Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 6
6 MORGV1SBLAÐ1Ð Laugardagur 18. febr. 1961 Gerðardómsfrumvarp komm- únisfa rætt á Alþingi ALLSNARPAR umræður urðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær um frumvarp þeirra Lúðvíks Jósefssonar og Karls Guðjónssonar um verðflokkun á nýjum fiski. Tóku þeir Lúðvík Jósefsson, Birgir Finnsson, Emil Jóns- son og Karl Guðjónsson til máls við umræðuna, sem varð ekki lokið áður en fundartíma deildarinnar lauk. Lúðvík Jósefsson fylgdi frum- v-arpinu úr hlaði og gerði grein fyrir efni þess. Kvað hann efni frumvarpsins tvíþaett. í fyrsta lagi vær' iagt til, að þegar fram kvæmd væri verðflokkun á nýj- um fiski, sem seldur er upp úr fiskiskipi, skuli verðflokkunin miðast við þrjá gæðaflokka skv. reglum ferskfiskeftirlitsins, sem nánar er tilgreint i frumvarpinu. í öðru lagi sé lagt til, að sérstök nefnd fisksöluaðila og fiskkaup- Egill Guttormsson, stórkaup- maður, hinn nýkjörni formaður bankaráðs Verzlunarbankans. enda skuli semja um fiskverð í hverjum verðflokki. Nái þessir aðilar ekki samkomulagi um fisk- verðið, taki sáttasemjari ríkis- ins sæti í nefndinni, og úrskurði nefndin þannig skipuð, hvert fisk verðið skuli vera. Birgir Finnsson taldi, að á með- an við hefðum ekki meiri reynslu í þessum efnum, þá ætti ekki að binda í lögum reglur um slíka gæðaflokkun. Óánægja sú, sem verið hefði um verðflokkunina væri ekki lengur fyrir hendi, og ljóst væri, að ekki stæði á þess- um atriðum, á þeim stöðum, þar sem enn væri ósamið. Gerðardómur úrskurðar Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráðherra kvaðst telja efni frum- varpsins mjög varhugavert. í frumvarpinu sé t. d. aðeins gert ráð fyrir 3 gæðaflokkum, en í reglugerð þeirri, sem vitnað er til í greinargerð frumvarpsins og nú gildir um þessi efni, sé gert ráð fyrir því, að meta megi fisk- inn í fleiri flokka, ef ástæða þyki til. Og mjög óheppilegt sé að lögfesta þessa flokkun, betur fari á því, að hún sé ákveðin í reglu gerð, þar sem oft geti staðið svo á, að þessum atriðum þurfi að breyta með skömmum fyrirvara. Af þessum ástæðum sé eðlilegra og rýmra, að kveðið sá á um flokkunina í reglugerð. I>á benti sjávarútvegsmálaráð- herra á, að það væri ekkert óeðli legt, að við framkvæmd laganna um ferskfiskmat kæmu fram ýmsir byrjunarörðugleikar, og eðlilegt væri, að það tæki nokk- urn tíma að koma framkvæmd þeirra í fastar skorður. Augljóst væri, sagði sjávarút- vegsmálaráðherra, að ákvæði frumvarpsins um nefnd þá, er úr- skurða skal um fiskverðið, hljóti að verka eins og gerðardóms- ákvæði. En hvað sem liði vilja flutningsmanna til þess að láta gerðardóm úrskurða um fiskverð ið, þá væri mjög óheppilegt að draga sáttasemjara ríkisins inn í slíkar deilur, þar sem hans hlut verk ætti fyrst og fremst að vera það að koma á sáttum en ekki að hafa úrslitaatkvæði um ákvörðun mála, eins og af þessu leiddi óhjákvæmilega. Ef flutn- •ingsmenn vildu endilega koma þarna inn gerðardómsákvæði, væri óneitanlega heppilegra, að t. d. hæstaréttardómari skipaði sæti oddamanns í „nefndinni" eða dómum. Karl Guðjónsson lýsti yfir furðu sinni á tilraunum stjórn- arflokkanna til þess að snúa út úr frumvarpinu og koma því inn hjá almenningi, að efni þess væri eitthvað annað en það í raun og veru væri. Það væri al- rangur skilningur, að flutnings- menn vildu taka upp gerðardórn við ákvörði.n fiskverðsins. Lúðvík Jósefssyni fannst undir tektir Birgis Finnssonar og sjáv- Framh. á bts. 15. Minkfrv, vísað til stjórnarinnar NEÐRI deild samþykkti á fundi sínum í gær að vísa frumvarpi Einars Sigurðsson- ar um breytingu á lögum um loðdýrarækt, til ríkisstjórn- arinnar til athugunar og undirbúnings. Var það í sam- ræmi við tillögu landbúnað- arnefndar. Flótfamenn BONN, V-Þýzkal. 