Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. febr. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 — Kongó Frh. af bls. 1 arastyrjöld í Kongó, heldur jþýddi það að gengið vaeri fram- ihjá sjálium grundvallarreglum SÞ. Efast nokkur um það að stjórnleysi myndi leiða af brott- flutningi herliðs SÞ frá Kongó? Skoraði Stevenson nú á Rússa að draga þessa tillögu til baka og hefja nú samstarf við Banda- ríkin og önnur friðsöm ríki um að styðja það eina afl, sem getur haldið uppi friði í Kongó SÞ. Að lokum sagði Stevenson: Bandaríkin hafa ekki í hyggju að sitja hjá ef aðrir aðiljar vinna vísvitandi og markvisst að þvi að skara í eldinn. Blóð á höndum Hammarskjöids Zorin fulltrúi Rússa talaði næstur á eftir Stevenson. Hann sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í ræðu bandaríska fulltrú- ans. Þá endurtók hann fyrri ár- ásir á Hammarskjöld og sagði meðal annars, að blóð Lumumba væri á höndum hans. Hark á pöllum Stevenson var truflaður í miðri ræðu. Var það hópur um 50 svertingja sem stofnaði til óláta á áheyrendapöllum Örygg- isráðsins. Var svo mikið hark og læti og jafnvel stympingar á pöllunum, að menn muna ekki eftir að fundur SÞ hafi áður orðið fyrir svo mikilli truflun. 1 Forseti ráðsins 'á þessum fundi var Sir Patrick Dean, fulltrúi Bretlands. Hann ákvað strax og sköllin hófust að slíta fundinum og gaf hann þingvörðum fyrir- mæli um að ryðja þingpalla. Það ætlaði samt að ganga illa, því að þingverðir eru hinir friðsömustu menn og óvanir slíkum látum. Stóð í stympingum um þetta í meir en 10 mínútur og biðu full- frúar í sætum sínum á meðan. Einn ólátaseggjanna sló þing- vörð niður með skónum og braut gleraugu annars. Þá Mrápi lP r þeir að Belgir og Bandaríkja- menn bæru ábyrgð á dauða Lumumba. \ Áráslr á sendiráð Belga Um 500 pólskir unglingar réð- ust í morgun á belgíska sendi- ráðið í Varsjá. Voru þeir mjög hávaðasamir brutu allar rúður í sendiráðsbyggingunni, réðust inn í húsið og hrópuðu að starfs- mönnunum: ,,Morðingjar, morð- ingjar". Um leið sprautuðu þeir yfir þá rauðu bleki. Mestmegnis virtust árásarmennimir vera stúdentar. Þeir réðust inn í vega bréfadeild sendiráðsins, köstuðu öllum skjölum hennar út á stræti og brenndu. ! Hundruð egypzkra stúdenta iréðust og á sendiráð Belgíu í Kairo til að mótmæla drápi Lumumba. Þeir brutu upp sterk- byggt anddyri sendiráðsins, þrifu mynd af Baldvin Belgakonungi, sem hékk í forstofu, báru hana út á stræti og tróðu hana undir fótum. Nokkrir stúdentanna fóru fnpp á aðra hæð byggingarinnar og köstuðu út um gluggana, bús- igögnum og skjölum. Síðan kveiktu þeir í gólfábreiðum og gluggatjöldum en ekki kviknaði þó út frá því neitt stórbál. — En svartur reykur stóð út um glugg ana. Fánl SÞ rifinn niður 1 Aecra höfuðborg Ghana réð- ttst 3000 mótmælagöngumenn á skrifstofur SÞ í borginni og rifu oiður fána SÞ. Mótmælafundir voru annars haldnir víðsvegar fm heiminn, m. a. í París, Lyon London, Dublin, Róm, Prag, Moskvu, Casablanca, Khartoum og Melbourne. Mótmælafundim- ir fóru víðast rólega fram. En nustan jámtjalds virðist sem ó- eirðaseggjum hafi verið gefinn laus taumur, að ráðast á sendiráð Belgíu. Lögregla þar hefur lítið aðhafzt sendiráðunum til vernd- ar. Afsögn myndi stofna samtökum SÞ í hættu New York, 15. febrúar (NTB) HAMMARSKJÖLD framkvæmdastjóri SÞ neitaði í kvöid að segja af sér, þrátt fyrir kröfu Rússa um að hon- um yrði vikið úr starfi. Hann sagði, að ef hann viki úr starfi, stofnaði hann sam- tökunum og allri tilveru þeirra í mikla hættu. Ég hef engan rétt til að kasta þessum mikilvægu þjóðasamtökum þannig fyrir