Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAfílÐ Fimmfudagur 16. febr. 1961 Ölafnr Bjornsson á Alþingi: Réft gengisskrán ing skil- yrði stöðvisnar verðbólg- unnar FRAMHALD umræðunnar um þingsályktunartillögu Þórarins Þórarinssonar um rannsókn á vaxtakjörum at- vinnuvega þeirra þjóða, sem keppa við okkur um sölu framleiðsluvara á erlendum mörkuðum, fór fram í sam- einuðu þingi í gær. ★ Þórarinn Þórarinsson kvaddi ■ér fyrstur hljóðs og svaraði nokkrum atriðum í ræðu Ólafs Björnssonar við fyrri hluta um- ræðunnar. Taldi Þórarinn, að væru vaxtakjörin hér svipuð því, sem þau eru í Noregi, gætu vaxtagreiðslur atvinnuveg anna lækkað um ca. 100 millj. króna. Af þessu væri augljóst, að miklu skipti fyrir atvinnu- vegina, hver vaxtakjör þeirra væru. Vék hann síðan nokkuð að því, hvort hinir háu vextir væru sérstaklega til hrags fyrir •parifjáreigendur og gerði í því sambandi samanburð á útlán- um bankanna og innlánum. — Taldi hann, að skv. upplýsing- um Fjármálatíðinda, um innlán og útlán, þá mætti sjá, að á sl. ári hefðu ca. 380 milljónir kr. runnið til bankanna í vaxta- greiðslur, en hins vegar hefðu ekki nema 170 milljónir af þeirri upphæð runnið til spari- fjáreigenda. Skv. þessu ætti að vera hægt að lækka útlánsvext- ina um a. m. k. 2% án, þess að innlánsvextirnir þyrftu nokkuð að lækka. Ef það væri gert mundu vaxtagreiðslur atvinnu- veganna lækka um 100 milljón- ir króna. Taldi ræðumaður því möguleika á því að lækka út- lánsvextina og bæta þannig kjör atvinnuveganna, án þess að til þess þyrfti að koma, að gengið væri á hlut sparifjáreig- enda. Þá sagði Þórarinn, að reynsla okkar og annarra þjóða sýndi, að sú fullyrðing ætti ekki við rök að styðjast, að lágir vextir ýti undir óarðbæra fjár- festingu. Nefndi hann í því sam- bandi sérstaklega Sviss, sem dæmi um land, þar sem útláns- vextir væru lágir og lítið um óarðbæra fjárfestingu. Loks taldi ræðumaður, að liðsmönnum stjómarinnar bæri að hætta hótunum sínum um nýja gengisfellingu, ef þeir hefðu raunverulegan áhuga á því, að sparifjármyndunin auk- ist. — ★ Ólafur Björnsson tók næstur til máls og svaraði í upphafi ræðu sinnar nokkrum atriðum í ræðu Björns Pálssonar við fyrri hluta umræðunnar. Sagði hann, að sér virtist sú fullyrð- ing hæpin, að gengisbreyting geti aldrei komið sjávarútvegin- um að gagni. Það væri að vísu rétt, að gengislækkun hefði áhrif til hækkunar á ýmsa kostnaðariiði útgerðarinnar, en svo væru margir mjög þýðingar- miklir liðir, sem hún hefði ekki hækkunaráhrif á. Og þó að þetta væri rétt, þá kæmi auð- vitað ekki til greina að ákveða gengið með tilliti til sjávarút- vegsins eins, við ákvö’ðun þess yrði að taka tillit til þjóðar- heildarinnar. v Taldi Ólafur Björnsson það mjög vr' ,rvert, að Björn skyldi bi „m ákveðnar tillög- ur í málunum þótt gallaðar væru, en í iokksbræður hans litu þá mál- efnaafstöðu ekki hýru auga, þar sem þeir teldu það ekki henta hagsmunum sínum í hinni póli- tísku refskák að koma fram með ákveðnar tillögur í málunum. Sagði ræðumaður, að aldrei hefði verið ábyrgðarlausari stjórnar- andstaða á íslandi en núverandi stjórnarandstaða og að aldrei hefði verið borinn fram málflutn ingur, sem stríddi eins á móti heil brigðri skynsemi. Gott dæmi um ábyrgðarleysi stjórnarandstöð- unnar væri afstaðan til kaup- gjaldsmálanna. Áður en vinstri stjórnin fór frá hefði hún látið útbýta skýrslum bæði á Alþingi og stéttaþingum, sem sýndu, að þörf var jafnvel enn meiri kjaraskerðingar en hefðu hlotizt af efnahagsráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar á sl. vetri. Þegar