Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. febr. 1961^ MORGUISBLAÐIÐ 11 Karl Halldórsson Vandræðalöggjöf á vegamótum ■£ ■■ $V'»í--x>>\ «• x »\ i ^ 4$8$£í&á Convair 990 — hraðfleygasta farþega flugvélin 1>AÐ ER ekki ólíklegt að ein- hverjum finnist bórið í bakkafull an lækinn með því að birta enn einu sinni hið bannfærða orð hjór. En vegna þess að mér finnst þeim hljóti að förlast, sem halda að íslendingum hæfi ekki fullt frelsi, þeir geti ekki séð fótum sínum forráð, en verði undir pils faidi einhverrar maddömu, eru þessar línur ritaðar enda þótt ég viti að þser verða ekki síðustu orðin. f>að vakti athygli og mikil um Bvif templara og þeirra sálu- félaga, þegar tollverðir sam- þykktu fyrir allmörgum árum, að skora á Alþingi að setja lög sem leyfðu framleiðslu á áfeng um bjór til neyzlu í landinu. Fyr ir nokkrum dögum hafa tollverð ir endurtekið þessa áskorun sína. En vegna hvers þessi stétt þjóð félagsins? Er ef til vill spurt. Frá því að regluleg tollgæzla hófst á Islandi, hafa þjónar henn ar orðið að fást við áfengislög- gjöf sem er óframkvæmanleg. Einu sinni áttu þeir að mæla nokkur grömm úr flösku til hvers 6kipverja. En alls ekki að láta ef hendi eina bjórflöeku, hvað þá meir. Útlendir farmenn sem áttu hér leið, um þetta leyti, skildu hvorki upp né niður í þessum lagaboðum. Enda ekki von. Það var ekki óalgengt að þeir segðu við tollverði, eitthvað á þessa leið: Við getum vel skilið það, að á íslandi sé áfengisneyzla bönnuð, en að við fáum ekki leyfi til að drekka bjór, ef okk ur langar í hann, með matnum okkar, í íslenzkri höfn, hlýtur að vera skrýtnum stjórnarvöldum að kenna. Áður en lengra er haldið, vil ég taka það fram, að ég drekk síðast af öllu bjór. En brennivín þykir mér ágætt, þegar ég hefi tíma til að sinna því. Svo kom ,,blessað“ stríðið. Þá auðvelduðust nú ekki hlutirnir fyrir tollvörðum, né yfirmönn- um þeirra. Jafnvel bannvaran sjálf flæddi inn í landið. Þá voru víst margir heilar lagðir í bleyti. En lausn fékkst engin. Það seig allt í sömu áttina. Bjórinn kom á ýmsan hátt, nema þann sem eðiilegastur var, að framleiðslan skyldi færð í hendur fslendinga, og til neyzlu fyrir hvern þann er það kaus. Oft voru og eru hálf-fullar og 6tundum al-fullar lestar ís. lenzkra skipa og annarra af bjór, er þau taka höfn á íslandi. Þessi vara er öll flutt í land, til neyzlu fyrir Bandaríkjamenn, og hin er lendu sendiráð að öðru leyti. Þá var og er islenzkum farmönnum leyft — án laga — að hafa nokk urn „skamrnt" með sér af bjór í hverri ferð. Einnig það dregur dilk á eftir sér. Fólk þyrpist um horð í skipin, margt án þess að hafa nokkurt erindi, nema eitt, það gæti verið reynandi að verða sér úti um eitt bjórglas hjá „kunningja". En sá sem hefur öl á könnunni, þarf sjaldnast að óttast einveruna. Ein bönnuð þjórflaska getur orðið hættuleg siðferðiakend mannsins, ekki vegna áfengisins sem í henni er heldur vegna þess að hún inni- heldur óleyfilegan drykk. Það er verið að brjóta lög landsins, án þess að finna til sektar. Og hvað er þá iangt til næsta lögbrots? Það er kominn tími til þess fyrir alþingismenn að hugleiða vel eftirfarandi: Setjið ekki lög sem eru gagnstæð réttlætiskend þjóðarinnar. En þannig hefur áfengislög- gjöf Islendinga verið nálægt hálfri öld. Heiðarlegasta fólk hik ar ekki við að brjóta hana, sem hefði að öðrum kosti aldrei látið sér í hug koma annað en fullur þegnskapur við land sitt og þjóð. Þessa kend hefur Alþingi stund. um sljógvað á undanförnum ár- um, og þá fyrst og fremst með óraunhæfum aðgerðum, varð- andi áfengislöggjöfina. Fyrst var sett bann. „L.andið þurrkað". Miklir menn vorum við Hrólfur minn!!!!! En þrátt fyrir lög og bann, var landið ekki „þurrt“. Áfengið streymdi inn í landið, og fljótlega hófst framleiðsla á heimatilbúnu brennivíni, Landa. Hann var ó- dýr, og gat verið gott vín, ef vel var að unnið. Þá komu til skjalana viðskipta samningar við Spán. fslendingar þurftu