Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. febr. 1961 Myrkraverk ^ efftir BeverSey Cross í þýðingu Bjarna Arngrímssonar Þetta um vatnið var aðeins get- i gáta en vissulega hafði ég haft | áhrif á hann. Hver sem áætlunin var, gat ég orðið þeim að gagni. Eg var næstum búinn að gleyma ákvörðun minni, sem ég var ný- búinn að taka, um að láta ævin- týrið eiga sig og var að flækja mig í þessu aftur. Lueien leit um öxl og benti þremenningunum að fara út. Moumou varð móðgaður og skellti hurðinni, en Dédé og Beno it brostu báðir uppörvandi um leið og þeir fóru. Lucien tók út öskju af Gaulois- es-vindlingum og bauð mér. „Ertu ennþá með okkur?“ „Eg er ekki á móti ykkur“. „Þá segir Skýrgreiningin, að þú sért með okkur“. „Eg heimta skýringar, í þetta skipti vil ég fá alla sólarsöguna". „Þinn þáttur í málinu verður hinn samf og fyrr. Okkur vantar aðeins upplýsingar. Þú ferð til kastalans, syngur söngva þína og spyrð nokkurra spurninga. Hið eina, sem ég sagði þér ekki um kvöldið, er til hvers við ætlum að nota upplýsingarnar“. Hann byrjaði að leika sér að litlu steinbrúnni, sem eftirlík- ing vegarins yfir gler-ána lá yfir. „Langar þig til að vita það? Langar þig til að halda áfram?“ Eg kinkaði kolli og hann setti brúna á sinn stað. ,,Við ætlum að ná honum út, við ætlum að frelsa Tisson úr fangelsinu“. Eg gat ekki gert annað en að glápa á hann, eins og hann væri brjálaður. Þrátt fyrir það varð ég allt í einu geysilega æstur. Eg byrjaði að spyrja í óðaönn: Hvernig? Hversvegna? Hvenær? en hann klappaði bara á öxl mér og sagði eitthvað um: „Þegar þar að kemur“. „Hefurðu nokkurntíma heyrt sagt frá Náttförunum?" spurði hann, þegar ég varð loksins rórri. Eg hristi höfuðið. „Eg man eitthvað um and- spyrnuhreyfingar — “. „Það er rétt“, tók hann fram í, .,við vorum deild í andspyrnu hreyfingunni". „Við?“. „Benoit, Moumou, Dédé og ég“. ,,Þessir þrír, þessir þrír þarna úti?“ Mér lá við að hlæja. „Hvers vegna ekki? Benoit get ur ekið hverju sem er hvert sem vera skal. Hann getur gert við alla hluti, án verkfæra og vara- hluta. Dédé er nú suðumaður að atvinnu, en fyrir stríðið var hann innbrotsþjófur. Hann getur opn að allt og ég gef skipanir og geri áætlahir. Við vorum einu sinni mjög frægir“. ,,Og Moumou?" „Honum bregður ekki við neit.t Honum verður ekki meira um að brjóta hálsa en að horfa á þá. Hann er böðullinn og hann gerir allt sem er sérlega ógeðslegt. Flokk okkar er ekki mögulegt að endurbæta, nema í þessu eina til felli þörfnumst við manns, sem getur leikið á banjó.“ ,,En stríðið ..." „Við sáum, að gróðavænlegt var að halda saman og halda á- fram fyrri iðju. Á yfirborðinu verzlum við með notaðar olíu- tunnur, en aðalviðskipti okkar eru erfið verkefni". „Eins og?“ • ,,Ja, við erum mjög virðinga- verðir. Stjórnin notar okkur, bandaríska leyniþjónustan og Pinkerton’s hafa meira að segja leitað til okkar. Auðvitað höfum við gert fleira. Við vinnum fyrir alla, sem borga“. „Og Tisson? Hver borgar ykk ur fyrir að bjarga Tisson?“ „Enginn. Þess vegna færð þú ekki annað en listamannslaunin þín. Þetta gerum við vegna á- nægjunnar, eins og ég sagði, hann var vinur okkar“. Þetta. var stórtfenglegt. Vit- firringslega rómantískt og stór- fenglegt. Eg hef aldrei haft sam vizkubit af að brjóta lögin og ekkert gerði mér til að öll áætlun in var óheiðarleg. Mig langaði til að vera með í leiknum, hluti af ævintýrinu. Eg sagði jafnvel við sjálfan mig, að ritgerð mín yrði betri, þekking mín ykist, ég fengi ósvikna tilfinningu fyrir hinum horfnu tímum. Eg myndi finna sömu æsinguna í bllóðinu og mað urinn, sem hafði synt