vandamenn vinstri stjórnarinnar væru minntir á þessar skýrslur nú, hefðu þeir þann sið að þegja þunnu hljóði. Og nú segja þeir, að atvinnuveg- irnir geti hæglega tekið á sig 15—20% kauphækkanir. Með þess ari fullyrðingu væru þeir þó í raun og veru að hrekja annað at- riði í málflutningi sínum, þ.e. þá fullyrðingu sína, að efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar hefðu leikið atvinnuvegina svo grátt, að hagur þeirra hefði aldrei verið lakari en nú. Kjarni málsins væri ekki, hvort þörf væri fyrir kjara- bætur, heldur hverjir möguleikar væru að ná þeim. Ólafur minnti svo á loforð, sem vinstri stjórnin gaf atvinnurek- endum í sambandi við Dagsbrún- ardeiluna 1958 þess efnis, að leyft yrði að hækka verðlag sem kaup- hækkununum næmi, og hefðu þó verðlagsákvæði verið rýmri þá en nú. Þórarinn Þórarinsson hefði haldið því fram, að háir vextir væru ekki til verulegra hagsbóta fyrir sparifjáreigendur og að ekk ert væri því til fyrirstöðu að ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LAGA þeirra Kjartans J. Jóhannssonar, Eggerts G. Þorsteinssonar og Jóns Árna sonar um vita, leiðarmerki og öryggi sjófarenda, var til umræðu á fundi sameinaðs þings í gær. Kjartan J. Jóhannsson vék að því í upphafi framsöguræðu sinn ar, að slík breyting hefði orðið á siglingatækjum og útbúnaði skipa á undanförnum áratugum, að heita mætti, að gerbreyting hafi orðið á þessu sviði á flestum skip- um. Þessi breyting vekti óhjákvæmi lega til umhugsunar um það, hvort einhverju af því fé, sem nú fer t.d. til vita, væri ekki betur varið til þess að koma upp stöðv- um, sem kæmu að enn betra gagni eða veittu meira öryggi, með þeirri tækni, sem nú er kunn. Benti ræðumaður m.a. á, að landslagi væri sums staðar svo háttað, að erfitt væri að átta sig á því með ratsjá og með tiltölu- lega litlum kostnaði mætti koma upp ratsjármerkjum í landi. Einni Loranstöð hefði verið komið upp hér á landi, en enn hefði ekkert Decca-kerfi verið tekið í notkun hér, en þau kerfi væru víða er- lendis notuð með mjög góðum ár- lækka útlánsvextina án þess að lækka þyrfti innlánsvextina sam svaandi. Við því sagði Ólafur að það ástand að útlánin væru miklu hærri upphæð en innlánin leiddi til verðbólguþróunar, svo að ekki væri hægt að gera ráð fyrir því, að það ástand héldist. í saman- burði sínum á vöxtum hér á landi og annars staðar, hefði Þórarinn þó litið fram hjá einu þýðingar- miklu atriði, þ.e. hinni mismun- and verðlagsþróun hér og í ná- grannalöndunum. Ef hér væri stöðugt verðlag, væri hægt að stuðla að eðlilegri sparifjármynd un með lægri innánsvöxtum, en því sé því miður ekki til að dreifa. Og sé dæmið gert upp á réttan hátt komi í ljós, að vext- irnir hafi beinlínis verið neikvæð ir hér og þess vegna lægri en ann ars staðar. Þá taldi Ólafur Björnsson, að það væri algjör misskilningur, að sparifjáreigendur hefðu grætt á efnahagsmálaráðstöfunum. Vöru- verð hefði yfirleitt hækkað um ca. 15%, innlánsvextirnir hins vegar aðeins um 4%, þó aðeins um 19 mánaða skeið, svo að því færi fjarri, að sparifjáreigendur hefðu enn grætt á þessum ráð- stöfunum. En hitt væri líka mikill misskilningur að halda fram, að allar verðhækkanir væru afleiðing gengisfellingar- innar, því að hann liti svo á, að gengislækkunin væri afleiðing verðbólgunnar en ekki öfugt. Ástæðan til þess að gengið var lækkað hefði verið sú, að leið- rétting gengisskráningarinnar hefði verið skilyrði þess, að hægt væri að stöðva verðbólguna. Að lokum sagðist ræðumaður ekki kannast við, að stuðnings- menn stjórnarinnar hefðu hótað nýrri