17. febr. (Rt.). f tilkynningu vesturþýzku stjórn- arinnar, sem gefin var út í gær, er áætlað að 2.979.300 flóttamenn hafi komið til landsins frá Aust- ur-Þýzkalandi frá 1945 til ársloka 1960. Píanóhljómleikar UNGUR þýzkur píanóleikari, Hans Jander, lagði leið sína hing að til að leika með sinfóníuhljóm,- sveitinni og fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Hann lék d- moll píanókonsert Mozarts með hljómsveitinni í Þjóðleikhúsinu, og síðan lék hann tvisvar í Aust- urbæjarbíói á vegum Tónlistar- félagsins. Undirritaður hlustaði á hann þar síðara kvöldið. Efnis- skráin var að vísu fulllöng en mjög vönduð í alla staði. Tón- leikamir hófust með Toccötu í e- moll (úr Partitu í e-moll eftir Bach). Lék listamaðurinn hana stílhreint og afbragsvel. Þar næst lék hann 6 „Moments Musicaux" eftir Schubert af mikilli smekk- og skáldlegum tilþrifum Lauk svo fyrri hluta tónleikanna aukalög. — P. í. með C-dúr sónötu Beethovens, op 2 nr. 3. Var sónatan glæsilega flutt og gætti hér mikilla til- þrifa í leik listamannsins. Eftir hléið spilaði Jander svítu op. 14 eftir Béla-Bartok, skemmtilegt verk og sérkennilegt. Tónleikun- um lauk svo með Hándel-tilbrigð unum op. 24 eftir Brahms. Þetta mikla verk naut sín prýðilega og var það framúrskarandi vel leik- ið. Sýndi listamaðurinn hér mikla yfirburði sem píanósnillingur. Jander er alvörugefinn listamað- ur og mjög lærður í sinni list. Hann er nemandi píanómeistar- ans Wilhelm Kempf. Var hér um verulega góða heimsókn að ræða. Áheyrendur fögnuðu listamann inum mjög vel og lék hann tvö Nokkrar umræður urðu um málið í framhaldi af þeim um- ræðum, sem fram fóru í fyrra- dag. Eins og fram kom í frá. sögn blaðsins í gær hafði Skúli Guðmundsson beint því til land búnaðarnefndar, hvort hún gæti ekki fallizt á aðra afgreiðslu málsins, þ. e. að hún flytti um það rökstudda dagskrá, þar sem lagt væri fyrir ríkisstjórnina að undirbúa frumvarp um málið án þess að sagt væri fyrir um efni þess frumvarps, eins og hann taldi, að gert væri í áliti landbúnaðamefndar. Framsögumaður nefndarinnar, Gunnar Gíslason, skýrði frá því, að nefndin hefði tekið tillögu Skúla til athugunar, en teldi ekki neina ástæðu til þess að breyta afstöðu sinni til af. greiðslu málsins. Sér sýndist það tvímælalaust niðurstaða nefndarálitsins, að farið sé fram á, að ríkisstjómin taki málið til rækilegrar athugunar, og láti síðan semja um það frumvarp I samræmi við það, sem henni finnst skynsamlegast að þeirri athugun lokinni. Skúli Guðmundsson lýsti þv| yfir, að úr því að bæði fram. sögumaður landbúnaðarnefndar og landbúnaðarráðherra hefðu látið í ljós þann skilning á efni álits landbúnaðarnefndar, að skv. því væri til þess ætlast, að ríkisstjórnin tæki málið í heild til athugunar án þess að vera bundin af hugleiðingum land. búnaðarnefndar, þá sæi hann ekki ástæðu til að flytja tillögu um málið og sætti sig við þessa afgreiðslu. Aðrir, sem til máls tóku, voru: Jón Pálmason, Halldór Ásgríms. son og Halldór E. Sigurösson. — Að þessum umræðum lokn- um var málinu svo vísað til ríkisstjórnarinnar. Egill Guttormsson formaður banka- ráðs V.