Morgunblaðið - 16.02.1961, Page 2

Morgunblaðið - 16.02.1961, Page 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1961 10 tn. flutningabíll stakkst í Hólmsá Bílsfjórinn segíst hafa forðað stórslysi Mjólkurbíllinn í Hólmsá. - mmm Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. ÞÁ LÁ svo sannarlega við stór- slysi á Hólmsárbrú í gaer, er 10 tonna flutningabíll frá Mjólkur- búi Flóamanna, með tæplega 15.000 króna mjólkurfarm á leið til bæjarins. fór í gegnum brúar- grindverkið og valt ofan í ána. Þetta hlauzt fyrir það, að bíl- stjórinn var að forða árekstri við fólksbíl frá Reykjavík, á miðri brúnni, sagði annar mjólk- urbílstjóri, á slysstaðnum, við blaðamenn Mbl. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Þetta gerist um nónbil í gær. Flutningabíllinn, sem er af Heinzelgerð, var á leið til Reykjavíkur. Á vörupalli drek- ans stóð mjólkurgeymirinn full- Frétta- fölsun notuð ÞEGAR TÍMINN og Þjóðvilj inn föLsuðu frétt af niðurstöðu kjaradeilu sjómanna og sögðu að þeir hefðu fengið 15—25% kjarabætur. benti Morgunblað ið á að þessa freklegu föisun mundi síðar eiga að nota til þess að krefjast þess af öðr um stéttum, að þær legðu út í verkfall og heimtuðu „sömu Iaunahækkanir“. Er nú kom ið á daginn að þess spá Morg unblaðsins reyndist rétt. I Tímanum í gær segir á þessa leið: Það sem fyrir landverka- fólkinu vakir, er að fá fram kjarabætur í áttina við þær sem sjómenn í Vestmanna- eyjum hafa fengið, en talið er að kjör þeirra hafi batnað um 20—25% við hina nýju samninga. Það virðist ekki neitt undarlegt, þótt landverka fólk í Vestmannaeyjum vilji fá nokikrar kjarabætur til samræmis við sjómennina“. Hin falsaða frétt Tímans er þannig notuð til þess að ýta undir tilraunir kommúnista í Vestmannaeyjum til að koma ef nahagskerf inu úr skorðum. Þegar slík vinnu- brögð eru viðhöfð, er ekki að furða, þótt enginn taki mark á því, sem eiga að vera hlut laiis:ir fréttir viðkomandi biaða. Og það þarf heldur enginn að velta fyrir sér til gangi Framsóknarmanna og kommúnista með slíkum mál flutningi. Það á að reyna að koma öllu í bál og brand með hverjum þeim ráðum, sem til tæk eru. Nánar er annars rætt um þetta mál í ritstjórnargrein í dag. Dagskrá Alþingis DAGSKRA sameinaðs Alþingis: Fyrir- spumir: a) Vistheimili fyrir stúlkur. Hvort leyfð skuli. b) Niðurgreiðsla á vöruverði. Hvort leyfð skuli. Dagskrá efri deildar: 1. Heimild til að veita Guðjóni Armanni Byjólfssyni stýrimannsskírteini, frv. 2. umr. 2. Sala lands jarðanna Stokkseyri I—III, frv. 2. umr 3. Sveitarstjónalög, 2. umr. Dgskrá neðri deildar: 1. Ríkisfangelsi og vinnuhæli, frv. 1 umr. 2. Héraðs- fangelsi, frv. 1. umr. 3. Alþjóðlega fram farastofnunin, frv. 2. umr. 4. Loðdýra rækt, frv. 2. umr. 5. Fæðingarorlof, frv. Frh. 2. umr. 6. Verðflokkun á nýj- um fiski, frv. 1. umr. 7. Almannatrygg- ingar, frv. 1. umr. 8. Sala Hellu og Helludals í Breiðuvíkuihreppi, frv. 1. umr. Páfinn meðal þeirra, sem sáu sölmyrkvann ur af mjólk, sem fara átti á markaðinn hér í bænum. Bíllinn var rétt kominn inn á Hólmsárbrú, þegar bílstjórinn sá hvar fólksbíll kom hrunandi á móti og virtist fara hratt. Mjólkurbílstjórinn sveigði stóra bílnum til hliðar að brúarhand- riðinu. Segist bílstjórinn hafa orðið að gera þetta, því annars hefði orðið hökuárekstur á miðri brúnni. Um leið og mjólk- Licentiat í guðfræði London, 15. febrúar. (Reuter) SÓLMYRKVI gekk í dag yfir Mið-Evrópu. Sást myrkvinn víð- ast hvar vel á braut