gengisfellingu. Hitt þyrfti almenningur að gera sér Ijóst, að verði kauphækkanir umfram það, sem atvinnuvegirnir geta með góðu móti borið, hlytu þær angri. Slíkt kerfi gæti þó komið sér mjög vel, t.d. fyrir landhelgis gæzluna við staðsetningu skipa og fyrir veiðiskipin til þess að á- kvarða staðsetningu landhelgis- línunnar. Þá vék ræðumaður nokkrum orðum að möguleikunum á að hætta rekstri vitaskipa. Bénti hann á, að rekstur vitaskips kost ar á 2. milljón króna á mánuði að meðtöldum eðlilegum afskrift um byggingarkostnaðar, svo að það væri ekki svo lítið, sem mundi sparast, ef í ljós kæmi, að óþarft væri að halda úti sérstöku vitaskipi. í mörgum tilvikum gætu flóabátar, önnur skip og bifreiðar tekið að sér flutninga þeirra, en þetta væri mál, sem kanna þyrfti nánar. — Að ræðu Kjartans lokinni var umr. frestað og málinu vísað til allsherjar- nefndar. Sameining löggæzlu og tollgæzlu Þá mælti Gunnar Gíslason fyr- ir þingsályktunartillögu Einars Ingimundarsonar, sem nú situr ekki á þingi, um sameiningu lög- gæzlu og tollgæzlu. Benti hann á, að eðlilegt væri, að samstarf væri allnáið með þeim starfs- mönnum, sem annast löggæzlu og tollgæzlu á einum og sama stað. Ólafur Björnsson annað hvort að leiða til gengis- ana, eða samdráttar og atvinnu- lækkunar eða hliðstæðra ráðstaf- leysis. ★ Björn Pálsson kvaddi sér næst- ur hljóðs. Taldi hann það sann- ast á síðasta ræðumanni, að það væri ekki nóg að vera bóklærð- ur, menn þyrftu líka að hafa lífs- reynslu til þess að geta fjallað um þessi mál. Sagði hann, að sér hefði fundizt það til bóta að leggja útflutningssjóð niður, en það væri þó ekki nóg. Spurði hann, hvort Sjálfstæðismenn teldu það til bóta að lækka geng- ið nú um 25%. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar, að þeir teldu það ekki, og úr því að svo væri, þá hefði það ekki heldur verið til bóta í fyrra. Þá endurtók hann, að hann teldi útilokað að sjávarútvegurinn hagnaðist á gengislækkun, hún skapaði hon- um einungis rekstrarfjárskort og ylli stórfelldri hækkun á kostn- aði hans. Þá sagði Björn, að það mætti vel vera, að stjórnarandstaðan hefði ekki sýnt ábyrga afstöðu til einstakra mála, en Sjálfstæðis menn hefðu verið undir sömu sök seldir í sinni andstöðu. Lúðvík Jósefsson taldi það ekki rétt, að stjórnarandstaðan hefði ekki bent á nein úrræði við lausn vandamálanna og nefndi í því sambandi mál, sem hann taldi afsanna þessa fullyrðingu. Flutti Lúðvík nokkuð langa ræðu, sem hann hafði ekki lokið, þegar fundi var slitið. Það væri t.d. ekki útilokað, að lögreglumenn gætu á vissum stöð um bætt á sig tollgæzlunni að ein hverju eða öllu leyti, án þess að hagsmunum hins opinbera væri að neinú leyti stofnað í hættu með því. Og almenn löggæzla toll varða gæti og komið til greina, þar sem slíkt þætti henta. Benti ræðumaður á, að á þennan hátt mætti e.t.v. koma á nokkrum sparnaði, en vísaði að öðru leyti til greinargerðar flutningsmanns. — Umræðunni var frestað eftir ræðu Gunnars og tillögunni vísað til fjárveitinganefndar. Símaþjónusta við Sigiuf jörð Jón Þorsteinsson hafði fram- sögu fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt þeim Ein- ari Ingimundarsyni, Birni Páls- syni og Gunnari Jóhannssyni. Sagði hann, að tillaga þeirra væri eiginlega tvíþætt, annars vegar fjallaði hún um það að bæta síma samband Siglufjarðar við aðra landshluta, og hins vegar um það að koma upp sjálfvirkri símstöð á Siglufirði. Benti hann á, að það væri orðið mjög brýnt að reist verði nýtt og stærra hús fyrir póst og sírha á Siglufirði, þar sem símaþjónustan í kaupstaðnum