Morgunblaðið - 16.02.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.02.1961, Qupperneq 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Fimm'tudagur 16. febr. 1961 X^<^<^^^x^<§X§x§X$K§>^<§X§X$x^<§x$x$x§X§x§X§>^X§i ★ IÞROTTIR ★ * Enska knattspyrnan ■:■ 29. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar íór fram sl. laugardag og urðu úrslit leikanna þessi: 1. deild Arsenal — Cardiff............... 2:3 Aston Villa — Tottenham ....... 1:2 Bolton — Blackburn............. 0:0 Burnley — Sheffield W.......... 3:4 Chelsea — Blackpool ............ 2:2 Leicester — Newcastle......... 5:3 Manchester City — W.B.A. ....... 3:0 N. Forest — Birmingham ......... 1:0 Preston — Fulham................ 2:0 West Ham — Everton ............. 4:0 Wolverhampton — Manchester U. 2:1 2. deild Bristol Rovers — Derby ........ 1:1 Charlton — Lincoln ............. 3:0 Leeds — Brighton............... Liverpool — Leyton Orient ...... 5:0 Norwich — Portsmouth ........... 3:1 Plymouth — Huddersfield......... 2:1 Rotherham — Scunthorpe.......... 4:0 Sheffield U. — Luton .......... 2:1 Southampton — Ipswich .......... 1:1 Stoke — Swansea ................ 1:3 Sunderland — Middlesbrough..... 2:0 Að 29 umferðum loknum er staðan þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin); Tottenham 29 24 2 3 89:36 50 W olverhampton 29 19 4 6 77:54 42 Sheffield W 28 16 8 4 59:34 40 Burnley 27 16 1 10 76:52 33 W.B.A 30 9 4 17 45:60 22 Newcastle 29 7 7 15 66:83 21 Blackpool 27 7 5 15 48:56 19 Preston 28 6 5 17 28:53 17 2. deild (efstu og neðstu liðin): Sheffield U 30 19 3 8 57:36 41 Ipswich 28 16 € 6 65:36 38 Liverpool 28 15 € 7 62:38 36 Southampton .... 28 15 5 8 65:51 35 Norwich 29 14 7 8 48:40 35 Portsmouth 29 7 7 15 42:71 21 Leyton Orient.... 26 8 4 14 37:60 20 Lincoln 29 6 6 17 36:62 18 Eins og kunnugt er munu laun enskra knattspyrnumanna hækka að yfirstandandi keppnistímabili loknu. Er einnig gert ráð fyrir að greiðslur fyrir landsleiki hækki að sama skapi. Leikmað- ur, sem leikur í landsliði Eng- lands fær nú 50 pund fyrir leik- inn, en búist er við að sú greiðsla hækki upp í 100 pund. Er þegar farið að tala um „pund á mínútu" fyrir landsliðsspilarana þegar leikhlé er talið með. Enska lands- liðið leikur venjulega 6—8 lands- leiki á ári og á þeim árum sem heimsmeistarakeppni er háð get- ur landsleikafjöldinn hækkað upp í 10—14. Sést á þessu að fastur landsliðsmaður getur unn- ið sér inn álitlega upphæð á hverju ári jafnframt heiðrinum sem allir keppa um. Barcelona, hið kunna spánska lið, sem sló Real Madrid úr Evr- ópukeppninni leitar nú eftir nýj- um leikmönnum. Hefur félagið boðið í hinn kunna enska lands- liðsmann Timmy Greaves frá Chelsea. Ekki er vitað um upp- hæð, en vitað er að mikill órói hefur gert vart við sig meðal forráðamanna Chelsea svo og enskra knattspyrnuáhangenda. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen/j. Þórshamri við Templarasund. Málf lutninsrsskrif s tof a JÓN N. SIGURÐSSON bæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934 Hátíðisdagur Orators Gestir frá Finnlandi og Noregi t GÆRKVÖLDI komu hingað til lands norskur og finnskur Iaga- stúdent í boði Orators, félags Iaganema. Þeir munu taka þátt í hátíðisdegi félagsins í dag og dveljast hér síðan í eina til tvær vikur. Laganemafélög á Norður- löndum halda árlega hátíðisdag, þar sem blandað er saman gamni og alvöru í hóílegum hlutföllum, og hefur íslenzkum laganemum oft verið boðið á hátíðir kollega sinna erlendis, þótt sjaldan munu þau boð hafa verið endurgoldin með heimboðí hingað. Hátíðisdagur Orators var upp- haflega valinn vegna þess, að 16. febrúar 1920 var Hæstiréttur ís- lands stofnaður. í dag hefst há- tíðin á iþví, að kl. 10 flytur Jó- hann Hafstein, forseti neðri deildar Allþingis, erindi í há- skólanum. Kl. 13.30 mun há- skólarekstur, prófessor Ármann Snævarr, afhenda laganemum herbergi til félagsstarfsemi sinn- ar í skólanum. Að þeirri athöfn lokinni verður settur réttur í bæjarþingi Orators. Þar flytja laganemar mál og dæma. Kl. 4 e. hád. verður ekið til sendiráðs Bandaríkjanna hér í bæ og hlýtt á fyrirlestra um starfsemi sendiráða almennt í erlendum höfuðborgum. Kl. 19.30 um kvöldið verður vegleg veizla í Leikhússkjallar- anum. Þar ber margt á góma, sem of langt er hér Uþp að telja en á miðnætti verða nýbökuð- um kandídötum afhent heiðurs- skjöl