Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. febr. 1961 MORGUISBLAÐIÐ 13 ussa og Kínverja MIKIÐ hefur verið ritað og rætt um deilur Rússa og Kínverja. Hér á eftir fer grein Edwards Crankshaws um mál þetta: Nýjar meiriháttar fregnir af þróun mála bak við tjöldin í hinni langvinnu deilu milli Rússa og Kínverja bera það með sér, að hún hafi verið ofsafyllri, beiskari og djúpstæðari en talið hefur verið fram að þessu. í hendur okkar hefur borizt skjalfest skýrsla um ásakanir og gagnásakanir Rússa og Kínverja á ráð- stefnu rúmlega áttatíu kommúnistaflokka, sem haldin var í Moskvu í nóvember og desember síðastliðið ár. Þessi skýrsla, sem er nákvæmur úrdráttur úr leyni- bréfum, er komin í okkar hendur vegna leka í einu af leppríkjum Rússa. Það eru miklar líkur til þess, að Rússum hafi að ráðnum hug láðst að setja undir þann leka. Skýrslan staðfestir þá skoðun, að fáleikar séu með Rússum og Kínverjum, enda þótt Rússar neiti því ákaft, og sýnir ennfremur, að ekki er aðeins um þurra, fræðilega hártogun að ræða. Krúsjeff og Mao. Hatrammar deilur Umræðurnar, sem heitastar urðu á ráðstefnunni í Búka- rest í júní sl. og á ráðstefn- unni í Moskvu í árslok, báru vitni um mesta óveður, sem skollið hefur á kommúnista- flokkinn frá lokum rúss- nesku byltingarinnar. Þar sökuðu Kínverjar sjálfan Krúsjeff um endurskoðunar- stefnu, sem telst dauðasynd hjá kommúnistum, og mistök í pólsku og ungversku bylt- ingunum árið 1956. Enn- fremur sökuðu þeir hann um að fórna Kina og kommún- ismanum á altari friðsam- legrar sambúðar við Banda- ríkin. Krúsjeff fór hamförum og sakaði Mao Tse-Tung um að líkjast Stalín, að taka ein- vörðungu tillit til eiginhags- muna og halda fram kenn- ingum, sem væru í ósamræmi við raunveruleika nútímans. Að lokum var gefin út sam- eiginleg yfirlýsing, eftir for- skrift Rússa; en Kínverjar áskildu sér víða rétt til þess að vera á öðru máli. Djúpar rætur Þessar erjur eru ekki nýjarf||l af nálinni. Sumir þær eigi rót að þess, er Stalín seldi únistaflokk Kína í hendui Chiang Kai-cheks; aðrir telja þeirra sögn hófst deilan í raun og veru fyrst, þegar Kínverjar tóku að hafa að engu bókstaf og anda Moskvu-yfirlýsingarinnar frá 1957. Ásakanir á hendur Rússum Á þinn bóginn rekja Kín- verjar deiluna til ársins 1956 í afar mikilvægu bréfi, sem dagsett er 10. desember sl. í því bréfi svara þeir ekki að- eins umburðarbréfi Rússa heldur einnig ásökunum Rússa á hendur Kínverjum á ráðstefnunni í Búkarest. — Þeir halda því fast fram, að fyrst hafi tekið að brydda verulega á ósamkomulaginu á 20. flokksþinginu, þegar Krúsjeff afneitaði Stalín, án þess að ráðgast fyrst um það við „bræðraflokkana". Þá segjast Kínverjar hafa verið mjög andvígir áætlunum Rússa um aðgerðir gegn Pól- landi árið 1956, enda hafi þeir komið í veg fyrir þær. Ennfremur segjast þeir hafa verið andvígir áætlun Rússa um að láta alla kommúnista- flokka heimsins fordæma pólska flokkinn. Til þess að bæta gráu ofan á svart, segir í bréfinu, að snoi'p deila hafi risið milli Kínverja og Rússa um við- brögð við Ungverjalandsupp- reisninni. Um tíma höfðu Rússar, eftir því sem segir í hinu kínverska bréfi, ákveðið að draga hersveitir sínar til baka, en Kínverjar höfðu skorizt í leikinn til þess að koma í veg fyrir þá ætlun þeirra. Hvað sem þessu líður varð deilan ekki veruleg fyrr en árið 1958 og kom ekki ber- lega í ljós fyrr en á síðasta ári. Það var vissulega við- burðarríkt ár — og þá komu mörg ágreiningsatriðin í deilu Rússa og Kínverja skýrt í ljós. Það er athyglisverður þátt- ur