Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐ 7Ð Fimmtudagur 16. febr. 1961 Stofnandi IVorræna stúd- entagarðsins í Kaup- mannahöfn látinn AÐFARANÓTT laugardagsins 7. jan. sl. lézt Hans Ove Lange, for- stjóri og fyrrum aðalkonsúll, að heimili sínu í Kaupmannahöfn. Hann var á áttugasta og fjórða aldursári og hinn ernasti fram til hinztu stundaT eða því sem næst. íslenzkir stúdentar og mennta menn, sem átt hafa þess kost að búa á Nordisk Kollegium mega minnast hans með þakklæti og hlýhug. Lange var einn helzti iðju- höldur Dana. Strax á unga aldri hóf hann verzlunarstörf og rúm- lega tvítugur varð hann stofn- andi og aðaleigandi fyrirtækis- ins Nordisk Fjerfabrik, sem framleiðir alls kyns vörur úr fiðri og dúni. Starfsemi þess nær um víða veröld. Systurfyrirtæki og útibú eru víðs vegar í Evrópu, Asíu og Ameríku. Segja má, að stjórnendur Nordisk Fjerfabrik ráði verði á heimsmarkaðinum á þeim vörutegundum, er það framleiðir og verzlar með. Vöxt- ur þessa fyrirtækis hefur verið ævintýri líkastur og engu fremur að þakka, en dugnaði og elju- semi Lange aðalkonsúls. Hann var vinnusamur og ósérhlífinn með afbrigðum, og eins og títt er um slíka menn, gerði hann miklar kröfur til þeirra, sem með honum og fyrir hann störf- uðu. Á hálfrar aldar afmæli Nor- disk Fjerfabrik, 1951, var gefið út hátíðarrit, þar sem saga fé- lagsins er rakin. Hógværð Lange má af því marka, að hans sjálfs er lítið getið í ritinu, þótt segja megi að saga risafyrirtækisins sé fyrst og fremst persónusaga hans sjálfs. Lítillæti hans kemur einnig fram í sambandi við stofnun Nordisk Kollegium (Norræna stúdentagarðsins). — Hugmyndin og allar framkvæmd ir eru hans eigin verk — engu að síður er þess aðeins getið með látlausri áletrun yfir aðalinn- gangi stúdentagarðsins, að Nor- disk Fjerfabrik sé stofnandi Nor disk Kollegium. Á Lange sjálfan er hvergi minnzt. í upphafi síðari heimsstyrjald- arinnar hafði hann þegar séð svo um, að peningar voru til reiðu til þess að hefja byggingu stúdentagarðsins og þrátt fyrir ýmsar ófyrirsjáanlegar tafir, tókst fyrir einstæðan dugnað Lange að opna Nordisk Kollegi- um 29. september 1942. Hann var þá og er ennþá, einn glæsi- legasti stúdentagarður á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað. Hvert herbergi er lagt parket- gólfi, með sérsalerni og baði — smekklegum og þægilegum hús- gögnum og fyrir flestu hugsað, allt frá hálsbindishengi til ösku- bakka, að ógleymdum hinum indælu rúmfötum, beztu fram- leiðslu Nordisk Fjerfabrik. Þá eru stórar og rúmgóðar setu- stofur og lestrarsalur, borð — og hátíðasalur svo og leikfimis- salur, sem mun hafa verið eins- dæmi á stúdentagarði, þegar hús ið var byggt. Má gera sér i hug- arlund að stúdentum hefur ver- ið keppikefli að verða aðnjót- andi þessara þæginda á stríðs- árunum og svo er raunar enn. Ætíð komast færri að en vilja. Hér á Nordisk Kollegium eru herbergi fyrir 118 stúdenta, 8 kandidatá' og tvær íbúðir fyrir prófessora, sem eiga skamma dvöl við nám eða fyrirlstrahald hér í Höfn. Garðbúar eru frá öllum Norðurlöndum og að jafn- aði um þriðjungur frá löndunum utan Danmerkur. Þeir Danir, sem hér búa, eru allir utanbæj- armenn. Stúdentar eiga kost á að búa hér, eftir að þeir hafa lokið fyrri eða fyrsta hluta em- bættisprófs og geta þá dvalizt hér í allt að fimm ár. Kandi- dataherbergin eru eingöngu ætl- uð útlendingum og mega þeir búa hér allt að einu ári við framhaldsnám. íslendingar hafa átt þess völ að búa á Nordisk Kollegium frá fyrstu tíð Alls hafa 29 íslenzkir stúdentar, 12 kandidatar og 10 háskólakenn- arar dvalizt hér lengri eða skemmri tíma. Sumir kandidatar og prófessorar hafa búið hér oft- ar en einu sinni á þessum