Morgunblaðið - 19.02.1961, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.02.1961, Qupperneq 11
Sunnudagut 19. febr. 1961 MORGUISBLAÐIÐ 11 «**j ember sl., að Kasavubu forseti lýsti því yfir, að Lumumba væri sviptur embætti, sakaði hann um kommúnisma og, að hann bæri meginábyrgðina á upplausnarástandinu í Kongó. Urðu nú hörð átök með þeim Lumumba og Kasavubu og þeir lýstu hvor annan valda- lausan á víxl, en Kasavubu setti nýja ríkisstjórn, undir forsæti Josephs Ileos (sem nú hefir á ný verið skipaður for- sætisráðherra í Kongó), en sú stjórn fór raunar aldrei með nein völd. Tæpum hálfúm mán uði síðar lýsti svo Mobutu ofursti því yfir, að hann hefði tekið öll völd í Kongó í sín- ar hendur. Rak hann þjóðþing- ið heim og setti á fót nefnd nokkurra menntamanna til að hann frá bústað sínum í Leo- poldville, þrátt fyrir tvöfaldan vörð sveita SÞ og Mobutus um húsið. Aðeins tæpri viku síð- ar, eða 2. desember, náðu menn Mobutus Lumumba á flóttanum, og var honum nú komið fyrir bak við lás og slá í herbúðum í bænum Thys- ville vestast í Kongó. — Eftir rúmlega mánaðardvöl þar, hafði honum nær tekizt að flýja, en var þó gripinn, og skömmu síðar, eða hinn 17. jan., var hann fluttur í bönd- um flugleiðis til Katanga-fylk- is — og sagði mörgum þá þeg- ar svo hugur um, að þar — undir „verndarvæng" fjand- mannsins Tsjombes — biði hans vart annað en dauðinn, hvað nú er á daginn komið. — Þessi mynd, sem lýsir takmarkalausri sorg, var tekin í Leo- poldville eftir að fregnin um morð Lumumba barst þangað. Til vinstri er kona hans, Opanga Pauline, úrvinda af harmi. Við hlið hennar situr systir hennar. Hið nauðrakaða höfuð er sogartákn. — Þrjú börn Lumumba-hjónanna, Francois (9 ára), Patrice (7 ára) og dóttirin Juliane (5 ára), hafa dvalizt í Kaíró siðan faðir þeirra var handtekinn. Yngsti sonurinn, Roland, sem aðeins er tveggja ára, dvelst hjá móður sinni í Leopoldville. að. Heimildum ber ekki einu sinni saman um aldur hans — sum staðar er sagt, að hann hafi verið 34 ára, er hann var myrtur, aðrir segja, að hann hafi verið 35 og enn aðrir 36 ára. Það skiptir svo sem engu meginmáli, en víst er, að fáir hafa setzt í forsætisráðherra- stól á jafnungum aldri — og efalítið hefir enginn forsæt- isráðherra fyrr eða síðar haft jafnlitla stjórnmála- reynslu og Lumumba. Því fór sem fór — m.a. að minnsta kosti. — Það, sem vitað er um uppruna og feril Lumumba framan af ævi, er í fáum orð- um þetta: — Hann var af Kutelala-ættbálknum í Kasai, sonur fátæks bónda þar. Hann nam á unga aldri í trúboðs- skólum, bæði kaþólskum og lútherskum, og ólst að nokkru upp innan veggja trúboðsstöðv anna. Lumumba þótti greind- ur drengur og duglegur náms- maður, með mikið sjálfstraust — á yfirborðinu a. m. k. — en fljótfær nokkuð. ■— Fer nú engum sögum af honum, þar til hann fær stöðu sem póstafgreiðslumaður 1 Stanleyville árið 1954. Eftir tveggja ára starf var hann svo handtekinn og dæmdur fyrir að hafa stolið allmikilli fjár- hæð frá póstinum — eða sem svarar rúml. 100 þús. ísl. krón- um. Var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi, en leyst- ur úr haldi eftir 1 ár. Hann skýrði frá því við réttarhöld- in, að peningana hefði