væri hvergi nærri með þeim. hætti, sem gera verður kröfur til. Bygging nýs símahúss væri mikið hagsmunamál bæði Siglfirðinga sjálfra og ekki síður annarra, sem síldarútveg stunda. Af hinu ófullkomna langlínusambandi milli Siglufjarðar og annarra landshluta stöfuðu oft mikil vandræði, og þá aðallega yfir sumartímann. — Síðan var um- ræðunni frestað og tillögunni vís- að til allsherjarnefndar. Taka sæti á Alþingi FJÓRIIR þingmenn tóku sæti á þingi í gær, sem allir hafa átt þar sæti áður: Sigurður Bjarna- son í stað Gísla Jónssonar, Unnar Stefánsson 1 stað Sigurðar Ingi- mundarsonar, Daníel Ágústínus- son í stað Ásgeirs Bjarnasonar og Margrét Sigurðardóttir í stað Einars Olgeirssonar. Allir hinna fjarstöddu þingmanna sitja nú þing norðurlandaráðs. Ný þingskjöl 2 NÝ þingskjöl voru lögð fram í sameinuðu þingi í gær. Þórar- inn Þórarinsson og Halldór E. Sigurðsson flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um alþingishús: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er vinni að því í samráði við ríkisstjórnina að gera tillögur um stækkun al- þingishússins eða byggingu nýs þinghúss eftir því, hvort betur þykir leysa þörf Alþingis fyrir viðunandi húsnæði. Nefndin skal skila tillögum til Alþingis eigi síðar en haustið 1962“. Þá var útbýtt tveim fyrirspurn um til ríkisstjórnarinnar, ann- arri frá Gísla Jónssyni um und- irbúning að byggingu og rekstri vistheimilis fyrir stúlkur, hinni frá Halldór E. Sigurðssyni og Ásgeiri Bjarnasyni um niður- greiðslu á vöruverði. Sigurður Ágústsson flytur f neðri deild frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja eyðijarðirnar Hellu og Helluland í Breiðuvíkurhreppi, Sömuleiðis var lagt fram í neðri deild, eftir 3. umræðu í efri deild, frumvarp til laga um hér aðafangelsi. Þá var lagt fram í efrl deild frumvarp til laga um síldarút- vegsnefnd, útflutning á síld, hag nýtingu markaða o. fl., sem þeir Jón Árnason, Kjartan J. Jóhanns son og Eggert Þorsteinsson flytja. — Loks var lagt fram i efri deild álit frá landbúnaðar- nefnd um frv. til laga um heim- ild handa ríkisstjórninni til að selja Stokkseyrarhreppi land jarðanna Stokkseyri I—III ásamt með hjáleigum og u.m eignar- námsheimild á erfðafesturéttind um. Skaftfellingar þakka KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 6. febr.: — Síðastl. laugardag hélt Bændafél. Kirkjubæjarhrepps fund að Kirkjubæjarklaustri og var sá fundur fjölsóttur og stóð hann frá klukkan 9 um kvöldið til klukkan 3 um nóttina. For maður félagsins Þórarinn Helga. son í Þykkvabæ setti fundinn. Klemens Kristjánsson á Sámsstöð um hélt fyrirlestur um kornrækt og hvatti bændur til þess að hefja kornrækt á félagslegum grundvelli. Jón Gíslason Norður hjáleigu sagði fréttir af búnaðar þingi og ræddi samgöngumál sýslunnar. Þá tók til máls Einar Þorsteinsson ráðunautur og ræddi um landbúnaðarmál al- mennt. Allmiklar umræður urðu og að lokum var gerð ályktun um samgöngumálin. Er ríkis. stjórninni og vegamálastjóra þökkuð mikil fjárframlög til sam göngumála yfir Mýrdalssand á undanförnum árum. Taldi fund- urinn að með þessu væri afstýrt samgönguteppu á sandinum. Vakti fundurinn á því athygli að öll framtíð sveitanna í V. Skafta- fellssýslu byggðist á öruggu vegakerfi, og enn vanti mikið á að svo sé. Benti fundurinn á að hraða þyrfti endursmíði Hólmsárbrúar og brúarinnar yfir Eldvatn, jafnframt því sem hald ið verði áfram lagningu vegar. ins yfir Mýrdalssand og um Með- alland. — Fréttaritari. Frá Alþingi: Öryggi sjófarenda verði tryggt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.