Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 é Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Eilíf refsing? Mynd þessi er tekin eftir kvikmyndun eins atriðis í The Misfits. íðustu atburðir hafa gengið of nærri henni HVERT er markmið Guðs meS | refsingunni? Ekki það. að hegna fyrir drýgð afbrot, heldur það, að hverri orsök lætur hann fylgja afleiðingu, sem á að ala oss upp. Ævarandi refsing hefir ekkert uppeldisgildi. Þjáning, sem ekki er hægt að læra af, engan ávinn- ing er hægt að hljóta af, er mark- miðslaus. Góðum manni væri ekki samboðið, hvað þá Guði sjálfum, að leggja slíka refsingu á nokk- urn mann. Myndi nokkur jarðneskur faðir leggja ævilanga refsingu á barnið sitt, hvað sem það kynni að hafa af sér brotið? Getum vér þá trú- að þeim miklu grimmdarfyllra verknaði á föðurinn himneska a^ hann leggi eilífa refsingu á nokk- urt barna sinna fyrir afbrot, sem það fremur í jarðlífinu? Hugsum um, hve geigvænlegt orðið „eilíf- ur“ er í þessu sambandi! Megum vér ætla Guði þann grimmdar- verknað, sem vér myndum dæma mann í geðveikradeild fangahúss fyrir að vinna? Um skeið hefir hér á landi ver- ið hljótt um endalausa hegningu fordæmdra í eilífu eldsvíti, en nú hefir hún aftur verið rædd af mörgum í sambandi við sjónleik NORMA Jean Mortensen er -aðeins 34 ára að aldri, en henni er engu að síður mæta- vel kunnugt um hvernig við- brögð manna hafa yfirleitt verið við geðveiklu. Móðir henr.ar fór hvað eftir annað á geðveikrahæli og viðbrögð íólks við því urðu slík, að Norma Jean skammaðist sín mjög. Nú á tímum vinna sálfræð- ingar að því að telja fólk á að varpa fyrir borð orðum eins og geðveiki — vitfirring — og brjáísemi en taia í þess stað um geðveilu eða hugsýki og líta slíkt sömu augum sem menn líta á hjartasjúkdóma. En langt er frá því, að allir vilji viðurkenna það sjónar- m:ð. í síðastliðinni viku varð þessi sama Norma Jean Mort- e rser. gripin geðveilu. Koaan, sem kunnari er undir nafninu Marilyn Monroe, var flutt á sjúkradeild Payne Whitneys á Manhattan. Sjúkradeild þessi, sem er víðkunn, er deild í The New York Hospital Cornell Medieal Center. Eftir fjögurra daga dvöl var Marilyn flutt yfir til Colum- bia Medical Center — þá talin nokkru betri — en þar skyldi hún hvílast um skeið og njóta sálfræðilegrar aðhlynningar. Þótt sálfræðingar og læknar hafi verið trúir þagnarskyld- um sínum varðandi krank- leika Marilyn hefur það ekki verið neitt leyndarmál, að hún hefur verið undir hand- leiðslu sálfræðinga um langt skeið. Því verður auðvelt að skilja að síðustu atburðir í lífi henn- ar hafi gengið henni of nærri, þar sem sálfræðingar unnu að greiningu persónuleika henn- ar og endurreisn hans, ef svo •mætti að orði komast. Bernska Marilyn var slík að Freud hefði getað unnið helminginn af kenningum sín um úr sögu hennar einnar. Hjónaband hennar, sem stofn- að var til meðan hún var enn á gelgjuskeiði fór út um þúf- ur svo og hjónaband hennar og Joe Di Maggio. Þegar húri var gift Arthur Miller reyndi hún án árangurs að eignast barn. Einu sinni varð að taka frá henni fóstur til þess að bjarga lífi hennar og að minnsta kosti einu sinni eftir það missti hún fóstur. Eftir það valt á ýmsu. Eftir töku siðustu kvikmyndarinnar, sem hún lék í, lézt vinur hennar og mótleikari, Clark Gable, snögglega og í síðastliðnum mánuði var endir bundinn á hjónaband hennar og Arthurs Miller. Frægð Marilyn hefur auk- izt ár frá ári — en í stað þess að veita henni hamingju — færði frægðin henni einungis erfiðleika. í fyrri kvikmynd- um