Morgunblaðið - 16.02.1961, Síða 9

Morgunblaðið - 16.02.1961, Síða 9
Fimmtudagur 16. febr. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 9 Þáttur landbúnaðarins Hugleiðingar um effir BJörn „ÞAÐ skiptir ef til vill ekki miklu máli fyrir heildarham- ingju þjóðarinnar, þótt búskapur okkar dragist aftur úr þróun- inni, slíkt hendir meðal annarra þjóða, en misþróunin er háska- leg‘“. (Gunnar Bjarnason í 2. grein sinni.). Já, það er háskalegt, en skipt ir ekkí miklu máli! Þáttur landbúnaðar í atvinnulífinu Áður en lengra er haldið, er rétt að leggja áherzlu á, að við núverandi atvinnuhætti er eng- in leið að fullyrða, að ein at- vinnugrein sé öðrum mikilvæg- ari. Ekki aðeins landbúnaður, fiskveiðar og iðnaður eru þar i sama bát, heldur einnig verzlun, þjónusta og andleg störf. Oft er þess getið, að flestir ís- lendingar hafi atvinnu af iðnaði. Mestur hluti iðnaðar á íslandi er beint og óbeint þjónustu- og vinnsluiðnaður fyrir sjávarútveg og landbúnað eða framleiðsla rekstrarvöru fyrir þessa atvinnu- vegi og gæti ekki staðizt án þeirra. Við framfarir í landbún- aði gerist það tvennt, að sveita- fólk tekur upp betri vinnubrögð og að aðrir táka við þeim verk- efnum, sem sveitafólk hafði áð- ur. Sú afkastaaukning á mann, sem oft er talað um í landbún- aði, er því ekki raunveruleg nema að nokkru leyti. Tölur frá íBandarikjunum sýna þetta: 8 milljónir manna vinna við land- búnað, 7 milljónir við fram- leiðslu á vörum og þjónustu, sem landbúnaðurinn kaupir og 11 milljónir við vinnslu og verzlun með landbúnaðarafurðir, samtals 26 milljónir eða 33% starfandi manna. Oft er sagt, að mikilvægt sé fyrir sveitafólk, að í bæjunum sé góður markaður fyrir afurð- irnar. Þetta er auðvitað rétt. Hins er sjaldnar getið, að mikil- vægt sé fyrir iðnaðinn, að góð- ur markaður sé fyrir iðnaðar- vörur í sveitum. Þá er landbúnað- urinn á þennan hátt kaupandi að iðnaðarvöru og þjónustu, nefni- lega að rekstrarvöru, við vinnslu og flutning á afurðum og loks er sveitafólk neytendur á sama hátt og aðrir. Það er því rétt, að menn gæti | þess að vanmeta ekki, hvert gildi kaupmáttur landbúnaðar- ins hefur fyrir atvinnuvegi bæianna. Frá Bandaríkjunum er kunnugt, að minnkandi kaup- máttur í landbúnaði átti drjúg- an þátt í kreppunni miklu. B “iknað hefur verið út, að 60% af atvinnuleysinu 1932 stafaði af m;nni pöntunum frá landbúnað- inum. Áætlunarbúskapur I 5. grein í greinaflokknum eru gerðar áætlanir fram til alda móta. Eg ætla, að í fáum lönd- um sé jafnerfitt að stunda áætl- unarbúskap sem á íslandi. Því veldur ekki aðeins óvissa í al- þjóðamálum, heldur éinnig sér- staða laridsins og smæð þjóðfé- lagsins ásamt hófleysi þjóðarinn ar í kröfum sínum til annarra. Efnahagsþróun á fslandi hefur ekki nema að nokkru leyti ver- ið samhliða efnahagsþróun í ná- grannalöndum vorum. Hér verður því engin tilraun gerð til að gagnrýna þær áætl- anir, sem Gunnar gerir, umfram það, sem þegar er gert (vinnu- mannafjöldi og útreikningur á fólksfjölgun). Hins vegar skal vikið að niðurstöðu þeirrar áætl unar, sem gerir ráð fyrir sama hraða í nýrækt og verið hefur síðustu árin. Kom þá út. að árið landbúfiaðarmál Stefánsson 2000 yrði landbúnaðarfram- leiðsla umfram þarfir sem svar- aði 39 þús. tonnum af útfluttu kjöti. Ef gert er ráð fyrir, að um 20 kr. fáist fyrir útflutt kg af kjöti eins og nú, verður þetta í gjaldeyri um 780 milljónir og með ull og gærum meira en einn milljarður. Ef fyrrnefndri áætlun