Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 24
Alþingi Sjá blaðsíðu 8. Rússar og Kínverjar Siá blaðsíðu 13. 38. tbl. — Fimmtudagur 16. febrúar 1961 Eyjólfur K. Jónsson Valdimar Kristinsson Lóðar á mikilEi síld, en hún er stygg <ír- UM kl. 22 í gærkvöldi náði blaðið samtali við Jakob Jak obsson, fiskifræðing, um borð í Ægi þar sem skipið var á siglingu vestur í Grindavík- ursjó og var þá að leita síld- ar. Þar fannst þó engin síld. Flest síldveiðiskipanna eru nú vestur af Snæfellsnesi, en vél- báturinn Runólfur frá Grundar- firði tilkynnti þar um torfu uppi Fulltrúaráðsfundur um a’menn.ngs- hlutafélög og erlent fjármagn í KVÖLD kl. 8,30 verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu fundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Á fundinum ræðir Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, um almenningshlutafélög, og Valdimar Kristinsson, við- skiptafræðingur, um erlent fjármagn. Bæði þessi mál eru nú of- arlega á baugi. Allmiklar umræður hafa orðið um al- menningshlutafélög og þátt- töku alls fjölda manna í at- vinnurekstri. Fleiri og fleiri telja líka nauðsynlegt, að ís- lendingar fari sömu leið og aðrar þjóðir, sem skortir fjármagn, og greiði fyrir Garnaveiki í Skaga- firði og Ólafsfirbi BLAÐIÐ átti í gær tal við Guðmund Gíslason lækni vegna fréttar, sem því hafði borizt um garnaveikifaraldur norður í Skagafirði. Guðmundur tjáði blaðinu að nýlega hefði verið slátrað 14 kindum frá Sólheimagerði og 2 kindum frá Réttarholti í Akra- hreppi. Fjárskiptasvæði Á þessu svæði fóru fyrir nokkrum árum fram fjárskipti, en garnaveiki mun hafa leynzt í kúm og eru árlega nokkur dauðsföll á þeim hér á landi af þessari veiki. Kýrnar hafa hins vegar mikið mótstöðuafl og geta verið smitberar án þess að vera sjúkar. Geta þær gengið með veikina frá 3 upp í 10 ár. Rannsókn á fyrrgreindum kind- um hefur leitt í ljós að allar kindumar voru meira og minna sýktar, sumar fárveikar. Bólusetning Bólusetning hefur verið lög- leidd gegn garnaveiki en mis- brestur verið á framkvæmd hennar. Þarna nyrðra hefur hún þó verið regluleg síðustu 4 ár- in, en hins vegar eru eldri kind ekki bólusettar. 1 Ólafsfirði Þá teljast það mikil tíðindi að Það var handagangur í öskj- unni niðri við höfn í gaermorg un. Bátarnir flykktust á mið- in um leið og verkfallið var leyst. Aðrir bjuggust á líntu- veiðar og hreinsuðu síldar- hreistrið af lestarborðum. — Þessi mynd er tekin í einum bátanna hér í Reykjavíkur- höfn í gærdag. Er þar verið að búast á línu. Afli er nú góður eins og seg- ir frá á öðrum stað hér í blað- inu. — Ljósm.: Ól. K. M. garnaveiki hefur orðið vart í Ólafsfjarðarkaupstað, en þar hefur hún ekki verið áður. Er veikin þar talsvert útbreidd. — Þar hafði veikinnar lítið sem ekkert orðið vart fyrir fjár- skipti. Guðmundur sagði að lok- um að gaumgæfilega yrði fylgzt með þessum veikindatilfellum með því að herða á bólusetn- ingu og reyna að uppræta og einangra þá staði þar sem veik- innar verður vart. flutningi erlends einkafjár- magns til landsins. Að loknum umræðum um þessi mál verða félagsmál rædd. Bjðrn hneyksl- nst enn LESENDUR blaðsins minnast þess sjálfsagt, að Framsóknar þingmaðurinn Björn Pálsson hneykslaðist mjög á því á þingfundi fyrir skömmu, hve stjórnarandstaðan væri ábyrgðarlaus í afstöðu sinni til þýðingarmikilla mála og hve málflutningur hennar allur væri neikvæður. Birni hefur sjálfsagt þótfÁ samherjar sínir í andstöðunni láta lítið segjast við þessa ádrepu, því að á fundi sam- einaðs þings í gær býsnaðist hann enn yfir^ ábyrgðarleysi stjórnarandstöðunnar. Er nú vonandi, að Björn þurfi ekki oftar