Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 15. febr. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 19 — Rússar Framh. af bls. 1 • Mótmælaaðgerðir Víða um heim kom til mótmæla í dag vegna lífláts Lumumba og beindust mótmælaaðgerðir eink- um að belgískum sendiráðum. Ofsalegastar urðu mótmælaað- gerðir í Moskvu, þar sem sérhver rúða í belgíska sendiráðinu var brotin, kveikt í bifreiðum og aðr ar skemmdir unnar. Gengu stúd- entar og verkamenn um götur borgarinnar — báru myndir af Lumumba og spjöld með áletrun um á ensku, frönsku, arabísku og rússnesku — svo sem „Hammar- skjöld er morðingi" „Lumumba, er látinn ,en málstaður hans lif- ir“. Fyrst í stað voru einungis um J>að bil 4—500 manns í mótmæla- göngunum — mest stúdentar frá Asíu-Afríku og Suður-Ameríku- löndum, — en fljótlega safnaðist saman mikill manngrúi og voru allt að sex þúsundum manna sam, ankomnir við belgíska sendiráðið er flest var. öflugur lögregluvörður var til Staðar — og var hann efldur eft- ir því sem mannfjöldinn óx — en hafðist ekki að, fyrr en fólkið gerði sig líklegt til að ráðast inn í bygginguna. Var þá mannfjöld- anum fljótlega dreift. Sömu sögu er að segja frá Belgrad. Þar voru allrrlikil spjöll unnin á bústað sendi- herra Belgíu. Tókst nokkrum imönnum að komast inn í húsið og valda þar allmiklum spjöll- um á húsbúnaði og skjölum. Fáni sendiherrans var brenndur og rúður brotnar í húsinu. 1 nokkrum öðrum borgum, svo eem Vínarborg, Tel Aviv, Róm, Osló og Kairo safnaðist veruleg- ur mannfjöldi saman frammi fyr- ir sendiráðum Belga, en hvergi urðu aðgerðir í líkum mæli og í Moskvu og Belgrad. 1 Ghana voru fánar í hálfastöng í dag og þjóðarsorg fyrirskipuð. 1 Kenya komu um þrjú þúsund inanns saman á kosningafund og stóðu eina mínútu hljóðir og kyrrir til heiðurs minningu Lum- umba. Hnekki orðstír SÞ Mohammed konungur Marokko hefur sent Hammarskjöld skeyti, þar sem segir að atburður þessi sé óneitanlega skelfilegt áíall fyrir orðstír Sameinuðu þjóð- anna. Túnisstjórn O'g útlagastjórn Alsír hafa kallað líflát Lumumba „viðurstyggilegan glæp“ en sam- kvæmt kvöldfréttum bandarísku útvarpsstöðvarinnar Voice of America hafði í kvöld borizt skeyti frá Bourguiba forseta Tún- is, þar sem lýst er hollustu við tilraunir Hammarskjölds til að koma á friði í Kongó. I opinberri tilkynningu stjórn- ar Arabíska lýðveldisins er því haldið fram, að Sameinuðu þjóð irnar og umboðsmenn belgískra nýlendukúgara séu ábyrgir fyrir drápi Lumumba. Segir þar, að Sameinuðu þjóðirnar hafi frá fyrstu stundu svikizt um að inna af hendi hina eiginlegu skyldu þeirra í Kongó og samtökin orð- ið hjálpargagn nýlendukúgara. Jafnframt hefur Tito, forseti Júgóslavíu, lýst ábyrgð á hendur „vissum aðilum Sameinuðu þjóð- anna“. Ríkisstjórnir ýmissa vestrænna Ihafa lýst yfir hryggð sinni vegna lífláts Lumumba, þeirra á meðal stjórn Breta, sem sagði þann at- burð hörmulegan og afleiðing- arnar ófyrirsjáanlegar, stjórn Frakka segir, að þar hafi verið framið gróft brot á mannrétt- indaskránni, og Kennedy Banda ríkjaforseti segir atburðinn hörmulegan. Adlai Stevenson, fastafulltrúi Bandaríkjamanna hjá SÞ varð fár við, er hann heyrði um kröfur Sovétstjórnar- innar en vildi ekkert um hana segja. Blaðafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins sagði hinsvegar í dag, að þessi krafa Sovétstjórn- arinnar væri einungis sönnun þess, að hún væri reiðubúin að ganga afar langt í tilraunum