Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 8
8 . MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. febr. 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesse«. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MÁ ALMENNINGUR EIGA ÍBÚÐIR? JZommúnistar minna stund- um óvart á „Gulu bók- ina“ svonefndu, sem mest var rætt um fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 1958. Höfundar „Gulu bókarinnar“, Hannes Pálsson og Sigurður Sigmundsson, hafa nýlega verið endurkosnir í húsnæðis málastjórn af Framsóknar- mönnum og kommúnistum til að undirstrika hina ó- breyttu stefnu í húsnæðis- málum. Og Guðmundur Vig- fússon og flokksbræður hans hamra stöðugt á því í bæjar- stjórn, að megináherzlu eigi að leggja á að ríki eða bæj- arfélög eigi íbúðir og leigi þær út/ en ekki að einstakl- ingar eignist sitt húsnæði. Meginefni „Gulu bókarinn- ar“ var á þá leið, að torvelda skyldi byggingar einstakl- inga á allan hátt, takmarka umráðarétt þeirra yfir því húsnæði, sem þeir ættu fyr- ir og jafnvel skattleggja menn fyrir það að búa í sín- um eigin íbúðurh. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið og er sú að leggja á það megináherzlu að sem allra flestar fjölskyldur geti eignazt sitt eigið hús- næði. Bæjarstjórn Reykjavík ur hefur unnið stórafrek við að aðstoða efnalitlar fjöl- skyldur til að eignast sínar eigin íbúðir. Meginstefnan hefur verið sú, að hver fjöl- skylda eignaðist íbúð. Að vísu er alltaf þörf á nokkrum leiguíbúðum og hefur bæj- arstjórnin einnig haft þær, þó að hún legði áherzlu á að menn eignuðust íbúðirnar frekar. Kommúnistar aftur á móti leggja á það megin- áherzlu, að sem allra mest sé af leiguíbúðum og því fjármagni, sem bærinn hefur til húsbygginga sé varið til byggingar leiguíbúða. Það er þarna sem skilur á milli, — Kommúnistar vilja umfram allt koma í veg fyrir að ein- staklingar og fjölskyldur geti orðið efnalega sjálfstæðar, en Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherzlu á, að sérhver geti eignast eitthvað og stað- ið á eigin fótum. 6,6 MILLJÓNIR DOLLARA ÓNOTAÐIR 17ins og landsmönnum er " kunnugt tryggði ríkis- stjórnin sér rúmlega 20 milljón dollara yfirdráttar- heimildir, þegar nýja efna- hagslöggjöfin var sett til þess að geta komið á frjálsræði í viðskiptum og greitt upp ó- reiðuskuldir frá tímum vinstri stefnunnar. Var ekki talið varlegt að hafa þessa upphæð lægri. Nú er hinsvegar komið á daginn, að ónotaðar eru 6,6 milljónir dollara af þessari upphæð, svo að einnig á þessu sviði hefur viðreisnin gengið betur en þeir bjart- sýnustu þorðu að vona. Sá íluti yfirdráttarheimildanna, sem notaður hefur verið, hefur einungis farið til að greiða lausaskuldir bankanna erlendis, en þær voru orðnar svo gífurlegar, að við lá að algjör stöðvun yrði á gjald- eyrisyfirfærslum. Ástæðan til þessarar stór- bættu afkomu er auðvitað fyrst og fremst þeir heil- brigðu viðskiptahættir, sem fylgdu í kjölfar viðreisnar- innar en vegna þeirra hefur gjaldeyrisstaðan batnað um 240 milljónir króna á árinu 1960, en versnaði um svip- aða upphæð árið áður. Er því þegar hverjum manni aug- ljóst, að fjárhagur Islendinga mun stórbatna í framtíðinni, ef menn kunna fótum sínum forráð. og forða þjóðinni frá niðurrifi kommúnista og þeirra afla innan Framsókn- arflokksins, sem dyggilega styðja þá. MINKAELDI LEYFT? illögur um að leyfa minka eldi að nýju hér á landi virðast nú vera að öðlast al- mennt fylgi. Meðal þeirra, sem lýst hafa fylgi sínu við þá hugmynd, eru veiðimála- stjóri, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, og landbúnaðarnefnd neðri deild ar, sem vísað hefur frum- varpi því sem liggur fyrir Alþingi um þetta efni til rík- isstjórnarinnar með tilmæl- um um að v undirbúin verði lagasetning í þessa átt fyrir næsta Alþingi. Öll rök virðast líka mæla með því að leyfa þennan at- vinnuveg. Villiminknum verð ur ekki útrýmt úr þessu og fullvel er hægt að búa um minkabúr, svo að sáralitlar