að hirta flokksbræður sína og þeir láti segjast og taki upp jákvæðari andstöðu. Sjá að öðru leyti um um- ræðurnar inni í blaðinu. á 12 föðmum í gær. Annars hef- ir síld verið þar vestur frá í all- an vetur, en jafnan staðið svo djúpt að ekki hefir verið unnt að ná henni. Nú er hins vegar dimmt, þar sem tungl er nýtt, og eru þá mun meiri vonir til að síldin grynni á sér. • Þrjú skip kasta í gærkvöldi hafði Jakob frétt um þrjú skip, sem höfðu kastað. En síldin var mjög stygg. Guð- mundur Þórðarson fékk ekkert, Heiðrún fékk 50 tunnur og Víð- ir II. eitthvað meira. Of snemmt var þó að fullyrða nokkuð um frekari aflabrögð, en þess var vænzt að eitthvað fengist í nótt. • Mikil síld í Meðallandsbugt Tveir bátar eru enn suður í Meðallandsbugt, þar sem síldin var mest um daginn. Þar lóðar á mikilli síld, en hún er stygg og mjög erfitt að eiga við hana. Jakob Jakobsson sagði að lok- um að þeir myndu á Ægi lóna vestur fyrir Reykjanesið og leita þar í nótt. Veður var ágætt á miðunum í gær. • Fékk 400 tunnur Skömmu áður en blaðið fór i prentun, fréttist að Víðir II. hafði fengið 400 tunnur í fyrsta kasti og var að háfa úr öðru góðu kasti. Einnig hafði Bergvík fengið gott kast. Góðurafli ínubáta FYRSTI róðrardagurinn eftir verkfallið var í gær Fengu bátarnir yf- irleitt góðan afla og sumir ágætan. Keflavík- urbátarnir höfðu frá 6 og upp í 12 tonn. Svip- aður afli var hjá Sand- gerðisbátum, eða 6—13 tonn, nema 1 bátur fékk 3 tonn. — Muninn var hæstur með 13 tonn. Féll úr 7 m stiga eftir raflost ÞAÐ slys vildi til um kl. 2 í gær, að maður féll niður úr 7 m háum stiga og meiddist alvarlega. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna og síðan í Landsspítalann, þar sem hann liggur nú. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Nánari tildrög þessa slyss eru þau að Helgi Eggertsson, til heim ilis að Hólmgarði 41, var að vinna uppi í 7 m. háum stiga í nýbygg- ingu við Þjóðleikhúsið. Ólafur Pálsson byggingameistari sér um framkvæmd þess verks. Fékk raflost Einn vinnufélaga Helga rétti íýýýýyyyýy/yyyyyyy/yyyyyyyy/yy. honum vinnuljós þar sem hann stóð í stiganum og hélt í steypu- styrktarvír, sem stóð út úr veggn um. Rafstraumur hljóp þegar í gegnum Helga er hann tók við vinnuljósinu og var hann svo sterkur að hönd hans, er hélt um vírinn, brenndist illa. Fljótt tókst að rjúfa strauminn og féll Helgi þá niður á steingólfið. Tveir hryggjaliðir brákaðir Tveir hryggjaliðir hans munu brákaðir og hann eitthvað meira meiddur auk brunasársins. Helgi er fjölskyldumaður óg vildi svo til að kona hans var að eiga 4. barnið í gærmorgun. Helgi hefir undanfarin 3 ár verið heilsu veill. Hefir stöðugt grafið í hrygg hans eftir uppskurð við ískías. Um 10 tonn í lögn VÉLSKI^IÐ Helga kom hing- að til Reykjavíkur í gærdag eftir 6 sólarhringa útivist, en skipið var að veiðum á meðan á yfirmannaverkfallinu stóð. Fór það héðan sama dag og það skall á. Ármann Friðriksson skip- stjóri sagði í samtali við blað- ið í gærkvöldi að aflabrögð hefðu verið góð. Fékk skipið um 10 tonn í lögn, en alls lagði það línuna 5 sinnum, 4 lagnir í bugtinni austur við Hjörleifshöfða og 1 lögn Norð vestur af Vestmannaeyjum. Alls var afli Helgu milli 50 og 60 tonn, blandaður fiskur, mest stór ýsa og langa, en minna af þorski. Fiskurinn fer til frystingar, að minnsta kosti ýsan og þorskurinn. Ármann sagði að útilegubát- arnir hefðu yfirleitt styttri línu en landróðrarbátarnir þetta 35 bjóð, en landróðrar- bátar hafa allt upp í 45 bjóð. Helga mun halda áfram útileg unni. Annað er ekki fært, þar sem svo langt er á miðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.