Morgunblaðið - 19.02.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 19.02.1961, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. febr. 1961 Wiwii Wi»«tn Wimiin KiwiliiWiwiiWimiii i|»I|.*».é. . i Patrice Lumumba — PATRICE Lumutnba er dáinn. En hann er ekki horfinn — og mun varla hverfa um fyrirsjáanlega framtíð — af sviði hinnar stjórnmálalegu flækju í Kongó. Frá gröf sinni, ein hvers staðar í frumskógin- um, hefir hann meiri áhrif á þróun mála í hinu vansæla, sveltandi Kongó- lýðveldi, en hann hafði í lifanda lífi. — Hlutverk hans á sviði stjórnmálanna hefir á undanförnum vik- um og mánuðum aukizt og stækkað í öfugu hlutfalli við persónuleg völd hans og aðstöðu. r „Ekki friður næstu 20 árin“ Eitthvað á þessa leið hófst grein, sem Mogens Kofod-Han sen ritaði í danska blaðið Ber- lingske Tidende hinn 14. þ.m., daginn eftir að innanríkisróð- herra Tsjombe-stjórnarinnar í Katanga tilkynnti, að Lumum- ba hefði verið ráðinn af dög- um, — og þessi skoðun virðist hojög almenn meðal stjórn- málafréttaritara og stjórn- málamanna á vesturlöndum, eftir því sem fram hefir kom- ið í ýmsum blöðum, en hin helztu blöð austanhafs og.vest- an eru yfirleitt sammála um það, að morð Lumumba sé glæpur, sem haft geti alvar- legri afleiðingar en séð verði fyrir í fljótu bragði — og það ekki aðeins í Kongó. — Einn nefndarmanna í sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna í Kongó lét svo um mælt á dögunum, eftir að Katanga-stjórn hafði lýst yfir, að Lumuba hefði tekizt að flýja úr fangelsihu (en þá þegar töldu margir, að hann hefði verið myrtur), að ef hann hefði verið drepinn, yrði „ekki um neinn frið að ræða.í Kongó næstu tuttugu árin“. — ★ — Pólitískur andstæðingur Pat rice Lumumba lét eitt sinn um hann falla eftirfarandi orð, sem reynslan sýnir, að ekki hafa verið sögð út í bláinn: — Ríkisstjórn án þátttöku Lumumba er ómöguleiki. Rík- isstjórn með þátttöku hans er næsta óhugsandi. Hér er vissulega fast að orði kveðið og nokkuð ýkt — en, eins og fyrr segir, hinn skammi og stormasami stjórn- málaferill Lumumba hefir stað fest ummælin að nokkru leyti. ★ „Þjóðsagnapersóna" Hver og hvað var þá Pat- rice Lumumba? — Hann var — og mó víst segja, að hann sé enn — eins konar brenni- Maurice Mpolo, fyrrum æsku- lýðsmálaráðherra í Lumumba- stjórninni, sem myrtur var, ásamt foringja sínum. ____ Joseph Okito, fyrrum vara- forseti öldungadeildar Kongó- þings, hlaut sömu örlög og Lumumba. depill þess mikla vandamáls, Kongó-málsins, sem Samein- uðu þjóðirnar hafa verið að glíma við undanfarna mánuði. Hann var, á margan hátt og í mörgum skilningi, helzta tákn frelsis og sjálfstæðis Kongó, svo að nærri liggur, að hann hafi á skömmum tíma orðið eins konar þjóðsagna- persóna í lifandi lífi. — Það var Lumumba, sem var höf- uðpaurinn í uppreisn þeirri og óeirðum í Stanleyville í nóvember 1959, sem segja má, að hafi orðið til þess — a.m.k. óbeint —r að belgiska stjórnin tók sjálfstæðismál Kongó til alvarlegrar athugunar. — Lum umba var handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir þátt- töku sína í uppreisninni, en var þó brátt látinn laus á ný og tók þátt í viðræðunum í Brússel veturinn 1960, þar sem gengið var frá undirbún- ingi þess að veita Kongó sjálf- stæði. Var Lumumba þar að- alfulltrúi stjórnmálaflokks síns, Þjóðernishreyfingar Kon- gó, sem er eini flokkurinn þar, er ekki byggir fyrst og fremst á fylgi eins ættbálks. Má segja, að hann hafi gegnt forystuhlutverki meðal landa sinna á ráðstefnunni, en þar skarst þó mjög í odda með honum og aðalstjórnmálaand- stæðingi hans, Joseph Kasavu- bu, foringja hins öfluga Abako flokks í Neðra-Kongó, sem byggir fyrst og fremst á fylgi ættbálks Kasavubu, Bakongo- ættbálksins. — Lumumba vildi, að sjálfstætt Kongó yrði sameinað undir einni, sterkri stjórn — hann vildi „sentrali- seringu" valdsins. Kasavubu hélt því aftur á móti