Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVJSBL AÐlh Fimmtudagur 16. febr. 1961 Skrifstofuhúsnœði 1—2 skrifstofuherbergi óskast sem næst miðbænum. Tilboð merkt: „Skrifstofa — 1148“ sendist af- greiðslu blaðsins fyrir hádegi laugardaginn 18. þ.m. Húsgrunnur Uppfilltur húsgrunnur ásamt mótatimbri til sölu í Kópavogi. Upplýsingar í síma 15868 og 24841. Vélbátur til sölu 7 lesta vélbátur dekkaður með Lister diesel. 8 lesta vélbátur með nýrri Buddadiesel (dekkaður). Höfum marga vélbáta til sölu 7—100 lesta. TR7CCIH6AE FASTEIGMIR Hafnarstræti 10 5. h. Sími 24850 og 13428 eftir kl. 7 33983. GISLAVED H'ólbarðar Venjiileg dekk 640x13 750x14 590x15 670x15 710x15 760x15 820x15 Snjódekk 560x13 590x13 640x13 590x14 750x14 560x15 590x15 670x15 760x15 Vórubiiadekk 750x20 825x20 900x20 1000x20 1100x20 Bílabúð 8.1.8. Símar 15099 og 19600 Xristmann Gubmundsson skrifar um. BÓKMENNTIR Hetjan í Klondike Eftir Jack London Geir Jónasson bjó tU prentunar ísafoldarprentsmiðja UM ÞYÐanda er ekki getið, en telja verður að Geir Jónasson beri ábyrgð á þýðingunni, úr því hann „bjó bókina til prentunar“. Endurprentun úr „Nyjum kvöld- vökum“ er annars eina upplýs- ingin sem fæst um þýðanda. Og því ber ekki að leyna að þýðingu er á ýmsan hátt ábótavant, en það er líka hið eina sem hægt er út á útgáfu þessarar ágætu sögu að setja. „Hetjan í Klondike“ er ein bezta saga Jack London og er þá mikið sagt. Lengi hefur verið tal ið' að þessi saga Qg „Mánadal- urinn“ séu bezt gerðu og veiga- mestu verk Jack London. Og bæði verkin eru í rauninni kafl- ar úr ævisögu skáldsins sjálfs. Jack (John Griffith) London fæddist í San Fransisco tólfta janúar 1876. Æska hans var full af ævintýrum, og baráttu sinni á rithöfundarferlinum hefur hann lýst í bókunum: „Martin Eden“ og „John Barleycorn“ af mikiiii leikni. Ævi hans var mjög við- buroarík og sjálfur var hann með í fyrstu gullleitarförinni til Klondike árið 1897, svo að hann veit mæta vel hvað hann er að segja í ofannefndri sögu. Hann hefur reynt hvortveggja: Harð- ræðið í Alaska og lúxuslífið í Kaliforníu, en báðum þessum ólíku hliðum lífsins er lýst í „Hetjunni í Klondike". A síðari árum hefur stjarna Jack London farið heldur lækk- andi í Evrópu, enda þótt bækur hans séu enn meðal þeirra er einna bezt seljast af verkum þýddra rithöfunda á Norðurlönd- um. 1 Austurlöndum aftur á móti er Jack London orðinn svo kunn- ur að fáir höfundar vestursins standa honum þar á sporði. Hann hefur verið þýddur á mikinn grúa tungumála í Asíu og Afríku og er þar hvarvetna seldur i stórum upplögum. Sagan hefst á því er Klondike- hetjan kemur inn á gildaskála einn í Alaska á vetrarkvöldi og setur þar heldur en ekki líf í Sölumaður Innflutningsfyrirtæki vill nú þegar ráða góðan sölu- mann, er hefur Verzlunarskóla eða hliðstæða menntun. Tilboð merkt: „1575“ sendist afgr. Mbl. Goðheimar 8. 