þeirri er hann gekk um, því að veður var gott um miðbik álfunnar, heið- skírt og stiUt. Þó var skýjað með köflum í Madrid og Aþenu. Braut almyrkvans var frá Bor- deaux, um sunnanvert Frakk- land, Norður-Ítalíu, Júgóslavíu, Búlgaríu, Rúmeníu, yfir Svarta- haf og Suður-Rússland. Hvar- vetna á þessari leið þyrptist fólk út á stræti og upp á góða útsýn- isstaði til að rýna i þetta merki- lega náttúrufyrirbrigði. Margir ferðuðust langa leið, t. d. frá N-Þýzkalandi og Danmörku til að sjá myrkvann. Vísindamenn í ýmsum greinum voru viðbúnir að gera mælingar og athuganir í sambandi við sól- myrkvann. Meðal annars höfðu franskir vísindamenn sett upp stóra rannsóknarstöð í Suður- Frakklandi. Þeir skýra frá því, að hitinn hafi lækkað um fimm stig meðan á myrkvanum stóð. Hundar fóru að spangóla og máv- ar, sem höfðu svifið yfir hafinu leituðu í land, þegar sólin sortn- aði. Jóhannes páfi 23. horfði á sól- Gripinn að verki f FYRRINÓTT var ungur maður staðinn að því að brjótast inn í Tjarnarbarinn í byggingu Stein- dórsprents. Tveir menn voru að störfum á efri hæð hússins og heyrðu þeir þá að rúða var brotin niðri í hús- inu. Brugðu þeir þegar við og gerðu lögreglunni aðvart, sem kom og tók innbrotsþjófinn á staðnum. Annar þeirra manna, sem urðu varir við innbrotið, var með ljósmyndavél við hendina og brá hann við og myndaði hand töku mannsins. Við athugun reyndist maðurinn hafa tekið ófrjálsri sendi nokk- uð af smámynt, sígarettur og vindla. Hann var áberandi ölv- aður. myrkvann úr glugga sínum í Vati kaninu. Að því loknu tók hann á móti 160 blindum mönnum og lýsti fyrir þeim, þessari áhrifa- miklu sýn. Frá Belgrad berast fregnir um að 150 stjörnufræðingar frá Júgó- slavíu, Svisslandi og Þýzkalandi hafi fylgzt með sólmyrkvanum þar og hafi veður verið mjög hag stætt. SBRA Jakob Jónsson hefur ný- lega lokið licentiatprófi við guð- fræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð. Er hann fyrsti íslenzki guðfræðingurinn, sem tekur licentiat-próf við sænskan há- skóla. Sænska licentiat-gráðan er skil yrði fyrir því, að verja doktors- ritgerð við sænska háskóla. Tók séra Jakob þessa gráðu í því augnamiði og er nú ákveðið að hann verji doktorsritgerð við Lundarháskóla 15. maí í vor. Doktorsritgerð hans er skrifuð á ensku og er titill hennar: „Humour and Irony in the New Testament". Andmælendur við doktorsvörn ina verða einn dócententanna við guðfræðideild háskólans í Lundi og dr. R. Edelmann, lektor við háskólann í Kaupmannahöfn. Topaði ellilaunum sinum GÖMUL kona sneri sér í gær til lögreglunnar og kvaðst hafa tap- að umslagi með ellilaunum sín- um og skýrteini því. er hún af- hendir við móttöku launanna. Umslagið og skírteinið er hvort tveggja merkt nafni gömlu kon- unnar, sem heitir Sveinbjörg Ólafsdóttir til heimilis að Garða stræti 23. í umslaginu voru um 1100 kr. sem er ellistyrkur gömlu kon- unnar og henni til lífsviðurvær- is. Er tjónið því mjög bagalegt fyrir hana. Tjón-faraldur Það var eins og faraldur gengi ylfir bæinn í gær, svo rammt kvað að því að menn töpuðu fjármunum sínum. Mað- ur tapaði veski sínu með 600 kr. í og annar veski með 300 krón- um. Finnendur eru vinsamlegast beðnir að koma þessum munum til lögreglunnar, eða hlutaðeig- enda sjálfra, þar sem umslagið og veskin eru auðkennd með nöfnum þeirra. NA 15 hnútar $ V 50 hnútar ¥: Snjókoma f 05 i V Skúrir K Þrumur WSst Kuldaskil ^ Hit'skH H Hd 1 L&Laai \ Bllokkur f GÆR birtist í blaðinu frétt um