yfir vatn ið til að ná fundi Margrétar af Aragóníu. Og meira en það. Eg yrði þátttakandi í einkakrossferð — frábæru og fáheyrðu afreki í þágu vináttunnar. Munið, að ár ið var 1953 og ég kom ungur. Kyn slóð mín hefur ekki kynnzt spánska borgarastríðinu, hefuir ekkert tækifæri haft til þess að berjast fyrir eitthvert málefni, sem virtist vera þess virði. Það voru engar krossferðir lengur. En Náttfararnir höfðu haldið sam- an haldið þeim félagsandá og tryggð sem, allir urðu að auð- sýna meðan á hernáminu stóð, og mig sárlangaði til að verða einn þeirra. Mér hafði verið sama um Tisson, en nú var hann mér allt. Lucien spurði einu sinni enn. ,,Ertu enn á okkar bandi?“ „Eg er með ykkur“. Hann klappaði mér á öxlina og brosti, unz hann varð hinn sami Lucien og á málverki Franc- oise. „Og svona ætlum við að ná honum út“. 5. Áætlunin var vitfirringsleg blanda af ævintýrum Ali Baba og greifans af Monte Christo með 200 lítra tunnur í stað olíu kerja og leikbúningatjöld í stað inn fyrir seglpoka. Eg sá strax, að hlutverk mitt í samsærinu mundi hafa í för með sér fram kvæmdir, ekki síður en upplýs ingar. Þó að Lucien hefði nóg af djörfu ímyndunarafli til þess að finna upp samsæri um að stela fanga úr Belleau-kastala, hætti honum samt til að sjást yfir smáatriðin. Og þótt meira riði á venjulegu hugrekki og ein faldri herkænsku en á flóknum áætlunum til að vinna skemmdar verk á skipalest eða sprengja brú, varð að gera fullkomnar á- ætlanir og vanda hvert smáatriði, ■ ef björgun Tisson átti að heppn- I ast. Lucien hafði haft fyrir því I að gera góða eftirlíkingu af kast alanum, en samt sá ég strax að margt var öðruvísi en það átti að vera. Eg býst við að honum hafi þótt gaman að hafa eftir- líkinguna og orðið síðan leiður á henni, jafnskjótt og hún varð tilbúin. Hann þurfti mín með, ekki aðeins til að leika á banjó. Við létum eftirlíkinguna eiga sig og tókum fram tvær teikning ar, sem höfðu verið krotaðar á lok af pappakassa. Honum hafði tekizt að ná saman nægilegum upplýsingum frá Chollet til að gera grunnmynd af austurvængn um og af miðhluta hússins, sem innihélt borðsal yfirmanna. Og af kortinu í bók Stogumber’s gát um við séð nákvæmlega hvar leikhúsið og kapellan voru. Af þessum tveimur heimildum gát um við sett saman nokkurn veg inn nákvæma grunnmynd. Um efri hæðirnar, einkanlega þann hluta sem innihélt hina mikilvægu fanga, vissum við ekki neitt. Eina bendingin var, að gangur þeirra lá inn í gömlu greifastúkuna í kapellunni og að dyrnar voru áreiðanlega notað ar enn. Þessum mikilvægu föng- um var leyft að vera við messu, örugglega lokuðum bak við grind ur. Þeir sátu milli varðanna á hinum bólstruðu bekkjum í litlu stúkunni. Þessar sömu dyr áttu að vera leiðin, sem björgunar- mennirnir færu, að minnsta kosti kæmu þær þeim innjí rétta gang inn. Dédé litli þurfti þá að ryðja tveim hindrunum úr vegi, áður en þeir kæmust til klefans. Fyrst þurfti að opna aðaldyrnar á kap ellunni og síðan dyrnar, ssem lágu að ganginum. Eg leit á kortið. ,,Og hvað um austurhlið kastalans, það sem er milli kapelluturnsins og eldhúss yfirmannanna?“. „Við verðum þegar komnir inn“, sagði Lucien og hann dró þrjá hringi á kortið við eldhús vegginn. „Eins og hinir 40 þjóf ar verðum við þegar komnir inn“. Hann leiddi mig út í vinnu skúrinn, og ég varð furðu lostinn. Dédé stóð hálfboginn yfir tunnu og gerði við gat á botni Skáldið og mamma litla 1) Þú færð ekki að fara í bíó á •unnudaginn nema.... 2) Já, nema að ég verði góða stúlkan og fari að hátta klukkan 8 svo að þið getið.... 