hann ekki notað til eigin þarfa, held ur „til stjórnmálastarfsemi“ — og að hann hefði tekið sér til fyrirmyndar belgisku nýlendu herrana, sem löngmn hefðu lif að á þeim landsgæðum, sem Kongó-búar ættu einir, að réttu lagi. Vinir hans og flokks félagar endurgreiddu þýfið og ólu önn fyrir konu hans og börnum meðan hann sat í fangelsinu. — Enda þótt þetta bendi til þess, að Lumumba hafi þegar árið 1954 verið byrj aður afskipti af stjórnmálum, er það ekki fyrr en 1958, að hann kemur fyrst fram op- inberlega sem stjórnmálamað- ur. — Nafnkunnur varð hann eiginlega fyrst á því sviði við stjórna landinu. Hann hugðist taka Lumumba höndum, en lið SÞ hélt vörð um bústað hans, og dvaldist hann þar í eins konar stofufangelsi á ann an mánuð. — Frávikning Lum umba olli miklum átökum inn- an samtaka SÞ. Sovétríkin og fylgiríki þeirra, svo og allmörg Afríku- og Asíuríki, litu á Lumumba sem hinn eina lög- lega forsætisráðherra í Kongó og fullyrtu, að Belgía og vest- ræn ríki yfirleitt beittu nú samtökunum fyrir sig, í því skyni að koma á nýlendustjórn í Kongó á nýjan leik. — Flest vestræn ríki studdu Kasavu- bu fremur en Lumumba, og tókst þeim að fá meirihluta- viðurkenningu fyrir því á Allsherjarþinginu, að hann væri hinn löglegi þjóðhöfðingi Kongó — og fulltrúar hans voru viðurkenndir lögmætir fulltrúar landsins á þingum samtakanna. En ástandið í Kongó átti enn eftir að versna og átökin innan SÞ að harðna — og enn var Lumumba brennidepillinn í þeirri þróun, þótt hann hefði verið sviptur opinberu valdi. •— Hinn 27. nóvember flúði ★ Greindur og duglegur Ævisaga Patrice Lumumba, áður en hann tók verulega að láta til sín taka á sviði stjórn- málanna fyrir tæpum þrem árum, er hvergi skýrum stöf- um skráð, og virðist fátt eitt um uppruna hans og feril vit- sterkari liðinnenlífs uppreisnina í Stanleyville 1959, sem áður er frá greint. — ★ — Við höfum minnzt á reynslu Ieysi Lumumba, en hann virð- ist hins vegar hafa haft ýmsa eindregna, meðfædda hæfi- leika sem stiórnmálamaður. Belgíski höfuðsmaðurinn Juli en Gat, sem Katangastjórn segir að hafi átt að gæta Lumumba, þegar hann flúði. Stjórnin kveðst munu höfða mál gegn höfuðsmanninum fyrir vanrækslu í starfi. — T.d. ber flestum, sem til þekkja, saman um, að hann hafi að ýmsu leyti verið frá- bær mælskumaður, sem jafn- an hafi tekizt að hrífa áheyr- endur sína, þótt rökvísin væri reyndar ekki alltaf á marga fiska. — Þótt hann væri betur menntaður en allur þorri landa hans, var menntun hans ekki á traustum grunni reist. Eftir að hann losnaði úr fang- elsinu vegna „póstmálsins", sem áður var nefnt, gerðist hann fulltrúi hjá ölgerð nokk- urri, en frístundirnar notaði hann til náms. Hann kynnti sér þjóðfélagsmál eftir föng- um, svo og fleiri greinar, m.a. með þátttöku í bréfanámskeið um. Einnig sótti hann um tíma námskeið í Belgíu. Var það að tilhlutan Baldvins konungs, sem hafði hitt Lumumba í Kongó 1955 — og þótt maður- inn athyglisverður og greind- ur. — Með þennan bakhjarl hóf hann stjórnmálaafskipti fyrir alvöru, átti þátt í stofn- un Þjóðernishreyfingarinnar, hlaut þar skjótan frama og varð ráðherraefni flokksins — og síðan fyrsti forsæt- isráðherra lands