Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. febr. 1961 Sænska frystihúsið fær nýtt vinnslukerfi Verður flökun ákvæbisvinna ? — ÞETTA nýja kerfi gefur tvímælalaust betri nýtingu á fiskinum og það er einmitt hún, sem er veigamesta at- riði fiskverkunarinnar í dag, sagði Einar Bergmann, verk- stjóri í Sænska frystihúsinu, er fréttamaður Mbl. brá sér þangað í gær til þess að skoða ný vinnslutæki, sem þar voru tekin í notkun í gærmorgun. Breytingin er fyrst og fremst gerð í flökunarsal hússins. Áður voru notuð færibönd sem fluttu fiskinn úr móttökunni til flakar anna og önnur er fluttu flökin til stúlknanna, til snyrtingar og pökkunar. — Það var mikill ó- ‘kostur við þessi færibönd hve effitt var að þrífa þau og svo var alltaf hætta á því að fiskur lægi lengur á böndunum eða borðunum en hann mátti og skemmdist því af því að hann komst ekki strax í pakkningu, sagði Einar. Vigtað til hvers flakara Nú er þessu annan veg háttað. Þegar lo'kið er við að raga og þvo fiskinn er hann fluttur á færi bandi að vigt og er á henni veg- ið ákveðið magn fyrir hvern ílakara, sem síðan er sent með loftbraut í þar til gerðan kassa, sem er við hvert flökunarborð. Síðan flakar flökunarmaðurinn fiskinn og leggur flökin í bakka en þau eru síðan metin og vegin og flökunarmaðurinn fær endur- sent það sem ekki telst fullboð- leg vara. Með þessu fyrirkomu- lagi má auðveldlega sjá bæði af- köst og nýtingu hvers flakara og er því hægt að ganga beint til mannsins, ef hann gerir ekki rétt, og leiðbeina honum. Nýtingin þýðingarmest Eins og að líkum lætur er nýt- ing fisksins ákaflega þýðingar- mikil. Sé hægt að auka nýtingu um t.d. 3% gefur það auga leið að slíkt varðar stórar fjárhæðir þegar um mikla vinnslu er að ræða. Einar Bergmann segir að það sé í rauninní enn þýðingarmeira að auka nýtinguna heldur en reka verkið áfram sem mest. Ákvæðisvinna Auk þessa er þetta nýja fyrir- komulag vísir að því að hægt verði að taka upp ákvæðisvinnu flakara og enda sjálfsagt að sjá það við þá menn, sem sýnilega skara fram úr bæði hvað vöndun vörunnar og afköst snertir. Forsvarsmenn Sænska frysti- hússins ræddu um það fyrir um ári síðan við vinnslusérfræðing S.H., sem þá var Snæbjörn Bjarnason hvað hægt væri að gera til endurbóta vinnslukerfis- ins. Hóf hann þessar endurbætur en núverandi vinnslusérfræðing- ur Benedikt Sigurðsson lauk þeim. Það kerfi, að vigta til og frá flökurunum þekkist hér á landi en að loftbraut sé notuð til flutn inganna er nýmæli. Gerir meira en borga sig Með þessu nýja fyrirkomulagi -þarf tvo menn til viðbótar við vigtun. Einar Bergmann telur óhætt að fullyrða, þótt reynsla liggi ekki enn fyrir um það efni, að afkastaaukningin verði það mikil við þessa nýbreytni að þessi mannafjölgun geri meira en borga sig. Flugvöllurinn lítið notaður NESKAUPSTAÐ, 18. febrúar — Vinna fer nú að hefjast hér við flugvallargerð, því verkstjóri flugmálastjórnarinnar Júlíus Þór arinsson er kominn hingað aust- ur. Verður byrjað á því að dæla sandi til uppfyllingar og er á- ætlað að Ijúka við alla uppfyll- inguna á þessu ári. Brautin á að verða 11—1200 m löng, en tæpur helmingur &r þeg ar fullgerður. Geta sjúkravélar og aðrar smærri flugvélar því lent hér, en völlurinn hefur verið notaður mjög lítið í vetur. Bjöm Pálsson mun hafa áætlað að halda uppi áætlunarferðum hin-g Líður vel PATREKSFIRÐI, 18. febrúar. — Ekki gaf að fljúga með þýzku sjómennina fjóra hingað vestur svo að togarinn, Mond, fór suður til Reykjavíkur og tók þá þar. Sjómennirnir fjórir, sem slösuð- ust, eru enn rúmfastir í sjúkra- húsinu, en þeim líður vel eftir atvikum. — Trausti. Dálítil mynd frá Dagsbrúnarkjöri MEÐ LÍNUM þessum vildi ég senda formanni Dagsbrúnar sér staka kveðju. Þær