að hann verður að sækja enn lengra en áður til veiða og að hann verði að hefja leit að nýjum fiskimiðum. Það er því óhjákvæmilegt, að þessi grein sjávarútvegsins endurnýi skip og tæki og leggi í mikinn kostnað við það. Ef tillögur Fleck-nefndarinnar ná samþykki ríkisstjórnarinnar og löggjöf verður samin á grund- velli þeirra, þá þýðir það að tog- araflotinn brezki sem hefur hreykt sér af því fram til þessa að hann njóti engra styrkja, fær fé úr vasa skattborgaranna ’til þess að taka úr notkun gömlu úreltu skipin og hefja miklu harð vítugri samkeppni en áður um fiskveiðar á höfunum. Sameiginleg stjórn Fleck-nefndin gerir ráð fyrir einu fiskimálaráði sem allar greinar sjávarútvegsins heyri undir. Þetta fiskimálaráð á að hafa vald til þess að veita aðstoð og lán til smíði, breytinga og út- búnaðar veiðiskipa. Fiskimála- ráðið myndi koma við sögu á ýmsan annan hátt og á ýmsum sviðum útvegsmálanna, allt frá því fiskurinn er veiddur í sjón- um og þar til hann er kominn á markaðinn. Það yrði t. d. hlut- verk fiskimálaráðsins að reyna að hafa áhrif á smekk fólks, svo að almenningur í Bretlandi læri að nota fisktegundir sem hann vill ekki líta við í dag. Svartsýni nefndarinnar Það er óumdeilanlegt að Is- land hefur hraðað þessari þróun með aðgerðum sinum 1958. Fleck-nefndin hefur s.l. þrjú ár safnað vitnisburðum og skýrsl- um frá öllum starfsgreinum sjáv- arútvegs og fiskvinnslu og er skýrsla nefndarinnar svo ýtarleg, að til fyrirmyndar er. I skýrsl- unni er hvað eftir annað sagt, að útvíkkun fiskveiðitakmarkanna ógni sjávarútvegi Breta. A einum stað segir t. d.: .Enginn getur sagt fyrir með vissu, hvaða áhrif útvíkkun fisk- veiðitakmarkanna hefur á heild- arafla brezka sjávarútvegsins í framtíðinni". A öðrum stað segir: „Það er óhjákvæmilegt, að afli þess fiskiskipaflotá Breta, sem sækir á fjarlæg og meðal fjarlæg mið, mun minnka' ef 12 mílna fiskveiðitakmörk verða almennt viðurkennd og tekin upp“. Aflaskerðing þessi er áætluð milli 20 og 35% af afla þeirra skipa sem sækja á fjarlæg mið. „Brezkir togaramenn verða að vera búnir undir það versta", segir í skýrslunni. Islendingar geta með fullum rétti þakkað sér (eða kennt sér) þessa byltingu, aðgerðir þeirra hafa líklega verið aðalorsök þessara atburða. Þar með er ekki sagt, að það sé verið að skella neinni skuld á Islendinga. Meðal íbúa Bretlands ríkir mikill skiln- ingur og samúð gagnvart Islend- ingum. Það er kannski erfitt að sannfæra Islendinga um það, en það er samt staðreynd. Það er enn að vísu of snemmt að meta nvaða áhrif tillögur Fleck-nefndarinnar hafa á fisk- veiðar og fiskverkun meðal annarra þjóða. Tillögurnar hafa ekki enn hlotið lagagildi og get- gátur einar, hvenær þær muni koma til framkvæmda. Lagasetn- ing er oft erfið og tekur langan tíma í lýðræðisríki. En hvað sem um það er að segja. Skýrslan sýnir berlega hvernig ástandið er í brezka tog- araútveginum. Utvegurinn verð- ur að gera hreint fyrir sínum dyrum, ef hann ætlar að standa traustum fótum efnahagslega, verður hann annað hvort að framkvæma aðgerðirnar upp á eigin spýtur, eða með opinberri hjálp. Tilhneiging til einokunar En nú hefur nefndin fallizt á þá skoðun, að togaraflotinn eigi rétt á opinberri aðstoð og út- vegsmenn hafa sjálfir samþykkt það og því má vænta róttækra breytinga i sjávarútvegsmálum. Forustumenn fiskimála líta lönd eins og Island, Noreg og Dan- mörku ekki hýrum augum, lönd sem hafa neytt þá til að ger- breyta öllu starfi sínu. Það getur verið að brezkir útvegsmenn krefjist að þeim sé tryggður for gangsréttur á fiskmarkaðnum í heimalandinu vegna aukins kostn aðar og fyrirhafnar. Þótt slíkt sjónarmið sé skiljan- leg af hálfu útvegsmanna, þá hlýt ur maður að finna, að slík þróun væri mjög óheppileg. Sem betur fer, eru margir í hópi forustu- manna brezks sjávarútvegs, sem vinna af þrautseigju að annarri og raunhæfari lausn. Það eru einkum þeir sem hafa sjálfir kynnzt keppinautum sínum í öðr- um löndum. Vonandi ber barátta þessara manna árangur og von- andi verður tilhneiging til ein- okunar markaðsins stöðvuð. Það er erfitt að ímynda sér að helztu fiskveiðiþjóðir Vestur Evróvu, og þá fyrst og fremst Norðurlandaþjóðir og Bretar muni fallast á slíka einokunar- aðstöðu. I Bretlandi er mót- spyrna gegn slíkri þróun eink- um með'al þeirra sem hafa framfæri sitt af fiskveiði. Sumir sjá fyrir sér sameiginlegan fiski- markað og fskibandalag Evrópu, þar sem afnumdar séu allar höml ur milli fiskveiðiþjóðanna og þar sem allir aðilar ættu jafnan að- gang að nýjustu veiðiaðferðum, nýtízkulegustu fiskverkunarað- ferðum, ekki aðeins sjálfum sér til hagsbóta, heldur og til hags- bóta þeim þjóðum, setn skemmra eru komnar. Slíkar skoðanir ættu menn að íhuga ef þeir vilja ekki að svo illa fari, að sérhver þorsk- ur, ýsa og koli sem veiðist verði notaður sem pótiltískt vopn til að lemja í hausinn a nágrannan- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.