tæp- lega 20 ára starfsferli Norræna stúdentagarðsins. Aldrei hafa fleiri íslenzkir námsmenn dval- izt hér en nú. í upphafi þessa skólaárs. þ. e. í byrjun okt. 1960, fylltu þeir heilan tug. Er það ekki sízt að þakka hinum ágæta íslandsvini, dr. Niels Nielsen, prófessor, sem íslenzkum er að góðu kunnur nv. a. fyrir jarð- fræðirannsóknir sínar heima á Fróni, fyrir síðustu heimsstyrj- öld. Hann er Garðaprófastur (efór) hér á Nordisk Kollegium og hefur verið það um árabil við vaxandi vinsældir í vanda- sömu starfi. Sem kunnugt er, olli gengisfellingin í febrúar- mánuði 1960, íslenzkum náms- mönnum mjög auknum erfið- leikum. Þessum breyttu viðhorf- um sýndi stjórn Nordisk Kolleg- ium sérstaklegan skilning — og fjölgaði svo garðsveinum af ís- landi, að þeir hafa aldrei verið V Hans Ove Lange fleiri en nú, sem fyrr getur. Frá upphafi var ætlun Lange forstjóra, að námsmenn byggju hér við þau beztu kjör, sem völ væri á og það hefur heldur ekki brugðizt. Auk þess sem Nordisk Fjerfabrik galt allan byggingar- kostnað og innbú stúdentagarðs- ins, veitir fyrirtækið árlega 150.00,00—200.000,00 danskar kr. til rekstursins. Hér fá stúdentar fullt fæði og húsnæði fyrir sem svarar hálfvirði. í stað þessara vildarkjara eru gerðar þær kröf- ur til garðbúa, að þeir fylgi sett- um reglum og er mér til efs að víða á stúdentagörðum sé vinnu- tíminn betur nýttur en hér. Pró- fessor WestergSrd - Nielsen, sem var varaprófastur (vice - efór) á Nordisk Kollegium um árabil, segir svo frá, að Lange hafi kynnt sér allrækilega bygg- ingu og rekstur stúdentagarða víða um lönd, áður en hafizt var handa um að reisa Norræna stúd entagarðinn. Hvert smáatriði hafði hann skipulagt sjálfur og lýsir það manninum enn, WestergSrd-Nielsen getur þess að vísir menn og vitrir hafi bor- ið nokkurn ugg í brjósti vegna daglegs reksturs Nordisk Kolleg ium. H.O. Lange voru stúdentar alls ókunnir og hann fékk aldrei skilið til fulls aðstöðu þessara ungu manna, sem settir eru í þann vanda á einu erfiðasta og hættulegasta skeiði ævi sinnar að ráða sjálfir yfir tíma sínum og þroska, beita eingöngu and- legu atgerfi sínu en líkamleg á- reynsla situr á hakanum. Víst gat það valdið árekstrum. Lange var maður árrisull og hafði vart meðfæddan skilning á þvi, að húmanistar dafna bezt, þegar menntagyðjurnar taka að stíga dans í bjarmanum af leslampan. um á síðkvöldum og um nætur. Morgunheimsóknir hans voru því hvorki honum, stúdentum né þáverandi vice-efór neitt sér- stakt ánægjuefni. En það má segja H.O. Lange til verðugs hróss, að hann lét lítt á sig fa slík vonbrigði, jafnt í þessum efnum sem öðrum. Hinn norræni vináttuandi, sem stofnun Nordisk Kollegium ber vitni um, sýnir höfðingskap Lange og stórhug, hefur löngum verið leiðarstjarna stjórnar Nor ræna stúdentagarðsins. Lange var frá upphafi ljóst að stcrfnun stúdentagarðs og rekstur hans eru tveir hlutir ólíkir. Sparnaður víkur fyrir öðrum sjónarmiðum, þegar um bygginguna sjálfa er að ræða, en hagsýni situr í fyrirrúmi í rekstrinum. H. O. Lange fór eftir þessum sjónar. miðum frá fyrstu tíð og hann sleppti aldrei hendi af Nordisk Kollegium, meðan hans naut við. Lange forstjóri bar ekki til- finningarnar utan á sér. Hann var og um flesta hluti mikill raunsæismaður. Sagt er að furðu langur tími hafi liðið áður en menn urðu þess varir, að Nor- disk Kollegium var honum upp spretta mikillar gleði og sannr- ar ánægju. Mestur hamingju- dagur í lífi hans var sjálfsagt, þegar stúdentar héðan af Garði fóru í blysför honum til heiðurs og hylltu hann á 50 ára afmæli Nordisk Fjerfabrik. „Það er i eina skiptið, sem ég hef séð Lange djúpt snortinn", segir Westergárd-Nilsen í eftirmælum sínum um Lange. „Þetta á hann sannarlega skilið“, er haft eftir einum starfsmanna hans við sama tækifæri. Norrænir stúd- entar og menntamenn standa i þakkarskuld við H. O. Lange um langan aldur. Hann á sannar lega skilið, að íslenzkir stúdent ar, sem notið hafa garðsvistar á Nordisk Kollegium og aðstand- endur þeirra, minnist hans með þakklátum huga. Nordi.sk Kollegium. Á Pálsmessu. 