borð. Ég ber ábyrgð gagnvart þeim mörgu þjóðum, sem eiga aðild að SÞ og sjá traust og hald í samtök- unum. Hammarsk jöld ræddi um Kongó-málið, og harmaði enni sem fyrr meðferðina á Lum- umba. Hann benti Öryggisráð- inu hinsvegar á það, að lið- styrkur SÞ í Kongó væri svo litill og dreifður y fir land, sem er fimm sinnum stærra en Frakkland, svo að þetta her- lið nægði alls ekki til að leita uppi eða vernda fanga eins og Lumumba, sem fallinn væri o-g ekkert vitað hvar hann var niður kominn. Ósannindum svarað VIÐ undirritaðir, sem vorum há- setar á m/b Stellu G. K. 350 sumarið 1060 undir skipstjórn Ásbjarnar Sveinbjörnssonar og höfum lesið grein um hann dags. 11. febrúar 1061 í Þjóðviljanum nudir fyrirsögninni „Kjötvinnslu maður gerist skipstjóri“ með for mála eftir J. B. og „ramma klausu" undir fyrirsögninni „Ég mótmæli“ eftir R. W. Sigurðsson, viljum hér með taka fram að vér teljum grein þessa fullkominn ósannindavaðal eingöngu og upp- spuninn af J. B. og R. W. Sig- urðssyni í því augnamiði að skaða mannorð og atvinnumögu- leika Ásbjarnar skipstjóra, sem við höfum reynt hinn bezta Gótu ekki lent í Reykjnvík Keflavíkurflugvelli 15. febr. UM kl. 3 í dag lentu á Kefla- víkurflugvelli tvær Dakota- vélar frá Flugfélagi íslands ásamt DC-6b æfingaflugvél Loftleiða. Ástæðan fyrir komu vélanna var sú, að Reykjavík- urvöllur lokaðist af þoku skömmu eftir hádegið og hélzt þokan fram eftir degi. Önnur Dakotavélin var að koma frá ísafirði og hin frá Akureyri og voru báðar með farþega. Var farþegunum ekið í bæ- inn. — I allan dag hefur ver- ið hér hið fegursta vetrarveð- ur, glaðasólskin og n-austan andvari, en hiti um frostmark. Hins vegar sér í þykkan þoku bakka skammt fyrir sunnan Kapelluhraun og hylur hann frekari útsýn til höfuðborgar- in&ar. — BÞ. Um kL 8 í gærkvöldi komu tvær Douglasflugvélar Flugfé- lags íslands, sem urðu að lenda á Keflavíkurvelli í gær, hingað til Reykjavíkur. í gærkvöldi var batnandi veðurspá og tvær flug- vélar væntanlegar til Keflavíkur austan um haf. Æfingarflugvél Loftleiða varð einnig í gær að lenda í Keflavík og var hún þar í hótt. dreng og i alla staði starfi sínu vaxinn sem skipstjóri. Reykjavík, 15. febrúar 1961. Hörður S. Ágústsson (sign Pá.ll Einarssorr (sign) Sigurður Jónsson (sign) Sigurður Bjarnason (sign) Kristbjörg Jónsdóttir (sign). í sambandi við framangreinda yfirlýsingu hafði blaðið tal af As- birni Sveinbjörnssyni, skipstjóra og spurði, hvort hann óskaði að taka eitthvað sérstakt fram í sambandi við hana. Sagði hann, að hann óskaði, að þess væri getið, að skipshöfn sín á m/b Stellu G. K. 350 hefði reynzt vel, enda flestir verið van ir menn. 1 sambandi við olíuleysið í ný- byrjaðri veiðiferð, sem R. W. Sigurðsson talar um og vill kenna kæruleysi vélstjóra, tek- ur hann fram, að. leki hafi kom- ist að olíutanka skipsins og sé því fráleitt að tala um kæruleysi vél stjóra eða annarra í því sam- bandi. Beituskúr brann Ólafsvík, 15. febrúar LAUST fyrir miðnætti sl. nótt kom upp eldur í beituskúr þar sem beitt er lína mótorbátsins Baldurs Þorvaldssonar. Skúrinn brann til kaldra kola. í honum var talsvert mikið af veiðarfær- um og sjóklæðum og eyðilagðist það allt saman. Slökkvistarfið gekk fremur tregleg-a, enda var slökkvidæla staðarins í nokkru ólagi. Allir bátar rða nú héðan og er afli fremur að glæðast. — Devold Framh. af bls. 1 að atriði, sem sé, að síldin hafi nú aldrei frið í hafinu. Þarna úti í Atlantshafi liggja að minnsta kosti þúsund rússnesk veiðiskip og elta síldartorfurnar hvert sem þær fara. Það er nú greinilegt, segjr Finn Devold, að þetta hefur áhrif