Morgunblaðið - 16.02.1961, Page 5

Morgunblaðið - 16.02.1961, Page 5
Fimmtudagur 16. febr. 1961 MORGUISBLAÐIÐ 5 Álii Svía: Ölsölu á að auövelda EINS og sjálfsagt hefur ekki farið fram hjá neinum, hefur hið svonefnda bjórmál mjög verið á dagskrá að undan- förnu, þ. e. deilt er um það, hvort leyfa skuli sölu á öli, sem sumir hér kalla „sterkt“ eða áfengt, en erlendis er nefnt „venjulegt öl“. Svíar leyfðu til skamms tíma ekki sölu slíks öls, en hafa nú um undanfarin ár leyft sölu þess með ýmsum takmörkunum. Hefur reynsla þessara ára ver ið slík, að sænska ríkisstjórn- in hefur nú lagt fram frum- varp, þar sem gert er ráð fyrir hömlulítilli sölu öls, en eins og kunnugt er, er það stefna sænskra yfirvalda að auka sölu léttra vína og bjórs á kostnað brenndra vína, og ræð ur sú stefna miklu um verð- lagningu og útsölustaði á- fengis. Hér fer á eftir frétt um frum varp þetta, sem birtist í sænska stórblaðinu „Dagens Nyheter" fyrir nokkru. Fyrir- sagnir eru: „Skaðleg áhrif öls lítii“. Sala öls gerð einfald- ari. Héraðsbönn afnumin“. — Skv. frumvarpi að nýrri skipan á sölu öls, sem Stráng fjármálaráðherra hefur lagt fram í þinginu, á að gera allar reglur um dreifingu öls mun einfaldari frá 1. okt. n.k. öl- söluleyfi verður hér eftir veitt af lögregluyfirvöldunum á hverjum stað, eftir að kerfis- bundin athugun hefur farið fram (á útsölustað umsækj- anda), og réttur sveitar- og bæjarstjórna til að banna öl- sölu í matvörubúðum er felld- ur niður. Að því er ölveitingar varðar, verður hins vegar að miklu leyti haldið í núgildandi á- kvæði, sem fela m.a. í sér heimild bæjar- og sveitar- stjórna til þess að banna öl- sölu í veitingahúsum. Þó verða ákvæði þessi einnig gerð ein- faldari. Unz öðru vísi verður ákveðið, eru veitingaleyfin eins og dreifingarsöluleyfin veitt án tímatakmörkunar. Jafnvel ákvæðin um veitinga- leyfi af sérstöku tilefni eða í einstöku tilviki verða gerð ný- tízkulegri. Skv. hinum nýju ákvæðum um öldreifingu, skulu lögreglu yfirvöld á hverjum stað veita þessum aðilum aðilum leyfi til ölsölu: matvöruverzlunum, ölbruggurum, framleiðendum létts öls, gosdrykkja og venju legra korndrykkja til al- mennra afnota. Með matvöruverzlunum er fyrst og fremst átt við verzl- anir, sem selja lífsnauðsynjar, svo sem brauð og aðrar bök- unarvörur, egg, mjólk og aðrar framleiðsluvörur mjólkurbúa, kjöt og hvers kyns unninn og óunninn ketmat, fisk, krydd og nýlenduvörur. í sérstökum kafla greinar- gerðarinnar, sem frumvarpinu fylgir og fjallar um áfengis- varnar- og bindindismál, skýr- ir Stráng, f jármálaráðherra, frá því, að heildarneyzla alkó- hóls í Svíþjóð, mæld í hreinu alkóhóli, hafi minnkað veru- lega frá árunum áður en áfeng isskömmtunarfyrirkomulagið var afnumið. Hann lýsir yfir því, að þróunin hafi í ríkum mæli sannað réttmæti þeirra skoðana, sem lágu að baki um- bótunum á áfengislöggjöfinni 1945. RANNSÓKN Á ÖLI Rannsóknir hafa verið gerð- ar við Karolinska institutet undir forystu L. Guldbergs, prófessors, á áhrifum korn- drykkja (öls) á starfsemi og líffæri mannlegs líkama. — (Karolinska institutet er ein- hver frægasta læknisfræðileg vísindastofnun heims, hún veit ir t.d. nóbelsverðlaunin í lækn is- og lífeðlisfræði. — Aths. þýð.). Þær rannsóknir sanna, að eftir neyzlu sama magns af hreinu alkóhóli, er alkóliól- innihald blóðsins minna og alkóhólsáhrif á lægra stigi ef neytt er sterks öls heldur en ef sterkari áfengistegunda er neytt. Með öðrum