Morgunblaðið - 19.02.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 19.02.1961, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. febr. 1961 Fangelsun ÞAÐ hefur löngum vafizt fyr ir mönnum að skilgreina frelsi og réttlæti, að ógleymd- um sannleikanum, sem farið hefur Pílatusargöngu fyrir hvers manns dyr allt frá dög um Krists. Heilar bækur hafa verið ritaðar um þær hugsjón- ir, sem búa að baki þessara stóru orða, en engin þessara hugsjóna hefur náð að verða nema stundarveruleiki í vit- und og samlífi manna og þjóða. Hafi sannleikurinn opin berazt einstaklingum eða þjóð, hefur réttlætið verið utan gátta. Hafi einstaklingar eða þjóð ratað á veg réttlætis- ins, hefur frelsið legið í veg- skurðunum. Hafi frelsið verið förunautur einstaklinga eða þjóðar, hefur sannfeikurinn verið betlari á f im. Hver þessara hugsjóna setur hinum skilyrði — og þær lúta í sam- einingu mestu og torsóttustu hugsjón mannkynsins: kær- leikanum. Hvers virði er t. d. réttlæti án kærleika? Réttlæti í formi refsingar, t. d. fangelsisvistar, er í eðli sínu hefnd? Refsingar lög lög?jafarvaldsins byggjast á lnfn a- Kálinu: auga fyr. ir au;.'. og tönn fyrir tönn. Þjóðfélagið hefur tekið að sér að hegna einum einstaklingi eða fleirum fyrir brot gegn öðrum — í stað þeirra persónu legu hefnda, sem t. d. tíðkuð- ust hér á landi á söguöld með- an þjóðfélagið var ómótaðra. Þar sem dauðarefsing er við lýði, drepur þjóðfélagið ein- stakling fyrir að drepa annan. Munurinn er í eðli sínu eng- inn. Framkvæmd hefndarinn- ar er ópersónuleg í höndum þjóðfélagsins — en jafnframt samábyrgð allra þegna þjóð--^ félagsins, sem aðeins hinir viðkvæmustu finna til. Þetta er vörn mannkynsins gegn sjálfu sér — og vissulega betri vörn heldur en að hver einstaklingur væri dómari og böðull. En er þetta réttlæti? Er rétt læti þá í eðli sínu ekki annað og meira en hefnd — hefnd þjóðfélagsins gegn afvega- : leiddum einstaklingum? Jú, það er til annars konar rétt- Xæti — raunverulegt réttlæti — sem byggir ekki á hinu gamla hefndarlögmáli: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það réttlæti spyr um orsök og afleiðingu, t. d. hvort þjóðfé- lagið eigi einhverja sök á drýgðum glæp eða frömdu af- broti og geti bætt það að ein- hverju — og það spyr og Ieitar að leið til að koma í veg fyrir afbrot og beina hinum afvega- leiddu á rétta braut. Það Ieit- ast við að sætta og bæta en ekki hefna og afmá. Það læt- ur stjórnast af skilningi og byggir á kærleika: þð er reikn ingslist kærleikans, ef svo má að orði komast. Aðeins fáir kunna þessa list og enn færri beita henni í lífi sínu. Margir hafa hugboð um hana, en flest ir eru sér ekki meðvitandi um að neinu sé ábótavant — nema það þurfi að byggja traustari fangelsi. Fangelsi virðast blátt áfram vera nauðsynlegustu — og æðstu stofnanir í sumum nú- tímaþjóðfélögum. Ekki aðeins fyrir afbrotamenn og svokall- aða glæpamenn, heldur fyrir alla þá, sem af einhverjum ástæðum eru á öndverðu meiði við ríkjandi stefnur eða skoðanir í viðkomandi þjóðfélagi. Hugsjónamenn, rit höfundar og stjórnmálamenn, sem dirfast að hafa aðrar — og sjálfstæðar skoðanir á mál- um sins föðurlands, eru stimpl aðir óvinir ríkisins, föðurlands svikarar — eða blátt áfram svín — og fluttir eins og fén- aður í bása ramgerðra fang- clsa, ef þeir eru ekki bara skotnir. Hvernig má þetta verða? Þjóðfélagið