fram, að einasta ráðið til þess að stjórná landi, sem væri svo klofið af mismunandi viðhorf- um og valdi margra, ólíkra ættbálka sem Kongó, væri að stofna þar eins konar banda- ríki, þ.e. að veita hinum ýmsu landshlutum allvíðtæka sjálf- stjórn. Á sömu skoðun var t.d. Moise Tsjombe frá Katanga, sem einnig sótti fyrrgreinda ráðstefnu. — ★ — Sjónarmið Lumumba voru í samræmi við þær hugmyndir, sem belgiska stjórnin hafði gert sér um frjálst Kongó. Til- lögur Kasavubus og Tsjombes fengu aftur á móti ekki hljóm grunn — og Lumumba hélt heimleiðis með hylli Belga í vegarnesti. — f kosningunum, sem fram fóru fyrir lýðveldis- stofnunina í Kongó á sl. ári, hlaut flokkur Lumumba 26— 27% atkvæða og 35 þingmenn kjörna af 137, sem sæti skyldu taka á hinu nýja þjóðþingi. Enginn hinna flokkanna fékk yfir 10% atkvæða. Með samn- ingum við áðra flokka tókst Lumumba að tryggja sér fylgi meirihluta þingmanna, eða 84. Hann hlaut forsætisráðherra- embættið, en Kasavubu tók við embætti forseta, sem sam- kvæmt stjórnarskrá lýðveldis- ins var meiri heiðurs- en valdastaða. — Þar með var látið svo heita, að sættir hefðu komizt á með þessum tveim höfuðandstæðingum — en það var aðeins á yfirborðinu, eins ( og brátt kom í Ijós. ★ Upplausn Áðan var sagt, að Lumumba hefði helzt notið hylli belg- isku stjórnarinnar þeirra Kongó-manna, er sóttu Brúss- el-ráðstefnuna veturinn 1960. En sú hylli dvínaði fljótlega eftir að Lumumba tók við stjórnartaumunum, af ýmsum ástæðum — og Belgir vörp- uðu í staðinn „ást“ sinni á einn aðal-andstæðing hans, Tsjombe, sem brátt sagði Kat- BANDINGI. — Patrice Lumumba, sem myrtur vai „einhvers staðar“ í Katanga síðastliðinn sunnudag. — Flug' maðurinn, sem flutti Lumumba til Katanga hinn 17. janúai sl., sagði í viðtali við blað nokkurt í S.-Afríku, að fanganun hefði verið svo harkalega misþyrmt á leiðinni, að hann gæt ekki ímyndað sér, að hann hefði lifað það af. Flugmaðurinn Jack Dixon, sagði m. a.: — Þeir (þ. e. fangaverðirnir) rifii hvað eftir annað stórar hárviskar af höfði hans — og neyddi hann síðan til að eta þær .... og rænandi — og hvítir menn, einkum Belgiumenn, voru hvergi óhultir um líf sitt. Belgir sendu harlið til lands- ins til þess að vernda belg- iska borgara þar. Katanga lýsti yfir sjálfstæði sínu, eins og fyrr segir, og á eftir fylgdi suðurhluti Kasai-fylkis, hið svonefnda „Námaríki". — Lumumba beiddist aðstoðar Sameinuðu þjóðanna til að reka alla Belgíumenn úr — Þannig rak hver atburður- inn annan, upplausnin í Kongó fór vaxandi, Lumumba gaf yf- irlýsingar dag eftir dag, en sagði eitt í dag og annað á morgun, svo að ógerningur reyndist fyrir SÞ að hafa nokkra viðhlítandi samvinnu við hann um lausn vandamál- anna. Lumumba fangelsaður Þar kom svo í byrjun sept. Katangastjórn hefir birt þessar myndir, sem hún segir vera M af bílnum, sem Lumumba og félagar hans flúðu í (t. v.) og :|| fangakofanum, sem beir voru geymdir í. — Á litlu myndinni til hliðar sést gat á kofaveggnum, sem þeir Lumumba kváðu hafa skriðið út um. anga-fylki úr lögum við Leo- poldvillestjórnina og lýsti yfir sjálfstæði fylkisins. — Lumum ba-stjórnin brást líka skjót- lega vonum þeirra, sem studdu hana í upphafi. Lumumba snerist sjálfur þegar á sjálf- stæðisdaginn harkalega gegn „vinum“ sínum, Belgíumönn- um, í ræðu, sem hann flutti. Strax tók að bera á alvarlegri upplausn í landinu. Herinn gerði uppsteyt og fór um land- ið með vopnabraki, ruplandi landi, koma aftur á lögum og reglu og endurreisa ein- ingu ríkisins. En brátt snerist hann gegn SÞ og dvöl liðs þess í landinu, þar sem hann fékk það ekki til að veita sér lið við að knésetja pólitíska andstæðinga sína. Þá fór hann fram á að Bandaríkin sendu herlið til Kongó — og þar næst tók hann að leita eftir aðstoð Sovétríkjanna og ann- arra kommúnistaríkja og hót- aði Sam. þjóðunum öllu illu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.