Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1961 Myrkraverk , eftir BeverEey Cross í þýðsngu Bjarna Arngrímssonar ættair eða einungis fábjáni. Eng in leið var að gizka á aldur hans og hann sagði ekki neitt. Hann var kynntur sem Moumou og hann missti glasið, þegar ég ætlaði að taka í hönd hans. Það brotnaði á gólfinu og Francoise beygði sig niður til að taka upp glerbrotin. Moumou gerði enga tilraun til að hjálpa henni og Dédé hló aftur. Þremenningarn- ir voru furðulegir en hinir tveir voru' ósköp venjulegir, og að því er virtist, siðmenntaðir menn. Annar þeirra var kallaður Chollet og hinn Sandon, og þeir voru báðir klæddir í venjuleg jakkaföt. Þetta var undarlegur gleðskapur og það varð aftur vandræðaleg þögn, áður en við ssettumst niður, og Lucien byrj aði að spyrja mig í þaula um hversu vinna mín gengi. Ohollet og Sandon komu með viðeigandi tilsvör, hinir undarle'gu þremenn ingar stóðu á bak við og sögðu ekkert, en Francoise var önnum kafin við að fylla glös þeirra og gefa þeim kokkteil og brauð, sem þeir átu eins og hungraðir úlfar allir þrír. Moumou var sér staklega dýrslegur. Samræðurnar hættu og ég var beðinn um að syngja. Á meðan ég • stemmdi banjóið bað Lucien um eönginn um konunginn, mark- greifafrúna og hinn eitraða blóm Vönd. Aftur var ég orðinn mið punkturinn í forvitnum hálf- hring. Ohollet og Sandon sátu á Stólbrúnunum, teinréttir og ákaf ir og hinir þrír horfðu á þung búnir yfir höfuð þeirra, er sátu. Dédé brosti, en Moumou tuggði græðgislega og Eenoit lagaði á sér gleraugun. Mér fannst sem verið væri að reyna mig á svið inu, en ekki að ég væri að skemmta kunningjum. Þeir klöppuðu, þegar ég hæfrti, frekar af kurteisi en af hrifningu. og mér sýndist Chollet kinka kolli til Lucien. Sandon hallaði sér áfram, svo ég hélt, að hann mundi detta af stólbrúninni. ,,Kanntu ekki eitthvað vin- sælt?“ spurði hann. Lucien tók fram í: „Eitthvað fjörugra, eitthvað sem til er á plöturn?" Þeir virtiust afskaplega á- hyggjufullir. „Franskt eða enskt?“ spurði ég. ,,Franskt“, sagði Lucien strax og barði á banjó mitt. Eg var eiginlega frekar reiður. Þeir hegðuðu sér dónalega, meira að segja ruddalega. Þetta var alveg eins og verið væri að reyna mig á sviði. Þá spurði Francoise: „Kanntu nokkuð af þessum?“ og hún tók hlaða af nótnablöðum af skrif- borðinu og rétti mér hann. Þetta voru allt ný lög og pappírinn stinnur. Eg sá að þau höfðu ver ið keypt nýlega og sennilega ein göngu fyrir þetta tækifæri, því að þarna var saman dregið full komið safn af öllum vinsælustu söngvum þessa vors. Eg blaðaði hratt í gegnum hrúguna og fann söng eftir Montand, nefndan ,Le Galérien", gerviþjóðlag samið í stíl Villons og um galeiðuþræl. Eg kunni lagið og barði mig í gegnum það með blaðið á gólf- inu. Það var mikið klapp og Lucien stökk á fætur. ,*Hvað sagði ég þér?“ kallaði hann til Chollets. „Hann hefur hæfileika. Hann gæti komið fram sem atvinnu- maður hvar sem væri, hvar sem væri, skal ég segja þér“. „Ágætt lag fyrir þá þarna inni‘,‘ sagði Dédé. Lucien bölv aði honum og litli maðurinn varð hræddur. Síðan sneri Lucien sér að mér og svipur hans breyttist um leið. ,,Afsakaðu alla þessa laun- ung“, sagði hann, „en ég held þú verðir ánægður“. Eg sat kyrr, banjóið hvíldi á hnjám métr. Eg sagði ekki neitt. hálfhringurinn virtist koma nær og ég gat heyrt hljóðan andar- drátt Francoise við öxl mína. „Sannleikurinn er, rosbif“ sagði hann, ,,að ég fékk mikinn áhuga fyirir því sem þú varst að segja hérna um kvöldið um vinnu þína. Eg vildi gjarna hjálpa þér“. „Hjálpa mér?“ Eg skil ekki. „Kennari þinn gat ekki fengið leyfi fyrir þig til að fara inn í Belleau-kastala? “ „Já“. „Þig langar mjög til að skoða hann?