er fylgt, verður ræktað land um aldamót in ekki meira en rúmlega 10% Þriðja grein af öllu ræktanlegu landi. Hins vegar verður fjárfjöldinn þá að vera kominn hátt á 4. milljón fjár. Þó að allt sé enn á huldu, hversu margt fjár landið beri, má verða ljóst, að víða verður orðið þröngt í högum fyrir slík- an fjölda. Til þess að nýta hina miklu framleiðslugetu sveitanna og út- vega neytendum fjölbreyttari vöru verður að útvega holda- naut, sem hafa þá kosti að geta nýtt heyfóður og beit, en þarfn- ast lítils kjarnfóðurs. Fram hjá því verður ekki gengið, að viss áhætta fylgir innflutningi á holdanautum, en það er út í blá- inn að bera það saman við hætt. j una við innflutning sauðfjár. Sauðfé frá fjölda bæja gengur saman og smitunin getur farið víða, áður en menn verða nokk- urs varir. Það er eðlilegt, að menn spyrji hvar séu markaðir fyrir kjöt. Þeir eru ótakmarkaðir, en vegna allskonar styrkja fá framleið,- endur í innflutningslöndum hærra verð fyrir sína framleiðslu komna á markað en innflytjend- ur. (Sjá töflu í kaflanum Kjarn- fóðurbúskapur.) Þessa gjalda fs- lendingar. Ef við sættum sömu kjörum í þessu efni og enskir bændur, mundi heldur vænkast hagur Strympu. Hagfræðingar veigra sér við að spá, hvernig fara muni um millilandaverzlun með landbún- aðarvöru. Menn benda á, að stefnt er að frjálsri verzlun með iðnaðarvöru og reynt að hindra, að einstök lönd mismuni fram- leiðendum. Menn gera ráð fyrir að landbúnaðarvörur fylgi á eft- ir. Ef svo fer, og sama hlutfall helzt milli framleiðslukostnaðar í hinum ýmsu löndum, yrði mun arðsamara að framleiða kjöt á íslandi en nú er. Framhald á bls. 10. Tilboð óskast í Willy’s Jeep, smíðaár 1947., (áður M-200). Bif- reiðin verður til sýnis hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins Borgartúni 7. — Skrifleg tilboð leggist inn á skrif- stofu bifreiðaeftirlitsins fyrir kl. 4 þriðjudaginn 21. þ.m. VeizIonarpMss til lelgu við Skólavörðustíg, gæti einnig verið fyrir rakara- stofu, hárgreiðslustofu eða skrifstofu. Upplýsingar í síma 12335. Hárið er höfuðprýði hverrar konu POLYCOLOR heldur hári yðar síungu og fögru og gefur því eðlilegan litblæ alveg fyrir- hafnarlaust um leið og það er þvegið. Milljónir tízkukvenna um allan heim nota að staðaldri POLY- COLOR Það er einfalt — árangursrikt undursamlegt. BODE PANZER eldtrausta PERIINGASIÚPA útvegum við í öllum stærðum frá BODE PANZER GELDSCHRANKFABRIKEN A. G. HANNOVER Myndlistar og verðskrá sendar öllum þeim, er óska EINKAUMBOÐSMENN: H. ÓLAFSSON & BERNHÓFT Sími 19790 — Þrjár línur. Cóð 3ja herb. íbúð óskast til kaups nú þegar. Þarf helzt að vera í Vesturbænum eða Hlíðunum. Óskum einnig eftir að taka á leigu frá og með 14. maí nk. góða 3ja herbergja íbúð til handa erlendum ölgerðarsérfræðingi vorum. íbúðin þarf helzt að vera við Njáls- götu eða í nánd við Frakkastíg. Sími 11390. F I N N S K U NOKIA-snjódekkin 590 x 13 590 x 15 640 x 15 650 x 16 Verzlun 640 x 13 560 x 15 600 x 16 750 x 14 Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10 — Sími 12872. Vélritun — T ungumálakunnátta í Landspítalanum er laus staða fyrir stúlkur með æfingu í vélritun og góða kunnáttu í tungumálum. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir sendist til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, með upp lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, fyrir 21. febrúar 1961. Reykjavík, 14. 2. 1961. SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.