hefur verið plægt með plógum haturs, öfundar og beiskju. Fræi ofstækis og miskunnarleysis sáð í hjarta og sál einstaklinganna. Síðan birtist uppskeran. Sjáið, segja sáðmennirnir, þetta eitt er sannleikurinn, sannleikurinn allur og ekkert nema sann- leikurinn. Já, þetta er sann- leikurinn, bergmála þúsundir og milljónir hjartna. Sælu- straumur fer um risavaxinn líkama þjóðfélagsþursins, og hann hefst handa af heilögum eldmóði að byggja upp sam- kvæmt lögmáli þessa undur- samlega sannleika — og jafn- framt að rífa, sundra og afmá allt annað, sem hefur gert og gerir tiikall og kröfur til að vera einnig sannleikur. AHir skulu hafa einn sannleika, því sannleikurinn er aðeins einn. Ertu með eða móti? Allt skal þjóna þessum sannleika: list- ir, bókmenntir, vísindi — menningin öll og óskipt. Það sem stríðir á móti sannleik- anum mikla skal þagað í hel eða afmáð. Sá sem stendur á móti sannleikanum er geymd ur í fangelsi — eða gröf sinni. Sannleikurinn mikli skapar sitt eigið réttlæti, stærðfræði- legt og miskunnarlaust: standi einn, tíu, hundrað eða þús- und í vegi fyrir sannleika milljónanna er það skýlaus réttur þeirra að ryðja þeim úr vegi. Þetta er hið fullkomna réttlæti, byggt á algildum sannleika. Þar sem svona er i pottinn búið þrífst ekkert frelsi — nema frelsi til að hafa sömu löggiltu skoðanir og aðrir og tilbiðja hinn eina sannleika. Fangelsin standa opin hverj- um þeim, sem vill ekki láta af sínum einkasannleika, hverri sjálfstæðri skoðun, tján ingu og sköpun. Gjörið svo vel að ganga inn með frelsi ykkar — en þið komizt ekki út aftur. Það er lokað þá leið. Það er gott að eiga slíkan sannleika. Enginn efi, heila- brot eða kvíði — bara fljóta með hinum mikla og stríða straumi í faðm sannleikans eina. Það er svo einfalt og gott, ef allur heimurinn sigldi í kjölfarið: allar þessar vesa- lings sálir, sem enn eru að leita sannleikans í frelsinu og réttlætisins í sannleikanum. Ingimar Erlendur Sigurðsson. Fiskifélag íslands 50 ára FISKIFÉLAG íslands verður 50 ára á morgun. Frá önd- verðu hefur Fiskifélagið gegnt hinu þýðingarmesta hlutverki fyrir sjávarútveg okkar og haft á hendi fram- kvæmd ýmissa mikilverðustu mála útvegsins. ★ Samkvæmt lögum um fisk- veiðisjóð, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1905, var gert ráð fyrir að stofnað yrði allsherjar félag til eflingar sjávarútvegin- um. Ekki kom þó til fram- kvæmda fyrr en árið 1911, að 43 framámenn þess tíma efndu til fundar og stofnuðu félagið form- lega. í fyrstu lögum félagsins var stefnan mörkuð. „Tilgangur fé- lagsins er að styðja og efla allt það, er verða má til framfara og umbóta í fiskveiðum íslend- inga í sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðmestar þeim, er hafa atvinnu af þeim, og landinu í heild sinni.“ , ★ Eitt af fyrstu verkefnum fé- lagsins var að hefja almenna fræðslustarfsemi um allt það, sem að sjávarútvegi lýtur. Rann- sóknarstarfsemi í þágu sjávarút- vegsins hefur einnig verið drjúg- ur þáttur í starfsemi félagsins um langa hríð. Fiskifélagið beitti sér fyrir víðtækum fiski- og haf- rannsóknum hér við land, en síð- ar tók fiskideild Atvinnudeildar Háskólans við þeim, en Fiski- félagið starfrækir sjálft 'rann- sóknarstofu á sviði hagnýtingar sjávarafurða og vinnslu þeirra. Framih. á bls. 23 Háskóla-happ- drættið Útvarpshlustandi skrifar: Með því að þú hefir oft