Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 18
IS MORGUNBLAÐlh Miðvikudagur 15. febr. 1961 4ra herb. íbúð óskast í Vesturbænum eða nálægt miðbænum, þyrfti að vera sem mest sér, ef unnt væri. Há útborgun kem- ur til greina. Tilboð óskast fyrir föstudagskvöld merkt: „Vesturbær — 1569“. IUASSEY- FERGLSOIM Verð kr. 89.000,00. 37 hestöfl. MASSEY-FERGUSON heimilisdráttarvélin er kjörgripUr hins framsýna bónda. Hún hefur gefið jafn góða raun, hvort heldur á ísbreiðum jökla eða á sumarheitum ökrum. Hún er aflmikil, 37 hö., og þess er líka fullþörf við notkun margra nýjustu landbúnaðartækjanna. Vökvadælukerfið er fullkomnara en í nokkurri annarri heimilisdráttarvél. Hún er sérstaklega lipur til hvers konar vinnu. Meira úrval sérhæfra vinnutækja er ekki framleitt fyrir neina aðra dráttarvélategund. BÆNDUR, MASSEY-FERGUSON DRATTARVELIN ER KJÖRGRIPUR, ÞVI AÐ HUN TRYGGIR YKKUR OVIÐ- JAFNANLEGA NOTKUNARMÖGULEIKA: Fyrir vorið og sumarið munum vér einnig flyja inn eftir pöntunum fjölmörg landbúnaðartæki: ÁÆTLAÐ VERiÐ Amoksturstæki, Horndraulic, Brutto- lyftuþungi 660 kg., lyftuhæð 2.94 m. kr. 11.800,00 Ámoksturstæki, Massey-Freguson, Brutto- lyftuþungi 917 kg., lyftuhæð 2,99 m. kr. 14.500,00 Aukagjald f. vökvadælu á skúffu kr. 3.300,00 Heykvíslar (12 tinda): Ýtublöð, Horndraulic, 60“ löng kr. 1.600,00 A Ferguson ámoksturstæki kr. 4.980,00 á Horndraulic ámoksturstæki kr. 4.800,00 til festingar á vökvalyftu dráttarvélar kr. 4.500,00 Heyklær (7 tinda) til festingar á vökvalyftu og með þyngdarskúffu framan á dráttar- vél kr. 6.800,00 Sláttuvélar, Busatis, 5 feta vökvalyft greiða með aftursláttar- öryggisbúnaði: a) Fyrir MF-35 kr. 9.200,00 b) Fyrir Ferguson TE-20 kr. 10.100,00 Múgavélar, Blanch-4 tindahjóla til tengingar á vökvabeizli: Gatherrake kr. 9.300,00 Tedrake kr. 9.600,00 Múgavélar, Blanch-6 tinda til drag- tengingar kr. 14.300,00 Heyblásarar, Erlands (norskir) nr. I með hálfbeygju og dreifara kr. 11.200,00 Rör (hver m) kr. 300,00 Jarðvegstætarar, Agrotiller: 60“ br. með dýptarstillihjóli og yfirtengiútbúnaði kr. 24.5(>0,00 50“ breiður með yfirt.útbúnaði kr. 23.000,00 Plógar og herfi, Kyllingestad, heimsþekkt tæki af ýmsum stærðum og gerðum. Sjálfvirkir stauraborar til áfestingar á- vökvalyftu dráttarvélar frá kr. 11.300,00 Auk þessa fjölmörg önnur vinnutæki s.s. áburðar- og mykju- dreifarar, hefilteimur, 7000 punda vindur, vatnsdælur, flutningavagnár með eða án vökvasturtu o. s. frv. Leitið frekari upplýsinga hjá skrifstofu vorri eða kaupfé- lögunum. Sambandshúsinu Reykjavík. - Utan úr heimi Framhald af ols. 10. Tekjumismunurinn í landinu er svo gífurlegur, að forstj. fyrira tækis í landinu getur þénað 3 milljónir escudos, á sama tíma og vinnukona í sveit hefur 12 escud- os (stundum 8 escudos) daglaun. Og hún hefur þó ekki atvinnu nema þrjá daga í viku þegar illa viðrar. Fyrir daglaun sín getur hún keypt sex pundsbrauð. Það er sagt í Portúgal, að 50 fjölskyldur eigi alla peningana í landinu. Þetta óhæfuástand bæði í stjórnmálum og efnahagsmálum hefur snúið þjóðinni gegn ríkis- stjórninni. Og því telur stjórnar- andstaðan, að hún hafi fengið a. m.k. 75% atkvæða við síðustu for setakosningar. Það má nú segja með fullum rétti, að stjórn Salaz- ars sé aðeins viðhaldið með að- stoð leynilögreglunnar — PIDE — og í skjóli þess hve herinn er sinnulaus. Það sætir jafnvel undrun, að kirkjan skuli hafa orðið fyrri til að gefa hernum fordæmi. Enda þótt kirkjan þykist ekki skipta sér af stjórnmálum, er það nú sýnilegt af ýmsum atburðum að hún er ósamþykk einræðisstjórn inni. Skal ég nefna það dæmi, að strax eftir kosningabaráttu mína, skrifaði biskupinn af Oporto bréf til dr. Salazar og má segja að bréfið hafi titrað af reiði og harmi yfir neyðinni í