síns. Skjót- ur frami, vissulega, — en skömm var setan á valdastóln- um, aðeins rúmir tveir mán- uðir. Hugsjón Lumumba var sterkt, sameinað Kongó, undir einni öflugri stjórn. Hann vildi skapa Kongó hins nýja tíma, alólíkt hinu Belgiska Kongó frá nýlendudögunum. — En „mistilteinninn“, sem hann gleymdi — eins og einn erlendur blaðamaður hefir komizt að orði — var hans eigin reynsluleysi, og flestra eða allra samstarfsmanna hans, þegar landið skyndilega fékk sjálfstæði og stóð allt í einu mitt í sviptivindum heims stjórnmálanna. Kongómenn sáu í hillingum gull og græna skóga við lýðveldisstofnunina — höfðu ekki Lumumba og fleiri leiðtogar þeirra lýst því fjálgum orðum, hve allt yrði gott, þegar þjóðin losnaði við nýlendustjórn Belga? Og Kon- gómenn heimtuðu skjótan ár- angur; þeir voru óþolinmóðir. En reynslulitlir menn þurfa tíma til að átta sig á vanda- málunum og ráða fram úr þeim. — Og svo fór allt í bál og brand. Lumum.ba komst aldrei ná- lægt marki sínu. En eftir að honum var svipt burt úr valda stóli, tóku fylgismenn hans víðs vegar um landið að láta meira til sín taka en áður. Nú ráða þeir lögum og lofum í Oriental-fylki, þar sem An- toine Gizenga, fyrrum vara- forsætisráðherra í Lumumba- stjórninni, sem er talinn kommúnisti, menntaður í Sov- étríkjunum, er forsætisráð- herra sérstakrar ríkisstjórnar Lumumba-fylgjenda, en Rúss- ar og ýmsir fleiri vilja nú viðurkenna hana sem hina einu lögmætu stjórn Kongó. Einnig hafa Lumumbamenn náð á sitt vald stórum hlutum annarra fylkja, svo sem Kivu, Kasai og sjálfs Katanga, hins „sjálfstæða“ ríkis Tsjombes. Þeir, sem unnu á Lumumba, hafa e. t. v. talið sig vera að vinna þarft verk — að „losa Kongó við alvarlegt vanda- mál“, eins og Munongo innan- ríkisráðherra Tsjombes, tók til orða, þegar hann skýrði frá drápinu. En ef einhverjum finnst, að það megi til sanns vegar færa að nokkru, þá hefir þessi alvarlegi glæpur a. m. k. skapað annað vandamál, engu minna — sennilega sýnu stærra og víðtækara. — Ekki er hægt að segja annað en hinn einstæði og margumtal- aði, fyrsti forsætisráðherra Kongó hafi liðið beinan píslar- dauða — og ef að líkum lætur, mun það nægja til þess, að nafnið Patrice Lumumba gleymist ekki í bráð. — Og atburðir undanfarinna vikna benda til þess, að baráttunni fyrir stefnumálum hans verði haldið áfram af mikilli hörku — og þótt ástandið í Kongó virðist nú ótryggara en nokkru sinni fyrr, veit enginn nema fram komi þeir menn, er tímar líða fram, sem færir reynist um að bera fram til sigurs hugsjón Lumumba um sameinað, öflugt Kongó-ríki. — Um það má enginn spá nú, en það eitt er víst, sem sagt var í upphafi þessarar grein- ar, að Lumumba er ekki horf- inn og gleymdur, þótt hann hafi verið myrtur á miskunnar lausan hátt — og allt bendir til, að hann reynist sterkari liðinn en lífs . . . __-m H. E. Daginn eftir að skýrt var frá morði Lumumba urðu miklar óeirðir víða um heim, einkum við belgísk sendiráð. Þessi mynd sýnir manngrúann fyrir utan belgíska sendiráðið í Moskvu — og á spjöidum uppþotsmanna stóðu að sjálfsögðu slagorð eins og: „Hcimsvaldasinnarnir“ eru sekir um morð Lumumba". : : :

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.