sin um til þess að knýja Hammar- skjöld til þess að segja af sér. Harold Macmillan, forsætis- ráðherra Breta skýrði frá því í dag, að hann færi væntanlega til Washington 4. apríl nk. til viðræðna við Kennedy, m. a. yrði rætt um Kongómálið. Svar- aði Macmillan með þessu fyrir- spurn þingmanna brezka verka- mannaflokksins um hvað ríkis- stjórnin hygðist gera í málinu. Verður Kongómálið væntanlega til umræðu í neðri deild brezka þingsins á morgun. Macmillan skýrði jafnframt frá því að hann hygðist ekki sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er það kæmi saman á ný, nema sérstakar ástæður væru fyrir hendi. ★ Bandariska útvarpsstöðin Voice of America sagði í kvöld að ástandið innan Sam einuðu þjóðanna væri nú svipað og það var fyrir rúm- um tíu árum, er Sovét- stjórnin lýsti yfir vantrausti á Tryggve Lie, sem þá var framkvæmdastjóri samtak- anna. Var orsökin þá afstaða Ebenezer Sívert- sen sjötugur STYKKISHÓLMI, 14. febr. — Ebeneser Sívertsen, trésmíða- meistari í Stykkishólmi, er sjö- tugur í dag. Hann er einn af kunnustu iðnaðarmönnum kaup- túnsins og góður borgari þess, fæddur í Hrappsey á Breiða- firði og voru foreldrar hans Helena Ebeneserdóttir frá Skarði á Skarðsströnd og Þor- valdur Skúla.son Sívertsen í Hrappsey. Nokkru eftir aldamót fluttist hann til Stykkishólms og hér hefur hann átt heima síðan og stundað iðn sína af elju og dugnaði. Trésmíðaiðn- ina lærði hann hjá Jósafat Hjaltalín, snikkara hér í bæ. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum hér, verið lengi byggingarfulltrúi, og um tíma í hreppsnefnd. Hann á marga vini, en óvildarmenn enga. — Hann dvelst í dag að Öldugötu 52. — Fréttaritari. hans til átakanna í Suður- Kóreu. Þá lét Tryggve Lie ekki af embætti heldur gegndi því enn í tvö ár. Washington-fréttaritarl út- varpsstöðvarinnar sagði í kvöld, að aðalatriðið í yfirlýs ingu rússnesku stjórnarinnar væri fyrst og fremst afstaða hennar til embættis Hammar- skjölds en ekki hans sjálfs. Hefði Sovétstjórnin unnið kappsamlega að því á þessu þingi Sameinuðu þjóðanna, að embætti framkvæmdastjóra væri lagt .niður, en í staðinn ráðnir þrír menn til að gegna því embætti sameiginlega; og hefði hver um sig neitunar- vald. Fréttaritarinn sagði að lík- legt væri að Sovétstjórnin hygðist nota sér borgara- styrjöld í Kongó til þess að koma ár sinni betur fyrir borð. Keflavík íþróttabandalag Keflavíkur held ur fræðslufund fyrir meistara- flokk fyrsta og annan fl. að Vík í kvöld kl. 9. Sýnd verður hin nýja og fróðlega Herberger mynd. — Þá flytur Benedikt Jakobsson erindi um þjálfun. — Happdrætti Framh. af bls. 3 72627 72709 75044 75647 76130 77270 78744 78893 82219 82953 83179 83218 83913 85040 85654 87052 88492 89172 9457? 96728 97694 97921 99369 103633 105087 105332 106996 108832 109172 109245 109971 110463 111784 114119 114580 114750 114794 115162 116739 ?17745 121482 123595 124905 125010 126593 129154 129552 131368 137108 137355 137637 140583 140935 141660 142549 142952 144231 145117 145173 145639 146219 146409 146622 146793 146834 147260 147361 148643 149043 149455 250 krónur 485 618 1127 2361 3030 3758 3993 4001 4151 4827 4848 5042 5549 6527 7782 8243 8845 9094 10039 11769 12636 12832 13181 14108 14117 14633 15169 15223 18493 19145 20179 21498 22805 24056 24235 27561 27647 28132 28797 29174 29564 29645 30496 31158 31310 31728 32347 33167 34171 34890 , 35157 35428 35845 35995 36326 36955 37012 37461 