landinu. Ýmsum ritum sem prestar hafa skrifað hefur verið dreift um landið. Einn slíkra presta, faðir Perestrelo, var fangelsaður þann 12. marz 1959. ★ Ég skal einnig víkja nokkrum orðum að kosningasvindlinu 1 síð ustu forsetakosningum. Hinar frjálsu kosningar, sem okkur hafði verið heitið voru teknar frá okkur, áður en þær hófust. í byrjun var okkur meinað að fá afrit af kjörskrám, sem eru ómiss andi til að geta haldið uppi kosn- ingabaráttu. Við fengum þær þó loksins, en þá var það sett að skil yrði að við sæjum sjálfir um af- ritun og mættum aðeins hand- skrifa þær, sérstaklega var tekið fram, að við mættum hvorki ljós mynda þær né vélrita. Við hóf- umst handa um þetta, en stjórn- arvöldin höguðu því þá svo til, að meðan við vorum að afrita skrárn ar þá var alltaf að koma fjöldi fólks, sem þurfti „að skoða“ kjör skrárnar, en tilgangurinn-svar sá einn að hindra stjórnarandstæð- inga í að skrifa þær upp. Þessa fyrirhöfn lögðu stjórnar sinnar á sig, enda þótt kjörskrárn ar væru ófullkomnar og mörg nöfn strikuð út af þeim. , ★ I Portugal er kosningum hagað þannig, að frambjóðendurnir sjálfir senda atkvæðaseðla til EINAR ÁSMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURDSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 n. haeð. Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934 þeirra sem á kjörskrá standa. Síð an fara kjósendurnir til kjör- stjórnarinnar með atkvæðaseðil þess frambjóðanda, sem þeir -kjósa. Svo á að heita að kosning- in sé leynileg, en starfsmenn kjör stjórna geta séð af svolitlum mun á lit og þykkt atkvæðaseðla hvernig hver maður greiðir at- kvæði og þá strika þeir þessa menn út af kjörskrá, svo atkvæð- in verða ekki gild. Við fórum því fram á það, að fá okkar atkvæðaseðla prentaða í sömu prentsmiðju og prentaði atkvæðaseðla stjórnarsinna. Á það var fallizt, en síðustu at- kvæðaseðlar okkar fengust ekki úr prentsmiðjunni fyrr en tveim- ur sólarhringum fyrir kosninga- dag og er ekki vandi að sjá, að með svo litlum fresti er ómögu- legt, að dreifa þeim eins og með þarf, jafnvel í svo litlu landi sem Portugal. En stjórnarliðar létu það ekki nægja, heldur réðst leynilögreglan á nokkra af bílum okkar, sem fluttu kosningaseðla og lögðu hald á þá. Þrátt fyrir allar þessar varúð- arráðstafanir var stjórnin hrædd um sig. Á sjálfan kosningadag- inn lagði hún bann við því að fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu hafa eftirlit m,eð kosning- unni. Sem betur fer náði þessi fyrirskipun ekki allsstaðar fram í tæka tíð, eða var óframkvæm- anleg. Þar sem hún kom ekki til framkvæmda kom í ljós, að við höfðum mikinn meirihluta at- kvæða. Samanburður á kosningaúrslit- um í borginni Oporto og Vila Nova de Gaia, sem liggur rétt hjá Oporto sýnir bezt að kosningarn- ar voru uppgerðarkosningar, sem ekkert var að marka. Ég kom fyrst fram sem fram- bjóðandi í borginni Oporto, sem hefur um 400 þúsund íbúa og allir vita, að í þeirri borg er andstað- an mest gegn Salazar. Samt feng- um við samkvæmt opinberum skýrslum færri atkvæði í Oporto en í nágrannabænum Vila Nova, sem hefur aðeins 20 þúsund íbúa. ★ Jafnvel þó rétt væru þau úr- slit, sem Salazar tilkynnti, að ég hafi aðeins fengið 250 þúsund at- kvæði, þýðir það þó, að ég hafi fengið fjórðung greiddra at- kvæða. Þar með er hrunin sú hugmynd, að engin stjórnarand- staða sé til í Portugal og þar með um leið staðhæfingar dr. Salazars um að stjórnarandstaðan sé svo veigalítil, að hún hafi ekki rétt á að setja fram skoðanir sínar og skipuleggja flokksstarfsemi. En dr. Salazar hefur lýst því yfir svo ekki verður um villzt, að hann er enn ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að mola niður alla skipulagða mótspyrnu. Hann lét meira að segja handtaka marga stuðningsmenn