hafði hún getið sér gott orð sem gamanleikari — en hún hóf leik sinn í The Misfits til þess að sýna sjálfri sér og öðrum, að hún hefði hæfileika sem dramatísk leikkona. En hlutverkið, sem eiginmaður hennar hafði skrifað sérstak- lega fyrir hana vísaði með sársaukafullum hætti til henn ar eigin sálarstríðs. * * * Vera kann, að endurnýjuð kynni Marilyn við Joe Di Maggio undanfarnar vikur hafi róað stríð hennar að ein- hverju leyti (Sjálf segist hún hafa glaðzt yfir því að finna, að hann væri henni enn sam- ur vinur). Hvað sem öðru líður er Payne Whitney ekki vanur að faka að sér sjúklinga, sem hann telur enga von að lækna. Og með því að sækja til geð- læknis og sálfræðinga hefur Marilyn verið þeim til aðstoð- ar við tilraunir þeirra til að breyta áliti almennings á ýmsum stigum geðveilu og meðferð þeirra. Aldrei meiri ræktunar* framkvæmdir Rætt við Aðalbjörn Benediktsson bunaðarráðunaut í Húnavatnssýslu FYRIR nokkrum dögum leit Aðalbjörn Benediktsson á Aðalbóli í Miðfirði inn á rit- stjórnarskrifstofurnar. Notuð um við þá tækifærið til að spyrja hann frétta úr Húna- vatnssýslu, en hann er bún- aðarráðunautur fyrir Vest- ur-Húnavatnssýslu og jafn- framt framkvæmdastj. rækt- unarsambandsins. — Hvað geturðu sagt okkur af framkvæmdum í Húnavatns- sýslu á sl. ári? — Framkvæmdir hafa verið miklar. Ræktunarsambandið á nú fjórar jarðýtur, fékk eina nýja sl. sumar, og hefur mikið verið unnið að ræktunarframkvæmd- um. Þá keypti ræktunarsamband- ið einnig stáhnót til að byggja votheysgeymslur og voru 11 turn ar byggðir í sumar. Turnar þess- ir eru flestir grafnir nokkuð nið- ur og síðan ýtt að þeim, þannig að ekki þarf blásara til að koma heyinu upp. Eru turnarnir þá yfir leitt ekki hafðir nema nálægt 7 metrar á hæð. Ræktunarsamband ið hefur einnig veggmót til að byggj a útihús og hefur verið byggt yfir nálægt 2000 f jár, ásamt hlöðum. Þar af voru byggð fjár- hús fyrir um 1100 fjár á vegum ræktunarsambandsins sjálfs. ■— Tíminn er stundum að fræða okkur á því, að ræktun hafi minnkað á síðasta ári\ Hvað seg- irðu okkur um bað úr þinni sýslu? — í fyrra voru grafnir 240 þús und rúmmetrar eða rúmlega 60 km langir skurðir. Og um nýrækt ina er það að segja, að um 220 hektarar voru ræktaðir og hefur aldrei áður verið svo mikil rækt- un í sýslunni. — Er áframhaldandi hugur í mönnum með ræktunarfram- kvæmdir? — Já, það má segja að allt út- lit sé fyrir, að ekki muni draga úr þeim. Mjólkurframleiðsla eykst nú allört í sýslunni og fer mjólkin í hið nýja mjólkurbú á Hvammstanga en það var tekið í notkun í júnímánuði í fyrra. — Hafa nokkur býli farið í eyði á undanförnum árum í sýsl- unni? — Jú, þau eru nokkur, en ný- býli hafa bætzt við, svo að óhætt er að fullyrða að um fækkun hef- ur ekki verið að ræða. Húsbygg- ingar eru dýrar, eins og menn vita og má segja að einna helzt skorti á að hægt sé að byggja nægilegt af fjósum, en þau voru eðlilega lítil og ófullkomih áður en mjólkursala hófst til hins nýja mjólkurbús. Eru því mikil verk- efni framundan á þessu sviði. — Hvað viltu segja okkur um framtíðarverkefni landbúnaðar- ins almennt? — Ég tel að landbúnaðurinn eigi mikla framtíð. Þarf að vinna að því að lækka framleiðslukostn aðinn með ódýrari heyfeng, þ. e. a. s. með meiri véltækni og stærri túnum, í einu orði sagt, að stækka búin. Ég tel einnig að búrekstur eigi ekki að vera of einhliða, heldur eigi menn að fást við fleiri en eina búgrein. Þannig nýtist vinnuaflið betur. Þess vegna tel ég mikin ávinning að því að mjólkurframleiðsla eykst nú í Húnavatnssýslu. Þá er þess einnig að gæta, að beitin nýtist yfirleitt ekki til fulls nema bú sé blandað. — Hvað segir þú um beitina? Fer sauðfjárbeit versnandi? — Ég tel að hún versni heldur, en fallþungi sauðfjár ér.