38273 38626 38771 38834 39389 39573 40124 41088 41386 41696 42437 42524 42546 43754 43788 45117 46166 47044 47631 49237 49335 49766 50863 52058 53587 53780 55564 55627 55880 56028 56357 57518 57585 57927 58011 58999 59226 59958 62111 62209 62492 62673 62906 64009 64146 64607 64617 65098 65191 65192 65335 66348 66453 66751 67415 68822 69194 69422 69515 70193 70816 70824 71025 71137 71822 71885 72382 72702 73201 73205 74361 74900 75375 76341 76573 76989 77481 79710 80832 80853 81930 81972 82205 82900 83068 84683 85381 85416 85781 86017 87093 87508 87552 87912 88084 88100 90248 90462 91419 91825 91850 91907 92364 92889 93259 93484 93710 95430 95615 96362 96422 96931 97197 97304 97376 97472 97823 97839 98576 98785 98941 100116 100132 100766 101220 101801 101990 102047 103280 103371 103546 103802 103933 104300 105090 105438 106673 106688 106864 107220 107471 107770 108058 108207 108230 109685 110059 110377 110484 110969 111165 112373 113212 114752 114823 115165 115664 116918 117131 117493 117604 119750 120464 120693 121315 121472 124329 124691 125082 125801 127550 127678 127943 128568 128711 128814 130151 130990 131083 131894 132331 132559 132823 133131 134702 134751 136476 136632 138023 138465 138820 140682 141069 141114 141342 141663 142162 142179 142321 142735 143484 143490 143618 143703 143738 143905 144261 144636 145229 145666 145706 145980 146304 146531 147430 147712 147737 148190 148261 148627 149026 149163 (Birt án ábyrgðar). Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem verða til sýnis í porti Egils Vilhjálmssonar h.f. að Laugavegi 116, fimmtu- daginn 16. febrúar frá kl. 13—17. 2 trukkar, 3 Dodge, 2 Willys jeppar, 1 Fiat Station. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu raforkumálastjóra föstudaginn 17. febrúar kl. 13. Rafmagnsveita ríkisins. Atvinna Óskum eftir að ráða karlmann á aldrin- um 25—35 ára til starfa við ýmiskonar vinnu í flugskýli voru á Reykjavíkurflug- velli. — Skriflegar umsóknir merktar: „Atvinna“ óskast sendar skrifstofu vorri fyrir n.k. laugardag. Drecpið í kvöld Fálksfélagar gerið skil. Skrifstofan opin til miðnættis í kvöld. Hestamannafélagið FÁKUR Klapparstíg 25 — Sími 18978, Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir GUÐLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR frá Bræðraparti, Akranesi, andaðist í Landakotsspítala þriðjudaginn 13. febr. 1961. Elísabet Jónsdóttir, Ingunn M. Freeberg, George Freeberg, Jón Kr. Jónsson, Magnea D. Magnúsdóttir, Ólafur Jónsson, Lára Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Elín Einarsdóttir. Móðir mín ÞÓREY JÓNSDÓTTIR Lindargötu 11 verður jarðsungin frá Fríkirkjunni 16. þ.m., kl. 10,30 f. h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jarð- sett verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Vilhjáiinsdóttir Við viljum öll þakka innilega samúð, við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar KRISTlNAR MÖRTU JÓNSDÓTTUR Kristmundur Ólafsson, Bjarni Knudsen, Gróa Valdimarsdóttir, Valdimar Bjarnason, Berta K. B. Bjarnadóttir, Sigurlína Bjarnadóttir, Kristmundur Már Bjarnason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MAGNCSAR H. GUBMUNDSSONAR Þingeyri. Þingeyri, 12. febr. 1961 Guðmunda K. Guðmundsdóttir og synir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar STEINS ÞORSTEINSSONAR frá Hellu Guðrún Pálsdóttir, Þorsteinn Tyrfingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.