eiga um leið að bregða upp dálítilli mynd frá síðustu kosningu í Dagsbrún og vinnubrögðum formannsins. Árið 1953 var ég að hætta leigubílaakstri sem ég ekki þoldi lengur. Leið mín lá þá beint í almenna verkamannavinnu. Hana hef ég stundað síðan og stunda enn. Fyrsta árið var ég á aukameðlimaskrá í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, en þeg ar næsta ár varð ég virkur með iimur félagsins og hef verið það síðan. Hef ég alltaf kappkostað að standa í fullum skilum við félagið. Dagskrá Alb'mgis FUNDIR verða í báðum deildum Al- þingis á mánudag kl. 1,30. Dagskrá efri deildar: 1. Sala eyðijarð arinnar Hellnahóls, frv. — 3. umr. 2. Lögskráning sjómanna, frv. — 3. umr. 3. Sveitarstjórnarkosningar, frv. — 2. umr. 4. Sveitarstjórnarlög, frv. — 3. umr. 5. Tollskrá o. fl., frv. — 1. umr, Dagskrá neðri deildar: 1. Alþjóðlega framfarastofnunin, frv. — 3.. umr. 2. Sameining Áfengisverzlunar og Tóbaks einkasölu, frv. — 2. umr. 3. Verðflokk- un á nýjum fiski, frv — Frh. 1. umr. 4. Almannatryggingar, frv. — 1. umr. 5. Fæðingarorlof, frv. — Frh. 2. umr. Þegar kosning til stjórnar í Dagsbrún fór fram á dögunum fór ég á kjörstað. Flest árin, frá því ég öðlaðist full réttindi Dagsbrúnarverkamanna hef ég tekið þátt í kosningunum. Eg tók með mér á kjörstað fullgilda kvittun gjaldkera félagsins, fyr ir kr. 250 félagsgjaldi fyrir árið 1959, dagsett 13. apríl 1960. Þeg ar ég kom á kjörstaðinn framvís aði ég fyrrnefndri félagsgjalda- kvittun, til þess að sanna rétt minn til þátttöku í þessum kosn ingum. En þá var mér sagt að ég væri ekki á kjörskrá, — og iþað sem meira var, ekki einu sinni í félaginu. Eg sneri mér þá til formanns Dagsbrúnar í þeirri von að fá á þessu leiðrétt ingu. Sýndi honum líka félags gjaldakvittunina og benti honum á þann rétt er hún veitti mér til kosningaþátttöku. Hófst nú lang varandi þras um það hvort ég væri í Dagsbrún. Formaðurinn spurði mig um sjálft félagsskír- teinið. Eg hafði það ekki. enda skitpi það ekki máli, heldur kvitt unin um að ég væri skuldlaus við félagið. Ein skýringin á þessu var sú að mér væri ruglað saman við annan félagsmann í Dagsbrún og Framnald á bls. 23. að að einhverju leyti, en úr því hefur ekki orðið. Íbúarnir í Neskaupstað eru mjög óánægðir með samgöng- ur strandferðaskipanna. Heklan kemur alltaf við hér, en hún kemur hins vegar aldrei inn á smærri hafnirnar hér í kring. Herðubreið kemur hins vegar á smáhafnimar, en ekki hingað. Samgöngur eru því mjög erf- iðar við nágrannaþorpin — og kemur það sér oft mjög illa, því fjórðungssjúkrahúsið er t. d. hér í Neskaupstað og er oft auðveld- ara fyrir fólk á næstu fjörðum að fá ferð til Reykjavíkur en hingað, þegar um læknishjálp er að ræða. — Svavar. Z' NA /5 hnúfar SV 50 ftnútar X Sn/Homa > oti \7 Skúrír K Þrumur W;s, KuMasM Hitaski! Aðalfundur Dagsbrúnar Áðalfundur Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar verður annað kvöld, mánudag, kl. 8,30 síðdegis. Vorboðafundur HAFN ARFIRÐI — Annað kvöld kl. 8.30 er aðalfund- ur Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboðans. Þar fara fram venjuleg aðalftundarstörf. Þá verður upplestur, bingó og kaffi framreitt. Konur eru beðnar að fjölmenna og taka með sér gesti. Velsæmi HVAÐ er velsæmi? Einskonar hreinskilni, sem knýr mann til að taka það með í reikninginn, hvað hæfir aldri manns, stöðu og ábyrgð. Þegar móðir mín sagði: „Það er ekki gert“, vissum við að sú tegund dóms var óriftanleg. Það var t. d. gagnstætt öllu velsæmi, ef auðug kona skartaði sig með loðkápu og gimsteinum, þegar nágrannakonurnar væru fá- tækar og tötralegar. Það var heldur ekki sæmandi á tímum þjóðlegrar eða staðarlegrar ógæfu að efna til skemmtunar eða átveizlu. Það er ekki sæmandi að auðmýkja