á síldina. Áður en Rússarnir hófu hinar stór- felldu veiðar sinar árið um kring, var síldin vön að koma upp á yfirborðið á kvöldin og stóð sjald an dýpra á næturnar en 40—50 metra. Nú finnum við ekki eina einustu síldartorfu grynnra en 100 metra. Síldin heldur sig jafn vel að næturlagi á 200 metra dýpi. • Torfunum sundrað Devold heldur enn áfram: — Nú erum við hættir að finna stórar síldartorfur eins og í gamla daga. Það stafar af því að síldar- stofninn er orðinn verulega minni en áður. En það getur einnig stafað að nokkru að því, að rússnesku veiðiskipin, sem elta síldina þar sem hún er á leið til hrygningarstöðvanna, hafa togað fram og aftur gegn- um síldartorfurnar og hætt við að slíkt sundri torfunum. Um síldveiðarnar í vetur, seg- ir Devold, að hann búist ekki við að þær standi meira en þrjár vikur, — í mesta lagi fjórar vikur, — og að heildaraflinn kunni að verða um 2 milljónir hektólítra. Mestur hluti síldar- innar er árgangur 1950, sem mun hrygna við Noregsströnd, en síð- an hraða sér frá landi aftur. Nú sem fyrr er mikið undir þvl kom- ið, hvernig viðrar. Ibúð Óska eftir fokheldri 2ja— 3ja herb. kjallaraíbúð. Hef 800 ferm. eignarlóð Chvro let IV2 tonns vörubíl í út borgun. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt: „1151“ fyrir 21. þ.m. Mínar innilegustu þakkir færi ég hér með öllum þeim mörgu vinum mínum, konum og körlum, sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 27. janúar s.l. Gæfan fylgi ykkur öllum. Hnjúki, 4. febrúar 1961 Jón Hallgrímsson. Móðir okkar og tengdamóðir GEIRÞRCÐUR geirsdóttir andaðist 15. þ.m. að heimili sínu Karlagötu 21 Jónína Brynjólfsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Guðm. Guðjónsson. Móðir mín RANNVEIG SVERRISDÓTTIR Veltusundi 3A, . andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt 15. febrúar Hulda Þórðardóttir. Móðir okkar og amma, GIDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR Bústaðabletti 10 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. þ.m. kl. 1,30. Börnin Konan mín GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 10,30. Kristinn Ág. Jónsson. SÓLBORG JENSDÓTTIR verður jarðsungin í dag fimmtud. 16. þ.m. frá Fossvogs- kirkju kl. 2,30. Sigríður Jensdóttir. Konan mín ÞÓRDlS M. JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Borgarnesskirkju, laugardaginn 18. þ.m. kl. 2 e.h. — Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Borgarnesskirkju. Jón Eyjólfsson." Útför móður okkar INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR Smiðjustíg 13, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. febrúar kL 1,30 e.h. Einar Ástráðsson og systkini. Utför GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR frá Þórarinsstöðum, sem lézt 9. þ.m. fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 18. febr. kl. 1 e.h. Steinunn Ögmundsdóttir Ögmundur Guðmundsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð við andlát og jarðarför, DR. ÓLAFS LÁRUSSONAR prófessors og heiðrað hafa minningu hans. Sérstaklega þökkum við Lögfræðingafélagi íslands, sem stofnað hefur sjóð til minningar um hann og Frímúrarareglunni, sem kostaði útför hans. F. h. vandamanna. Lára Magnúsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Jón S. Ólafsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför JÓHANNESAR LOFTSSONAR Loftur Jóhannesson, Bjarni M. Jóhanncsson, Kristín Loftsdóttir Innilegasta þakklæti til allra er sýndu mér samúð við andlát og jarðarför föður míns ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR Sigríður Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.