félagsins. Votta þeir Grá- gás, tákni félagsins, virðingu sína um leið á tilhlýðilegan hátt. 13 T S A L A 200—300 vörutegundir, allt frá því fyrir verðhækkun og mest allt selt undir hálfvirði. F- yrír dömur: Blússur margar tegundir, Morgunkjólar, Nátt- föt, Nátttreyjur, Sportbuxur, Kjólakragar og Brjóst, margar tegundir, Cocktail-svuntur, Sundbolir, Töskur og margt fleira. Fyrir telpur: Ullarpeysur, Ullarjerseypils, Ullarkjólar, Náttföt, Náttkjólar, Bómullarpeysur, Bómullarnærföt, Ullarsokkar, háir, Utigallar, Hattar og margt fleira. Fyrir drengi: Blússur, Ullarpeysur, Bómullarpeysur, Náttföt, Húfur, Ullarsokkar, háir, Sportskyrtur, Útigallar og margt fleira. Einnig ýmislegt fyrir herra t. d. rakvélablöð á kr. 25.00 pr. 100 stk. Verzl. Haraldar Kristinssoraar Ingólfsstræti 12 Aðeins opið í nokkra daga. Norsk og finnsk viffhorf Við náðum tali af hinum er- lendu laganemum í fyrrinótt, þegar þeir komu til landsins. Sá norski heitir Per-Oscair Garshol. Hann er fulltrúi iurist- foreningen í Osló. — Ertu frá Osló? — Nei frá Álasundi, en stunda nám í Osló. — Voru nokkrar sérstakar á- stæður fyrir því, að þú sóttir um Islandsferðina? — Já, því að ég hef lengi haft áhuga á íslandi. Það er kannske sérvizka, en það eru viss lönd, er nýtt land í okkar augum, þó að saga ykkar sé gömul. 0 — 0 H Sá finnski heitir Arno Leino og ©r frá Ábæ, (Ábo) eða Turku. Hann er fulltrúi Pykálla, félagi laganema í Helsingi. Það kom upp úr dúmum, að hann er reyndar orðinn „jur.kand.“, þótt laganemar veldu hann fulltrúa sinn, og nenni ég ekki að breyta honum í lögfræðing, þar sem ég hef kallað hann laganema hér að framan. — Hvers vegna langaði þig til fslands? — Til þess eru margar ástæð- ur: 1) Okkur Finnum þykir Boffsgestir á hátíffisdegi Orators: Per-Oscar Garshol frá Nor- egi (t. v.) og Arno Leino frá Finnlandi. sem ég hef lagt kapp á að kynna mér. — Hvaða lönd eru það? — Xsland, Færeyjar, Skotland og Borgundarhólmur. Svo sögðu mér norskir söngmenn, sem voru á ferð á íslandi, eitt og annað um ísland og Íslendinga sem renndi stoðum undir þá hugmynd mína, að Ísland yrði ég að sjá fyrr en seinna. Einnig kynntist ég íslenzkum laganem- um á XII. norræna laganema- mótinu, sem haldið var í Noregi í sumar. Hingað til hafa margir farið til Danmerkur og Svíþjóð- ar í leyfum sínum, en ég held, að þetta fari að breytast, því að fólkið er orðið leitt á þessum mjög vænt um íslendinga og ekki síður um Norðmenn. Aftur á móti þykir okkur lítið koma til Svía .... nei, þetta máttu helzt ekki hafa eftir mér. 2) Landið hefur einhvern ævin- týrablæ yfir sér í hugum ykkar .... sögumar o. s. frv. 3) Mig langaði til þess að fá einhverja nasasjón af hinu eldforna máli ykkar og menningu. 3) ísland er svo einstakt og sérstætt. Að koma hingað er eitthvað annað en að þvælast til Parísar og Rómar eins og sumir halda að sé fínt. 4) Allir, sem ég hef talað við og hér hafa verið, hældu landinu og íbúum þess í mín eyru. 5) Nú, og svo segja allir, að íslenzku stúlkurnar séu svo löndum. Island er öðru vísi, það laglegar. Æf/uðu að kaupa strœtis- vagnamiða fyrir 1000 kr. í GÆR var tilkynnt til lögregl- unnar að tapazt hefði veski með 1600 krónum í. Maður einn hafði verið að verzla í verzluninni London og lagt frá sér veskið sitt á borðið, en síðan gleymt því. Áttaði hann sig ekki fyrr en hann var kominn alllangt inn á Laugaveg, sneri þá við og í verzlunina aftur, en þá var vesk- ið horfið. • Bílstjórana grunaði Seinna í gær komu þrír strák- ar með 1000 króna seðil til stræt- isvagnabílstjóra og vildu kaupa farmiða fyrir alla upphæðina. Þótti bílstjórunum þetta grun- samlegt og fóru með strákana á lögreglustöðina. Fékk rannsókn- arlögreglan málið síðan til at- hugunar. Við yfirheyrslur játuðu drengirnir að hafa tekið peninga veski í verzluninni London og laumazt með það út. • Komiff til eiganda Sá er veskið tók er 8 ára, en fé- lagar hans 7 og 9 ára. Sjálft veskið höfðu þeir falið, en er þeir höfðu játað verknaðinn sögðu þeir til þess og komst það til eigandans í gærkvöldi. Iltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri: Almenningshlutafélög. 2. Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur: Erlent fjármagn. 3. Félagsmál. Fulltrúar eru minntir á að mæta stundvíslega og sýna skírteini við innganginn. Stjórn fulltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.