mína í kosninga- baráitunni. Þeim handtökum hef ur hann haldið áfram eftir kosn- ingarnar. Þetta ástand, sem ég hef lýst, sýnir, að einræðinu verður að- eins steypt með vopnaðri upp- reisn. Og hernum ber siðferðis- leg skylda til að vinna þjóðinni það þarfaverk. Uppreisnartilraun herforingja þann 12. rnarz 1959 sýndi að hreyfing er að komast á Bílstjóri Duglegur og reglusamur maður óskast sem bílstjóri hjá iðnfyrirtæki. Skriflegar umsóknir ásamt upplýs- ingum um fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudag 17. febrúar, merkt: „Bílstjóri 1961 — 1570“. íbúð — Cóð kjör Til sölu er 5 herb. íbúð á hæð í Kópavogi. Söluverð kr. 395 þús. Útb. aðeins kr. 60—70 þús. Eftirstöðvar lánaðar eftir samkomulagi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjud. merkt: „íbúð — 1224“. í hernum. Þegar það augnablik kemur og hann tekur til sinna ráða, mun ég og félagar mínir mynda bráðabirgðastjórn, sem mun gefa út tilskipanir um þau lýðræðislegu lög sem þarf að lögleiða í landinu. Þau mannrétt- indi ,sem ákveðin eru í 8. grein stjórnarskrárinnar skulu endur- reist og ný kosningalög gefin út, sem gera þjóðinni sjálfri kleift að ákveða stjórnarstefnuna. Á tímabilinu, þar til nýjar kosn ingar verða haldnar mun bráða- birgðastjórnin framkvæma nauð- synlegar aðgerðir til að vinna bug á neyðinni, bæta lífskjörin, leysa pólitíska fanga úr haldi m.eð al- mennri sakaruppgjöf og fram- kvæma fyrstu aðgerðir til að veita nýlendum Portúgal sjálf- stjórn. Dropi Frh af bls. 9 Fordæmi bændaskólanna er mikilsvert, miklu meira vert heldur en margir vilja vera láta sem oft mæla misjafnt um þá hluti, svo er á mörgum sviðum. Hugsum okkur t. d. kornrækt- ina. Þrátt fyrir alla elju Klem- ensar á Sámsstöðum um tugi ára, hefir nær ekkert miðað að koma á ræktun fóðurkorns um Suð-Vesturland, einstökum bændum og þjóðinni til hags- bóta. Það er trúa mín örugg að' öðru vísi stæðu nú sakir í þvi máli ef bændaskólinn á Hvann- eyri hefði tekið sér jákvæða stöðu, að því er varðar slíka komrækt, ef á Hvanneyri hefði verið ræktað korn árlega svo um munaði, og nemendur séð þá ræktun sem sjálfsagða á staðnum. — Um Hóla ræði ég ekki í því sambandi af veður- farsástæðum. Nú veit ég að sumir segja, sem þó hafa eða þykjast hafa trú á kornrækt, að korn eigi ekki að rækta heima á búum bænda svona yfirleitt, það eigi að rækta á sérstökum kornræktarbúum á stórökrum feiknavíðum. Ég mun ekki að þessu sinni ræða, hinar oft og tíðum fásinnulegu, hugmyndir um þetta atriði sem fram hafa komið. í þess stað vil ég að- eins benda á sem skemmtilega staðreynd, að vart stæði Jean de Fontenay lakar að vjgi, er hann tekur til við komrækt I mjög stórum stíl á Hvolvelli, þótt hann hefði á námsárum sínum á Hvanneyri séð fyrir sér þar á staðnum kornrækt all- mikla og vel með höndum hafða. Nei, hann stæði áreiðanlega stórum betur að vígi ef svo hefði verið. Hvað má þá ekki segja um bændur, búfræðinga frá Hvanneyri, sem tækju sér fyrir hendur að rækta korn svona á Miklaholtshellis-mæli. kvarða. Læt svo þessu spjalli lokið — dropinn í deigluna var aðeins þetta — og þakkir fyrir að1 Gunnar á Hvanneyri bendir — sem kennari þar, á hina mein- legu vankunnáttu í hænsnarækt og svínarækt — hversu við er- um út á þekju í þeim efnum. Slík ábending og úr þeirri átt — frá Hvanneyri — er mikils- verð. Jaðri, 28. desember 1960 Árni G. Eylands. EFTIRMÁLI. — Hér er nýkom- in út forkostulega góð og skemmtileg bók um Hus for gris, — auðvitað fá bændaskóí- arnir, Búnaðardeildin, B. í og aðrar framástofnanir búnaðar- mála hana, en vel væri til- fundið að bókin gæti komizt i hendur fleiri aðila á Fróni. Á. G. E. v (Þessi grein hefur orðið að bíða birtingar vegna þrengsla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.