þó svip- aður. En þar hjálpar til betri fóðr- un og hirðing en áður. — Bændur eru sem sagt ekki svartsýnir fyrir norðan? — Nei, það held ég sé óhætt að segja að þeir séu ekki. Þar er yfirleitt framfarahugur í mönn- um. inn, Þjóna Drottins, sem Þjóðleik húsið er að sýna. Betur væri að gegn þeirri kenningu þyrfti ekki lengur að berjast. Norski höf. lít- ur svo á, að þeirrar baráttu sé þörf í heimalandi hans. Og á liðnu ári hóf einn af lærdómsmönnum norsku þjóðarinnar, dr. med. G. Langfeldt, prófessor í geðsjúk- dómafræði við Oslóarháskóla* harða árás á norsku kirkjuna og virðist ekki líta á lærdóminn um eilíft eldsvíti sem dauðan lærdóm þar í landi. En hvað um það, þótt hljótt sé um þennan gamla, ljóta lærdóm í kirkju vorri, er hann svo víða vak andi enn, að full þörf er þess, að gera upp við hann reikningana. _________ i Það sem liggur til grundvalí- ar lærdóminum um eilífar, enda lausar kvalir fordæmdra, er sú fráleita hugmynd, að endanleg örlög mannssálarinnar séu inn- sigluð á andlátsstundinni, eftir hana verði engu breytt, um ekkert þokað. Heilbrigð skyn- semi hafnar þessari hugmynd að sjálfsögðu og hvað segja guð- spjöllin? Ríki maðurinn í dæmisögu Jesú vaknaði í kvölum, en þar tók sjálfselskusynd hans að réna. Honum var fyrirmunað að hverfa aftur til jarðarinnar til að bæta fyrir brot sín þar. En þjáningin kenndi honum að fara að hugsa um bræður sína á jörðunni. Og þá fór hann að reyna að afstýra því, að þeir kæmu í kvalastaðinn líka. Guð var ekki að hegna. En afleiðing syndalífs og sjálfselsku þessa manns var þjáning, sem kenndi honum dýrmætan lær- dóm. Og það e» þetta, sem allri þjáningu er ætlað að gera, hvort sem hún hittir manninn í jarð- neskum eða ekki — jarðneskum heimi. Sumir þeir, sem hrýs hugur við hugmyndinni um endalausa hegningu, eilíft kvalavíti, taka feginshendi þeirri hugmynd, að svo langt geti mannssálin geng- ið á vegi forherðingar og synd- ar, þessa heims eða annars, að hún slokkni út, eyðist, hætti að vera til. Þetta segja þeir, að sé „hinn annar dauði“, sem Opin- berunarbókin minnist á. Eirinig þessi leið endar í veg- leysu. Sé maðurinn „skapaður í Guðs mynd“, er þá hugsanlegt að hann geti endalaust haldið áfram að fjarlægjast Guð, enda- laust haldið áfram að hafna kær leika hans, endalaust haldið áfram að forherðast gegn hon- um, unz Guð verður að lokum að gefast upp við hann, láta undan síga og láta manninn slokkna út? Getur Guð beðið slíkan ósig- ur? Nýja testamentið segir, að Guð vilji að allir menn verði hólpnir. Vegna þess að Guð hef- ir, innan vissra takmarkana, gef ið oss frjálsan vilja, getum vér tafið fyrir því, að vilji hans verði. En getur vilji vor unnið endanlega* sigur yfir vilja Guðs? Hvernig getur Guð þá í aldanna lok orðið „allt í öllu“, eins og Nýjatestamentið segir skýlaust að verðif Týndi sonurinn villtist. Hann villtist svo langt, að úrþvætti varð hann og lá í svaðinu með svínum. En hann var sonur föður síns og gat aldrei hætt að vera það, og þessvegna fann hann að lokum leiðina frá dýpstu niðurlægingunni og heim. Hvorki slokknaði hann út né lá í svaðinu í kvöl sinni um eilífð. Saga hans er fegursta sagan, sem nokkuru sinni hefir verið sögð um synd og sekt, um end- anleg örlög og markmið mann- legrar sálar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.