skýrslunnar, að höfundar hennar, sem eru sanntrúaðir kommúnistar, ræddu ekki ná ið um það, sem við mundum telja hin eiginlegu ágrein- ingsatriði, heldur lögðu þeir megináherzlu á fræðileg Tseng Hhiao-ping horfir á Liu Shao-chí undirrita Moskvu- yfirlýsinguna. — atriði, sem okkur virðist meiningarlaus við fyrstu sýn, en eru svo dýrðlega og hræðilega lifamdi í þeirra augum og ráða öllum gerð- um þeirra — og eru því í rauninni lifandi fyrir okkur. Sum hinna „eiginlegú1 at- riða eru mjög alvarlegs eðlis. Þar má til nefna heimköllun rússneskra tæknifræðinga frá Kína. (Ástæður til þess virð- ast hafa verið þær, að Kín- verjar notuðu tæknifræðing- ana til verka, sem Rússar voru andvígir og freistuðu þess að telja þá á sínar skoð- anir). Einnig má nefna tregðu Rússa við að sjá Kín- verjum fyrir kjarnorkuvopn- um og að upp úr slitnaði samningum um sameiginleg- an flota á Kyrrahafi. (Rúss- ar virðast hafa óttazt, að Kínverjar drægju þá út í styrjöld vegna Formósu). Öll þessi og mörg fleiri ágreiningsatriði komu ber- lega fram á Moskvuráðstefn- unni — þá ekki sízt sterk andstaða Rússa við aðgerðir Kínverja í Indlandi og Alsír, sem að áliti Rússa voru til þess eins ætlaðar að eyðileggja trú borgara á Vesturlöndum á friðarvilja kommúnista og glæða tor- tryggni Afríku- og Asíu- manna í garð alþjóðlegs kommúnisma. En meginhluti umræðnanna snerust um grundvallarkennisetninguna. Stríð — ekki stríð Þessi umdeildu atriði hafa þegar verið rakin verulega í þessu blaði (þ. e. Observer) jafnskjótt og þau komu í ljós í hinni langvinnu blaðadeilu milli Rússa og Kínverja á sl. sumri og hausti. Þessi atriði eru sex að tölu: 1. Er stríð óhjákvæmi- legt? — Rússar hafa haldið því fram síðan 20. flokks- þingið var haldið árið 1956, að tímarnir hafi breytzt frá því, er Lenin setti fram kenninguna um að styrjöld væri óhjákvæmileg, og sé því kenijingin ekki lengur gild. Kínverjar segja á hinn bóg- inn, að ekki sé unnt að kom- ast hjá stríði svo lengi sem heimsvaldastefna sé til. 2. Hljóta smástyrjaldir að hafa í för með sér heims- styrjöld? — Rússar segja, að hættan á því sé of mikil til þess að leika sér að henni. En Kínverjar héldu því fast fram í Búkarest og Moskvu að unnt sé og nauðsynlegt að heyja smástyrjaldir. Aðaltalsmaður Kínverja í Búkarest varpaði mjög at- hyglisverðu ljósi á sálgerð þeirra, þegar hann svaraði röksemd Rússa með því að lýsa því yfir, að Rússar hefðu þegar stöðvað tvær smástyrjaldir — í Súez og á Kúbu — með hótun um eld- flaugaárás. 3. Verður sósíalisma kom- ið á án ofbeldis? — Frá því 1956 hafa Rússar sagt: „Já“. Kínverjar neita því hinsveg- ar afdráttarlaust — með ein- stöku undantekningum þó — og vitna í Lenin sér til stuðn ings. 4. Er friðsamleg sambúð Framh. á bls. 17. líklegra, að þær eigi rót að ", " rekja til næstu ára eftir ''í,ý;ý' stríð, þegar Rússar rúðu. : ,, - M Mansjúríu gersamlega og | létu undir höfuð leggjast að ■ -,,7J veita kínversku uppreisnar- , ’ í,| mönnunum nokkra aðstoð. Rússar reyndu sjálfir að , , ' ,, ,,| rekja orsakir deilunnar í ■ ' i umburðarbréfi um ávirðingar 1' ’’ J Kommúnistafiokks Kína, sem Tseng Hsiao ping, aðalritari Kommúnistaflokks Kína, sem réðist sem harkalegast á Krúsjeff og stefnu han- ' . Jja. dagsett er 21. júní sl. Að Með honum eru frá vinstri: Mikoyan, fyrsti varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, Liu Shao chí, forseti Kma oö ......n.ir kía_ —versku sendinefndarinnar, Krúsjeff, forsætisráðherra, F. R. Kozlov, M. A. Suslov og Pheng Chen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.