eða lítillækka aðra manneskju, hvert svo sem þjóðerni hennar er, trú eða hörundslitur. Húsbóndi hefur heimild og er jafnvel skyldugur til að gefa skipanir. Liðsforingi verður að heimta aga. En hvorugur þeirra hefur rétt til þess að særa tilfinningar þeirra, sem af tilviljun eru undir þeirra stjórn. Það er þvert á móti sæmi- legra hverjum þeim manni, sem hátt er settur, að vekja ekki hjá öðrum hugboð um of mikla fjarlægð. Velsæmi táknar ekki í höfuðdráttum kumpánaskap og vinfengi, heldur virðingu fyrir öllum mannleg- um sálum. Allt er þetta augljóst og menn hafa vitað það alveg frá öndverðu. En við höfum lifað þá tíma, þegar pólitískir flokkar, eins og fasistar og nazist- ar, viðurkenndu og breiddu út fyrirlitningu sína á almennu velsæmi. Menn voru auðmýktir, píndir og þeim var synjað um jafnrétti og jafnvel meðaumkv- un. 1 fyrstu var skorturinn á velsæmi sýndur með grófum. móðgunum, síðar með grimmdarlegum lík- amsmeiðingum. Svo komu fangabúðirnar og gasklef- arnir. Við verðum að minnast þess, að þegar menn hafa einu sinni valið þá leið, þá geta þeir ekki leng- ur stanzað, eða snúið við. Ef við leyfum okkur að tala ruddalega, þá förum við brátt að breyta rudda- lega, þá getum við hæglega orðið afbrotamenn. Sið- menning, sú siðmenning, sem við nutum, er einungis þunn skorpa á tindi eldfjalls. Á 18. öld var svo að sjá sem líkamspyndingar hefðu verið numdar úr gildi fyrir fullt og allt. Þær komust í tízku á tutt- ugustu öldinni, meira en nokkru sinni áður. Sérhver velsæmisregla er rengd að nýju. Ein- faldasta velsæmi er fótum troðið af vitstola leiðtog- um. Nýjar þjóðir undirrita samninga með þeim fasta ásetningi að halda þá ekki. Ofstækismenn gera það að lögum, að maður hafi fullan rétt til þess að ljúga og svíkja, ef slíkt er í þágu flokksins. Gerður er góð- ur rómur að ósæmilegum ræðum á fundum Samein- uðu þjóðanna. Ef margir fara inn á þá braut, þá leiðir það, ekki aðeins til hruns allrar siðmenningar, heldur endaloka mannkynsins. Við skulum því hafa það hugfast, að sérhver okkar ber sinn hluta ábyrgðarinnar. Það eru til orð, sem aldrei ættu að vera notuð og hlutir, sem aldrei eru gerðir í siðmenntuðu þjóðfélagi. Það er okkar að viðhalda velsæmi. H Hmt L Lmgl KORTIÐ í dag er óvenjulega fáskrúðugt, og vantar fregnir frá mörgum erlendum stöðv- um og veðurskipurn vegna truflana á loftskeytum. — Yfir Grænlandshafi er alldjúp, hægfara lægð, en háþrýsti- svæði yfir meginlandi Evrópu. Er því hlýr straumur af Atl- antshafslofti norður yfir ís- land, Færeyjar og Bretlands- eyjar. Fyrir norðan fsland er köld A og NA-átt, var 21 st. frost í Meistaravík kl. 08 eða 25 stigum kaldara en á Akur- eyri. Veðurspáin: S-land til Vestfjarða og mið in: in: S og SV gola eða kaldi, hiti 2—4 stig. N-land til Austfjarða og miðin: SV gola, víðast úr- 'komulaust. SA-land og miðin: S og SV gola, skúrir. Aflabrögð í Hornafirði Höfn í Homafirði, 16. febr. FYRRI hluta febrúarmánuðar fóru Hornafjarðarbátar, þ.e. sjö landróðrabátar, samtals 73 sjó- ferðir. Afli þeirra var samanlagt 51514 lest. Meðalafli í róðri var röskar 7 lestir. Auk þessara báta rær héðan einn útilegubátur, Ólafur Tryggvason. Hefur hann landað fjórum sinnum á þessu tímabili 103.8 lestum, svo að afli bátanna á þessu tímabili nemur alls 619 lestum. Miðað við slægð- an fisk með haus hafa bátarnir alls fiskað frá áramótum 835 lest- ir. Mestan afla hafa: Gissur hvíti, 133.6 lestir í 17 sjóferðum, Sigur fari, 122.6 lestir í 17 ferðum og Ólafur Tryggvason 117 lestir. Hefur hann landað 5 sinnum. Á' sama tíma í fyrra höfðu Horna- fjarðarbátar aflað 1149 lestir. Gæftir eru fremur stirðar, storma samt á miðum, þótt stilla sé í iandi. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.