25. jan. 1961, Hjálmar Ólafsson. Sýnir í Mokkn UM þessar mundir sýnir Jón Eng ilberts, listmálari, í Mokkakaffi við Skólavörðustíg, myndir þær er hann teiknaði til skreytingar á bók Baldurs Óskarssonar „Hita- bylgja“. Myndirnar eru 9 alls og eru þær stærri en venjulegt er, þegar um bókaskreytingar er að ræða, eða allt upp í lmx70 cm að stærð. Sagðist listamaðurinn hafa hrifizt af verkefninu og þótt svo skemmtilegt að gera myndirnar, að þær hefðu ósjálfrátt orðið svona stórar. Sagði hann og, að þetta hefði verið mikið verk og tekið sig um hálft ár að ljúka við myndirnar. Tvær myndanna hafa verið á sýningu hjá Kammeraterne í Kaupmannahöfn, en bókin öll var sýnd á alþjóða bókasýningu í Milanó sl. haust. Myndirnar munu verða til sýn is um óákveðinn tíma, eða þang- Jón Engilberts að til fólk er orðið þreytt á þvl að horfa á þær, eins og listamað- urinn komst að orði. Einnig kvað hann þær vera til sölu, ef einhver vildi kaupa þær. ♦ Jusu sig ösku í gær mátti víða sjá börn og unglinga á götum bæjar- ins lauma fagurlitum ösku- poka í frakkalaf virðulegs borgara og pelsklæddar frúr tipluðu um göturnar með rós- ótta poka dinglandi á bakinu. Það eru eflaust magir, sem velta því fyrir sér, hvaðan þessi siður sé upprunninn. Flestir hafa óljósan grun um að hann sé helgisiður • ka- þólskra; það er alveg rétt, og hjá kaþólsku fólki er hann mjög í heiðri hafður. Fyrir ævalöngu, eða nán- ar tiltekið í byrjun miðalda, var aska borin á enni kirkju- legra fanga 1. dag 7. vikna föstunnar til að mmna á þján ingar frelsarans. I fyrstu var þetta aðeins gert við þá, sem voru að afplána refsingu og höfðu þörf fyrir iðrun, en smám saman breiddist siður- inn yfir allan söfnuðinn. Það var árið 1191 sem Celestin III páfi gerði öskudaginn að opin berum helgidag, og ungir sem gamlir, syndugir sem heilagir, jusu ösku til að harma örlög Krists. •Askanípokanum horfin Tímarnir breytast og menn irnir með. Menn hættu að ausa sig ösku og létu sér nægja að bera poka með ösku í tiltekinn dag. Með breyttri trú breyttist siðurinn og menn tóku að hengja poka meða eða án ösku í náung- ann sér til gamans og honum til angurs. FEROINAMI) ☆ Börnin, sem voru í óða önn að hegja tóma öskupoka í veg farendur í gær, hafa eflaust ekki verið að hugsa um, hvers vegna þau gerðu það. Slíkur prakkaraskapur þykir sjálf- sagður á öskudaginn. • Grímudansleikir Um þessar mundir halda allir dansskólarnir hér í bæn um grímudansleiki fyrir nem endur sína. Aðalumræðuefni barnanna nú er: — f hverju ætlar þú? Hlakkar þig ekkl til? o. s. frv. Tveggja barna móðir hringdi í Velvakanda í gær, og spurði hvort hann gæti lánað sér stóra eyrnahringi handa dóttur sinni. Hún væri að fara á grímudansleik. Kvaðst móðirin ákaflega ánægð yfir þeim áhuga, Sem börnin sín heflu á grímudans leiknum. Hún hefði látið börn in sjálf hugsa upp búninga og lofað þeim að hjálpa til við að sauma þá. Sjálf hefði hún smitast af áhuga barn- anna. Auðvelt væri að koma upp skemmtilegum grimu- búningi með litlum tilkostn- aði, ef hugmyndarflugið væri í lagi og viljinn fyrir hendi. — Gleðin er ekki nema hálf, sagði móðirin að lokum, ef búningarnir eru leigðir. Það er óneitanlega fyrirhafnar minna, en mér er sagt að bún ingarnir séu leigðir fyrir hundrað krónur yfir kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.