líkur séu til að dýr sleppi. Sagt er að aðstæður hér- lendis til minkaeldis séu hinar beztu, rakt loftslag geri skinnin fallegri og betri og fæðan er að mestu leyti fiskur og fiskúrgangur. Þannig telur einn vísindamaðurinn að líti út á Venus. • Leyndardómar Venusar VENUS hét ástargyðjan í Rómaveldi hinu forna. — Þar sem hún var ósvikin kona, var hún að sjálf- sögðu dularfull. Sama gild ir varðandi reikistjörn- una Venus. í rauninni er lítið vitað um þessa plánetu, því ^ hún sést ekki. Það sem sést er hið þétta rykgufu- | hvolf, sem umlykur hana. | Venus er nágranni jarðar. | Hún er önnur pláneta frá | sólu og loftslag hlýtur að f vera þar hlýrra en á jörðu, f sem er í þriðju röð frá sólu. f Venus er einnig sú reiki-1 stjarnanna, sem kemst næst f jörðu. Hún gengur nærri f hringlaga braut umhverfis f sólina og er þar því enginn « munur á árstíðum. prismað klýfur ljósið í alla liti regnbogans, klýfur iit- sjáin efni í liti. Litsjáin hef- ur fundið mikið koldioxyd á Venusi. Þetta bendir til þess að möguleikar séu fyrir plöntulíf á stjörnunni. Hins vegar hefur ekki orðið vart við súrefni, sem bendir til Braut rússneska geimskips- LIF A VENUS ? Þar sem ekki er unnt að sjá sjálfa stjörnuna, er úti- lokað að segja um það hvort Venus snýst um sjálfa sig'* eins og jörðin. En talið er * að hún geri það ekki, og er þá sífelldur dagur á öðrum helmingi hennar en nótt á hinum. Og hitamunurinn á dag og næturhelmingnum hlýtur að vera mjög mikill. En þótt Venus sé hulin ó- gagnsæu ryki, hafa vísindin samt sem áður fundið leiðir til að fá vitneskju um hana. Ein þessara leiða er litsjáin eða spektroskópið. Eins og þess að ekki sé þar plöntulíf, því plöntur kljúfa koldioxyd í súrefni og kolefni. SÍFELLDIR STORMAR Frank E. Ross prófessor Mount Wilson við rannsóknar stöðina í Bandarikjunum tel- ur að yfirborð Venusar sé þakið rauðgerðri moldar. og steintegund, sem sé mjög þurr. Hitinn á daghelmingn- um mun vera um 100 gráður (Celsíus). Á næturhelmingn- um er að sjálfsögðu ískalt. Miikill hitamunur orsakar mikla storma. Svo loftslagið á Venusi er sennilega mjög óþægilegt jarðarbúum. Árið er 227,4 dagar á Ven- usi. Eðlisþyngd á stjörnunni er 0,85 af eðlisþyngd á jörð- inni, sem þýðir það að mað- ur, sem vegur 100 kíló á jörðinni vegur aðeins 85 kíló á Venusi. - Af þeim níu plánetum, sem ganga umhverfis sólu, er Venus sú sem minnst er vitað um. Ef geimskip- ið rússneska kemst til þessarar dularfullu plán- etu og getur sent þaðan myndir, eins og myndirn- ar af bakhlið tunglsins, er það stórafrek. (Úr Ekstrabladet). Enn hefur búnaðarþing ekki sagt álit sitt á þessari nýju atvinnugrein, en þess Stand oty listi&naðar sýning í Munchen EINS og undanfarin ár mun fara fram í Múnchen í Þýzkalandi sýning á handiðn og listiðn ýmis konar. Að þessu sinni verður sýningin haldin dagana 31. maí til 11. júní n.k. Islenzkir liðstiðnaðarmenn hafa tvívegis tekið þátt í þessari sýn- ingu og hlotið góða dóma. Er þess skemmst að minnast að Ásgerður skapa íslenzkum hand- og listiðn aðarmönnum möguleika á að sýna nokkra úrvalsmuni, og hef- ur nú um það samizt, að félag húsgagnaarkitekta sjái um ís- lenzka deild á sýningunni, og mun formaður félagsins Hjalti Géir Kristjánsson, gefa allar upp lýsingar þar að lútandi. er að vænta að það lýsi einn ið stuðningi við hana og mál- ið nái fram að ganga, því að vissulega þurfum við íslend- ingar að renna stoðum undir fleiri greinar atvinnulífs. Búadóttir hlaut þar gullverðlaun fyrir myndvefnað fyrir nokkrum árum. Einnig fékk íslenzka sýn- ingardeildin gullverðlaun fyrir smekklegt og frumlegt fyrir- komulag muna. Á þessu ári er ætlunin, að frum kvæði Vörusýningarnefndar að einungis það bezta og vandað- asta verði sent til Múnchen, en þeir listmunir, sem helzt koma til greina eru húsgögn, gull-, silfur-, og önnur málmsmíði beinvinna, vefnaður, leirker o. fl., sem einkum lýtur að híbýlaprýði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.