Morgunblaðið - 16.02.1961, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.1961, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. REYNA AÐ SAMEINUÐU Oússar hafa á ný hafið héiftarlegar árásir á Hammarskjöld, framkvæmda stjóra Sameinuðu þjóðanna. Þeir tilkynna nú, að héðan í frá muni þeir engin sam- skipti hafa við framkvæmda- stjórann og ekki viðurkenna hann sem embættismann SÞ. Við þessar fregnir rifjast það upp, að á allsherjarþing- inu í haust réðst Krúsjeff hatrammlega að Hammar- skjöld og krafðist þess þá, að embætti hans yrði lagt niður en sérstök fram- kvæmdastjórn þriggja manna tæki við. Hammarskjöld stóð fast gegn kröfum Rússa og var þá ákaft hylltur af yfir- gnæfandi meirihluta fulltrúa. Menn gerðu sér þá ljóst, að Krúsjeff mundi sæta færi til að hefna harma sinna, og honum mun nú finnast Hammarskjöld liggja vel við höggi, vegna þess að tilraun- ir Sameinuðu þjóðanna til @ð koma á lögum og reglu í Kongó hafa mistekizt. Það er þó ekki einungis hatur á Hammarskjöld, sem ræður gerðum Rússa. Fyrir löngu er orðið ljóst, að þeir hafa horn í síðu Sameinuðu þjóðanna í heild. Þeir vita, að þar geta þeir ekki ráðið. Þess vegna gera þeir til- raunir til að eyðileggja Sam- einuðu þjóðirnar, en að svo miklu leyti, sem þær tilraun- ir takast ekki, þá reyna þeir að sniðganga sámtökin. Öll heimsbyggðin veit, að vonin um frið í heiminum byggist fyrst og fremst á mætti Sam einuðu þjóðanna. En ef þeim tekst hvarvetna að koma á reglu þar sem alvarleg átök verða, þá sjá Rússar, að þeim mun hvergi takast að ná fótfestu. Til þessa hafa Rússar ekki talið sér fært að yfirgefa samtökin, fyrst og fremst vegna þess að þeir óttast að allar hlutlausu þjóðirnar mundu verða þar eftir og snúast öndverðar gegn þeim fyrir þá ráðabreytni. Hins- vegar hlífast þeir við greiðsl- um til SÞ. Þannig greiða Rússar aðeins sem svarar 18 milljónum dollara árlega, en Bandaríkjamenn 146 milljón- ir af 334. Rússar greiða þann ig aðeins rúm 5% en Banda- ríkjamenn nærri því 44%. Vissulega hljóta allir góðir menn að vona að Rússar láti af tilraunum sínum til að eyðileggja SÞ, en árásirnar á Hammarskjöld spá ekki góðu. Þessar tiltektir Krús- EYÐILEGGJA ÞJÓÐIRNAR jeffs eru líka mjög alvarleg- ar á þeim tímum, þegar menn voru að gera sér von- ir um, að nokkuð færi að rofa til í sambúð stórvelda. GLEÐIFRÉTT l?regnin af því, að sam- •*• komulag hefði náðst í deilu yfirmanna á bátaflot- anum, hefur að vonum vakið almenna ánægju. Er nú út- lit fyrir, að vertíð geti hald- ið áfram ótruflað. Fyrirfram mátti búast við því, að nokkur vandkvæði yrðu á að ná heildarsamning um á bátaflotanum vegna hins gjörbreytta grundvallar, þegar aflahlutir eru reiknað- ir af raunverulegum verð- mætum, ný flokkun er tekin upp á fiski o. .s frv. Þótt góðir menn harmi að sjálf- sögðu þessar deilur, þá má í sjálfu sér segja, að ekki hafi farið verr en við mátti búast, og þó að yfirmenn væru í nokkurra daga verkfalli, þá má segja að þeir hafi sýnt sanngirni, er þeir gengu til skynsamlegra samninga. LJÖST HVAÐ ÞEIR VILJA egar samkomulag varð í sjómannadeilunni í janú- ar birtu bæði Þjóðviljinn og Tíminn samhljóða fréttir um það, að sjómenn hefðu feng- ið 15—25% kjarabætur. — Morgunblaðið benti þá á, að þessar upplýsingar væru fá- sinna ein, erfitt væri að átta sig á niðurstöðum samning- anna vegna hins breytta grundvallar, en hinsvegar mætti telja líklegt að nokkr- ar kjarabætur yrðu bæði hjá útgerð og sjómönnum, þegar bezta fisks væri aflað, en hinsvegar rýrnun hjá báðum, ef sóðaskapur ríkti. I sambandi við þetta mál sögðum við einnig, að þessar alröngu upplýsingar mundi síðar eiga að nota til þess að skora á aðrar stéttir