í. Á FUNDI bankaráðs Verzlunar- banka fslands hf. í gær, var Egill Guttormsson stórkaupmaður kjör inn formaður bankaráðsins. Vara formaður var kjörinn Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Á fund- inum var Höskuldur Ólafsson sparisjóðsstjóri ráðinn banka- stjóri Verzlunarbankans, Lárus Lárússon aðalbókari og Björgúlf- ur Bachmann aðalgjaldkeri. Höskuldur Ólafsson, hinn ný- kjörni bamkastjóri Verzlunarbank ans, er 33 ára að aldri. Hann er fæddur á Borðeyri 7. maí 1927, sonur hjónanna Elínborgar Sveinsdóttur og Ólafs Jónssonar. Hann lauk stúdentsprófi árið 1947 og lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1953. Hann ráðst til Verzl- unarsparisjóðsins við stofnun hans árið 1956 og hefur verið þar sparisjóðsstjóri síðan. Hann er kvæntur Þorgerði Þorvarðardótt- ur og eiga þau tvo syni bama. * Vetrarvertíðin hafin Nú hefir lifnað aftur yfir verstöðvunum hér við Faxa- flóann og sá guli er farinn að veiðast. Þetta eru að vonum hin mestu gleðitíðindi, því að hver verkfallsdagur vill jafnan verða þjóðinni æði dýr. Það viðurkenna þó von- andi allir. í vetur verða gerðir út fleiri bátar hér við Flóann en áður og því þörf á meiri mannskap á þá og svo verka- fólki við að hagnýta aflann í landi. Það bendir líka allt til þess að ekki verði hörgull á fólki. Færeyingar eru komn- ir hingað til landsins fyrir nokkru, þó verða þeir ekki eins margir og í fyrra. Það mun líka fara bezt á því að íslendingar séu sjálfum sér nógir. Alltaf er eitthvað töfrandi við þetta orð vetrarvertíð og er það ekki að undra. Þá draga íslenzkir sjómenn björg í bú, sem um munar og þá er líf í tuskunum. En við verðum að gæta vel að okk- ur. Góð meðferð á fiskinum er það, sem mestu máli skipt- ir og á að vera kappsmál allra, er nálægt fiski koma. Við skulum vona að reglur þær, sem settar hafa verið um það efni, standist i vetur. Það er auðvitað öllum fyrir beztu. Já blessaður þorskurinn, nú fara að verða á boðstólum þeir réttir, sem flestar hús- mæður sækjast hvað mest eftir, hin efnaríka og ljúf- fenga fæða: Lifur, hrogn og kútmagar, auk glænýrrar ýsu og þorsks. • Enn um strætis- vagnana Strætisvagnana ber að von um oft á góma, en með þeim ferðast daglega gífurlegur fólksfjöldi. Kvartanir fólks eru sem betur fer langoftast þess eðlis, að forráðamenn þeirra geta tekið þær til greina. Það er beðið um nýjar áætlunarleiðir, skýli og jafnvel nýja vagna, sem Reykjavíkurbær reynir þó að sjálfsögðu að fá eftir því sem mögulegt er. Nokkrum sinn- um er kvartað yfir bílstjór- um vagnanna, að þeir, a.m.k. sumir, gefi sig meira að far- þegunum en þeir mega starfs ins vegna. Slíkt hefir átt sér stað, en er sem betur fer afar sjaldgæft, enda er skrifað skýrum stöfum í vögnunum að slíkt sé bannað með öilu. Því er og samfara mikil slysa hætta, bæði fyrir vegfarend. ur og farþega. Það veitir ekki af að bílstjórar strætis- vagnanna stjórni þessum þungu og stóru vögnum ó- áreittir. Einhvem tfma var að því vikið hér í þáttunum, að strætisvagnar Landleiða til Hafnarfjarðar ættu að taka þann hátt upp að skipta ekki hærri upphæð en 50 krónum, en allar þessar skiptingar i vögnunum á 100, 500 og jafn. vel 1000 krónum tefja mjög og verða oft til þess að þeir halda ekki áætlun. Það yrði auðvitað erfitt fyrst i stað að venja fólkið við þetta, en af þeirri reynslu, sem Reykja- víkur-strætóar fengu á sín- um tíma, þegar hætt var með öllu við skiptimynt, sýnir að slíkt er mögulegt. FERDIMAMR • Mikil síld Enn eru síidveiðarnar á dagskrá. Alltaf öðru hverju er frá því skýrt að lóðað hafi verið á mikla síld, og núna síðast vestur af Jökli. Reynd- ar segja fiskfræðingar að síldin hafi verið þar í allan vetur en staðið djúpt. Mik- ið hefir á land borizt af þessum eftirsótta fiski og hann skapað miklar gjald- eyristekjur, sem munað hafa þjóðarbúið stórum. — Von- andi verður áframhaid á síld. veiðunum og tíð skapleg til veiðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.