3) . ...farið í bíó á hverju kvöldi og séð allar myndirnar, sem eru bannaðar börnum — og mig langar svo mikið að sjá. Markús flytur King litla heim | ekki bát sinn verður hann að i tjald sitt, en til þess að ofhlaða skilja Úlf eftir. ' — Hafðu ekki áhyggjur, vin- ur. Ég fer og sæki hundinn þinn | ið. Svona vinur .... Nú skalt strax og ég hef komið þér i rúm-j þú sofna. Andy verður hjá þér! hennar og hélt ræðu yfir Benoit meðan hinn eldri maður sullaði rauðri málningu á ryðgaða, við gerða þýzkaratunnu. Lucien skip aði Moumou að koma með „un américain" og eftir augnablik stóð hinn stóri fábjáni rétt eins og skapillur Caliban röltandi í átt ina fr'á pýramídanum með blkk tunnu veltandi á undan sér. Hún var ein af þeim, sem notaðar eru til að flytja í efnavörur. Á henni var ekki spons með skrúfuðu loki. í staðinn var hægt að taka annan botninn af. Þunnt lokið vr fellt að með gjörð, og henni fest með spennu. ,,Viens, Dédé“, sagði Lucien. „Lofaðu le rosbif að sjá bragðið okkar“. Sá stutti slökkti á log- suðutækinu og tók af sér svunt una. Síðan klifraði hann létti- lega upp í tóma tunnuna, eins auðmjúkur og liðugur og hund- ur. er sýnir listir sínar. En Luci- en setti lokið á og festi spennuna. Það var loftgat á tunnunni og hann komst ágætlega fyrir í henni. ,,Og hvernig ætlarðu að koma tþeim inn fyrir?“ „Það er verk monsieur Benoit. Hann tekur þig með sér næst þegar hann fer. Það verður ef til vill í næstu viku, kannske hann fari með þig í næstu viku“. Hann losaði spennuna á tunn unni og Dédé ýtti upp lokinu og klifraði út eins auðveldlega og kjúklingur úr eggi. „Hver á að gera þetta hjá kap elíunni?" spurði ég. ,,Hver á að hleypa ykkur út?“ „Það er eitt af því sem þú átt að gera“, sagði Lucien. „Þú átt að hleypa okkur út“. Hinir annarlegu þremenningar brostu og ég brosti á móti, jafn ánægður og hver sá skólastrákur verður, sem allt í einu hefur fengið aðgang að leynifélagi. „Og Tissón?“ spurði ég. „Hvern ig kemst Tisson út?“ „Hann fer með þér“. ,Með mér?“ „í búningakörfu þinni ásamt búning þínum“. „Búning?" „Við ætluðum að láta þig bú- ast sem kúreka“. Og ég gat einungis hrist höfuð mitt til samþykkis eins og í draumi. Vika leið við allskonar ráða- gerðir, skyndifundi í vinnustoí unni og langar ráðstefnur á verk stæðinu. Hvern dag var ég fyllt ur dásamlegum nýjum lífsþrótti. Það var stórkostlegt að vakna á morgnana sem þátttakandi í sam særi og ganga hinn gullna kónga veg ævintýranna. Mig sárlang- aði að segja öllum, hvernig við ætluðum að bjarga hinum sak- lausa Tisson úr svarta turninum. 3|lltvarpið Laugardagur 18. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar: — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. I (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig* urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Guðm Arnlaugsson), 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn* sen). 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). 18.00 Útvarpssaga barnanna: ,,Atta börn og amma þeirra í skógin- um'* eftir Önnu Cath.-Westly XIV. (Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. k 1930 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Lög úr söngleiknum „Hose Marie“ eftir Friml-Stothart (Dorothy Kirsten, Nelson Eddy og Howard Chandler kórinn syngja; Leo Arnaud stjórnar kór og hljómsveit). 20.25 Leikrit: „Fyrirvinnan" eftir W. Somerset Maugham í þýðingu Bagnars E. Kvaran. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (18). 22.20 Góudans útvarpsins; þ. á. m. leik* ur hljómsveit Guðmundar Finn- björnssonar. Söngkona; Hulda Emilsdóttir. 02.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.