2 hœb er til sölu nú þegar ásamt bílskúr. Ibúðin er 154 fer- metrar, 6 herbergi, skáli, eldhús og bað ásamt geymslu í kjallara. Tilbúin undir tréverk og máln- ingu, tvöfalt gler í gluggum og sér hiti. Upplýsingar í síma 23886. SKEMMTIKVOLD Fyrir þátttakendur í Norðurlanda og Mið-Evrópuferðum verður í Golf- klúbbnum í kvöld kl. 8,30. Gunnar Benjamínsson læknir sýnir lit- kvikmynd frá ferðinni til Parísar, Rínar landa og Sviss á liðnu sumri. Félagsskírteini ferðaklúbbs SUNNU gilda sem aðgöngumiðar. FERÐASKRIFSTOFAM Hverfisgötu 4. — sími 1640 0. Ný sending Síðdegiskjóla- efni m. a. mikið úrval af fjólubláum efnum. MUHOURINl Hafnarstræti 11. tuskurnar. Hann dansar við stúlkurnar og segir skemmtilega brandara og mikil gleði fylgir honum, en síðan fer hann að spila póker við kunningja sína og er mikið undir lagt, enda tapar hann þar öllu fé sínu. Neyðist hann þá til að gerast landpóstur í Alaska um hríð og er fyrstu póstferð hans lýst af mikilli snilld og góðri þekkingu á efn- inu. Síðan er rakinn ævintýraleg ur ferill þessa manns í Alaska þar sem hann finnur nýjar gull- æðar, stofnar borgir og gerist flugríkur maður. Þegar honum þykir ríkidæmið orðið nægilegt fer hann suður á bóginn til Kali- forníu og heldur þar spilinu áfram. Hann er óvæginn við mót- stöðumenn sína, eins og þeir eru víð hann, og virðist höfundur þekkja einnig út og inn þessa hlið fjáröflunar. En lífið þarna • suður frá er ekkj eins hollt og I norðrinu; söguhetjan gerist feit og þungfær bæði á líkama og sál, og miklu er hann ógeðfeldari í þessum hluta sögunnar heldur en í hinum fyrri, Þó rætist úr því að lokum. A skrifstofunni hjá honum er forláta fögur mær, sem hann festir ást á, enda þótt hann hafi áður nánast verið hræddur við konur, og verður stúlka þessi honum til blessunar. Sagan end- ar óvænt og furðulega, og þótt dá’ítið reyni á trúgirnj lesand- ans, er leikni höfundar slík, að ekki er hægt annað en trúa hon- um. Jack London kann vel með efni sitt að fara og gerir því hér, sem oftar, hin beztu skil. Mikil spenna er í bókinni, svo að hana má lesa sem hinn ágætasta reyf- ara, en jafnframt hefur hún bók menntanlegt gildi. Frásögnin er listræn og góð, eins eru margar af persónunum lifandi og vel gerðar. Það er auðséð að höfund- ur hefur sjálfur kynnst því fólki, er hann segir frá, og hann kann þá list að láta lesendur sína kynnast því einnig. Hin marg- þætta lífsreynsla hans kemur einnig fram hvarvetna í bókinni og þó ekki sízt í fyrri hluta henn ar, sem fjallar um iífið í norðr- inu. En öll er sagan þannig að hver hlýtur að hafa skemmtun a£ að lesa hana, því tækni höfundar er á öllum sviðum hin ágætasta og kur.néttusemin óbilandi. Frá forlagsins hendi er útgáf- an nin snotrasta. Það var ömurleg sjón Hafið þið, lesendur góðir,<; nokkurn tíma hugleitt það, << Jhvers þau börn fara á mis,< Jsem eiga sér ekki heimili utan< ■opinbera stofnun og ekkert< • foreldri, er annast uppeldi < Jþeirra? Það höfum við raunar < ’ ekki gert, að minnsta kosti^ ' ekki fyrr en við heimsóttum < ■ munaðarleysing j ahælin að Silungapolli og Reykjahlíð. < jÞað mundi vera mönnum holl< ’ lexía að gera ferð sína þangað < >og sjá börnin. Foreldrar< ímundu Þá ef til vill betur< ! skilj a hlutverk si-tt sem upp< Jalendur barna sinna. Þeim j • mundi ef til vill skiljast, hvers< virði það er að auðsýna börn < um blíðu, að vera þeim for-< J eldri — ekki bara f aðir og ] ; móðir. Vikan hefur farið í heim- < ! sókn í munðarleysingjahælin < að Reykjahlíð og Silunga-! J polli og birtast sextán myndir ; ' í blaðinu úr þessari ferð á- ■ • samt grein. Tryggið yður ein • tak áður en blaðið selst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.