að fara í verkföll og krefjast 15— 25% kauphækkana. Lá það mál síðan niðri, en í gær get- ur Tíminn ekki lengur stillt sig um að fara þá braut, sem hann í upphafi hafði hugsað sér. En nú hafa kjör sjó- manna ekki aðeins batnað um 15—25%, heldur 20— 25%. Síðan segir blað Fram- sóknarflokksins að það sé sjálfsagður hlutur að verka- menn í Eyjum krefjist þeirra Athyglisvert málverk TUTTUGU og níu ára gamall listmálari í París, Rene Gazas sus að nafni, ákvað að mála mynd af de Gaulle forseta. En það átti ekki að vera nein venjuleg mynd, því sennilega hafur hann hugsað sem svo: Það er góð hugmynd að mála de Gaulle. Það er aldrei unnt að hafa of mikið af góðum hug myndum. Þess vegna er ekki hægt að hafa of mikið mál- verk af de Gaulle. ☆ Nafnið á de GauIIe var meters langt. Annað var ef til vill ekki í réttu hlutfalli, en allt var J»að stórfellt. Þegar fara átti að hengja upp myndina, komst Gazassus í vanda. Hann leitaði um gjörvalla Parísarborg að stað ]»ar sem forsetinn gæti rétt úr sér. Loks rakst hann á 18 hæða sambýlishús. Hvort heldur Gazassus leitaði á náðir stjórn málaskoðana húseigandans, notaði hina alþekktu frönsku rökvísi til að sannfæra hann, eða hvort hann rétti húsverð inum eitthvert smáræði undir borðið, veit enginn. En dag nokkurn þegar Parísarbúar vöknuðu, blasti forsetinn við augum þeirra og náði alla leið frá 18. hæð niður á jörð. ☆ íbúar nágrennisins voru sammála um að listaverkið væri „athyglisvert". Varla er unnt að orða það betur. Danskt fímarif kynnir íslenzka menningu BLAÐINU hefur borizt desem- berhefti danska tímaritsins „Nyt fra Island“, sem er afar vandað að frágangi, og er ritstjóri þess Bent A. Kooh. Ritið hefst á grein um Guð- mund Daníelsson rithöfund, eftir Erik Sönderholm sendi- kennara Dana við Háskóla Is- lands. Þá er smásagan Indvielse (Vígsla) eftir Guðmund Daní- elsson í ágætri þýðingu Sönder- holms. Det indre og ydre Island, nefnist löng g.rein eftir Jörgen Bukdal, saga eins konar píla- grímsferðar, sem höfundurinn fór um landið fyrir nokkrum árum, og er mest áherzla lögð á hina bókmenntalegu sögustaði. Vilhjálmur sálugi Finsen sendi- herra á þarna grein um bækur og bókaútgáfu íslendinga „ís- lændingen og bogen“. Ritstjórinn Bent A. Koch ritar g.reinina „Island og Danmark gennem 50 &r“. Þá er ritdómur eftir Thom- as Bredsdorff um síðustu bók Halldórs Kiljan á dönsku „Det genfundne paradis" 'í þýðingu Martins Larsen. „Noter og nyt“ nefnist þáttur með ýmis konar fréttum af menningarlífi íslend- inga á árinu sem leið. Loks ritar Stefán Jóhann Stefánsson am- bassador íslands í Danmörku grein um forseta íslands, Herra Ásgeir Ásgeirsson: Islandsk portræt. President Ásgeir Ás- geirsson. Margar ágætar ljósmyndir prýðá heftið. Á forsíðunni er mynd af íslenzku forsetahjórr- unum á Kastrupflugvelli á síð- astliðnu hausti. Útgefandi Nyt fra Island er Dansk-Islandsk samfund. Ritið mun fást í Bókaverzlun ísafold- arprentsmiðju og kannski víðar hérlendis. kauphækkana, því að óeðli- legt sé að landverkafólk fái ekki sömu kjarabætur og sjómenn. Þannig hefur þetta blað staðfest það, sem Morgun- blaðið sagði, að fölsun frétt- arinnar um sjómannasamn- inga ætti síðar að nota til þess að reyna að koma öllu í bál og brand í þjóðfélag- inu og styrkja kommúnista til áhrifa. Það liggur þannig skjalfest fyrir, að blað þess flokks, sem fyrst og fremst þykist vera flokkur bænda, falsar fyrst fregnir og notar síðan fölsun sína til rök- stuðnings fyrir því að nauð- synlegt sé að koma á alls- herjarverkföllum og upp- lausn í þjóðfélaginu. -------------------------------♦ Átján hæðir, nærri 60 metrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.