að selja saltfisk, en gátu ekki fengið hann greiddann í fríðu, þeir urðu að taka sem and virði ákveðið magn af ákveðinni vöru. Þá verzlunarhætti hafa ís- lendingar þekkt vel að undan- förnu, og sjaldan að góðu. En að þessum Spánarsamningum hafi staðið „áfengisunnendur“ ein- göngu, eins og nú er látið í skína, er rakin sögufölsun. Hin léttu spönsku vín urðu aldrei sérstaklega vinsæl meðal íslendinga. Þessvegna hélt fram leiðsla Landans áfram, og orð stír hans óx. Greindir menn og góðviljaðir höfðu af slíku áhyggjur. Þeir sáu lög landsins virt að vettugi. Hættunni var boðið heirn. En hvernig átti að greiða úr flækj unni? Loks var ákveðið, þrátt fyrir taumlausa baráttu templara að leyfa innflutning og sölu á sterku áfengi. Skyldi ríkisverzl- un sjá um innkaup og dreifingu á þessari vöru. En eins og fyrr og síðar, voru alþingismönnum mislagðar hendur í þessu máli. Áfengisverzlanir máttu ekki vera opnar eftir hádegi á laugar dögum og brennivín skyldi ekki fást, nema þrír pelar væru keyptir í einu. Ekki var heldur hægt að fá vín í veitingahúsum, nema á einum stað. en þrátt fyr- ir þessa vankanta, minnkaði til muna, eða jafnvel hvarf með öllu, framleiðsla á ólöglegu á- fengi ,einnig óleyfilegur innflutn ingur á sömu vöru, enda var þá verðinu stillt í hóf. Síðan fór aftur að síga á ógæfu hliðina. Templarar geistust í á- róðri sínum, og birtu m.a. niður- stöðutölur sem áttu að sýna ört vaxandi áfengisneyzlu þjóðar- innar, eftir að löglegt sterkt á- fengi var fáanlegt í landinu, og höfðu þá til samanburðar tíma- bilið þegar ekkert slíkt var til, nema í gegn um lögbrot, og þá auðvitað enginn stafur fyrir því. En það voru, og eru furðu marg- ir sem hlusta á heimskuna og forherðinguna, ef hún er nægi- lega oft endurtekin. Alþingis- menn eru þar ekki undanskild- ir. Vegna þeirra takmarkana sem áfengisverzlunin var háð, upp- götvuðust allskonar hliðargötur. Menn sem höfðu ráð á því keyptu t.d. nokkrar flöskur í ÞESSI mynd var tekin fyrir skömmu vestur í Kaliforníu — og sýnir heimsins hrað- fleygustu farþegaflugvél, þotu báknið „Convair 990 Coro- nado“, í flugtaki er hún lagði af stað í fyrsta reynsluflugið. ♦ * * Reynsluflugið tókst vel i alla staði. Notaði þotan 1.067 metra braut í flugtaki en 1.372 metra í lendingu. Flughraði Convair 990 er 1.030 kílómetr- ar á klukkustund, og er engin þeirra farþegaþota, sem nú eru í notkun, svo hraðfleyg. Convair 990 er ekkert smá- smíði — 42,4 metrar á lengd einu, og hjálpuðu svo náungan- um, fyrir hæfilega þóknun, þeg- ar „Ríkið“ var lokað. Þá datt hinu háa Alþingi snjall ræði í hug. Gefa út skömmtunar bækur fyrir áfengi, með ákveðn- um skammti á mánuði, fyrir hverja fullveðja manneskju. Ég hef nokkuð oft komið í á- fengisverzlun í Reykjavík, en aldrei hef ég séð þvílíkan mann- grúa við þær búðardyr, eins og á skömmtunartímabilinu. Þá sá ég fyrst konur í löngum biðröð- um við áfengisverzlun, konur og karla sem aldrei höfðu látið sér koma til hugar áður að kaupa áfengisflösku. Reynslan sýndi að ráðleysi var þetta. Eitt sinn harst sá orðrómur út að leigubifreiðastjórar gætu stundum hjálpað kunningjum um eina flösku, auðvitað af lög- legu áfengi. Ríkisstjórnin brá við og hann- aði áðurnefndum bifreiðastjór- um að flytja áfengi í vögnum sínum. Þó minnir mig að þetta sé leyfilegt, ef þors’tadrykkurinn er merktur farþega, enda hvort- tveggja jafn gáfulegt. Nú langar mig til þess að spyrja. f fyrsta lagi: Er ekki þetta bann á bifreiðastjóranna stjórnarskrárbrot? Hér er um löglegan varning að ræða, en svo er ákveðinni atvinnustétt manna baínað að flytja hann heim til sín eða til annarra, eða hafa hann í sinum hirzlum. Töbum dæmi: Bifreiðatjóri er að verða fimmtugur, ann ætlar að gera sér glaðan dag með ættingjum sínum og vinum. Hann fer í á- fengisverzlunina og kaupir nokkrar flöskur. Á leiðinni heim og 12 á hæð, en vænghafið er 36,6 m. Grunnflötur véiarinn- ar er 209 fermetrar. — Mesta þyngd