Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIL Fimmtudagur 16. febr. 1961 C'Sy^ui i 2MII3 SENDIBÍLASTOÐIN r Tekið á móti fatnaði til hreinsunar og pressun ar í bókabúðinni Álfheim- um 6. Efnalaug Austurbæjar Viðtækjavinnustofan Laugavegi 178. — Símanúmer okkar er nú 37674. Smurt brauð Snittrn-, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Hj arðarhaga 47 Sími 16311 Pússningasandur Góður — ódýr. Sími 50230. Klæði og geri við bólstruð húsgögn; úrval af áklæðum. Húsgagnabólstrunin Njálsgötu 3. — Sími 13980. 3 herb. og eldhús Til sölu er 3ja herb. íbúð Selst milliliðalaust. Uppl. í síma 18727. íbúðin, sem er við Grettisgötu 82 II. hæð til sýnis alla daga. Radíógrammófónn og lítil þvottavél til sölu. Uppl. í síma 37842. Húsmæður! Tek í prjón (vélprjón) — Fljót afgreiðsla. Uppl. í símum 32040 og 35837. Sveitamaður á sextugsaldri óskar eftir léttri vinnu, helzt í aust urbænum. Sími 37739. Stór íbúð til leigu strax að Borgax- holtsbraut 37 i þrjá mán- uði. Barnafólk gengur fyr ir. Uppl. á staðnum. Nýlegur einsmanns svefnsófi 11 sölu. Uppl. í síma 36014 eft ir kl. 7. Bókband Einnig gert við gamlar bækur. Uppl. Tómasarhaga 37 eða í síma 23022. Geym- ið auglýsinguna. Bíll Vil kaupa ógangfæran fólks bíl ekki eldri en model 1940 Uppl. í síma 37234. Diesel-vél Vil aupa notaða diesel-vél úr vörubíl. Uppl. í síma 37234. í dag er fimmtudagurmn 16. febr. 47. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 6:03. Síðdegisflæði kl. 18:25. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — jLæknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður 2.—18. febr. er í Ingólfs apóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugard. frá 9—4 og helgidaga frá kl. Ljósastofa Hvítabandsins er að Fom- haga 8. Ljósböð fyrir börn og full- orðna. Upplýsingar 1 síma 16699. Næturlæknir í Hafnarfirði 12.—18. febr. er Ölafur Einarsson, sími 50952. Næturlæknir í Keflavík er Arnbjörn Ölafsson, sími 1840. I.O.O.F. 5 = 1422168% = RMR Föstud. 17-2-20-VS-FH-HV. St:. St:. 5961216. — Fellur niður. I.O.O.F. = 1422168% = Sameiginl. kaffidr. FRETTIR Æskulýðsfél. Laugarnessóknar fund- ur í kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8,30. Fjölbr. fundarefni. Sr. Garðar Svav- arsson. Þér tekst aldrei að kveikja í annarra sálum, ef aðeins rýkur úr þinni. — H. Redwood. Ef maður leikur við börn, þá má fá þau til alls. — Bismark. Börn þarfnast frekar fyrirmynda en en gagnrýnenda. — Joubert. Ef þú kannt að hlusta, geturðu jafn- vel grætt á tali þeirra, er sízt kunna að haga orðum sínum. — Plutark. Einkenni orðhagra manna er að segja margt í fáum orðum, en hitt er ein- kenni kjánanna, að hafa mörg orð um ekki neitt. — Rochefoucauld. .— f MJ. 1 Bandarískí stjórnmálamað- urinn Horace Greely (1811— 72) var í veizlu nrokkurri á- sóttur af mjög leiðinlegum manni, sem hafði fengið sér helzt til mikið neðan í því. Hinn ölvaði maður gortaði stórlega af hinum miklu hæfi leikum sínum, barði á brjóst sér og hrópaði: — Skiljið þér, ég hef skap- að mig sjálfur . . . Greely svaraði þurrlega: — Það gleður mig sannar- lega að heyra þetta, því að það losar Guð almáttugan ^ undan mikilli ábyrgð. Tveir Akur- nesingar slasast Akranesi, 14. febrúar. TVEIR Akurnesingar, lítill dreng ur og verkamaður í síldar og fiskimjölsverksmiðjunni hafa slasazt og eru báðir í sjúkrahúsi. Litli drengurinn, Sveinn Jóns- son, Krókatúni 15, hafði farið með skátafélögum í útilegu upp í skála skátanna við Fossakots- tún um helgina. Hafði hann hæl- brotnað í leik. Verkamaðurinn slasaðist laust eftir hádegi dag. Var hann á gangi eftir palli yfir færiband í síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni. Pallurinn brast undan hon um og féll hann á færibandið, sem var í gangi. I>ó hann bærist með því aðeins 3—4 m. áður en það var stöðvað hafði hann hlot. ið opið beinbrot á öðrum fæti. Maðurinn heitir Nikulós Páls- son, Sólmundarhöfða. NÆSTKOMANDI sunnudag mun Guðrún Tómasdóttir, söngkona, efna til hljómleika í Landakotskirkju. Á efnis- skránni eru alls 10 verk m.a. aríur eftir Bach og Hándel, nokkur gömul ítölsk verk og 3 islenzk Maríuvers. Ragnar Björnsson, organleikari, ann- ast undirleik og einnig mun hann leika fantasív í G-dúr eftir Bach. Guðrún Tómasdóttir hefur haldið eina sjálfstæða hljóm- leika áður og þá í Gamla Bíói 1958, er hún var nýkomin frá námi í Bandaríkjunum. Hlaut Guðrún góða dóma fyrir þá hljómleika. Síðan hefur Guð- rún komið fram á tónleikum hjá Musica Nova, og víðar. Hljómleikarnir í Landakots- kirkju hefjast kl. 9 e.h. og enu miðar seldir hjá Sigfúsi Ey- mundsson, Lárusi Blöndal og Helgafelli, Laugaveg 100. JUMBO og KISA m Teiknari J. Morti 1) Mýsla hafði sterkar, hvítar framtennur, og með þeim tók hún að naga kaðal- inn allt hvað af tók. 2) Á meðan læddust þau Júmbó og Kisa niður stig- ann til þess að vera tilbúin að koma hr. Leó til hjálpar, þegar hann félli niður. 3) Bófarnir tveir stóðu nú beint fyrir neðan hr. Leó, þar sem hann hékk uppi í loftinu, og rifust og skömm- uðust. 4) En nú var Mýsla búin að naga kaðalinn sundur, og .... BANG! .... Hr. Leó féll og kom beint niður á hausana á þeim Grolla og Gralla. Jakob blaðamaður Eítir Peter Hoffman — Jakob, þú hefur varla frá því við komum! Fyrirgefðu Eg ví hugsa! — Um matinn? Tónlistina? Þetta rómantíska andrúmsloft? .. eða ... — Nei, Jóna! Um morð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.