orðum: Á- hrifin af neyzlu sama magns af hreinu alkóhóli eru mismun andi eftir því, hvaða tegundar af áfengi er neytt, og lang- minnst ef öls er neytt. Munur- inn á neyzluáhrifum venju- legs öls (þ.e. öls, sem hér er oftast kallað „sterkur bjór“) og annarra áfengistegunda (vína og brenndra vína) er enn meiri eða mjög verulegur. Áhrifin af hinu venjulega öli, sem við Svíar eigum nú kost á og hefur lága prósent- tölu af alkóhóli, eru aðeins örlítið meiri en áhrifin af lag- eruðu léttöli. Við eðlilegar kringumstæður er erfitt fyrir mann, sem neytir venjulegs öls, að komast á það stig, að hann finni á sér áfengisáhrif, svo nokkru nemi. Áhættan á áfengisneyzlu sem ávana, of- drykkju, alkóhólisma og krón- ískum skaðlegum áhrifum er lítill, þegar um öldrykkju er að ræða, jafnvel þótt allveru- legs magns sé jafnaðarlega neytt um langt tímabil. Söfnin Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er frá kl. 13—15. Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími: 12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla viika daga 5—7. Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið all? virka daga frá 17.30—19.30. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- lnu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—19, nema laugardaga kl. 1,30—4 e.h. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ....... kr. 106,78 1 Bandaríkjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar ......... — 38,44 100 Sænskar krónur ....... — 736,80 100 Danskar krónur ....... — 551,55 100 Norskar krónur ....... — 533,55 100 Finnsk mörk .......... — 11,92 100 Gyllini ............. — 1009,175 100 Austurrlskir shillingar — 147,30 100 Belgískir frankar .... — 76,44 100 Svissneskir frankar __— 884,95 100 Franskir frankar .... — 776,44 100 Tékkneskar krónur .... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ..... — 912,70 100 Pesetar —.............. — 63.50 1000 Lírur ................ — 61,29 Laeknar fiarveiandi Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karí Jónasson). Oddur Ólafsson óákv. tíma. (Árni Guð mundsson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi JÞorsteinsson). Að drepa sjálfan slg er synd gegn lífsins herra. Að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. Hannes Hafstein: Verra en synd. Flugfélag íslands hf.: — Hrímfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 16:20 í dag frá Khöfn og Glasgow. Innanlandsflug: í dag til Akureyrar, Egilsstaða, Flateyrar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja, Þingeyr- ar og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna- eyja. H.f. Eimskipafélag íslands.: Brúar- foss er á leið til New York. Dettifoss fer frá Hamborg í dag til Rvíkur. Fjallfoss er í Hamborg. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss er á leið til Leith. Lag- arfoss fór frá Rvík í gær til Flateyrar. Reykjafoss er á leið til Antwerpen. Selfoss fór frá Rotterdam í gær til Hamborgar. Tröllafoss er á leið til Ak- ureyrar. Tungufoss er á Akureyri. Ilafskip hf.: — Laxá er á Akureyri. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á leið til Rvíkur. Esja er í Rvík. Herj- ólfur fer væntanlega frá Rvík í dag til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Þyrill kemur til Keflavíkur í kvöld. Skjaldbreið er í Rvík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Auðvitað getur forstjórinn verið án mín nokkra daga, en ef hann kenist að því, rekur hann mig! Katla er f Valencla. Askja er á leið til Liverpool frá Spáni. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell kemur til Rvíkur 1 dag. Arnarfell er f Rost- ock. Jökulfell er á Þorlákshöfn. Dísar- fell er í Hull. Litlafell losar á Norður- landshöfnum. Helgafell er í Rostock. Hamrafell kemur til Rvíkur 18. þ.m. 65 ára er í dag frú Una Péturs- dóttir, Efstasundi 15. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Lilja Ásdís Ás- björnsdóttir, Hraunteig 9 og stud. jur. Friðrik Ólafsson, Skólagerði 21, Kópavogi. Pennavinir 15 ára stúlka á Nýja Sjálandi óskar bréfaviðskipta við jafnaldra sinn, pilt eða stúlku, á Islandi. Hún er af norsk- um ættum, en skrifar frönsku eða ensku. Nafn hennar og heimilisfang er: Karen Johansen, 29 Moana Road, Wainui Beach, Gibborne, New Zealand. Hinni miklu knattspyrnu- keppni var lokið og síðasti lög- r egluþ j ónninn var að yfirgefa leikvanginn, þegar hann kom skyndilega auga á grunsamlegan mann með dökk gleraugu og skegg, sem var greinilega falskt og var maðurinn að laumast út um einn hliðarútganginn. Lögregluþjónninn hljóp strax til mannsins og hrópaði: — Hver eruð þér og hvað eruð þér að gera hér? Maðurinn hvíslaði: — Ég er dómarinn, herra lög- regluþjónn. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Bílkrani til leigu Hífingar( ámokstur og gröftur. V. Guðmundsson Sími 33318. Til sölu Ný eldavél til sö'u að Dun haga 19 II. hæð t.v. Ungur maður óskar eftir iðnnámi strax eða síðar. Margt kemur til greina. Uppl, í síma 17599 Óska eftir góðum barnavagni. Uppl. í síma 505&3. Til leigu skemmtileg ný 3ja herb. íbúð. Tilb. merkt: „Vestur bær — 1581 sendist afgr. Mbl. Til sölu Pedegree-barnavagn vel með farin og rafmagns hella tveggja hólfa að Langholtsvegi 41, kjallara Olíuofn amerískur til sölu. Uppl. í síma 10427. Sauma gardínur Uppl. í síma 35015 frá kl. 10—2 og eftir þann tíma í síma 22977. Tvíburavagn til sölu. Uppl. í síma 22158 Húshjálit Reglusöm stúlka (18 ára) óskar eftir vist á góðu heim ili. Er vön. Tilb. sendist Mbl. fyrir 21. þ. m. merkt: „Húshjálp — 1576“ Fró Dýtiirðingaiélaginu Munið spilakvöldið í Breiðfirðingabúð niðri föstud. 17. febr. kl. 20,30. Mætið vel og stundvíslega. Skenimtinefndin. Húnvetningar í Reykjovík Mætum öll í Lido í kvöld, fimmtudag. Lokakeppnin í félagsvistinni. Skemmtiatriði — Dans.' Skemmtinefndin. Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar Allsherjarolkvæðagreiðsla um stjórnarkjör í félaginu fer fram í Haínarstræti 20, föstudaginn 17. febrúar kl. 17—19, og laugardag- inn 18. febrúar kl. 12—19, og er þá lokið. Framboð til stjórnarkjörs eru auglýst á vinnu- stöðum. Reykjavík, 16. febrúar 1961 K.JÖRSTJÓRNIN. Til sölu þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í smáíbúðahverfi. Upplýsingar á Málflutningsskrifstofu Jóns Skapta- sonar og Jóns Grétars Sigurðssonar, Laugavegi 105, sími 1-1380. AígreiðsSustúlka óskast í eina aðal tízkuverzlun bæjarins. Eingöngu góð og vön sölumanneskja kemur til greina. Lág- marksaldur 28 ár. Mynd ásamt meðmælum og upp- lýsingum um fyrri atvinnu sendist blaðinu fyrir föstudag merkt: „Framtíðarstarf — 1573“. Jörðin Syðra-Lógaiell í Miklaholtshreppi er til sölu og laus til ábúðar frá næstu fardögum. Hús jarðarinnar eru lýst frá nýrri dieselrafstöð. Sími Bústofn og dráttarvél getur fylgt. Upplýsingar gefa Kristján Jóhannsson Hofteigi 32, sími 34220, Reykjavík og Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.