Happdrættislán ríkissjóðs en þess láðist að geta að hér var um að ræða útdrátt, sem fram fór 15. jan. sl. og happ- drættisbréfin voru B-flokks. VEÐUR er mjög stillt um allt land, hiti 1—4 stig yfir frost- mark sunnanlands en lítilshátt ar frost fyrir norðan. Um há- degisbil lagði sjóþoku inn yfir Reykjavík, svo að flugvöllur- inn lokaðist. Rétt utan við borgina var bjartviðri og sól- skin. Alldjúp lægð er suður í hafi, um 1500 km. suður af Reykjanesi. Þokast hún norð- ur eftir, og er því búizt við vaxandi A-átt hér á landi. Mik il hlýindi eru á austanverðu Atlantshafi og Bretlandseyj- um. Kl. 11 í gær var 12 st. hiti í Lundúnum, en í New York var 2 st. hiti. í Bratta- hlíð var 11 st. frost, en 34 st. frost í Meistaravík. Veðurspáin kl. 10 i gærkv.: SV-land, Faxaflói og miðin: Hægviðri í nótt en allhvass austan og þíðviðri á morgun. Breiðafjörður til Austfjarða og miðin: Hægviðri í nótt en vaxandi austan átt þegar líður á morgundaginn, víðast úr- komulaust. | SA-land og miðin: Hægviðri í nótt en vaxandi austan átt og rigning á morgun. urbíllinn var kominn að hand- riðinu, hemlaði bílstjórinn, en missti um leið vald á bílnum, sem stakkst í gegnum handriðið og féll á hliðina ofan í ísilagða ána. Ekki hlaut bílstjórinn nein meiðsl, en bíllinn skemmdist mikið og brúin er einnig stór- skemmd. — Þetta hefði orðið ægilegt slys, ef bílarnir hefðu skollið saman, hafði mjólkurbílstjórinn sagt því í honum var m. a. mikið af börnum sem voru að fara á skíði. Þegar blaðamenn Mbl. koma á vettvang, stóð einn af bílum umferðarlögreglunnar við brúna. Eftir áreksturinn talaði maður- inn á fólksbílnum við mjólkur- bílstjórann en honum hafði láðst að taka niður nafn mannsins og númer bílsins. Var umferðarlög- reglan við brúna til þess að stöðva bílinn, er hann kæmi aft- ur að austan. Þar við brúna stóðu líka gulir, stórir mjólkurbílar frá M. B. F. Þeir höfðu verið sendir á vett- vang til þess að bjarga mjólk- inni. — En þegar við komum, var öll mjólkin horfin sögðu bíl- stjóramir. Geymirinn hefur rifn- að er bíllinn valt og mjólkin runnið út í Hólmsá. í geyminum voru 4400 lítrar af nýmjólk. HEIMDAIXUR, F.U.S., efnlr til hraðskákmóts fyrir félagsmenn sína n.k. laugardag 18. febr. Mót- ið verður haldið í V.R., Vonar- stræti 4 og eru þeir, sem hyggja á þátttöku beðnir að hafa með sér töfl og skákklukkur, ef mögu legt er. — Þátttaka tilkynnist skrifstofu félagsins í Valhöll, S<uð urgötu 39 frá kl. 4—7 fyrir föstu dagskvöld, simi skrifstofunnar er 17102. Heimdellingar ræða bjórmálið Á málfundanámskeiði Heimdall- ar í kvöld verður bruggun áfengs öls til umræðu. Framsögumenn verða Þór Whitehead og Guðni Gíslason. — Ölmálið hefur nú ver ið mikið rætt á Alþingi og á fund um ýmissa félaga. Gefst Heim- dellingum kostur á því í kvöld að láta í Ijós álit sitt á málinu. Fundurinn hefst í Valhöll 1 kvöld kl. 8,30. Heimdellingar eru hvattir til að mæta vel og stund- víslega. Bridgemót BRIDGEMÓTI Heimdallar lauk sl. mánudag og urðu úrslit sem hér segir: 1. Helgi og Páll... 544 stig. 2. Óskar og Halldór .. 513 —. 3. Bjarnar og Þröstur 512 — 4. Benedikt og Stefán 506 —- 5. Hörður og Haraldur 500 — 6. Steinar og Bjami 480 — 7. Runólfur og Hreinn 471 — 8. Samúel og Sigurður 463 — 9. Jón og Ásbjörn .... 458 —. 10. Gunnlaugur og Jóh. 454 —. 11. Þórður og Almar 446 — 12. Gísli og Halldór .. 437 — 13. Birgir og Sigurður 431 — 14. Gunnar og Ólafur 337 —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.