viff flugtak má vera 110,8 lestir, en í lendingu 81 lest. Flugvélin hefir geyma fyrir 59.350 lítra af eldsneyti. * * * Ekki er enn vitaff, hvenær þessi risaþota fer aff „láta til sín taka“ í farþegafluginu, en mörg flugfélög hafa þegar pantaff Convair 990. — Norr- æna flugsamsteypan SAS og svissneska félagiff Swissair munu verffa fyrst evrópskra flugfélaga aff taka hinn nýja ,loftrisa“ í notkun. stöðvar lögreglan hann, leitar í bílnum hjá houm, finnur áfengl ið, gerir það upptækt og sektar manninn. í öðru lagi: Bannið verkar öfugt, nema það sé hugs- að sem atvinnuaukning fyrir bif reiðastjórana. Það er rökstutt á eftirfarandi hátt: Það er kom ið kvöld. Jón vantar flösku af á fengi, hann hefur frétt um að einhver bifreiðastjóri ætti þetta til, og fer á hans fund. Jú, til var drykkurinn, en geymdur vestur á Seltjarnarnesi eða inn við Ell- iðaár. Ekki var um að ræða ann að en fara eftir flöskunni, og þá var hún orðin nokkuð dýr. Bif- reiðastjórinn hafði grætt á bann inu. Á síðustu árum hafa nokkur veitingahús fengið leyfi til að selja áfengi, og er það vissulega mikill menningarauki, frá því sem áður var. En þó eru alveg undanskilin hin svokölluðu félagsheimili. Þar skal aldrei áfengi haft um hönd. Og mér er tjáð, að enginn hafi vald til að veita þar undanþágur, hvernig sem á stendur. Maður skyldi nú ætla að þetta væru fyrirmyndarhús, varðandi siðgæði og annan í íenningar- blæ, þegar þar væru haldnar samkomur. En misbrestur er þar mikill á. Og þar sem ég þekki til, flæðir úr flestum vösum rót sterkt áfengi, undan borðum, bak við gluggatjöld o. s. frv. Ungir og aldraðir eru þarna sam ferða. Engum er þetta ófremdar- ástand að kenna, nema alvit- lausri löggjög, sem stríðir á móti mannréttindakennd heilbrigðra manna. Þá hefur enn eitt axarskaftið verið tilbúið af yfirvöldunum, en það er að hækka úr hófi fram verð á áfengi. Slíkar aðfarir kalla á Landann aftur, og óleyfi- legan innflutning. Einhver kann að segja, að við því sé hægt aff gera, með því að herða löggæzl- una. Vitanlega er það leið út af fyrir sig, og sjálfsagt að fara hana. En hin vogskorna strönd fslands er löng og landið strjál- býlt. Og ef lög eru sett sem ná- lega enginn virðir, fer Htið fyrir löggæzlunni. Ég kem þá aftur að bjórnum, hinni fjárhagslegu hlið. Eins og minnst var á fyrr í þessari grein, eru fluttir til landsins heilir skipsfarmar af bjór til útlend- inga sem hér dvelja. Þær eru ótaldar milljónirnar sem hafa gengið úr greipum þjóðarinnar, vegna þess að varan hefur ekki verið hér til sölu. Þá er þaff magn sem íslenzkum farmönn- um, bæði á skipum og flugvél- um, er leyft að hafa með sér, ekki svo lítið yfir árið. Einnig þaff sem farþegar drekka í ferðum. Við lauslegto athugun sýnist mér að þetta magn muni nmea árlega að minnsta kosti tveim- ur milljónum íslenzkra króna. Það er sama hvert litið er varff andi áfengislöggjöf fslendinga, hún ber dauðann í hverjum bók- staf. f sambandi við hana hafa of margir alþingismenn verið á eyðimerkurgöngu síðastliðin 50 ár. Þeir hafa oft verið á vega- mótum, en undantekningarlítiff villzt. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Síml 1-1875. Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaffur Þorvaldur Lúðvíksson héraffsdómslögmaffur Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 14 — Sími 1-55-35. 4ra herbergja nýleg íbúð óskast til kaups á hitaveitusvæðinu. Upplýsingar gefur GUÐJÓN HÓLM, hdl., Aðalstræti 8, sími 10950. Gott skrifstofustarf Vér óskum að ráða stúlku til skrifstofu- starfa strax. Starfsmannahald S.Í.S. SPARIÐ Þér getið sparað verulega peninga með því að verzla hagkvæmt. Verksmiðjuútsalan hefur fjölda góðra vara á ótrúlegu verði. Magabelti, Brjóstahöld, Handklæði, Crepesokkabu.vur, Herra- frakkar, Telpnakápur, Drengjafrakkar, Morgunsloppar, Herra- hálsbindi, Greiðslusloppar. Verksmið ju- utsalan Ey mundssons k jallaranum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.