“ „Já“. Hann brosti, og eftir svolitla þögn, sagði hann: ,.Eg held, að ég geti komið þér inn“. Eg stóð upp, banjóið datt á gólfið og það var Dédé, sem beygði sig niður til að taka það upp. „Chollet er umboðsmaður" sagði Lucien. „Eitt af því sem hann gerir er að sjá um hljóm- leika fyrir setuliðið þar. Hann álítur að þú sért nógu góður til að koma fram“. Eg sagði ekki neitt, ég var ekki þakklátur, einungis grunsemdar fullur. ,En hvers vegna?“ spurði ég. „Því í ósköpunum ertu að hafa fyrir þessu öllu, til að ég komist þar inn?“ „Af því að þú getur hjálpað okkur. Þú getur útvegað okkur ýmsar upplýsingar. Láttu þér ekki bregða, það fylgir því hvorki áhætta né óheiðarleiki. Okkur vantar aðeins smáupplýs ingar“. Eg settist aftur. ,,Allt í lagi“ sagði ég lágt, „ég trúi þér, en ég vill fá að vita hvað er á seyði“ Lucien kinkaði kolli og bað um meira í glösin. „Þú mannst, að héma um nótt ina vorum við að tala um Henri Tisson?“ „Jáa“. „Eg sagði þér þá að ég þekkti hann. Sannleikurinn er, að ég þekki hann mjög vel. Hann var vinur minn, mjög góður vinui minn. Hann var vinur allra þeirra sem hér eru inni“. Hann benti í kringum sig og hinir fimm muldr uðu játandi. Benoit setti undir sig hausinn og Dédé litli varð næstum eins og engill á svipinn af meðaumkvun. „Síðustu tíu mánuði“ hélt Lucien áfram, „hefur hann verið í Belleau-kastala. Við höfum hvorki heyrt né séð neitt af honum. í tíu mánuði: Ekkert. Chollet hefur reynt að fá upplýsingar, en hefur ekki tekizt það, þó að hann sjái um hljómleika mánaðarlega. Hann er alltaf með foringjunum, og þar að auki er hann dauð- áræddur“. Chollet virtist ætla að mót- mæla, en fyrirlitning Luciens var of bitur til að hann gæti mót- mælt. „Við höfum verið að leita að einhverjum, sem getur komizt á sviðið, einhverjum sem væri hluti af sýningunni. Nokkrir fanganna hjálpa til á bak við og þótt verðirnir vilji ekki tala, er stundum,hægt að fá eitthvað út úr föngunum. Við viljum vita hvar Tisson er. Þér verður ekk- ert borgað nema launin fyrir hljómleikana, en þú færð að sjá þinn ástkæra kastala og koma fram í sama leikhúsinu og Moliere forðum. Og auk þess muntu styðja gott málefni“. „Og hvað ætlið þið að gera með upplýsingarnar?“ spurði ég. .,Eg vinn fyrir blað. Ef allt er í lagí með Tisson, þá skeður ekki neitt. En ef svo er ekki, þá mun um við segja eitthvað“. Hann var stórkostlegur þar sem hann stóð, jafn grimmdar- legur og í mynd Francoise, jafn grimmdarlegur og í götubardag- ’anum. Og enn á ný dáðist ég að hversu reiðubúinn hann var að berjast fyrir málefni, sem var bæði ópersónulegt og hversdags legt: blaðamann, sem hafði ekki gert annað en að finna fréttir. Eg var viss um að Tisson var ekki svona mikill vinur hans. Á sama hátt og Lucien hafði ekki þekkt drenginn í Rue du Bac var það óréttlætið sem æsti hann upp, frekar en örlög þess sem fyrir Því hafði orðið. Chollet sagði: „Auðvitað verð ur þú að æfa nokkur atriði, og ég verð að hlusta á þig, ef til vill leiðbeina þér“. „Má ég taka þessar með mér?“ spurði ég og benti á nóturnar, og þeir vissu að ég hafði samþykkt. „Taktu þær með þér,“ sagði Lucien. „Við gerum þér boð, þeg ar við vitum hvenær og hvemig þetta fer fram. Og ég mundi syngja þennan söng um Belleau. Ofurstanum mun geðjast að hon um. Hann fæst sjálfur við sögu“. Það var ekki meira að segja. Eg hafði samþykkt að syngja við fangelsishljómleika og ég átti að reyna að fá upplýsingar um blaðamann að nafni Henri Tis- son. Það átti að greiða mér hin venjulegu laun fyrir 10 mínútna söng og ég átti að fá að skoða Belleau-kastala. Samkvæmið hélt áfram eins og ekkert óvenjulegt hefði verið gert, og hinir þrír siðmenntuðu menn töluðu um allt og ekkert eins og siður er. Eg fór inn í eldhúsið til að tala við Francoise, sem var föl og skjálfandi eins og hún væri nýkomin af sviðinu. Og þegar ég kom aftur inn í aðal- herbergið með bakka með brauði og osti, ávöxtum og kökum, þá voru hinir þrír annarlegu menn farnir. Kvöldið varð nú ósköp venju- legt, — f.rekar leiðinlegt, og ég ailltvarpiö Fimmtudagur 16. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. * (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,A frívaktinni“: Sjómannaþáttup í umsjá Kristínar Önnu t>órarins dóttur. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum" (Svava Jakobsdóttir). 15.00 MiðdegisútvarpvW(Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð« urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Ballettmúsik úr óper- unni „Idomeneo" eftir Mozart (Mozarteum-hljómsveitin í Salz- burg leikur; Bernhard Paum- gartner stjórnar). 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; XIII. (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Karl O. Runólfsson. c) A fjallvegi um vetrarnótt, frá- söguþáttur eftir Hjört Hjálm- arsson (Emil Hjartarson flytur) d) Bólstaðaskipti, frásaga (Guðm. L. Friðfinnsson rith.). 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (16). 22.20 IJr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar- an leikari). 22.40 Nútímatónlist: a) Sex þættir fyrir stóra hljóm- sveit eftir Anton Webern (Fíl- harmoníusveitin í Berlín leik- ur; Herbert von Karajan stj.). b) T8ilbrigði fyrir hljómsveit op. 31 eftir Arnold Schönberg. — (Sama hljómsv.; Dimitri Mitro- poulos stj.). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 17. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —. 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson lýsir ferð til fjarl'öegra eyja. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Öskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). v 20.35 Tónleikar: Tvær rúmenskar rapsódíur op. 11 eftir George Enescu (Leopold Stokowsky stj. sinfóníuhljómsveitinni, sem leik- ur). 21.00 Upplestur: Ingólfur Guðbrands- Skáldið og mamma litla 1) Já, það er rétt. Bíllinn er fal- legur. En hann er óskaplega dýr.... 2) Þú ættir frekar að hafa áhuga á þeim bílum sem við gætum . ef við værum efnaðri en við keypt—. HE'S PASSED OUT...THOSE WOLVES ALMOST FINISHED HIM... VLL HAVE TO STOP HIS BLEEDING OR HE'LL DIE f . HE'S ABOUT GONE, ANDV...BUT KEEP AWAV/ THESE HANDKERCHIEFS M/ILL DO FOR BANDAGES, BUT... ‘ HOUY MACKEREL / Li á — Hann er að cn ekki nálgast hníga niðuf . . . hóaii! Hann er fallinn í dá . . . Það munaði I Ég verð að láta honum hætta | sem umbúðir, en minnstu að úlfarnir dræpu hann að blæða svona, því annars deyr minn! I hann! Þessir vasaklútar duga Drottinn son les kvæði eftir Stein Steinarr. 21.10 Kórsöngur: Karlakór Akureyrar syngur. Söngstjóri: Áskell Jóns- son. Við píanóið: Soffía Guð- mundsdóttir. (Hljóðritað nyrðra fyrr í vetur). a) ,,Seiður“ eftir McGill. b) ,,Kvöldljóð“ eftir Árna Björns son. c) ,,Negravísa“ eftir Clutsam. d) ,,Þú hljóða nótt“ eftir Brahms. e) ,,Næturóður“ eftir Schubert. 21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Haga- lín; III (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 4 22.10 Passíusálmar (17). 22.20 ..Blástu — og ég birtist þér“; VI, þáttur: Ölöf Árnadóttir kynnir konur frá fjarlægum löndum. 22.40 A léttum strengjum. a) Harry Arnold og danshljóm- sveit sænska útvarpsins leika sænskan djass ásamt Arno b) Danshljómsv. Berlínarútvarps- Domnérus og hljómsveit hans. ins leikur; Roland Kovac stj. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.