og tíðum stuðlað að því í þátt- um þínum að færa ýmislegt til betri vegar í þjóðfélaginu, langar mig að biðja fyrir eftirfarandi: Einn þáttur í út- varpinu okkar er að mínu viti mjög vinsæll og mikið á hann hlýtt, og á ég hér við „Úm daginn og veginn" á mánu- dögum. Ýmsir ágætir menn hafa þar fram komið og bent réttilega á margt, sem miður fer hjá okkur og hvernig að þeirra hyggjuviti mætti úr bæta. Er ekki nema gott og blessað um það að segja. Þó kemur stöku sinnum fyrir að talað er um nokkuð skrítna hluti, eins og um daginn þeg- ar einn þeirra vildi láta taka happdrættið af Háskólanum um nokkurra ára skeið og beina gróðanum af því inn á aðrar brautir. Það þarf að sjálfsögðu pen- inga til ýmissa líknarmála, en finna þarf aðrar leiðir til að afla þeirra en ætla sér að taka þá af þessari æðstu menntastofnun vorri, sem byggt hefir húsakynni sín að langmestu leyti fyrir fé, sem fengizt hefir fyrir ágóða af happdrættinu. Þá er kunnara en frá þurfi að segja, að enn á háskólinn langt í land með að byggja yfir þær stofnanir, sem honum eru nauðsynlegar og því þörf mikils fjár, sem myndi ekki auðnast að fá, ef happdrættið væri ekki í aðra hönd. Hugmynd útvarpsmannsins mætti, eins og hann réttilega benti á, athugast um ýmis önnur happdrætti, sem rekin eru. -fc Blessað veðrið Þá er það veðurblíðan alla daga, sem fólk þreytist aldrei á að tala um. Skyldi vera um svona mikla loftlags breytingu að ræða hjá okkur í norðrinu, segja menn þegar þeir hittast á fömum vegi. Og er nema von menn spyrji. Hvað skyldi vera langt síðan slíkur vetur hefir komið hér, eða skyldi hann annars nokk urn tíma hafa komið fyrr. Dag eftir dag blaktir ekki hár á höfði manns og hægt er að vera búinn, sem á sumardegi. Mælirinn stóri hjá Almenn- um tryggingum í Pósthús- stræti er oftast 4 og 5 gráður upp á við. Og ekki er snjó- sköflunum fyrir að fara í vet ur, þó síðustu daga hafi kom ið hinn ágætasti skíðasnjór og snjóað hafi nokkuð fyrir norðan. Sem sagt, gamlir menn segjast ekki muna ann. að eins. Við skulum vona hið bezta, þótt ekki sé fyrir það að taka, að febrúarmánuður og marz hafa oft verið anzi erfiðir. ★ Ábyrgðarlaus skrif Og svo er hér smáathuga- semd um skrif dóna nokkurs, sem Hannes gamli á horninu léð rúm hjá sér um daginn, athugasemdalaust. Var sá hinn sami að skammast og fjargviðrast út í söfnun þá, sem fram fór á vegum Rauða krossins til hungraða fólksina í Kongó, og gekk að vonum vel. íslendingar hafa alltat kunnað að meta slíkar safn- anir. Þessi aulabárður hellti sem sagt úr skálum reiði sinn ar og botnaði ekkert í því að Islendingar skyldu taka þátt í þessari söfnun. Þetta væri svo lítið, að ekkert munaði um. Meira vit væri að byggja fleiri barnaleíkvelli í Reykja vik. Þetta er dálagleg hugsun eða hitt þó heldur. Slíkum skrifum sem þessum er ekki hægt að svara betur en á þann hátt, að óska að maður þessi hefði átt kost á að fylgj ast með er svöng börn og að dauða komin voru mett með matnum, sem íslendingar ’élu af hendi rakna. Hinar 15 lest ir af skreið og þurrmjólkin, sem send var héðan, hafa vafalaust komið að góðum notum í Kongó. Eru allir sann ir íslendingar stoltir aí að hafa stuðlað að því að koma í veg fyrir hungurdauða þar, þó ekki væri nema nokkurra barna. Rauða krossinum ber þakkir fyrir að hafa forgöngu um söfnun þessa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.